Bjarki


Bjarki - 26.09.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 26.09.1902, Blaðsíða 2
mönnum, og lofsyngja þá staðreynd, að yfirnáttúrleg opinberun sje megnug að birta það, sem hið náttúr- lega mannvit hylur. Hvað heilbrigða skynsemi og skilning snertir, þykjast þeir vera eins staddir eins og blindir menn í sama húsi, nema hvað þeir hengja lampa sína í hússins loft, og kalla sig góða, þótt eigi dugi þeim dagsljósið, ef bjart er hjá þeim á næturnar. Til hinnar handar eru þeir, sem því samsinna, að mannsins skynsemi nái hvergi útyfir hið þrengsla ríki náttúrunnar, en staðhæfa um leið, að hinn forni leyndardómur sje leyndardómur einn, að einginn maður skynji neitt sinn skapara, nje megi skynja, og úr því hann fái ekkert skynjað, sje honum hentast að gjöra eigi vanþekking sína að ákvarðaðri trúargrein. „Ef þú treystir skynseminni", hefur oss verið kent til leiðinda, „þá verður þú annaðhvort trúlaus eða óvissu- maður|(Agnóstík). „Það er miku nær", segir einn ungi spekingurinn, „það er miklu nær, að hætta við leit- ina eftir guði, úr því tilvera hans er og verður ófinnanleg (eins og játað er) og verja þeim tilfinning- um, er trúað fólk helgar honum, til góðs náunga vorum, því að hans liðsemd og góðvild er ólíku vissari. Oss mundi ekki iðra, að dýrka virkilega veru drjúgum betur, en ímyndaðan skapara að sama skapi minna." Slíkar eru þá einkunnir aldar vorrar, sem vjer frjáls- trúarmenn eigum annaðhvort að standast eða hníga fyrir. Þetta er óvinaliðið, sem öllum sínum eldtólum miðar á móti voru varnarlitla vígi. Og vjer — hvað höfumst vjer að til að tryggja varnir vorar? Æ, því miður erum vjer aðflestu leyti afar-illastaddir. Hvað skyldu stoða vorar smámunalegu orðastælur um þrenn- ing eða eining guðdómsins, um Krists metafysiska eðli, um kreddur og kirkjusiði, meðan vjer eigum að verjast öllum þvílíkum ásóknum, straumum og stefn- um. Deiluefni vor hingað til eru, eins og vor vitr- asti maður (dr. Martineau) hefur sagt oss, „úr sama efni ofnar og draumar eru," og út úr slíkri þoku er oss einsætt að losa oss. Hvað eining guðdómsins snertir, sem vjer höldum fram, þá má segja, að sú setning standi langt um ver að vígi nú hjá vísindamönnunum heldur en þrenningarfræðin, og kenningin um alls- herjar-aðgreining guðs og mannsandans vekur nú hið fjðrugasta fylgi djúpsæustu spekinga. En gætum vjer, á hinn bóginn, náð aldurshæð vorrar köllunar og skyldu, þá blasir við oss hið bjartasta og göfug- asta verksvið í veröldunni. Vort hlutverk skyldi vera að boða og birta skýrt og skorinort, að skynsemin, samvizkan og hugsjóniraar eru eins háleitar og helgar gáfur í vorum augnm, sjeu þær hreinar og óspiltar, eins og kirkjur eða klerkar eða biflía í þeirra augum, sem hafa sitt traust á tómum óskeikanlegleik þeirra hluta. Vort hlutverk skyldi vera, að gjöra heyrin- kunnugt og skiljanlegt, að frjálsir og óhindraðir vits- munir heilbrigðra manna eru ekkert guðlaust verkfæri og að hugur vor hugsi aldrei rjett eða röklega svo hann snerti ékki í hverju spori guðlegan grundvöll og frumlag allrar tilveru. Vort hlutfall skyldi vera, að framfylgja með fullri áherslu þeim sannleik, að guð sje ekki óskynjanleg vera, að hann sje ekki óhugsanlegur, að hann sje ekkí óþekkjanlegur, heldur að hann gagntaki hvern hlut og hugsun og hverja sál. Vort starf skyldi vera, að gjöra lýðum ljóst, að það sje uppgerðarauðmýkt að skoða skaparann eins og veru, sem vitund vor nái ekki til, eða lýsa hans veru þann veg, að óhugsanlegt sje að hún birtist í mann- legu holdi. Því það er innsta einkunn hvers vitandi vits, að geta auglýst sig öðru viti, að hugur geti birzt huga, og að óskýnjanlegur guð hlyti með því __________________BJARKI.