Bjarki


Bjarki - 10.11.1903, Blaðsíða 2

Bjarki - 10.11.1903, Blaðsíða 2
BJARKI. 2 mann, sem er í öðru eins samræmi við tím- ann og lífið og þetta íslenska skáld, mann, sem fellur eins vel inn í ástandið þar sem lífsköllun hans er og hæfileikar hans geta not- ið sín í fyllstum mæli.« Snærisspottinn, Eftir Guy de Maupassant. — o — Bændur og bændakonur streymdu að úr öllum átt- um til Goderville, því þar var inarkaðsdagur. Sumir teymdu með sjer kú eða kálf í reiptagli, en kvenfólk- ið rak á eftir með nýrifnum hríslum, sem laufið var ekki failið af. Á handleggjunum bar það körfur og út úr sumum stóðu hænuhöfuð, en andahöfuð út úr öðrum. Á inarkaðstorginu ægði öllu saman, mönn- um og skepnum, og þaðan lagði lykt af hrossataði, mjólk, mykju, heyi og svita. Gamli Haucheorne frá Bréanté var nýkominn til Goderville og stefndi til torgsins. Á leiðinni kom hann auga á ofurlítinn snærisspotta, sem lá á jörð- unni. Gamli Hauchecorne hugsaði sem góður nor- maður, að spottinn gæti komið að notum, beygði sig, þótt hann ætti erfitt með það vegna gigtarinnar, og tók hann upp. En meðan hann var að vefja spott- anum sainan tók hann eítir því, að Malandain söðla- smiður stóð í opnum dyrunum á húsi sínu og horfði á hann. Þeir höfðu einusinni orðið ósátfir út af hálsbandi og voru síðan óvinir, því báðir voru svo gerðir, að þeir vildu ekki iáta draga úr höndum sjer. Gamla Kauchecorne þótti ekki gott að óvinur sínn skyldi hafa sjeð sig lútasvo lágt að taka upp snæris- spotta úr skarninu. Hann flýtti sjer að fela spottann undir peisunni og þaðan kom hann honum ofan buxnavasann; svo beygði hann sig aftur og ljet sem hann væri að leita að einhverju sem hann fyndi ekki en gekk síðan leiðar sinnar til torgsins, álútur og sár af gigtarverkjum. Að lítilli stundu liðinni hvarf hann inn í mannþyrpínguna. Klukkan 12 fór aftur að fækka á torginu og menn tíndust inn í veitíngahúsin. Hjá Jourdan veitínga- manni var „stóri salurinn" troðfullur af iniðdags- matargestum. Þar borðuðu allir heldri bændurnir. Jourdan var bæði veitíngamaður og hestaprángar, sjeð- ur maður í viðskiftum, sem sagt var að ætti ekki fáar krínglóttar á kistubotninum. Menn töluðu í makind- um um markaðinn, tíðina og uppskeruna. Allt í einu heyrðist trumbusláttur úti í garðinum. Flestir stukku upp úr sætum sínum, út í dyr og g iugga með gúlana fulla af mat og borðþurkurnar í hönd- unum. Sendiboði lögreglunnar stóð þar úti með skjal í hönd. Hann las upp bálfstamandi og með ramskökkum áherslum: „Það tilkynnist öllum íbúum Goderville og öllum sem hjer eru staddir á markaðinum, ,að í morgun hefur tapast á veginum til Burseville, klukkan mill 9 og 10, vasabók úr svörtu skinni með 500 fraunkum í og nokkrum brjefum. Finnandi er beðinn að skila henni á ráðhúsið undir eins, eða til hr. Fortuné Holu- bréque frá Manneville. I fundarlaun er heitið tíu raunkum". máltíðinn; lokið. En þegar menn voru að enda við að drekka kaffið kom lögregluþjónn í dyrnar. „Er hr. Hauchecorne frá Bréanté hjer inni?" spurði hann. Hauchecorne sat viðannan borðendann og svaraði: „Já, hjer er jeg." Lögregluþjónninn sagði aftur: „Hr. Hauchecorne, viljið þjer gjöra svo vel og koma með mjer til ráð- hússins? Sýslumanninn lángar til að tala við yð- ur.“ Bóndinn hvolfdi í síg úr konjakksstaupinu, stóð á fætur og gekk fram, enn bognari en um morguninn. „Hjer erjeg, hjer er jeg," endurtók hann og fór burt með lögregluþjóninum. Sýslumaðurinn sat í hægindastól þegar þeir komu inn. Það var feitur maður og alvarlegur. „Menn hafa sjeð yður, hr. Hauchecorne," sagði hann, „taka upp vasabók á veginum til Burseville og nú hefur verið lýst eftir henni." Bóndinn horfði undrandi á sýslumar.n: „Sjeð mig taka upp vasabók." „Já, yður og eingan annan." „Guð rninr. góður; nú dettur 'alveg ofan yfir mig." „Menn hafa sjeð til yðar." „Sjeð til mín. Hver er það !sem hefur sjeð til mín?" „Malandaín söðlasmiður hefur sjeð til yðar." Nú áttaði gainli maðurinn sig. Hann skildi hvern- ig í öllu lá, og svaraði rauður af ergelsi: „Djöfull- inn sá! Hann hefur sjeð mig taka upp snærísspott- ann þann arna " Harin þreif niður í vasa sinn og dró upp snærisspottann. En sýslumaðurinu hristi höfuðið: „Þjer getið ekki talið mjer trú um að jafn aðgætinn maður og Mal- andain söðlasmiður hafi villst á snærisspottanum þeim arna ogvasabók." Bóndinn hóf upp krepptan hnefann, spýtti til hlið- ar, til frekari áherslu, og sagði: „Það er hreinn sann- leikur, sýsíumaður, hreinn sannleikur. Jeg skal sverja það með sáluhjálpareiði." Sýslumaðurinn sagði: „Þegar þjer höfðuð tekið upp bókina, leituðuð þjer leir.gi'í sorpinu til þess að vita hvort peníngar hefðu ekki dottið úr henni." Nú gramdist gamla manninum enn meir en áður: „Að menn skuli geta fundið upp á öðru eins . . . annari eins lýgi, til þess að svívirða heiðvirðan mann! .........Að menn skuli geta fundið upp á öðru eins!