Bjarki - 18.06.1904, Síða 2

Bjarki - 18.06.1904, Síða 2
10 B J A R K I. Jeg varð þá að fara frá og gleymdi drop- unum. Þegar jeg kom aftur var regnskúrin hætt. Það var faiið að þorna á glugganum. Þeir stóðu báðir í sama stað og áður. Ekki , nema örmjótt haft á milli. Nú varð þeim ekki við hjálpað framar. Þar þornuðu þeir báðir upp. M. Hey-ásetning*ur. Eftir skýrslum um búnaðarástandið í Norður-Múlasýslu og Seyðisfjarðarkaupstað síð- ustu 4 árin, — 1900—1903 —, hefur hey- ásetningur bænda farið versnandi ár frá ári, eins og sjá má á eptirfylgjandi yfirliti, þó út yfir taki síðastl. haust. Á í i ð 1 9 0 0 voru í sýslunni og kaup- staðnu 1018 nautgripir, eldri og ýngri; það ár var töðuaflinn 25509 hestar eða 2 5 hest- ar handa hverjum grip. Sama ár voru þar 1618 hross, eldri og ýngri, og 46262 sauðkindur ails. Útheysforð- inn handa þessum skepnum var 60170 hest- ar. Sje nú hverju hrossi ætlaðir 5 hestar út- heys (alls 8090 hestar) og geingið út frá, að hver heyhestur sje 120 pd., eins og íyrirskip- að er, þá koma 135 pd. á hverja sauð- kind. Árið 1901 voru nautgripirnir 1203 og töðufall 30990 hestar, eða 2 5 8/4 hests á hvern nautgrip. Það ár voru hrossin 1754 og sauðkind- ur 48500, en útheysforðinn 59679 hestar. Sje hverju hrossi ætlaðir 5 heyhestar, þá koma 126 pd. á hverja sauðkind. Árið 1 90 2 voru nautgripirnir 1274 og töðufall 23870 hestar, eða 183/4 hests á hvern nautgrip. Sama ár voru hrossín 1779 og sauðkind- urnar 48646, en heybyrgðirnar 53560 hestar. Fái nú hvert hross 5 hesta, þá fær hver sauðkind 110 pd. Síðastl. haust — 1 90 3 —voru naut- gripir 1168 og töðufallið 24578 hestar, eða 21 hestur á hvern nautgrip. Þá voru hrossin 1789 og sauðkindur 44012, en útheyið að eins 40127 hestar. Dragi maður þar frá 5 hesta handa hverju hrossi, þá, koma aðeins 8 5 pd. á hverja sau ðkind. Á. Akureyri og Seyðisfirði. Á Akureyri og Seyð- isfirði eiga sparisjóðirnir, sem áður hafa starf- að þar, 2 á Akureyri og 1 á Seyðisfirði, að leggjast inn í bankann. Útibúin taka til starfa 1. sept. í haust. Fyrir útibúmu á ísa- firði á að standa Helgi Sveinsson verzlunar- maður, á Akureyri Þorvaldur Davíðsson kaup- maður og á Seyðisfirði Eyjólfur Jónsson klæð- sali. Gjaldkeri verðui á Akureyri Schiöth póstafgreiðslumaður, en á Seyðisfirði L. S. Tómasson bóksali. Laun útibúastjóranna eiga að verða um 1500 kr., en gjaldkeranna um 600 kr. Seðlar hlutabankans eru nú komnir á flakk hjer unr bæinn og eru þeir mjög vand- aðir að gerð, fallegir og pappírinn sterkur. Gefnir eru út 5, 10, 50 og 100 kr. seðlar.. Mynd konungs er framan á hverjum seðli vinstramegin, en hægramegin á 50 kr. seðl- unum er mynd af Heklu, en á 100 kr. seðl unum mynd af Geysi. Landsbankinn. Hann hefur stofnað útibú á ísafirði og stend- ur fyrir því Þorvaldur Jónsson, áður læknir (laun 2000 kr.). Bókarasýslanin hjer í Rvik, sem Sighvat- ur Bjarnason áður gegndi, er veitt Ólafi Da- víðssyni verzlunarstjóra á Yopnafirði (laun;. 3600 kr.). Bókmenntafjelagið. í Reykjavíkurdeild fjelagsins var í vor sam- þykkt að breyta fyrirkomulaginu á útgáfu Tímaritsins og Skírnis . þannig, að sieingja þeim saman í eitt rit, er koma skyldi út fjór- um sinnum á ári, í sex arka heftum, og heita. Skírnir.. Sjerstalcan ritstjóra átti að setja fyrir þetta nýa tímarit. Breyting þessi er góð, en kvað hafa mætt mótspyrnu í Hafn- ardeildinni, einkum frá dr. Yaitý Guðmunds- syni. í Hafnardeildinni er nýfarin fram stjórn- arkosning. Forseti var kosinn dr. Vaitýr Guð- mundsson í stað Ólafs Halldórssonar, sern leingi hefur gegnt því starfi. Nú baðst hann undan kosningu og sömuleiðis Þorv. Thorodd- sen, en varaíorseti var Þorvaldur kosinn. Tími er nú lcominn til að taka aftur upp- það mál. að sameina deildirnar, eða leggja niður deildina í Höfn. Þó það fyrirkomulag,. að hafa fjelagið í tveim deildum, væri heppi- legt upphaflega og leingi fram eftir, þá er allt öðru máli að gegna nú. Jeg