Bjarki - 18.06.1904, Side 4

Bjarki - 18.06.1904, Side 4
4 B JARKI. hann fór ofan brekkuna aftur með fjelögum sínum, allur ein blóðklessa og dauðuppgefinn gekk hann upp og niður eins og smiðjubelg- xir af mæði með prjá þrílita fána flaksandi á Cxlinni. Hvern þremilinn kærði hann signú nm Frakka! — Wojtek gekk við hlið hans all- ur rifinn og tættur. — Þú hefur sagt mjer fallega satt — mælti Bartek við hann. — Þetta eru merglausir veslingar. Þeir hafa klórað okkur báða svo- lítíðj. eins og ketlingar, en það er líka allt og sumt. — Hver skyldi Iíka hafa haldið að þú mundir snúast svona í því —svaraði Wojtek. Hann hafði verið sjónarvottur að öllum af- reksverkum Barteks og var nú farinn að horfa á hann öðrum augum. Og hver hafði ekki tekið eftir öllum þeim afreksverkum ? Og allir liðsmenn tví- iylkisins og flestir fyrirliðanna horfðu nú með aðdáun á þessa risavöxnu hetju með stóru, gulu kampana og glápangi augun. — Ólukk- ans Pólverjinn! — sagði sjálfur hersirinn við hann og tók náðulega í eyra hans, en Bartek brosti ánægjuiega út undir eyru. Þegar tvífylkið var komið ofan úr brekk- unni, sýndi hersirinn ofurstanum Bartek, en ©furstinn sýndi sjálfum Steinmetz. Hann leit á fánana, sagði að halda þeim saman og virti svo Bartek fyrir sjer, þar sem hann stóð teinrjettur frammi fyrir honum og heilsaði með byssunni. Gamli hershöfðing- inn kinkaði ánægjulega kolli og fer svo að tala við ofurstann. Menn heyra greiniiega að hann nefnir orðið undirforingi. — Of heimskur, yðar afbragð! — svarar hersirinn. — Yið skulum vita — segir Steinmetz og snýr hesti sínum til Barteks. Bartek hafði ekki hugmynd um, að honum hlotnáðist sá heiður sem nálega er óheyrður í þýzka hernum, að herforingi gefi sig á tal við óbreyttan liðsmann. En bæði er það, að hans afbragð skildi pólsku og átti ósköp hægt með þetta og svo hafði líka þessi liðsmaður hertekið 3 fána og 2 fallbyssur. — Plvaðan ertu? —spyr hershöfðinginn. — Frá Pognembin — svarar Bartek. — Gott — og heitir? — Bartek Slowik. — Menszh — segir hersirinn til skýringar. — Mensj — jetur Bartek eftir. — Yeistu hversvegna þú átt að berjast 'við Frakkana? — Já, yðar afbragð. — Segðu það þá! Bartek fer að stama: „Af því . . . af því . . .“ En þá duttu honum allt í einu í hug skýringar Wojteks, og þær lætur hann fjúka og hefur svo hraðan á sem hann getur til þess að hershöfðinginn geti sjeð að það stendur ekki í honum. — Af því að þeir eru líka Þjóðverjar, nema hvað þeir eru mörgum sinnum meira illþýði. Andlit gamla hershöfðingjans ætlaði að fara að kipra sig saman, eins og hann láng- aði til að skella upp úr. En hann sneri sjer ,að hersinum og mælti: — Þjer höfðuð rjett að mæla. En Bartek stendur enn þá kyr, tveim- beinum og vel ánægður með sjálfau sig. — Hver hefur unnið orustuna i dag? spyr hershöfðinginn aftur. — Það hef j e g gert, yðar afbragð, svar- aði Bartek tafarlaust. — Jæja, það er satt hjá þjer og hjerna eru verðlaun fyrir. Og Steinmetz gamli tekur þýzka járnkross- inn, sem hjekk á hans eigin brjósti, beygði sig niður að Bartek og festi hann á hann. Af því vel lá á hershöfðinjganum, var ekki nema sjálfsagt að ofurstinn, hersirinn ogkaf- teinarnir væru í góðu skapi líka. Og þegar hershöfðinginn er riðinn á burt, gefur ofurst- inn Bartek 10 dali, hersirinn 5, o. s. frv. Allir endurtaka þeir fyrir honum brosandi, að hann hafi unnið orustuna og Bartek minn er í sjöunda himni. En það var kynlegt, að Wojtek var sá eini sem ekki var verulega ánægður með kappann. Um kvöldið, þegar þeir sátu báðir við varðeldinn og Barteks göfuga ásjóna var jafn- greinilega úttroðin af pylsu og pylsan sjálf af baunum, þá tók Wojtek til máls og var daufur í dálkinn: — Mikill skelfingar aulabárður ert þú annars, Bertek! — U —þvíþáþá? —sagði Bartek með fullan gúlinn. — Var það vit að segja sjálfum hershöfð- ingjanum þetta, sem þú sagðir um Frakka? — Já, en þetta sagðir þú mjer. — Þú hefðir þó átt að íhuga það, að hershöfðinginn og fyrirliðarnir eru sjálfir Þjóð- verjar. — Hvað kemur það því máli við? Wojtek vissi ekki vel hvernig hann átti að koma orðum að því . . . . — Jú, sko til, því þó þeir sjeu Þjóðverj- ar, þá er óþarfi samt að vera að segja það svona upp í opið geðið á þeim . . . — Það voru Frakkar sem jeg sagði að væiu Þjóðverjar, en ekki þeir. — Já, en úr því að............ Leingra komst Wojtek ekki. Hann ætl- aði auðsjáanlega að segja eitthvað anriað, út- lista fyrir Bartek að hann ætti ekki að tala illa um Þjóðverja svo Þjóðverjar heyrðu, eða því um líkt. En það stóð í honum. V. Nokkru síðar flutti hinn konunglegi prússneski póstur eftirfylgjandi brjef til Pog- nembin: „Jesús Kristur og hans heilaga móðir sjeu lofuð! Elskulega Magda mín! Hvernig líður nú heima h'já þjer? Þú átt aðra æfina í þinni hlýu sæng, en jeg, sem verð að berj- ast í þessu voðastríði. Hjá afarstórum kast- ala, er hjet Metz, var háð grimmileg orusta, og jeg barði svo rækilega á Frökkum, að bæði fótgaungu- og stórskota liðið undraðist stórum. Og sjálfur hershöfðinginn undraðist og sagði, að jeg hefði unnið orustuna og gaf mjer kross fyrir. Bæði yfir- og undir-foringjar bera nú mikla virðingu fyrir mjer og það kemur varla fyrir að mjer sje gefið utan und- ir framar. Svo hjeldurn við áfram og svo stóð önnur orusta, en nú er jeg búinn að gleyma hvað bærinn hjet, og þar barði jeg líka á Frökkum og hertók fjórða fánann og einurn fjarska fínum brynriddaraofursta lyfti jeg úr söðlinum og gerði hann að fánga mínum. En er hersveitir vorar verða heiin sendar, hefir undirforinginn sagt, að jeg skyldi skrifa „reklamasjón“ og verða kyr í hernum, því að v:su er lítill tími til að sofa í stríði, en aptur er hægt að fá nógan mat, og vín er til allstaðar í þessu landi. Því fólkið er efnað. í hvert skifti sem við höfum brent hjer þorp, höfum við aldrei hlíft hvorki konum nje börnum, og jeg ekki heldur. Kirkjur höfum við Hka brennt, því fólkið er kaþólskt. Við það tækifæri stikna ekki svo fáir. Nú höldum við beint á móti keisaranum sjálfum og þá verður lokið við stríðið. En gefðu nú gætur að húsinu og Franek, því ef þú passar ekki upp á, skal jeg slá gat á magann á þjer svo þú sjáir að jeg er karl í krapinu. Svo fel jeg þig guði. Bartek Slowik“. Bartek var auðsjáanlega farinn að kunna vel við sig i stríðinu og skoða það eins og hverja aðra iðn. Hann var búirm að fá ó- bilandi traust á sjálfum sjer og gekk til or- ustu eins og vanalegrar vinnu heima í Pog- nembin. Efrir hverja orustu ringdi heiðurs- peningum og krossum niður á brjóst hans, og þó hann yrði ekki undirforingi, þá var hann samt að allra áliti fyrir hinum öðrum óbrotnu liðsmönnum. Hann var alltaf hlýðinn, eins og fyr, og hugrekkið óbifanlegt eins og hjá þeim mönnum sem aldrei taka neitt tillit til hættunnar. Þetta hugrekki vai ekki komið af hræðslu, eins og í fyrstunni, heldur var það sprottið af sjálfstrausti hermannsins og eins og komið upp í vana. Hann var líka svo hrausturað einginn áreynsla fjekká hann, hvorki gaungur nje hrakningar. Þó fjelagarn- ir hnigi örmagna við hlið hans, sá aldrei á honum. Hann hertist og breyttist smám- saman í reglulegan prússneskan hermann, sem altaf varð grimmari með æfingunni. Hon- um var ekki orðið nóg að berja á Frökkum; nú hataði hann þá líka. Aðrar skoðanir hans breyttust líka. Hann varð hrifinn af hinum rjetta hermannsanda og hafði blinda aðdáun á öllum yfirboðurum. í næsta brjefi skrifaði hann Mögdu: „Wojtek var kubbaður i sundur í rniðju, en sjáðu til, þetta er einmittþað sem menn kalla stríð. Svo var hann nú líka hálfgerður þorp- ari, því hann sagði að Frakkar væru Þjóð- verjar, þar sem þeir eru þó Frakkar, en við aftur á móti Þjóðverjar." Magda gaf honum á baukinn eins og hún gat og svaraði báðum brjefunum: „Elskulegi Bartek minn! Þú sem ert gefinn saman við mig fyrir hinu heilaga alt- ari! Guð láti þjer hefnast fyrir! Þú ert heiðinn hundur sjálfur, þegar þú hjálpar þess- um óþjóðalýð til- að myrða kaþólska menn. Skilur þú það ekki, að þessi skríll er lúters- trúar, og þú, kaþólskur maðurinn, hjálpar þeim. Þú villt hafa stríð, flakkarinn þinn, til þess að þurfa ekki annað en fljúgnst á og drekka og beita ójöfnuði við aðra. Þú getur kveykt- í kirkjum en þarft ekki að fasta framar. Þú ættir að steikjast í Helvíti, þegar þú þar of-

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.