“ En honum var ekki til neins að þræta; honum var ekki trúað. Malandain var sóttur og hjelt hann fast við framburð sinn. Þeir Hauchecorne rifust og bríxl- uðu hver öðrum stundarkorn. Hauchecorne heimt- aði að leitað væri á sjer. Þar fannst ekkert. Sýslu- maður var í vandræðum og slfeppti honum loks, en ljet hami utn leið vita að málinu væri ekki lokið með þessu. Frjettín hafði flogið út. Þegar gamli maðurinn kom út úr ráðhúsinu umkríngdu menn hann og spurðu í þaula, sumir alvarlegir, aðrir í spaugi. Hann sagði söguna um smærisspottann. Einginn trúði honum; þeir brostu og hlóu. Hann hjelt áfrairi, en allirsem mættu honum námu staðar og spurðu um yfirheyrsl- una, en sjálfur stöðvaði hann kunningja sína, og öll- um sagði hann söguna um snærisspottann. Hann sneri vösurn sínum um til þess að sýna að hann hefði ekkert. En þeir svöruðu: upp snærisspottann. Og þegar hann kom heim til Breante gekk hann um allt þorpið og sagði söguna. En einginn virtist trúa honum. Hann var veikur af þessu nóttina eftir. Kh eitt daginn eftir færði ljettadreingur einn úr nágrenninu eigandanum vasabókina. Þetta barst fljótt út og Hauchecorne heyrði það. Hann tók enn á ný að segja sögu sína og svo lausnina á gátunni. Hann rjeð sjer ekki fyrir gleði. „í>að sem ergir mig sagði hann, „er ekki svo mjög málið í sjálfu sjer, eins og þjer sjáið, heldur þessi lýgi. Ekkert fer eins ília með mann eins og það að hafa orð á sjer fyrir að ljúga." Hann var alltaf að segja sögu sína; hann tók fyrir hvern sem hann mætti; hann gekk inn á veitíngahúsið og til kirkju næsta sunnudag til þess að segja söguna. Nú var hann sýknaður, fannst honum, en samt var eitthvað sem nagaði hanii. Honum fannst ekki betur en menn hæddust að sögunni. Það leit út eíns og þeir væru ekki vissir um sakleysi hans. Honum fannst þeir stínga saman nefjum að baki sjer. Næsta miðvikudag fór hann til markaðarins í God- erville án þess að eiga þángað annað erindi en að segja söguna. Þegar hann gekk fram hjá skósmiðs- húsinu stóð Malandaín í dyrunum og brosti. En hvers- vegna brosti hann? Einn af þeim sem hann sagði söguna nennti ekki að hiusta á hana til enda, en sló á magann á honum og sagði: „O, bölvaður þorp- arinn," sneri sjer svo frá honum og fór. Því Ijet hann svona? í>egar hann sagði söguna í Jourdansveitínga- húsinu, tók hestaprángari einn fram í fyrir honum og sagði: „Hættu nú, gamli skröggur; jeg þekki þessa snærisspottasögu." „En vasabókin er koinin tilskila," stamaði Hauche- corne. Hinn svaraði: „Þegiðu, karl minn! Það þarf ekki að hafa verið finnandinn sjálfur sem bókinni skilaði. Þú ert annars dálaglegur karl!" Nú skildi Hauchecorne að menn ásökuðu hann fyrir að hafa sent trúnaðarmann sinn með bókina. Hann vilai mótmæla þessu, en komst ekki að fyrir hlátrum þeirra sem við borðið sátu. Hann reis á fætur og gekk út, en hinir ljetu háðsyrðin rigna yfir hann. Hann kom heim tniklu gramari í geði en hann fór á stað. Hann fann að hann gat ekki rjettlætt sig. Menn vissu að hann var slægur sem gatnall refur og að hann hefði verið vís til þess sem hann var ásak- aður um, og þar á ofan að hrósa sjer af því eftirá En honum sárgramdist þessi rángláti áburður. Hann sagði söguna upp aftur og aftur og bætti við nýum og nýum röksemdum, sem hann áður hafði hugsað upp í einrúmi. Því hann gat ekki um annað hugsað en söguna um snærísspottann. En því hárfínni sem röksemdafærsla hans varð, því síður trúðu menn honum. „Það er auðsjeð á þessum tilbúníngi, að hann lýgur," sögðu menn þegar þeir sneru baki við honum; Hann fann þetta og gremja hans óx dag frá degi. Loks fóru háðfuglatnir að leika sjer að því að fá hann til að segja söguna um snærisspottann til skemt- unar, eins og menn fá gamla dáta til þess að segja frá hcrferðum sínum. Hann var ekki heill á sönsum leingur. Seint í desember lagðist hann í rúmið. Hann dó snemma í janúar, og í óráðinu á banasænginni hjelt haim áfram að verja sakieysi sitt op endurtók l.vað heim og varð þremur nágrönnum sínum samferða_ I Á leiðinni sýndi hann þeim, hvar hann hefði tekið |

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.