Bjarki - 12.03.1903, Qupperneq 1
VIII, 9.
ji Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr.
jj borgist fyrír 1. júlí (erlendis 4 kr.
borgist fyrirfram).
Seyóisfirði, 12. mars.
Uppsögn skrifl., ógild nema komin
sje til útg. fyrir 1. ókt. og kaupanái
sje pá skuldlaus við blaðið.
1903.
Verslunarmannajjelag Ssyðis-
fjarðarkaupstaðar
jærir inru'iega þökk öilum þeim utanfjelags-
mönnum, sem sfudc/u soa oel að koöldskemmt-
aninni 21. febr. til að safna fje til minnis-
oarða Jónasar JCallgrímssonar.
Jðn Jónsson Sigurj. Jóhannsson
(formaður). (skrifari).
Hiti í hvalveiða-
málinu. *
Af 5 tbl. »Austra" þ. á. má sjá, að hiti tnuni kom-
inn í hvaiamálið, því að á þeim Austra tvímenníng-
utn, sem ávarpa mig þar svo borginmannlega, er nú
talsverður glímuskjálfti og beinakerh'ngabragur.
Hnútur og hnífilyrði bera þar efnið ofurliði, en
röksemdirnar eru eins og tilberasmjör, sem aldrei
tollir saman.
Pegar skætíngur, hártoganir, fjandsami. aðdróttanir,
fúkyrði, svigar með spurnar- og köllunar-merkjum og
annað slíkt góðgæti er frá dregið, þá má segja að í
þessu máli sjeu tvær stefnur fyrir hendi. Önnur er
su, sem Austri hefur fylgt, nl. að banna hið bráðasta
allar hvalveiðar frá landi og hafna þarmeð fyrir hönd
landsjóðs og Iandsmanna öllum fáanlegum hagnaði
af hvalveiðum. Þessi stefna er byggð á þeirri skoðun
að hvalurinn sje ómissandi bjargvættur fiskimanna,
sem reki síld og fisk á grynníngar og færi oss alla
sjávarbjörg, að vjer með því að banna hagnýtíng hans
á landi hjer getum verndað hann frá eyðíngu, en að
eyðíng hans, eða jafnvel fækkun, leiði til almenns
fiskileysis, örbyrgðar og jafnvel landauðnar. Hin
stefnan er að takmarka -hvalveiðarnar sem mest, án
þess þó að fiæma hvalveiðamenn úr. landi, að reisa
þær skorður við skemdum á netum í hvalstöðvanánd
sem hægt er, að heimta tekjuskatt af hvalveiðamönn-
um og auka önnur .opmber útgjöld þeirra og yfir
höfuð að selja þessi hlunnindi landsins, sem vjereigi
treystumst að nota sjálfir, en hljótum þó að missa
svo sem síðar mun bent á, svo dýru verði og svo
haganlega sem vjer getum. Þessi stefna byggist á
þeirri skoðun, sem reynslan bæði á Vestfjörðum, hjer
og víðar virðist hafa staðfest, að síldar og fiskigaungur
sæki eigi síður að landi þar sem hvali vantar (sjá
fiskifrjettir af Vestfj. næstl. sumar og oftar) og sje
honum því ekki háðar, og að því Ieyti styðst hún
við skoðun hinna færustu fiskifræðínga. En hins
vegar er hún afleiðíng af kúgandi þörfá að hagnýta
hvalveiðarnar sem best meðan alútlendir hvalveiða-
menn frá nágrannalöndunum fækka hvalnum eigi svo
í grend við oss, að veiðarnar leggist niður. Loks er
hún á því bygð, að landssjóði, sem nú hefir fullan
i/jj tekna sinna af hvalveiðum, og bæði gat haft og
getur haft miklu meiri tekjur af þeim, verði trauðlega
bættur tekjumissirinn fyrst um sinn, ef hvalveiðar verða
bannaðar. — Fyrristefnuna vil jeg nefna bannlaga-
stefnu, hina síðari frestuuarstefnu. Vandinn er
nú að skera úr því, hver þessi stefna hafi við gildari
rök að styðjast. Slíkt verður eigi gjört á fjölmennum
fundi í svipan einni, og til þess þarf eigi aðeins glögg-
skyggni, óhlutdrægni og þá fræðslu sem af bókum
