Bjarki - 19.06.1903, Blaðsíða 2
2
BJ ARKI.
Egill Jónsson með konu og börn.
Eyjólfur Sveinsson smiður með konu og
börn.
Jónas Jónsson með sumt af börnum sínum,
en konan bíður með hin næstu ferðar.
Kristján Fjeldsted; kona og börn bíða næstu
ferðar.
Jón Jónsson snikkari með konu og börn.
Jóhann Sveinsson útvegsbóndi og áður hrepp-
stjóri á Gnýstað, með konu og börn.
Systurnar Jóhanna Ketilsdóttir og Stefanía
Ketilsdóttir, báðar ekkjur, með börn sín.
Guðný, ekkja Stefáns Friðbjörnssonar, með
barn.
Vigfús Kjartansson snikkari með konu.
Sumariiði frá Vestdal með konu og börn.
Hallur frá Grýtáreyri með konu og börn.
Gróa, ekkja Sveins frá Fjarðarseli, með börn
sín.
Loftur frá Brimnesi með kærustu sinni.
Þorsteinn Einarsson, gamall maður sem hjer
hefur verið leingi, og enn margt af einhleypu
. fólki, karlar og konur.
Úr Borgarfirði fóru þessir bændur:
Þórarinn Gíslason frá Jökulsá, Stefán Egils-
son frá Bakka, Jakob Björnsson frá Desjar-
mýri.
Guðni Stefánsson frá Bakka fer sjálfur í
haust, en sendi fjölskyldu sína nú.
Af hjeraði föru þessir bændur:
Helgi Bjólan, frá Heiðarseli í Jökuldals-
heiði.
Björn Sigurðsson frá Armótaseli í Jökuldals-
heiði
Þorarinn Jónsson frá Háreksrtöðum í ]ök-
uldalsheiði.
Snjólfur Eiríksson og Sigurgeir, bændur úr
heiðinni.
Magnús Eyjólfsson frá Torfastöðum í Hlíð.
Björn Hannesson frá Hnitbjörgum i Hlíð.
Bergvin frá Tókastöðum í Eiðaþínghá.
Hallgrímur Björnsson frá Breiðavaði í Eiða-
þínghá.
Sigmundur Guðmundsson frá sama bæ.
Ur Vopnafirði fóru meðal annara þessir þrír
bændur:
Guðmundur Jónsson frá Fagradal (áður hrepp-
stjóri í Húsey í Túngu).
Jón Hallgrímsson frá Ljótsstöðum.
Arni Einarsson frá Hróaldsstöðum.
Af Ströndum fór Baldvín í Gunnólfsvík.
Úr Þíngeyjarsýslu fóru meðal annara:
Ásmundur Jóhannesson frá Sjóarlandi, Jón
Árnason frá Skógum í Axarfirði, Sigvaldi
Baldvinsson af Lánganesi og þrjár dætur Bald
vins á Fagranesi á Lánganesi.
. <®
Kosníngarnar. .
—o----
Það má nú segja, að sjeð sje að mestu leyti
fyrir endann á kosníngunum í þetta sinn. Pó
írjeltir sjeu ekki komnar af þeim enn í þiem-
ur sýslum, þá munu úrslitin, að minnsta kosti
í tveimur af þeim, vera vís, Síra Árni á Skútu-
stöðum mun vera kosinn í N-Þíngeyjarsýslu og
Lárus sýslumaður í Snæfellsnessýslu. í Stranda-
sýslu getur nokkur efi leikið á .því, hvernig
farið hafi, ef Jósef á Melum hefur boðið sig
þar fram á móti Guðjóni, eins og heyrst hef-
ur.
Þó gamli flokkakriturinn ætti nú að vera
dauður og gamla flokkaskipunín algerlega fall-
in úr sögunni, þá verður því ekki neitað, að
kosníngastríðið hefur í mörgum kjördæmum
landsins verið háð á sama grundvelli og áður,
eins og gamla flokkaskifííngin hjeldist enn og
ætti að baldast. Það eru nokkrir menn úr
meirihluta flokknum frá þínginu í fyrra sem
róið hafa að því öllum árum að halda þeim
æsíngum við.
A kjörfundinum hjer á Fossvöllum komu
þeir Einar prófastur Jónsson og Jón læknir
fram sem beinharðir, gamlir »heimastjórnar-
flokks»menn. Hið sama lagði meðmælandí þeirra,
Olafur Davíðsson, sterka áherslu á, og mál-
gagn hans hjer á Seyðisfirði hefur einnig ver-
ið að ala á þessu í vor fyrir kosníngarnar.
En kosníngin hjer sýnir, hve mikils kjósendur
hata metið »heimastjórnar«-njal þeirra og róg-
sögur um mótstöðumennina.
Ef litið er nú á þessar kosníngar í sam-
bandi við gömlu flokkaskiftínguna, þá eru úr-
slitin þessi:
Af þeim mönnum sem áður hafa verið þíng-
menn eða þíngmannaefni Valtýsflokksins eru
nú kosnir til þíugs 14: Þorgrímur Þórðar-
son, Guðl. Guðmundsson, Ól. Ólafsson, Jón
Magnússon, Björn Kristjánsson, Valtýr Guð-
mundsson, Þórhallur Bjarnarson, Sig. Jensson,
Skúli Thoroddsen, Magnús Andrjesson, Ól.
Briem, St. Stefánsson, Jóh. Jóhannesson og
Einar Þórðarson.
