Bjarki


Bjarki - 28.11.1902, Blaðsíða 4

Bjarki - 28.11.1902, Blaðsíða 4
Bánkaseiið á Akureyri var alveg orðið peníngalailst um síðustu mánaða- mót, eftir því sem >Norðurland« segir. Garðyrkjuskóla ætla þeir að stofna á Akureyri Páll Briem amt- maður og Sigurður skólastjóri á Hólum. Kostnað- urinn áætlaður 400—500 kr. og gert ráð fyrir að búnaðarfjelag landsins leggi hann til. Bæjarstjórn Akureyrar hefur veitt ókeypis land til afnota við kennsluna rjett innanvið kaupstaðinn. Báti hvolfdi með fjórum mönnum framundan Höfði í Eyjafirði rjett fyrir síðustu mánaðamót. Veður var nokkuð hvasst. Annar bátur var skamt á undan og bjarg- aði hann þremur mönnunum, en einn druknaði, Jón Pálsson frá Hóli í Fnjóskadal. Hann var ósyndur, en hinir gátu fleytt sjer. Leiðrletting Misprentast hefur í greininni >TiI útgefanda ís- lending»sagna« í 38. tbl. Bjarka þ. á.: Haita-þóri fyrir Hólta-þóri og Slysa-Hrafni fyrir Slysa-Hrappi. Giallarhorn, hið nýa blað Akureyringa, er nú komið híngað, tvö fyrstu blöðin. Það er í litlu minna broti en Bjarki; á að koma út tvisvar á mánuði og kostar árg. 1 kr. 80 au. Blaðið virðist einkum ætla sjer að ræða bæjarmál Akureyrar. Finnur Jónsson prófessor geingur nú berserksgáng eftir heilum tveimur síðum á seinasta „Austra" og heimtar vægð- arlaust, að sjer fremur öllum öðrum sje þökk- uð hin væntanlega „stjórnarbót" okkar. Hann lýs- ir yfir, að samviska sín sje „hrein sem nýfallin mjöll" og efar Bjarki ekki að svo muni vera. En kenningar hans um þessi efni munu ekki síður re)'nast mjöllinni líkar, það er: hjaðna og hverfa í gleymskunnar djúp fyrir sögunnar sólargeislum. Jökull pólitískrar úlfúð- ar hefur lagst yfir hjarta þessa lærða manns og því er skolavatnslitur á orðaelfum þeim sem frá honum falla og lítt eru þær til þess fallnar að græða hugtún manna,en geta spillt þeim sáttaveituskurðum sem lands- ins pólitíski páll er nú að grafa í harðvelli hjartn- Bindindi. Út af grein í „Frækornum" í gær er rjett að geta þess, að þau hafa „Norðurland" fyrir rángrí sök þar sem þau eigna því ofstækisstefnu í bindindismálum. Það hefur aldrei um bindindi ritað og Kornin geta ekkert vitað um, hvort það sje mótfallið vínsölutillög- um Bjarka, eða ekki. Að öðru leyti nennir Bjarki ekki að „stúdera" bindindisfræði Frækornanna. Hún mun álíka mennt- andi og biblíufræði þeirra, sbr. greinina um „Dan- íelsbókina" í síðasta tbl. _________BJARKI.___________________ 2runaábyrgðarfjelagið „Jíye danske 3randforSikringS Selskab" Sformgade 2, Xóbenhavn Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000) tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (Præmie) án þess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðar- skjöl (Police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmanns fjelagsins á Seyðisfirði Sf- Zh. Jónssonar. í verslun St Th. Jónssonar komu með Vestu og Agli ýmsar vörur, svo sem: rúgmjöl, kartöflur, kaffi, sykur og flest önnur nauðsynjavara. Allt selt svo ódýrt sem frekast er unt og io°/0 afsláttur þegar borgað er strax í pen- ingum, St, Th. Jónsson j. 6. s. <r Stúkan »Aldarhvöt no. 72« heldut fund í nýa húsinu sínu á Búðareyri á sunnudagin n kemur klukkan 4 síðdegis. — Meðlimir mœti. Nýir meðlimir velkomnir. Hús. á hentugasta stað í bœnum, er til sölu. Borgunarskilmálar ágætir. Lysthafendur semji sem fyrst við Árna Jóhansson Seyðisfirði. Brúkuð íslenzk frímerki kaupir Andr Rasmussen, Seyðisfirði. sem enti eiga óútleystan skó^ fatnað (aðgjörðir) hjá Seydis- fjords Skotöimagasin, verða að gjörða eínhverjar ráðstafanir því viðvíkjandi nú fyrir 15 des. þ. á.; að öðr- um kosti verður allt selt á opinberu uppboði. Seyðisfirði 18 nov. 1902. L J. Imsland- Skiftafundur í þrotabúi Jóns Vestmanns frá Melstað verður haldinn hjer á skrifstofunni laugardaginn 13. desember næstkomandi kl. 12 áhádegi; verð- ur þá tekinn ákvörðun um sölu á húseign