Bjarki - 18.06.1904, Blaðsíða 3

Bjarki - 18.06.1904, Blaðsíða 3
BJARKI. 3 Bartek SigurYegari. Eftir HbNBYK SlBNKlEWICZ. Þessi saga hófst í 47. tbl. Bjarka síðastl. ár. En bæði vegna þess, að lángt er nú um liðið síðan blaðið kom út, svo að eldri kaup- endur blaðsins munu gjarnan viija að rifjað- ur sje upp söguþráðurinn, og svo vegna þeirra manna, sem kaupa kunna blaðið nú, en ekki hafa verið áskrifendur þass áður, þá skal tek- ið hjer stutt ágrip af því sem þegar er út komið af sögunni. Höfundur sögunnar er höfuðskáld Pólverja og einna frægastur skáld- sagnahöfundur, sem nú er uppi. Sagan hefst í Póllandi, þeirn hluta þess sem Þjóðverjar eiga, og er fyrst skýrt frá því, er útboð kemur þangað til stríðsins milli Þjóðverja og Frakka 1871. Meðal þeirra sem kvaddir voru til vopna er söguhetjan, Bartek, óbreyttur almúgamaður, ómentaður með öliu og grannvitur, en stór og sterkur. Hann er svo fáfróður, að hann veit eingin deili á því, hvert er tileíni ófriðarins, og ekkert veit hann um Frakka, sem hann á nú að fara að toerja á, nema hvað hann hefur heyrt, að þeir sjeu ógurlegir bardagamenn og hefur hann því illan beig af þeim. Bartek var giftur og hjet kona hans Magda. Þau skildu með mikl- um harmi og tárum. Fjelagi Barteks á leið- inni heitir Vojtek og er hann litlu fróðari um alt það er stríðíð snertir en Bartek sjálf- ur. Meðal annars spyr Bartek fjelaga sinn á leiðinni, hvaða þjóð þessir Frakkar sjeu. Voj- tek segir, að það sje nú ekki gott að útlista það fyrir honum, en það sjeu einskonar Þjóð- verjar, en þó miklu verri menn. Bartek þyk- ir kynlegt, að þjóðverjar ætli að fara að berja á Þjóðverjum, en Vojtek svarar þá: „Eins og þinn hundur íljúgist ekki oft á við :minn hund!“ Nú segir fátt af fei'ðum þeirra fyr en þeir koma til Kölnarborgar. Þar mætir pólski herflokkurinn járnbrautarlest með frakknesk- um faungum og er þar með sú fregn, að Þjóð- verjar hafl sigrað í allstórri örustu. Þeir Bartek og Vojetek hafa hugsað sjer alla Frakka sem risavaxna berserki og verða nú hissa á því, hve aumíngjalegir fángarnir eru. Síðan lendir pólska hersveitin í orustu við Grave- lotte. Stórskotin dynja yflr frá Frökkum og mannfall er orðið mikið í liði Þjóðverja. Bartek er hræddur mjög. Pólverjar halda að ■einginn þeirra komi þaðan lifandi og fara að sýngja sálma. En í því eru þeir reknir fram til atlögu þar sem mest er mannfallið. Þýsku fyrirliðarnir flnna þá upp á að reyna að hleypa fjöri í Pólverja með öðrum saung og látum við nú höfundinn aftur taka við að segja söguna: En þýska herstjórnin veit ofboð vel hvaða lag á að leika fyrir þessa pólsku liðsmenn þegar þeir eiga að ganga til atlögu. Hærra en tallbyssudrunurnar, byssuskotasnarkið og eymdarópin hljómaði lagið, sem alltaf hitar þeim mest um hjartaræturnar, uppáhalds- |)jóðlagið: „Enn er Pólland eigi glataðV) Og liðsmennirnir hrífast guðdómi. Eld- ur brennur úr augum þeirra. Eins og fellibylur æða þeir áfram yfir mannabúka, hestaskrokkaogbrotnar fallbyssur. Margir falla, en hinir halda jafnviðstöðulaust áfram fyrir það,°æpandi og sýngjandi. Þeir eru nú komnir neðst í vínbrekkuna og hverfa þar í kjarrið. Af og til glampar að eins á byssusting upp úr laufinu, en saungurinn heyrist altaf. Frakkar skjóta ofanað með enn meiri ákefð. Lúðraþyturínn hljómar neð- an úr dalverpinu. Skothríð Frakka verður æ tíðari, örari og snarpari, þángað til allt í einu .... Allt í einu þagnaði hún. Niðri í dalnum kveykir gamli hrottinn Steinmetz*) **) í postulínspípu sinni og segir með ánægjuróm: — Það verður að spila þá upp, þrælana, en nú eru þeir líka ofan á. Eftir litla stund sást einn af þrílitu fán- unum, sem blöktu svo drembilega, hverfa. — Það verður spauglaust fyrir þeim — segir Steinmetz. Á lúðrana er aftur tolásið sama lagið. Hið annað Posznan-tvífylki heldur af stað til liðs við hið fyrra. Inni á milli runnanna er barist með byssustíngjum af blindri heift. Saunggyðja! sýngdu nú um hann Bartek minn svo að óbornar kynslóðir megi þekkja hans afreksverk. Hræðsla, óþolinmæði og ör- vilnan höfðu sameinast í eitt í hjarta hans og voru orðin að heiftarreiði. Þegar hann heyi'ði þjóðlagið, stæltist hver taug í hans skrokk sem úr járni væri. Plárið reis á höfði hans og það var