____________ að sanna takmörkun sinnar veru, undireins og vorn blindleik, og yrði hann þá lægri vera en vinir vorir, sem skifta við oss hugsunum sínum. Hugsjónir vor- ar ætla að leita eftir hinum fyrstu frumsannindum kristindómsins og finna lífið í þeim. Gjörum oss eigi seka í því að breyta hinum andlega heimi í skugga- veröld. Hið andlega verður að eiga virkileik; menn trúa eigi lengur sögusögnum. Hið eilífa lífið erkjarni tilverunnar oginnilykurallt, einnig hið hversdagslega, sem næst oss er. Hinn sýnilegi heimur er guðs hugsanir sýnilegar og skynjanlegar með fastari form- skipan, sem gefur sjerhverju þess eðli fyrirmynd og frumleik, og breytiþróun eins og alls á að gjöra oss guðfróða. Vjer eigum að skynja guðlega fyrirætlan, enda þar, sem yjer ekki eygjum endamarkið. Maðurinn vex og viðgengst; og í námfýst hans, í trúmennsku hans við eftirleit sannleikans, og í eftirsókn hans eftir æðra rjettlæti og heitari kærleika, er hann hið eílífa orð, sem varð og ávallt verður hold. Matthías Jochumsson. ¦23ÍW-M Ölafsoíkursnni. Undir niðri dynur, drynur dauðalega, þungt og ótt, því við bergið báran stynur, brýst um fast í voða-þrótt'; glottandi frá gráu lofti gægist máninn við og við, argar skolli holum hvofti. Hjer er æði draugslegt svið! En að sjá þá ógnar-kletta, er hjer mæna bökkum á! ferlega sig fetta og bretta, feiknum voðalegum slá hvern, sem hefur hug, að ríða helbraut þessa' um dimma nótt. Hollast er, jeg held, að bíða og hafa um sig næsta rótt. Svellur unn við svarta kletta, sýngur dimman voða-ljóð; drynur margt um drauga gretta, dauðans felmtri slær á þjóð. En bára sú varð báti' að grandi, bestu menn í hafi fól: hún leikur nú með lík í sandi líkt og barh með skel á hól. A jeg að voga einn að ríða yfir þessa hættu-leið? Á jeg heldur einn að bíðaf Á jeg nú að hleypa' á skeið f Draugasögur hugann hrella, hvít og skinin mannabein ! Voðabárur suða' og svella svarraljóð við kólgustein! Vildi' eg þá valdi sterku veiklaðan hugann buga, tók í mig kjark og keyrði klárinn í vinstri nárann. Týhraustum fótum fákur freklega sveittur beitti, járnharða jötnakletta járnaðir skófu hófar. Á meðan hraustur hestur hentist um grjótið skjótur, var jeg sem vita milli, vöknaði kinna minna húðin af hræðslu-svita, höndin þá skalf, en öndin blakti sem band í vindi; mér blöskraði marar öskrið. Loksins kom afturelding. Ennið kolsvart að baki mér lá. Horfin var alveg hættah, er himininn lýsast í austri jeg sá. Stóð jeg svo stunðarkorn við hjá >steinunum rauðu« og hvíldi minnjó; augum til Ennisins gaut, og ónota-hrollur um líkamann fló. Sópandaskarð. Dynur í fjöllunum, dimm þjóta ský, dalirnir fyllast af þoku á ný, austnorðan bítandi hráslaga-hríð hrynur úr loftinu þjett og svo tíð. Svalt er á Sópandaskarði! Dauðaþögn ríkir svo draugsleg og hljóð, dimmviðrið eitt þylur kaldrana-ljóð; hrikaleg ró gisti háfjalla heim, hófaspark jósins, er berst út í geim með gustinum gelur hjer tvísöng. Stikar minn fákur of stórgrýtta urð, á styrkjandi högum er voðaleg þurð; blágrýtisklúngur og beinharðan mel, borin af eldi en fóstrað við jel, sje jeg á Sópandaskarði. Teygja sig hátt yfir tröllaukinn mökk tindarnir hæstu með bergin sín dökk, líkt eins og vilji þeir atmiga allt, sem ætlar að ferðast um skarðið kalt, og ýmist að bægja' eða benda. Heyrist mjer garga f hömrunum fjær húngraður skolli með kattfimar tær, blóðþyrstra varga er heimkynni holt háfjallabyggðin, ogsárþurran skolt baða þeir sauða í blóði. Halla tekr undan og þokan þynnast fer, þarna í grösugan Laugardal sjer, hægir mínum huga, því Hörðadalsá og hlíðarnar grænarjeg brátt líta má. Aftur er farið a*ð elda! Bakvið mig sje jeg mí hreykja sjer hátt hrikaleg fjöllin og þokuhaf grátt, framundan lít jeg hin broshýru ból, byggðina vermir hin eldheita sól. En svalt er á Sópandaskarði! Benedikt Þ. Gröndal.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.