Bjarki


Bjarki - 30.10.1903, Blaðsíða 1

Bjarki - 30.10.1903, Blaðsíða 1
BJARKI Vlll, 41 Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrír 1. júlí (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Uppsögn skrifl., ógild nema komin n sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi I J QO sje þá skuldlaus við blaðið. « FtjPÍFlesfui? í G. T. húsinu á Búðareyri á sunnudags- kvcld kl. 7 síðdegis D. Östlund. j o. s. <r Stúkan Aldarhvöt no. 72» ' heldut fund í hinu nýa húsi sínu á Búðareyrí á hverjum sunnudegi kl. 4 síðdegis. — Meðlimir mæti. Nýir meðlimir velkomniir. Til augiýsenda. Hr. David Östlund tekur á móti auglýsíngum í Bjarka og semur um verð á þeim. Borgun fyrir allar auglýsíngar í blaðinu á að greiða til hr. Östlunds, en ekki til mín. Þorsteinn Gíslason. Bessastaðaför. -0- III. Morgunin eftir fór jeg að skoða betur fjenaðarhí- býlin. Jeg man að mjer þótti það merkilegt, þegar jeg kom að Hvítárvöllum til Andrjesar hjer um árið, og hjelt að þar stæði hjáleiga á túninu, því þar voru mörg hús með þiljum fyrir eins og þar væri meðal- bær, eu voru þó fjárhús Andrjesar, en hvað var það hjá stofum Bessastaðakúnna og fjárins þar. Heima við bæinn er kúahlaðan. Hún tekur 600 hesta, og áföst við hana báðumegin með endilaungum hliðun- um eru fjós. Þau eru með gluggum eins og fjár- húsið. Það eru þriggja rúða gluggar, hver eins og hálfur gluggi almennur á íbúðarhúsi og þó í stærra lagi. En svo bjart er fjósið að sauma mætti þar í silki. Alt er þar timbur í básum og flórum. 8 bás- ar voru í hverju fjósinu ogSkúli bóndi hefur 14 kýr, en um 20 nautkindur als. Hlöðuna ber hæst í miðj- unni, en fjósin bæði lægri, Alt er þetta járnklætt og málað rautt. Þar hjá var hesthús Gríms heitins, að mestu óskadd- að, nema hvað Kári gatnli hafði leikið sjer dálítið að þaktorfinu við annað gaflhlaðið. Mikill var munurá þeim byggíngum og líkara að milli þeirra væru 4 aldir en 4 ár. Svo skoðaði jeg betur fjárhúsið austur við túngarð- inn. Það er 28 álna lángt og 15 álna breitt. í því eru 3 garðar miklir um þvert húsið og dyr á hverju millibili, sem hleypt er inn um og út. En við ann- an gaflinn eru básar fyrir 6 nautkindur og stallar fyrir fjölda hesta. Fjárhúsið tekur 200 fjár, en ekki á Skúli svo margt enn, enda má þau kalla frumbýl- ínga, en á annað hundrað fjár var mjer sagt þau ætti. Allt er húsið altimbrað uppi og niðri, og myndi margur maður óska, að hann væri kýr eða sauður á Bessastöðum hvað húsakynnin snertir. Við þetta hús er og hlaða 15álna laung og 9 álna víð og tekur 600 hesta eins og hin, því þessi er mjög grafin f jörð. Bæði eru húsin járnklædd og mál- uð. Þessi hús öll eru, að því er jeg veit, hin bestu og prýðilegustu fjenaðarhús á landinu og svo vel hirt og umgeingin i alla staði, sem maður getur hugsað sjer. Þar fyrir austan túnið geingur tvíhlaðinn grjót- garður nýbygður alla leið suður í Lambhúsatjörn og á að komast norður í Bessastaðatjörn og skilja gjör- samlega milli nessins og túnsins og vantar nú að- eins lítinn stubba í hann fyrir norðan húsin. Hjer hefur og túnið verið fært dálítið út, því fyrir innan hann mótar fyrir gamalli garðrúst. Prentsmiðjan stendur spölkorn í útnorður frá bæn- um á túninu. Hún er einloftuð ogá stærð við 5 — 6 þúsund króna hús í Rvík. Prentvjelin er stór, sú mesta hjer á Iandi önnur en Björns Jónssonar hin stærsta. Þar búa prentararnir tveir í herbergjum uppi á Ioftinu og þar lesa tveir elstu synir hjónanna, sem erit í latínuskólanum. Það geraþeir til þess að vera lausir við skarkala systkina sinna heima. Bessi heitir lítill hólmi innanverf í tjörninni grasi vaxinn og búngumyndaður og á Bessi að vera þar heygður, sá, sem bærinn er við kendur. Skúlt er að hugsa um að stækka þá landeign Bessa gamla og gera sjer úr varphólma og fleira mun hann hafa í höfðinu, sem hann setur ekki í Þjóðviljann. Um dagmálaskeið ljet Skúli reka heim hross sín. Það var laglegur Ijópur, því hann á þau milli 20 og 30 og flest falleg, og mögur voru þau ekki. Jeg hafði nú sjeð svona barni og barni bregða fyrir um morguninn og daginn áður þarna á Bessastöðum, en þau sýndust mörg