Bjarki


Bjarki - 01.05.1903, Qupperneq 2

Bjarki - 01.05.1903, Qupperneq 2
2 BJ ARKI. heyra. En þeir líta flestirallt öðrum augum á misfellurnar og óánægjuna, en við alþýðumenn- irnir, og ráð þau og breytíngar, sem þeir benda á, til að lagfæra það sem aflaga fer í áður- nefndum málefnum, miða flest til að bæta þeirra eigin kjör, en tala minna um að bæta kjör sóknarbarnanna, eða Ijetta á byrði þeirri, sem þau hafa að bera, bæði í andlegu og efnalegu tilliti, sem þó er að verða svo þúngbær fyrir marga, að þeir fá varla undir risið, og verða því sem fyrst að finna cinhver ráð til að los- ast við. Sjera Jónas á Hrafnagili hefur ritað í Norðurland lánga ritgerð um hag presta, og finnst honum kjör þeirra fremur bágborin og vill fá þau bætt, hyggur að prestarnir muni betur geta geingt sínu ætlunarverki, ef þeir fái fieiri krónur. Hann sjer auðvitað fleiri galla á fyrirkomulagi kirkjunnar, en fjárþraung presta liggur honum þýngst á hjarta. Sjera Sigurð- ur á Hofi hefur líka skrifað lánga ritgerð í Norðurland um kirkjumálefni, og lítur að sumu leyti nokkuð líkt á bau og sjera Jónas, talar meira um deyfð og áhugaleysi og orsakirnar til þess, er heitur fyrir að fá það lagfært, fá komið á ýmsum endurbótum í kirkju og trú- arlífi. I ritgerð hans standa þessi sönnu orð: »Svona má það ekki leingur vera«, og finna víst allir, sem nokkuð þekkja hið kirkjulega ástand hjer á landi og hugsa um það, hversu sönn þau orð eru. í’að er deginum ljósara að ástandið er óþol- andi eins og það er. Breytíng verður að koma og það sem fyrst. Mig minnir að sjera Sig- urður óski eftir að alþýðan láti til sín heyra um þessi málefni, og er jeg honum samdóma um að það væri æskilegt, og mig grunar, að þar kæmu fram nokkuð ólíkar skoðanir þeim sem prestarni bera á borð fvrir þjóðina. Prest- ar og kirkjur eru að mínu áliti til fyrir al- menníng. Því er það almenníngur, sem á að ráða því, hvort hann vill hafa presta og kirkjur, og vilji hann hafa hvortveggja, á hann að ráða fyrirkomulaginu. Jón Jónsson í Múla, sem er einn af okkar gáfuðustu alþýðumönnum, minn- ist á presta og kirkjumálefni í Austra í vetur, og er vert að veita orðum hans eftirtekt, því þau munu betur að skapi alþýðu en flest af því sem prestarnir segja. Hann segir meðal annars, að það sje sannfæríng sín að þjóð- kirkjan mundi hafa gagn af því en eingan skaða, að prestum væri fækkað mjög, og óhætt mundi vera að ætla hverjum presti 5 til 7 sóknir eftir staðháttum; hann segir ennfremur að sjer sje eingin launúng á því, að hann kysi helst, að við værum lausir við þjóðkirkjuna, og að þjóðfjelagið hefði ekki annað við trú- arbrögð eða safnaðarlíf að gera, en að sjá um að til væru nógu margir hœfir og vel lærðir menn til að gegna kennimannastörfum fyrir frjálsa söfnuði. Svipað þessu hugsar fjöldi manna. Við viljum fá ríki og kirkju að- skilið til þess að vera sem frjálsastir í öllum kirkjuogtrúarmálefnum, getaráðið okkur presta sjálfir þegar við þykjumst hafa þörf fyrir þá, samið sjálfir við þá um borgun fyrir þau störf sem við viljum láta þá vinna, sagt þeim upp þegar við ekki leingur viljum hafa þá og svo frv. Reynsla hinna síðari ára virðist benda til þess, að þjóðin hafi ekki mjög mikla þörf fyrir presta og kirkjur, með því fyrirkomulagi sem nú er, því annars stæðu ekki kirkjurnar tóm- og prestarnir aðgjörðalausir. Þeir eru fjölda- margir sem lítið hafa annað að segja af prest- um en að gjalda þeim, og finna því sárt til þess hversu mikil byrði það er fyrir söfnuðinn að sitja uppi með þessa aðgjörðalausu tollheimtu- menn. Það mundi mörgum manni virkilegt gleði- efni, ef þessari byrði yrði á einhvern hátt Ijett af þeim. Frh. Dómur í máljnu út af jrreftrun SIz Binarssonar hreppstjóra. 