Bjarki


Bjarki - 09.01.1903, Blaðsíða 2

Bjarki - 09.01.1903, Blaðsíða 2
2 B J A R K I. Jyrsti vetrardagur 1896. —o— Nú fölna blóm og grösin græn, er gyllti blessuð sólin; af frosti liljan fellur væn, og fífill kveður hólinn. Og fögur heiðló flýr á braut, því frostið hart vill granda, hún sýngur hrygg um sorg og þraut og snýr til hlýrri landa. Og sólin blessuð byrgir sig svo birta’ og ylur þverra; þitt blíða ljósið leiði mig, þú ljóssins mildi herra! Ó, vertu' ei kvíðinn, vinur minn! að vori hlýnar aftur og lægist sterki stormurinn, því stór er drottins kraftur. Og eins og laufin lifna’ á ný að liðnum köldum vetri, eins eftir svörtust sorga-ský vjer sjáum framtíð betri. Ben. Þ. Gröndal. þíngsýki bænda Kafli úr ræðu eftir Björnstjerne Björnson á 70 ára afmæli hans 9. des. 1902. —o— „Eg ætla fyrst aðeins að minnast á þetta kynlega ástand hjer í landi, að allir vilja komast á þíng. Já, ef það er svo mikið í það varið, þá er það skiljanlegt. En er það íturmannlegt? En jeg hef gleymt að minnast á nokkuð. Jeg hef gleymt að segja þetta, sem hefir mikla þýðíngu fyrir þau áhrif, sem jeg vildi hafa, að jeg held, að enn sjeu til atriði, sem menn hafa ekki íhugað og sem menn ekki hafa látið | koma fram í sínu rjetta ljósi. Þessi íturmannleiki, í sem jeg minntist á, heyrir þroskanum til, en hjer er að ræða um atriði, sem menn hafa ekki uppgötvað. Það er þessvegna, að jeg er að tala. Það er ekki til þess að ámæla, að jeg vil nota þetta eindæma tæki- færi. Mjer hefir alla mína æfi verið gjarnt að prje- dika. Hvort er nú íturmannlegra: að maður sitji kyr á búi sínu og reyni að gera það að fyrirmyndarbúi og neyti allra krafta sinna til þess, og ef hann hefir nokkrar tómstundir afgángs, þá að koma sveitinni sinni áfram. Það er. svo margt, sem framkvæmdar bíður, í hverri einustu sveit landsins, en sem ekkert verður úr, fyr en menn snúa sjer að því með óskiftum huga. Hvort er nú íturmannlegra: að vera kyr heima, þar sem hann hefir vit á öllu, eða að fara þángað, sem hann hefir ekki vit á nema helmíngnum. Hvort er íturmannlegra: að vera kyr heima og taka þátt í að mynda almenníngsálitið, sem allt byggist á, og sem þegar allt kemur til alls á að ráða úrslitunum í öllu, eða að jarma sjer út atkvæði til þess að geta orðið ofurlítil messíngarrák í þeim mikla heiðri, sem á að gjalla á þínginu. Hvort er íturmannlegra: að sitja kyr heima eins og gullið í bánkanum, eða verða umboðs - seðillinn, sem lendir í allra vasa. Jeg álít að sá sje íturmenni, sem finnur, að það er köllun hans að vera á þíngi, og sem vinnur þar að þeim máium, sem hann álítur, að hann geti borið fram til sigurs. Það er íturmannlegt, og þeír einir ættu að sitja á þíngi. Það er einhver galli á þjóðfjelagsskipuninni hjá okkur, sem sýnir> hve lángt vjer eigum í iand til að ná íturmannleika-takmarkinu'. Því þjóðfjelagsskip- unin hindrar það. Þjóðfjelagsskipunin verður að vera þannig vaxin, að hver maður geti komið fram fyrir kjördæmi sitt og sagt: Þetta ætla jeg að afreka, og til þess vil jeg verða kosinn á þíng. Þá skyldu menn sjá, að menn feingju dugandismenn á þíng. Að þessu j verðum við að vinna." „Verðens Gang", 10. des. 1902. j jfobe/sverð/aunin. —o— Þau eru nú veitt nýlega fyrir árið sem leið. Blöðin hafa fyrir laungu flutt fregnir um, hverjir næstir stæðu nú til að fá verðlaunin. Meðal þeirra var Niels R. Finsen prófessor í Khöfn, og töldu dönsku blöðin að hann stæði næstur til að fá læknisfræðisverðlaunin. Mar- coni var talinn sjálfsagður. Til skáldskapar- eða bókmennta-verðlaunanna voru nefndir : Björnson, Tolstoi og Zienkievitz, höfundur hins fræga rómans »Quo vadis«. En einginn þessara manna hefur hlotið verðlaunin. I fyrra hlutu þau 2 Frakkar, 2 Þjóðverjar, 1 Hollendingur og I Svissari. Nú feinguþau 2 Þjóðverjar, 2 Hollendingar: 2 Svissarar og 1 Einglendingur. Þessir menn feingu verðlaunin nú: I læknisfræði major Ross, skólaforstöðu- maður í Liverpool. Hann er ekki læknir, en hefur samt sem áður gert mjög