Bjarki - 12.03.1903, Page 2
2
B 1 A RK I.
leitar kenníngar í þessu máli, að þær hrekja sig sjálf-
ar.
Níð og hrópyrði Austratil mín getjegverið fáorður
um; jeg skoða það nánast eins og uppfyllíng í
eyður röksemdanna. En bentget jeg herra Skafta
á það, að nær yfirborði almenníngsálits ríkir sú
skoðun á honum um eigingjarna pennadrætti, sem
hann nú vænir mig. Hitt er sjálfsagt, að reyna að
trúa hans eigin orðum um, að hann ætíð hafi hag
fátækrar alþýðu fyrir augnm, hvort heldur um er að
ræða hvalamál, Voltakrossauglýsíngar — sem sum blöð
hafa talið undir virðíngu sinni að flytja —, málsvörn
Herm. Garðarsstjóra, kosníngaróður, eða hvað sem vera
skal.
Skafti segir mig flest eftir Hjort hafa tekið, hvala-
upptalníngu og fleira, afbakað máli mínu í hag og
pó hvergi getið hans. Hann álítur þó víst ekki að
íslenzku hvalanöfnin sje frá Hjort, en hin latnesku
mun hann eigi fremur eiga en t. d. Liitken og aðrir
•dýrafræðíngar. Annars skiptir þetta litlu. Jeg hefi
einga setníngu eftir Hjort haft, hafði því eigi ástæðu
til að nefna hann fremur en aðra höfunda, sem jeg
hafði eitthvað lært af um þetta mál. En að Sk. hafi
flaskað dáh'tið á að vitna í Hjort og jafnvel freistast
til að laga sumt í hendi sjer, skoðun sinni til stuðn-
íngs, skal jeg hjer sýna og kvitta um leið fyrir nokkrar
hártoganir.
Um eignarspjallakröfuna til landssjóðs vitnar Sk.
í Hjort og bendir á umsögn Aschehougs, sem tilfærð
er hjá H. á bls. 217. Vill nú ekki gamli maðurinn
líta aftur ásömu bls., en dáiítið ofar en áður oglesa
þar þessi orð Ascheh.: „Hvis loven forbyder ejeren
netop den benyttelse, som efter grundens natur er
dens egentlige og væsentligste bestemmelse, og dette
forbud rammer den hele ejendom, saaledes at denne
bliver næsten værdilös, kan det siges, at forbudet i
den grad faar karakteren af en berövelse af selve ejen-
domsretten,at man vel vilde tilkjende ejeren erstatning."
Líka skoðun lætur H. sjálfur í ljósi og vitnar þar um
til fleiri manna. Skafti má kljást við þessa kenníngu
svo mikið sem hann vill, en líklega hefur hann af
vangá vitnað í Ascheh., sem komist hefur að 2 gagn-
stæðum niðurstöðum í málinu.
Hvalafriðunarlögin norsku, sem Sk. vitnar til hjá
Hj., eru aðeins lögregluákvæði fyrir það svæði fram
með landi og á fjörðum,, þar sem smábátar stunda
veiði; tilvitnunin er þvi óþörf og sannar ekki það,
sem hún átti að sanna.
Skafti segir mig „rángsnúa"' meðmælum Hjorts
með hvalafriðuninní. Hann hefði átt að nefna dæmi
og einkum að benda á þessi meðmæli. Þessi »ágæti
fiskifræðtngur*,. sem Sk. neínir svo, mælir fátt með
hvalafriðun og gjörir lítið úr flestum hvalfriðunar-
kröfum. Hann hefir eigi „komist leingra áleiðis með
hvalafriðun*, en að stínga upp á 5 mánaða friðun
fyrir steypireyður árlega- — Lítum snöggvast á hvernig
Sk. lés Hjort I sambandi við tiliögu mína og annara
Mjófirðínga um friðun þessa hvais frá 15. Ágúst til
i. Júní. Skafti gefur í skyn, að vjer höfum breyttfrá
fagurri fyrirmynd,. sem H. hafi gefið, og segir uppá-
stúngu vora grimmúðuga og viðbjóðslega. H. hefir
stúngið upp á friðun steípireyðar frá 1. Janúar til 1.
júní, eða alls um 5 mánuði áriega, og álítur með því
úngviðinu borgið (Sjá H. bls. 222), ætlast svo til að
hún sje veidd alia aðra tíma ársins. H. upplýsir um
að hvalur þessí hafnist að líkutn í Febrúar og gángi
með heilt ár. í fundarályktun Mjófirðínga er stúngið
Uþp á friðun samkv. kenníngu H. urn fyrstu 5 mánuði
ársins og auk þess síðustu 4 tyí mán. ársths. Hvor
uþpástúngan er nú mildi'egri hvalsirts vegna um
meðgaungutímann ?
i Jeg heid Sk. hafi viðhaft sjaldgæfa lestraraðferð
á bók Hjorts, - en svona fara snmir menn að upplita
hár sitt í baráttunni fyrir föðurlandinu, rjettlætinu og
satinleikanum.