Af þeim mönnum «em áður hafa verið þíng-
menn eða þíngmannaefni anti-Valtýska flokks-
ins, eru nú kosnir á þíng 10: Guttormur Vig-
fússon, Eggert Pálsson, Hannes Þorsteinsson,
Tryggvi Gunnarsson, Hermann Jónasson, Jón
Jakobsson, Klemens Jónsson, Hannes Havstein,
Pjetur Jónsson og Björn Bjarnarson.
Ef hjer er nú bætt við þíngmönnum úr öll-
um þeim þrem kjördœmum sem enn hefur
ekki frjest úr um kosníngaúrslitin, eða þeim
Lárusi, Guðjóni og sr. Árna, og landshöfðíngi
er svö að sjálfsögðu talinii tri þess flokks,
þá hefur hann einnig fjórfárn þíngmenn.
Tveir af þeim sem kosnir eru hafa aldrei
boðið sig fram áður og staðið utan við fiokka-
skiftínguna, Ólafur Thorlacíus og Jóhannes
Ólafsson. En ef skipa ætti þeim samt sem
áður inn í þessar fylkíngar, þá munduþeir lenda
sinn í hvorri, Ólafur í framsóknarflokknum, en
Jóhannes í landshöfðíngjaflokknum.
Við kosníngarnar í vor hefur því orðið
bræðrabylta í glímunni milli gömlu flokkanna
og er best fyrir þá báða að sofna þannig
út af.
En nú ætti að myndast ný og eðlileg flokka-
skiftíng undir hinni væntanlegu nýu stjórn.
Mest er nú um að gera, að ráðgjafavalið tak-
ist heppilega.
tilutabánkinn.
Hlutabrjefin voru uppseld um miðjan síð-
astliðinn mánuð, og höfðu verið fleiri um boð-
ið en feingið gátu. Sumt af hlutabrjefunum
hafði selst í Danmörk, en meiri hlutinn þó í
Lundúnum.
Riddarakross
hefur Guðmundur Björnsson, hjeraðslæknir
í Rvík, feingið.
Prestskosnínz
Jón Þorvaldsson prestaskóla kanoídat er kos-
inn til prests á Stað á Reykjanesi.
Lýðmentun
heitir bók, sem nýkomin er út á Akureyri
eftir Guðtn. Finnbogason. Þar er lagður fram
árángurinn af menntamálarannsóknum hans síð-
astliðin tvö -ár. Bókin er 230 bls., mjög vönd-
uð að öllum frágángi, og kostar 2 kr. Bjarki
minnist síðar ýtarlega á bók þessa, því hún
fjallar um mál sem allir Islendíngar ættu nú
sem stendur að fylgja með ábuga.
Sauðabiöfarnir Vopnfirsku.
Landsyfirrjettur dæmdi 27 apríl í Sauða-
þjófnaðarmálinu úr Vopnafirði.
Tveir mennirnir, Jónas og Davíð, voru í hjeraði
dæmdir í 12 mánaða betrunarhúsvinnu, en lands-
yfirrjettur hækkaðí hana upp í 15 mánuði. Að
öðruleyti staðfesti yfirrjettur hjeraðsdóminn, en
þar hafði þriðji maðurinn, Þorsteinn Júlíus, ver-
ið dæmdur í 15 mánaða betrunarhúsvinnu, fjórði,
Jón Einar Jónsson, í 8 mánaða betrunarhús-
vinnu, en kvenfólkið, Björg Davíðsdóttir o g
Herdís Benédiktsdóttir, í fángelsi við vatn og
brauð, Björg 8 daga, en Herdís 5 daga.
Svo voru þau og dæmd til að greiða verð
þýfisins og málskostnað fyrir báðum dómum.
(ö^qXsT®^) (5^) Q)
Ðraugasaga frá Málmey.
—o —
í Kalendegötu No. 268 bjó í þann tíma
ölmiðiil, Pjetur Nilsson Möller að nafni.
Hanu varð fyrir þeirri sorg að missa konu sína,
Körnu Jónsdóttur, sem ljest 1 maímánuði 1736.
Með þessu fráfalli byrjar hið dularfulla í sög-
unni, því konan var jörðuð í kyrþey, án þess
fólk kæmist að því hversvegna það var gert,
og »að jarða í kyrþey« var allsendis óvana-
legt á þeim dögum. Svo ljet ekkillinn brátt
huggast, kvæntist aftur og átti íngibjörgu
Lutterberg. En sá ráðahagur hefur víst ekki
verið að skapi fyrri konu hans, enda ljet hún
það brátt í ljósi. Ár 1739 þ. 3. d. seftem-
bermán. klagaði Pjetur Möller þá neyð sína
fyrir yfirvöldunum, að draugur, sem birtist i
gerfi fyrri konunnar hans sálugu, hefðist við (
þúsinu, svo þar væri h'tt viðvært hvorki á
nóttu nje degi, og þaraðauki fylltist húsið af
framandi fólki sem fyrir forvitnis sakir Iángaði til
að sjá drauginn. Bæjarstjórnin, prestarnir Rön-
beek og Betzon og kapellánarnir Hooth og
Ledebur hófu nú rannsókn út af þessu.
I fyrsta sinn sem fleiri í einu sáu drauginn
var 17 ágúst 1739; þó hafði dóttir Möllers af
fyrra hjónabandi oft sjeð hann án þess að hafa
orð á því við nokkurn mann. Inni í húsinu
var draugurinn alltaf á ferðinni; hann slökkti
ljósin, veiti um koll ölkönnunni, mölfaði glös,