mikilsverðar uppgötvanir í læknisfræði. Hann er nýlega orðinn frægur maður. Eðlisfræðisverðlaun- unum, sem Röntgen hlaut síðast, hefur nú verið skift milli tveggja hollenskra prófessora, Lorents og Zeemanns. Lorents er fæddur 1853 og hefur síðan 1878 verið professor í Leiden, Zeemann er úngur maður. f. 1865 og varð prófessor í Amsterdam 1900. I efnafræði hefur hlotið verðlaunin professor Fischer í Berlín, f. 1852 og prófessor í Ber- lín síðan 1892. Bókmenntaverðlaunin hafa í þetta sinn ekki verið veitt fyrir skáldrit, heldur vísindarit í sagnfræði. Þau hefur feingið prófessor T. Mommsen, þýskur vísindamaður, 85 ára gam- all, fæddur í Slesvík, Helsta verk hans er Rómverjasaga, stórt rit og merkilegt. Friðarmálaverðlaununum hefur, eins og í fyrra, verið skift milli tveggja, E. Decommun og A. Gobat. Þeir eru báðir Svissneskir. Decommun, f. 1833 í Genf, en Gobat 1843 í Bern. Bjarki skýrði í fyrra frá upphafi og fyrir- komulagi Nobelsverðlaunasjóðsins. Upphæð verðlaunanna í hverri grein um sig eru 150,000 kr. árlega, Ekki ber á jafnmikilli óánægju útúr þessari verðlaunaveitíngu og hinni fyrri. En þá voru það einkum bókmenntaverðlaunin sem ekki þóttu koma rjett niður. Almenningur fylgir þe,im með mestri eftirtekt, því uppgötvanir og verk vísindamannanna eru sjaldnast kunn til hlýtar nema fámennum flokki manna. í þetta sinn hefur sænska akademtið, sem verð- launin veitir, vikið frá því sem án efa var ætlun Nobels, að verðlauna aðeins skáldrit. En, gagnstætt því sem átti sjer stað 1' fyrra, þá viðurkenna menn nú, að sá sem verðiaun- in hefur hlotið sje stórmenni í andans heimi. Blööin sem stórveldi. Eftir Sigurð.* —o— Því er mjög vel farið, að blaðamennskan hjer í landinu hefur nú á dögum náð þeirri fullkomnun, að hún getur nokkurnvegin lýst gjörðum og fram- ferði hvers einstaks manns. Þetta eru ekki ýkjur úr mjer. Því nýlega var skrif- að og símritað tii allra blaða um endilánga Svíþjóð, að nafngreindur maður í Gautaborg væri „horfinn án þess að nokkur vissi hvað af honum hefði orð- ið," og það fylgdi með, að áður en hann fór hefði hann tekið 1700 kr. í peníngastofnun einni í bænum. Sum af blöðunum voru þó svo samviskusöm að geta um, að 1700 krónurnar hefðu verið sjálfs hans eign, en hin voru þó miklu fleiri, sem ijetu þess ekki getið, og maðurinn var því af almenníngi álitinn stórþjófur. Því það er ekki venjulegt að blöðin skýri frá, hve mikið þeir sem burt fara hafi með sjer af sínum eigin fjármunum. Hafði þá þessi maður strokið burt. frá óborguð- um skuldum? Nei. . Hafði hann hlaupið frá konu og börnum, sem síðan voru bjargarlaus og hjálparþurfa? Nei. Vita menn til að nokkurt skylduverk, sem honum bar að vinna, sje óunnið eða vanrækt vegna burt- farar hans, eða að nærvera hans hafi á nokkurn hátt verið nauðsynleg í borginni? Nei. Var hann ásakaður um nokkurn ærumeiðandi glæp, eða var hann ef til vill brjálaður, svo að hættulegt geti verið að hann gángi laus? Nei. En er þá nokkuð undarlegt í því þó maðurinn hverfi nokkra daga? Ja, jeg veit ekki; spurðu Gautbyrginga! Og sólin kom upp og gekk undir aftur fyrir aug- um þeirra í fyrsta sinn, annað sinn og þriðja sinn, en þá — sást maðurinn aftur eins og ekkert væri um að vera inni í miðri Gautaborg. Eins og auðvitað er var þá símritað á ný í allar áttir. Þjer haldið kannske að það hafi verið afsökun fyr- ir ránghermið í fyrra skiftið? Alls ekki. En það var eins og þeim þætti ekki nóg að hafa sett hann áður í gapastokkinn sem þjóf og strokumann. Nú var því bætt við, að hann hefði fundist aftur „á illræmdum stað." Þetta var nú alltsaman dáindis þægilegt fyrir manninn. Annars var jeg alveg búinn að gleyma þessari sögn. En hjer um daginn kom kátur borgari hjerna úr bænum inn til mín á ritstjórnarstofuna, i ferða- frakka og með ferðatösku í hendi. Hann hneigði sig mjög kurteislega og sagði: * Sænskur rithöfundur, sem heitir Alfred Hedenstjerna, ttfjiÍS,,,.: ' ■ •>. '

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.