búsins. Skrifst. Norður-Múlasýslu 20 nov. '02 Jóh Jóhannesson. ðvörunl Hjermeð er skorað á alla þá, sem enn þá eiga ógreiddar uppboðsskuldir til mín frá uppboðinu í Liverpool 7 júlí í sumar, að borga mjer þær innan næstkomandi nýars, þar jeg annar neyðist til að láta taka þær lögtaki. Seyðisfirði 19/n '02 Sig. Jóhansen. H ||r sem ekki hafa borgað mjer g\ I 1 ip skuldir sínar í haust, eru £L\. íeikL • vinsamlega beðnir að borga þær sem allra fyrst, því jeg er fastlega ráðinn í því, að ná þeim skuldum með lögsókn fyrir nýar, sem jeg fæ ekki góð^ fúslega borgaðar. Seyðisfirði 6. nóv, 1902 St. Th. Jónsson. Rjúpur keyptar háu verði í allt haust. Sf- Ch. Jónsson. RITSTJÓRI: ÞORSTEINN GÍSLASON. Prentsm. Seyðisfj. 72 flýja.það, já og amen til alls, sem þið skipið þeim. Þetía er nú öll þeirra trú." „Og þjer talið þetta af reynslu?" spurði prestur. „Já, það geri jeg", svaraði maðurinn. „Hverjir eru það, sem þið hafið á ykkar bandi hjer úti? Þeir allra ómenntuðustu og þrællyndustu. Hver maður, sem nokkuð stendur upp úr fjöldanum, yfir- gefur ykkur." „En hvað kom yður þá til að flytja híngað?" spurði prestur. „Það skal jeg segja yður", svaraði maðurinn. „Jeg leit til allra þessara manna, sem, eins og jeg, sátu árum saman við guðfræðislærdóminn, Ijetu troða sig fulla af ósannindum til þess síðar að troða þeim aftur í aðra, og jeg fjekk samvízku af því. Jeg fór að skyggnast nánar ofan í pokahornin hjá þessum mönnum, sem kalla sig kristna, sækja kirkjur og fara til altaris — og jeg fann ekki annað en hræsni, smá- sálarskap, prettvísi og drambsemi innanundir guð- ræknisblæjunni. Jeg sá, að ef jeg vildi vera ær- legur maður, þá yrði jeg að segja skilið við kristnina, jeg sá, að kristindómur ykkar er hin versta svikamylla sem fundin hefur verið upp á jörðunni." 73 „Og svo lögðuð þjer á stað." „Svo kvaddi jeg kristnina og alla hennar siðmenn- ing og hjelt híngað út í skóginn til Indiánanna. Hjer hjelt jeg að jeg væri laus við allar presta ræður og alla kristni." Maðurinn reis á fætur, stakk gaffli niður í pönnuna og sneri kjötinu. „Hversvegna takið þjer yður ekki eitthvert nytsamt verk fyrir hendur, verðið bóndi, eða handverksmaður? hversvegna eigabændurnir að vera að fæða yður, að- eins til þess að skamma sig og láta síðan stínga sjer niður í eilíft helvíti; getið þjersagt mjer það?" „Jeg Iít öðruvísi en þjer ástarf og köllun prestsins," sagði prestur rólega. Maðurinn stóð stundarkorn þegjandi og horfði á prest. Síðan sagði hann: „Vitið þjer hvað mjer dettur nú í hug, prestur! Eíns og þjer sitjið þarna eruð þjer ímynd trúarbragða yðar. Þau koma hátíðlega fram, ekki er því að neita — silkihattur, pipukragi og klæð- íshempa — en Iíti menn nánara eftir, þá er hattur- ínn begldur, kraginn óhreinn og hempan bæði rifin og skitin. Pað er kristnin nú á dögum. Komið þjer svo og fáið þjer yður að borða". 74 Meðan þessu fór fram, hafði Indíánastúlkan lagt á borð og prestur settist niður við það gagnvart hús- bóndanum. „Og þjer kunnið betur við yður hjer innan um. Indíánana en ífjelagsskap menníngarþjóðanna." „Já sannarlega," svaraði maðurinn; „þeir látast ekki vera annað en þeir eru, garmarnir." „Og þetta er máske kona yðar?" spurði prestur og benti á Indíánastúlkuna. Maðurinn brosti. „Það er nú eftir því, hvernig á það er litið," svaraði hann. „Pocahontas," bætti hann við á indísku, „svartpokinn hjerna spyr, hvort þú sjert konan mín." Indíánastúlkan hló og Iaut ofan að pönnunni. Presti fanst þau bæði gera gabb að sjer. „Pjer eruð þá gagnkunnugur í Kristjaníu?" spurði prestur til að byrja á nýu umtalsefni. „Já það er jeg, alltof vel kunnugur. Oetið þjer sagt mjer hvernig Alfred Mathisen líður?" „Já, hann er orðinn gjaldþrota." „Þessu átt jeg von á, - kristilega gjaldþrota. Og hve miklu hafði hann þá stolið frá ekkjum og fátæk- lingum?"

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.