sem gneistar hrykkju af vörum honum. Hann glejmrdi heiminum og því, að „einginndeyr oftar en einu sinr,i“, en þreif byssuna. toáðum höndum og æddi svo á- fram með hinum. Á leiðinni datt hann sjálf- sagt einum tíu sinnum, ataði sig allan í mold, en meiddi sig svo hann fjekk blóðnas- ir og varð að anda með opnum munninum. Hann gjörði sig svo stóreygðan sem hann gat til þess að koma sem fyrst auga á ein- hvern Frakka inni í kjarrinu. Loks sá hann þrjá. Þeir stóðu saman hjá einu þialitu merki. Það voru meira að segja Túrkóar. En haldið þið að Bartek hafi hræðstþá? Nei, þó það hefði verið kölski sjálfur, þá hefði Bartek þrifið í hníflana á honum. Hann ræðst óðara að þeim. Þeir miða byssustingj- um sinum á brjóst hans, en áður en þeir fá svifrúm til að stinga, þrífur hann Bartek minn um hlaupið á byssu sinni og sveiflar henni í kring um sig ótt og hart. Við það brotnuðu höfuðin á tveimur af mótstöðu- mönnum hans. En í sömu svipan ftlupu til um 10 manns til að hjálpa merkisberanum. Bartek rjeðst að hópnum eins og hann var. Þeir hleyptu á hann allir í einu ur byssum sín- um. Blossi. Hvellur. En Bartek berst um inni í reykjarmekkinum og greujar: *) Þetta lag er bannað að sýngja á friðartíin- utn í hinum þýska hluta Póllands. **) Karl Friedrich von Steinmetz (1796 — .1877), þýskur liershöfðingi, varð landsstjóri í Posoo. (þýska- Póllandi) 1870). — Þið hittuð ekki! Hann sveiflar byssunni aptur, og bráðfeig- ur er hver sem fyrir höggum hans verður. Túrkia -nir hopuðu óttaslegnir undan, er þeir sáu þema trylta berserk, og hvort þeir hafa sagt eitthvað á arabisku, eða Bartek bara. misheyrst er óvíst, en nokkuð er það, að honum heyrðust þeir áreiðanlega tauta fyrir munni sjer: „Magda! Magda! “ ■— Nú, svo það eruð þið sem ætluðuð að ná í hana Mögdu mína! — öskraði hann, og æddi inn í miðjan hópinn. En sem betur fór komu fjelagar bans honum í þeim svifum til hjálpar. Inni í vín- viðarkjarrinu varð orustan hin mannskæðasta. Hestarnir frísuðu og hermennirnir rotuðu hver annan í vígainóði með byssuskeptunum. Bar- tek var alveg hamslaus. Kámugur af púður- reik og útataður í blóði var hann öllu líkari dýri en mennskum manni, en í höggi feldi hann mann, og hafði hann hraðan á, braut byssur og molaði hausa. Þegar hann var kominn að merkisberanum þreif hann járn- greipum sínum fyrir kverkar hans svo aug- un ætluðu að springa út úr höfðinu, andlitið þrútnaði, það korraði í honum og merkis- staungin losnaði úr hönaum hans. — Húrra! — hrópaði Bartek og veifaði upp fyrir sig. Það var þetta merki sem Steinmetz hafðt neðan úr dalnum sjeð bærast og hverfa. En. hann sá það ekki nema rjett snöggvast, því í næsta augnabliki molaði Bartek, með sömu staunginni, höfuð með gullbryddri húfu. Á meðan komust fjelagar Barteks á. undan honum. Bartek Varð þá stundarkoru einsamalL Þá reif hann fánann af staunginni og tróð honum í barm sinn, en greip staungina tveim höndum og flýtti sjer eftir fjelögum sínum. Efst á hæðinni var nokkuð af stórskota- liði Frakka. Þangað flýði nú, með óhljóðuna miklum, hópur af Túrkóum, en Pólverjar sóttu á eftir, stúngu þá með byssustíngjumt. og börðu með skeptunum. Svafarriir, sem voru við faílbyssurnar, ljetu kúiurnar dynja á báðum. — Húrra — öskraði Bartek. Þeir voru komnir fast að íallbyssumi m og návígiö var byrjað. í því bili kom 2.. Posznantvífylkið þeim til hjálpar. Merkis- staungin var sem einn heljai-vöndur í höndum Barteks, því við hvert högg hans kom skarð í fylkingu Frakka. Svöfum og Tórkóum fer nú ekki að verða um sel og flýðu allstaðar undan þar sem Bartek bar að í orustunni. Skömmu seinna er Bartek kominn á bak einni fallbyssunni — eins og það væri meria hans heima í Pognembin. Gg áður eu fje- lagar hans vissu hót, var hann búinn að ná annari fallbyssunni til og kominn á bak- á hana. Þar feldi hann og annan merkisbera og tók merki hans. — Lifi Bartek —hrópuðu fjelagar hans. Hjer var algerður sigur uniíinn. Allar þeysibyssurnar voru herteknar. Hið flýandi fótgaungulið hafði hinumegin i brekkunni rekist á nýa prússneska hersveit. og gefist upp. Bartek minn rak flóttann og náði á þeirri ferð þriðja merkinu. Og það var sjón að sjá hann, þegar

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.