jafnstór og því ekld svo gott að átta sig á því, hvort það er sama barnið, sem fyrir ber hvað eftir annað, eða að börnin eru svona mörg, þó það væri ekki líklegt. En þegar hrossin komu heim varð maður fljótt vísari hins sanna, því þarna komit þau út hvort að öðru eins og hleypt væri út úr stekk og hlupu innan um hrossaþvöguna og urðu þar 9 alls með þeim stóru, en það 10 var borið á hand- leggnum og þó var frúin líkari því sem hún væri elsta systirin en að hún væri móðir þeirra. Það var sveitalegt þarna á hlaðvarpanum og minnti á rjettadagsmorgun frá fornum dögum, hrossahópur- inn og glatt samtal, líf og fjör. Við Skúli vorum helst dálíiið settir að sjá, að því er mjer virtist, og þó sló víst út í fyrir okkur jrarna líka. Jeg notaði tímann til þess að glöggva mig- svo mik- ið á hestunum, að jeg gæti talað um þá með hinu fólkinu og lærði nokkur af nöfnunum í snatri, en einkurn varði jeg stundinni til að átta mig á barna- hópnum og hugsaði um tíma að mjer mundi takast að þekkja þau hvert frá öðru og muna öll nöfnin, en ekki átti það að lánast alveg, og ekki hefði jeg haft önnur ráð en að telja þau, ef jeg hefði átt að vita hvort ekkert vantaði. Það var og snúið, að átta sig á nöfnunum, því þau hafa mörg gælunöfn heima fyrir, svo maður varð lítið klókari þó maður heyrði þau nefnd. Unni þekkti jeg og Mumma og Dúlla. Þau hafði jeg sjeð áður, svo þau voru gamalkunnug, en Kara og Krisa, og Dagga, Garri og Bonsi og svo Bolli, þau átti jeg verst með, og ekki treysti jeg mjer almenni- lega til að hitta rjett á nöfnin þegar jeg sje þau næst, en Sila átti jeg hægt með; hann var á hand- leggnum, og þá held jeg allt sje komið. En nöfn barnanna eru jaessi, talin í sömu röð: Unnur, Guð- mundur, Skúli. Þeir eru báðir í latínuskólanum; Katrín, Kristín, Ragnhíldur, Þorvaldur, Jón, Bolli og Sigurður og eru þar, hvorki útlend skrípanöfn nje samsteypusmekkleysur, sem oss eru nú orðnar svo tamar og sýna betur en allt annað smekkleysi okkar og mentunarleysi. Þarna skokkuðu þau öll innanum hestaþvöguna hvort öðru hraustara og óhrædd- ara. Þegar húsbændurnir voru svo búnir að gánga frá okkur gestunum eins og þeim líkaði og við vitdum ekki eiga á hættu að bæta meiru við okkur, þá var lagt á hestana, jrví viðáttum nú ekki að gánga norð- ur í Skansinn, og svo ætlaði eitthvað að fylgja okkur. Svo ljek og saung fröken Hallgrímsson nokkur lög og því næst var kvatt og stígið á hestana og allur flokkurinn reið af stað. Þar voru hjónin, Unnur Guðmundur, Skúli, og Torvaldur og svo gistinautar okkar þrír. Ekki var þó haldið beint norður í Skans, því únga fólkið og frúin þutu eins og fjaðrafok austur allt nes og við Skúli hertum okkur það á eftir, að við sæjum hvað af þeim yrði, en þau riðu eins og fantar, svo við náðum þeim ekki fyrri en austast á nesoddanum, því þá.komust þau ekki leingra og fóru af baki. Nesið dregur undir sig, svo það er æðilángur sprett- ur og leingra en það sýnist. Alstaðar voru þar kríu- fjaðrirnar, því hjer er slíkur urmull af þeim á vorin og sumrin, að nesið er alhvítt cg eins þjett í loftinu og mýið í grafníngnum. Fjöldi er hjer og annara fugla, því eingum manni er leyft að hleypa úr byssu í Bessastaða landi, svo þar á allt friðland. Við áðum þarna stundarkorn og borðuðum ýmis- legt góðgæti, sem frúin hafði með sjer. Síðan var haldið vestur eftir nesinu að norðan og allt vestur í Skans, þar sem báturinn beið og stígið var af baki. Þessir skeiðsprettir voru blessuð hressíng, því * hest- arnir voru ailir skemtilegir og sá sem jeg reið svo hæfilegur mjer, eins og hann hefði verið skapaður fyrir inig. Þar kvöddum við svo og þökkuðum fyrir okkur og fyrir fylgdina og síðan bar sterkari prentarinn okkur út í bátinn, en fylgdarfólkið fór á skeiði heim nesið. Við höfðum haft besta landnyrðíngsbyr þegar við sigldum suðuryfir, en nú andaði hann á fandsunnan og flökti við austur, svo það var jafnhagstætt norður yfir aftur, en það skorti á, að golan £var of lítil og sóttist því seinna hafið. Jeg reyndi að kalla kis! kisl; það dugði áustur í landeyjum til að koma fjöri í

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.