Hvalveiðar hjer haust ogvorsnuast mest umsteypi-
reiður, einkum þó síðast í Ágúst og í Seftember.
Aðrir hvalir koma eigi að mun undir land fyr en
seint I maf og fjarlægjast oftast seint í ágúst. Af frið-
un steypireyða frá 15. ágúst til 1. júní mun því í reynd-
inni leiða styttíng veiðitímans úr 5 i/2 mánuði, sem
hann nú er oftast, í 3 eða 3 þa mánuð. Yfir hásum-
arið verður hún auðvitað veidd jafnfratnt öðrum hvöl-
um, og þá geta lt'ka útlendir hvalamenn náð til hennar,
svo sem flotstöðvamenn og Færeyíngar, svo sem áður
var bent á, og þá er eigi rjett að þeir einir sitji að
henni.
Skafti blandar því oftsamanað reka hvali ogelta
hvali. Þeir verða eigi reknir nema á örgrunnu vatni.
Sk. þyrfti að vera háseti á skotbát nokkra daga, og
mundi jafnskyggn maður ekki verða leingi að læra að
þekkja hvalina sundur af blástrinum og sannfærast um,
hve torvelt er að reka þá.
Vottorðin sem Austri flytur sýna, að lög um hvala-
friðun í landhelgi frá w/2 '86 og i5/t ’92 eru ófullkom-
in. í þau vantar bann gegn því að elta hvali í land-
helgi, svo sem er I hinum norsku iögum um sama
efni.
Að kenna hvalveiðum ura fiskitregðu á miðum út
af Mjóafirði næstliðið sumar er líklega álíka rjett og
að þakka þeirn hið mikla fiskihiaup, sem kom á Borg-
arfjörð í ágúst nsstliðinn, þegar hvalamenn voru að
veiða þar norðurmeð og safna hvölum á Borgar-
fjörð.
Sk. vandar um við þá með hjartnæmum orðum,
sem sleppt hafa hvalamönnum við tekjuskatt og gæta
áttu laganna. Hjer miðar hann ofan við markið og
lendir á H. Havstein, sem hann nýlega hjelt fram
til kosnínga í Eyjafirði fyrir marga góða þíngmanns-
kosti, — sem H. líka á skilið, — en sjerstaklega þó
fyrir væntánl. fylgi hans við hvalveíðabann. Nú
hafa hvalamenn flestir til þessa búið fsýslu Havstens
og notið þar undanþágu frá tekjuskatti, án þess hou-
um rjettilega verði gefin sök á því, — og svo er Sk.
sjálfur hjer að vekja grun um, að H. muni hvala-
mönntim hlynntur. [!].
Um beinakerltnguna t Austra, eða Seyðfirðíngínn
nafnlausa, get jeg verið fáorður, einkum af því að
hann læzt nú ætla að „reslgnera". Hann hefir líka
mannskepnati brennt sig á þessu máli; en til að láta
sem minnst á því bera, þá reynir hann að háðast að
mjer, rángfæra orð tnín og gjöra lítið úr höppttm
fátækra af hvaiastöðvunum hjer. Sjálfur hyggst hann
hafa unnið fáfækum þúrrabúðarmðnnunt t Seyðisfirði
mikið gagn með mótspyrnu gegn hvalstððvum þar.
Hann fer nú líklega að leggja sig eftir kolaveiðum
og smáfiskjar, fátækum til bjargar, dður hvalamenn
kotna og flæma altt lifandi burtu úr firðinum frá
lionum!
Seyðfirðír.gur álítur, að jeg af víssum ástæðum
„hefði átt að íorðast að skrifa um hvalamálið nu*. Jeg
skil það veí. Hann álítur það hafa spillt álití mínu
hjá kjósendum, sem margir cru önþverðir hvaiaveið-
um. Á þessari kenníngu hafa margir flaskað, að taia
eins og fjðldinn vill lteyra, en þegja ura það. sem
honum er ógeðfeit, - hvað sem sannleikanum líður;
eu Seyðfirðíngi skjátlast, ef hann hyggur mig svo
fýkinn í þíngmennsku, að jeg íaki upp slíka auð-
virðu-aðferð til að afla mjer fyigis og mannhylli.