17. þ. m. var dómur kveðinn upp í lögreglurjetti Norður-Múlasýslu í máli því sem fyrirskipað var af landshöfðingja að höfða gegn Arnbjörgu Stefánsdótt- ur, ekkju Sigurðar heitins Einarssonar hreppstjóra á Hánefsstaðaeyrum hjer í firðinum. Tildrög þessa máls eru ýtarlega skýrð í dómsástæðunum og eru þær prentaðar orðrjett, ásamt dóminum, hjer á eftir: „Tildrög þessa máls eru þau, að 26. nóv. mán. 1901 ljest Sigurður hreppstjóri Einarsson á Hánefs- staðaeyrum í Seyðisfirði, sem fyrir nokkru hafði lýst yfir því við sóknarprest sinn, að hann væri utanþjóð- kirkjumaður og við hið almenna manntal 1. nóv. s. á. hafði gefið upp að hann væri únítaratrúar. Ritaði þá ekkja hans, Arnbjörg Stefánsdóttir, sóknarpresti sínum, tjáði honum að hún væri sömu trúar og mað- ur sinn sál. hefði venð, og vildi því ekki nota þjóð- kirkjuprest við jarðarför hans og spurðist fyrir um það, hvort sóknarpresturinn vildi eigi þrátt fyrir það leyfa greftrun hans í kirkjugarði þjóðkirkjunnar. Þessu svaraði presturinn á þá leið, að hann áliti sig ekki hafa vald til að leyfa greftrun hins framliðna í graf- reitum þjóðkirkjunnar, sem hann hefði yfir að ráða, nema því að eins að siðum hennar væri fylgt, þ. e. að segja, að þjóðkirkjuprestur ysi líkið moldu og sálmasaungur yrði viðhafður. Ljet ekkjan þá 6. des. 1901 jarða lík manns síns sál. í mel fyrir ofan íbúð- arhús sitt í Hánefsstaðalandi, í óvígðri moldu og án þess að prestur væri þar viðstaddur. Út af þessu tiltæki hefur landstjórnin skipað fyrir, að ábyrgð skyldi komið fram á hendur Arnbjörgu Stefánsdóttur, og eins hinu, að hún hefur neitað að láta taka upp lík manns síns sál. og flytja það í vígða mold. Hin kærða hefur haldið því fram, að sjer hafi eigi komið til hugar að jarða lík manns síns í óvígðri mold fyr en hún hafi veríð búin að fá skýlaust af- svar um það frá sóknarprestinum, að fá það jarðað í kirkjugarði, án þess að það yrði moldu ausið af þjóð- kirkjupresti, en að maður sínn sálaði hafi oft verið búinn að biðja sig, og síðast í banalegunni, að láta eigi fylgja siðum þjóðkirkjunnar við greftrun sína og, að hún hafi lofað honum þvi á deyjanda degi, — það enda komið í bága við trúarskoðun sína að láta þjóðkirkjuprest ausa lík hans moldu. Síðan hin almennu hegningarlög frá 25. júní 1869 geingu í gildi, verður að álíta það meiningu laganna, að öll lík skuli grafin í vigðri moldu, eða í grafreit- um þeim, sem utanþjóðkirkjumenn þeir er hafa prest eða forstöðumann hafa gjört sjer. Hinsvegar bera lög um utanþjóðkirkjumenn frá 19. febr. 1886 það með sjer, að það er eigi meining laganna, að neyða utanþjóðkirkjumenn til þess að þyggja prestsþjónustu af prestum þjóðkirkjunnar, þótt ekki sjeu þeir í söfn- uði, er hafi prest eða forstððumann með konúnglegri staðfestingu. Þeir hafa þannig verið losaðir við að þurfa að nota þjóðkirkjuprestana við giftingar, barna- skírnir og fermingar, og væri þá mjög óeðlilegt