fæst, heldur jafnframt reynslu við veiði síldar, fiskjar
og hvala. Hvalveiðamálið er of alvarlegt og hvalveiða-
bann of afleiðíngaríkt fyrir landið til þess að notast
sem kosníngabeita af samviskulausum atkvæðasmölum
fyrir almenníngi, sem enn hefir eigi getað áttað sig á
málinu. Eftir Austra að dæma er bannlagastefnan
miklu fjölmennari hjer, og er það að vísu eðlilegt
meðan heilbrigð skynsemi og róleg yfirvegun fær eigi
að átta sig. En þetta breytist. Frestunarstefnunni eru
margir betri menn hlynntir, þótt lítið láti þeir á því
bera, og hefi jeg íyrir því órækar sannanir; en það
hefir líklega dregið úr fylgj við hana í svip, að jeg,
sem átt hafði þátt í að leígja hvalamönnum lóðir,
gjörðist talsmaður hennar í vetur. Mótstöðumennirnir
feingu á þann hátt tækifæri til að bríxla mjer um
fylgi við hvalamenn og drótta að mjer ósæmilegum
tilgángi með málsvörn minni, en fyrir þá sök hafa
aðrir, sem málinu voru ókunnugir, síður þorað að
byggja á skoðun minni. Sjálfurfinn jeg einga ástæðu
til að svara þeitn aðdróttunum mörgum orðum, en
skýt því undir dóm óvilhallra lesenda, hvort jeg með
uppástúngu um að hækka gjöld hvalveiðamanna að
miklum mun, takmarka veiðirjett þeirra, stytta veiði-
tímann og leggja á þá ýmsar aðrar kvaðir (sbr Bjarka
48 - 49 f. ár og 4 þ. ár), — geti í raun og veru talað
þeirra máli.
En þrátt fyrir hártoganir og óvingjarnlegar kveðju-
sendíngar til mín út af þessu, er þó málið taisvert
farið að skýrast, og jafnvel Austri leitast nú við að
finna kenníngum sínum stað, þótt hann skjóti oft
framhjá markinu,
Bannlagamenn álíta, að vjer með friðun hvalsins
getum fyrirgirt eyðíng hans. Þessi skoðun var eigi
óeðlileg meðan hvalveiðar voru aðéins stundaðar á
Finnmörku oghjerá Vestfjorðum, en nú — þegarþær
eru komnar á við New-Foundland og víðar við norð-
austurstrendur Ameríku, eru að komast á við Qræn- j
land og Hjaltland, eru stundaðar í stórum stíl frá
Færeyjum, Finnmörku og Islandi, og þegar auk þessa
eru að komast á stórskipaveiðar frá Noregi, —'þá
horfir málið öðruvisi við. Jeg sje eigi betur en hvala-
friðun hjer meðan svo stendur miði einúngis að því
að auðga hvalveiðasvæði hinna þjóðanna um stundar-
sakir, en hæna flotstöðvamenn híngað og firra oss
öllu gagni af hvalveiðuni. Að vísu vill Austri eigi
kannast við, að óttast þurfi flotstöðvaveiði hjer við
land, en hreifíng sú sem hann hefir vakið gegn hval-
veiðum, hefir líklega ált þátt í að nokkrir norskir
Víkverjar, sem áður höfðu í hyggju að leita híngað, i
hafa nú myndað hlutafjelag til hvalveiða með fljótandi
stöð. Qamla danska línuskipið „Thingvalla" er keypt
og ætlað til að flytja stöðina og bræða spikið uin borð,
en ílytja eigi til útlanda. Þetta skipatröll veitír hvala-
gaungunum eftirför um sumarmánuðina, hvort heldur
þær eru viö larid eða á hafinu, og hefur með sjer
nokkra skotbáta. Eingin lög geta bannað þessum skip-
um að leita hafna í neyð og annars vegar halda þau
sig að nafni ti! utan landhelgislínu. Að árángur
af bannlögum verði bísna hæpinn, má meðal annars
líka sjá af.þvf, að næstliðið sumar sótti hvalamaður
Mickeisen frá Færeyjum eitt sinn 2 stórhvali híngað upp
undir Ingólfshöfða á vanalegum skotbát og dró til
Færeyja.