Jeg hefi tekið eitthvað fratn af því, er mjer þykir
hjer máii skifta. Tilgáhgur mínn var aldrei annar
en sá, að vekja efirtekt á fiéiri hliðum þessa máis.en
þeirri, sem að Austra veit. Framvegis mun jeg því
láta mjer hægt um það, ef ekki verður á mig leitað,
hefði líka látið lenda við fyrstu grein mína í Bjarka,
ef Seyðfirðíngur hefðu eigi neitt mig til framhalds
með lúalegum aðdróttunum og átakanlegum misskiln-
íngi á málinu. Sjálfs mín vegna hefi jeg ekkert á
móti hvalveiðabanni og tapa eingu beinlínis við það.
Jeg hefi líka, eins og allir geta sjeð, litla hvöt til að
prútta 'tm þetta mál við bannlagamenn og baka mjer
óþökk þeirra og hvalamanna, sem eðlilega álíta til-
lögur mínar sjer andvígar og óþolandi. - Eftir örfá
ár hætta hvalveiðar að borga sig og leggjast niður
sjálfkrafa, án þess hvalnum þó verði gjöreytt. Hrafn-
reiður, sem er lángverðmesti hvalurinn, gjörist nú
torgæt, en hvalveiðaútgjörð með 2000 kr. útgjöld á
dag ber sig ekki með strjálli veiði af skeljungum,
sem Iíkl. má meta upp og ofan 500 kr. hvern.
Frestunarstefnunni hlýt jeg að fylgja og álít hana,
eða lagaákvæði í þá átt, hyggilegasta ráðið eins og
nú er ástatt. Að líkri niðurstöðu munu fleiri kom-
ast við nánari yfirvegun þessa máls, og fráleitt munu
eldglæringarnar í Austra blinda allan almenníng.
Firði 28. febr. 1903.
Sr. Ólafsson.
Fundinn forngripur
Næstliðið sumar fannst hjer við kjallaragröft djúpt
í gömlum bæjarrústum steinbolli ailstór og fornlegur.
Hann lá á hvolfi í öskublandinni mold. Mikið af
byggíngarmenjum var í kríng, brunnið og fúið trje,
viðarkol, ryðlítið járn, brýnisbútur, kljásteinar, leir-
brot o. s. frv. Bollinn er úr stallagrjótstegund einni
(Anemesit ?), nærri kringlóttur, mjög þúngur og þykk-
ur; meitilförin eru skýr að innan, en utan er steinn-
inn ávalur (vatnsbarinn) eða brimbarinn. Útlit er
fyrir að hann hafi orðið fyrir miklum hita (lent í hús-
bruna). Hann tekur ca 5 pela og vegur 32 pd.
Jeg hygg þetta vera hlautboila úr gömiu hofi, en
eingar sagnir þekki j eg eða örnefni er bent geti á að
hof hafi verið hjer í heiðni, þótt kirkja stæði hjer til
skamms tíma frá því snemma í kristni.
Þyki fornfræðingum nokkurs vert um fund þentian,.
þá er bollinn hjer geymdur.
Firði í Mjóafirði 10. rnars 1903.
Sv. Olafsson.
—-——f-^ -
Húsbruni.
Miðvikudaginn 18. febr. brann baðstofa, búr og
eldhús á Grunnavatni í Jökuldalshreppi. Kviknað
hafði i baðstofuþekjunni út frá ofnpípu.
Bóndinn Jón Jónsson, er þar býr, var eigi heima
og eigi heldur elsti sonur hans. Heima voru aðeins
af lcarlmönnum 2 únglíngar synir Jóns, kona hans
og dóttir, barn og únglíngur. Varð því að vonum
fátt um bjargír, þegar þar við bættist að ofsaveður
var af norðvesfri. —
Nokkru af fötum var bjargað úr baðstofunni, en
ofsaveður tók þau og í sum þeirra náði loginn er
hann hækkaði. Frá því að vart varð við eldinn, þar
til baðstofan fjell niður, leið aðeins hálfur kl. tími.
Frá baðstofunni uáði eldurinn tii búrsins og eldhúss-
ins, og er mannhjálp kom af^æsta bæ var eldhús-
ið eigi fallið. Varð því nokkru bjargað úr því.
Húsin voru nýbyggð, og er því tjónið mjög mik-
ið.