ef þeim væri fyrirmunað að jarða lík náúnga sinna nema siðum þjóðkirkjunnar væri fylgt við greftran- irnar og prestar hennar yrðu að ausa þau moldu. í kirkjurituali frá 25. júlí 1685 9. kap. segir og að „þeir sem ekki hafa hina hreinu og rjettu játningu vorrar kirkju skulu grafnir í kirkjugörðum meðal kristinna manna, þó án þess að prestar kasti á rekum og haldi ræðu eða líkprjedikun yfir þeim", og þótt þessu sje nokkuð vikið við í „Handbók fyrir presta á Islandi", sem endurskoðuð er og prentuð í Reykja- vík 1869 og staðfest með konungsúrskurði 19. febr. 1870, sbr. brjef kirkju- og kennslumála-ráðaneytisins til biskupsins yfir islandi 24. s. m. verður eigi þar af dregin sú ályktun, að utanþjóðkirkjumönnum sje nú skylt að nota presta þjóðkirkjunnar við greftranir sínar, því handbókin hefur aldrei verið birt sem lög fyrir almenning og getur því eigi hafa breytt eldri ákvörðun um þetta efni. Þegar nú þess er gætt, að hinni kærðu var fyrir- munað að fá lík manns síns jarðað í kirkjugörðum þjóðkirkjunnar, nema því að eins að þjóðkirkjuprestur ysi það moidu, en það hefði eftir framburði hennar komið í bága við trúarskoðun hennar og heit hennar við hinn framliðna á dánardægri hans, að hún fyrir- fram leitaði álits læknis um það, hvort nokkur sjúk- dómshætta gæti stafað af því að hún ljeti jarða líkið á þeim stað sem hún hafði valið, að greftrunin, eftir því sem upplýst er í málinu, fór í alla staði vel og sómasamlega fram, að leiöið hefur verið hlaðið upp, umgirt og friðað og sama tryggíng verið sett fyrir viðhaldi þess og friðun framvegis, sem vant er að heimta af þeim sem fá leyfi til þess að taka upp heimilisgrafreit, að hlutaðeigandi presti og kirkju hefur verið greitt legkaup og líksaungseyrir eins og líkið hefði verið jarðað í kirkjugarði, — þá fær rjettur- inn eigi sjeð, að hin kærða hafi með framferði sínu komið i bága við almenna mannúðartilfinningu, heil- næmis eða allsherjarreglu, traðkað rjetti nokkurs nje gjörst brotleg gegn nokkru hegningarákvæði, sjer- staklega þegar þess er gætt, að 15. gr. í lögum um utanþjóðkirkjuinenn 19. febr. 1886 setur þeim eigi önnur skilyrði fyrir upptöku sjerstakra grafreita en þau, sem hún hefur fylgt. Það verður því að áliti rjettarins að sýkna kærðu af kærurn og kröfum hins opinbera í þessu máli og málskostnaðurinn að greiðast af almenna fjc' Á reksti málsins hefur einginn ónauðsynlegur drátt- ur orðið. Því dæmist að rjett vera: Hin ákærða, Arnbjörg Stefánsdóttir á Hánefsstaðaeyrum, á að vera sýkn af kærum og kröfum hins opinbera í þessu máli. Máls- kostnaðar greiðist af almanna fje." Stórbruni varð í Reykjavík aðtaranótt 18. þ. m. Eitt af stærstu húsunum þar, Glasgow, brann til kaldra kola. Eldurinn hafði komið upp í vindlaverksmiðju, sem var í miðju húsinu, og barst svo fljótt út það- an, að fólkið komst með naumindum út. Þetta var kl. 2 um nóttina. Af innanhúsmunum varð nar eingu bjargað og urðu margir af íbúunum þar fyrir miklu eignatjóni. Magnús Einarsson dýralæknir bjó þarna og tapaði öllum innanhúsmunum sínnra, 6000 kr. virði að sögn, óvátryggðum. Samskot voru byrjuð í Reykjavík til þess að bæta úr tjóninu. Húsið átti Þorvaldur stórbóndi Björnsson á íor- valdseyti og hafði það verið vátryggt fyrir 40,000 kr. eSíi ör® ~d

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.