Að hinir norsku fiskífræðíngar, Hjort og Lars, sem
Austri nú læst hafa á sínu máli, hafi nokkru sinni
talið hvalafriðun á einum litlum stað einhlýta til að
verndastofn hvalanna, eða yfir höfuð haldið fram líkri
skoðun á hvalamálinu og Austri,—það er mjer alsendis
ókunnugt. Á hitt má benda, úr því nú á að fara að
vitna í þá, að Lars eitt sinn hjelt fram þeirri skoðun,
að afleiðíng hvalaeyðíngarinnar mundi helst verða sú,
að fiskigaungur yrðu reglubundnari og stöðugri þar
sem hval vantaði. - Þessi skoðun hans kemur einkenni-
lega heim víð sögu,sem sögð hefir verið af Hjaltlend-
íngum—en um sannindi hennar veit jeg þó ekki —að
þeir hafi sótt mjög eftir að koma á hvalveiðum hjá
sjer,vegria þess að þeir áiitu hinar miklu hvalagaungur
þar trufla og skemma fiskigaungur. — Svona getur verið
lángt milli skoðananna.
Austra þykir jeg hafa misbrúkað rit dr. Hjorts. Um
það skaljeg síðar tala, en fyrir þá, sem kynnast vilja
Hjort, er nauðsynlegt að lesa bókina, því tilv/itnanir
Austra hljóta að gefa mönnum ránga hugmynd um
kenníngar Hjorts. Rannsóknarstarfa sinn hlaut H.
fyrir fylgi nokkurra Finnmerkínga, og þeir væntu þess
því, að hann muridi eindregið leggja á móti hvalveið-
um. Þegar svo rit hans kom út 1902 ogannað kom
í ljós, kváðu þeir hann hafa svikið málstað þeirra og
dundu þá yfir hann hnútur og hrakyrði úr þeirri átt.
Hjort er, eins og bók hans ber með sjer, samvisku-
. samur vísindamaður, og vill eigi vera verkfæri í hendi
einstakra manna eða flokka. Bók hans má að nokkru
leyti skoða eins og málamiðlun milli hvalveiðamanna
og þess hluta fiskimanna, sem er móti hvalveiðum,
Af öllum ástæðum fiskimanna fyrir hvalafriðun er
vart nema ein, sem hann fellst á, nl. sú, að hvala-
blástur á hafinu geti oft verið fiskimönnum þörf bend-
íng um, hvar leita skuli að síld og fiski og, að hvalur
geti fælt síld í reknet. H. talarjafnan hlýlega uin
fiskimenn, og bendir með mestu hlífðarsemi á það,
sem bogið er í kenníngum þeirra, og afsakar mis-
skilníng þeirra (sjá H. 7. kap. og víðar).
Það er alveg rángt af Austra að gefa í skyn, að jeg
sje honum samdóma um skaðleg áhrif hvalveiða á
fiskiveiðar. En við erum samdóma um að heimta
beri tekjuskatt af hvalamönnum og auka tekjur land-
sjóðs af hvalveiðum. — Heldur er það ekki rjett af
Austra að álíta, að hann hafi sannað nokkuð um skað-
semi hvalveiða fyrir fiskiveiðar með þeim kenníngum,
sem eigi hafi verið hraktar; það crti n. 1. til svo frá-
*