lá úti í glugganum og starði út. Jeg var ekki að hugsa um neitt ákveðið. Jeg hafði legið svona lánga stund og var orðinn eins og dáleiddur af því að horfa stöð- ugt á regnstrauminn og heyra stöðugt sama hljóðið, sem vindurinn og regnið hvísluðu við gluggarúðuna. Allt í einu tók jeg eftir stórum regn- dropa ofarlega á einni rúðunni. Hann hafði hlaupið í einum spretti niður frá karminum, sem skildi miili rúðanna, en þegar hann var kominn lítinn*spöl niðureftir, þá stóð hann fastur. Hann komst ekkert áfram. Allt í kring rann regnið í lækjum niður eftir rúðunum. Droparnir komu einn eftir annan niður frá karminum, stórir, feitir og skínandi regndropar, flöttust út á rúðunni og hlupu svo í hendíngskasti með straumnum eins og leiðin lá niðureftir. En þessi eini dropi komst ekki áfram. Hann mjakaðist niðureftir ósköp hægt, sendi fyrst mjóa ánga niðurávið úr annari hliðinni og skakkaðist svo allur þángað á eftir. Færði sig um eina og eina línu. En i áttina var það, þángað sem allir regndroparnir ætluðu sjer, niður í rennuna og út í hafið. Slóðin sem hann skildi eftir sig var öll i krókum og hlykkjum. Og alltaf minkaði hann. Því alltaf varð ofurlítið af sjálfum honum eftir í slóðinni hans. Hefði einn einasti kom- ið á eftir honum, þá hefði allt verið búið; þá hefðu þeir báðir hlaupið þráðbeint niður ruðuna, eins og allir hinir, og skilið eftir sig slóð, sem einginn dropi hefði framar þurft að stranda í meðan regnið varði. En einginn kom. Jeg gat ekki haft hugann af þessum vandræðadropa, sem óhamingjan hefði skákað þama. Nú voru samferðadropar hans niður á rúðuna að líkindum komnir alla leið niður í sjó. Ef jeg hefði getað opnað gluggann til þess að hjálpa honum, þá hefði jeg gert það, sett nöglina neðan undir hann og teymt hann svo yfir verstu torfæruna. En þennan glugga var ekki hægt að opna. Þessum veslings dropa varð ekki bjargað. Mjer fannst hann vera orðinn að einum vissum kunningja mínum, fannst þeir svo nauðalíkir. Jeg fann fleira og fleira sameig- inlegt með þeim eftir því sem jeg bar þá betursaman. Ogjeg hugsaði mjer: Ef þessi regndropi kemst úr sínum vandi'æðum, þá kemst kunningi minn iíka úr sínum. Jeg var orðinn áhyggjufullur um forlög dropans eins og það hefði verið lifandi maður, eða hetja í hrífandi skáldsögu. En ferðalag hans gekk eins og áður. Stundum stóð hann kyr, stundum mjakaðist hann hægt niðureftir. En allt í einu tók jeg eftir, að annar dropi stóð fastur dálítið fyrir neðan hann og dálítið á ská út frá honum. Ef hann hefði getað náð til þess dropa, þá hefði hann verið hólpinn; þá hefðu báðir brunað niðureftir rúðunni. En þeir börðust við að komast á- íram hvor 1 sínu lagi. Eftir litla stund voru slóðir þeirra samhliða og ekki nema örmjótt haít á milli. Svona stóð leingi, og mjer fór að gremjast, að þeir skyldu ekki geta runnið saman, Ekki hefði nú þurft nema litla hreif- íng af öðrum hvorum á rjetta hlið ; þá hefði ■allt verið búið. Hlutabánkinn. Hann tók til starfa 7. þ. m., ijettum tveim árum eftir að staðfest voru lögin um stofn- un hans, því þau eru frá 7. júní 1902. Starfsmenn bánkans eru þessir: E. Schou framkvæmdastjóri (laun 8000 kr.). Sighvat- ur Bjarnason gæzlustjóri (laun 4000). Páll Briem lögfræðisráðanautur bankáns (laun 2000 kr.). Þeir þrír mynda stjórn bankans. Þórður Thoroddsen er gjaldkeri (laun 2500). Hannes Thorsteinsspn ritari (laun 1800), Sveinn Hallgrímsson bókari (laun 1700), Jens Waage aðstoðarmaður (laun 1200). Útibú hefir bánkinn stofnað á ísafirði, Brauð veiit. Sandar i Dýrafirði eru veittir sr. Þórði Ólafssyni í Gerðhömrum. Kosning varð þar ekki lögmæt með því að of fáir sóttu til hennar. En sr. Þórður fjekk þar flest at- kvæði. Próf Við landbúnaðarháskólann danska tók í vor Halldór Vilhjálmsson (frá Rauðará) með 1. einkunn. Hjá öllum bóksölum fást nýútkomnar Söpr eftir Guy. de Maupassant. Yerð 50 au.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.