Ísland - 30.01.1897, Blaðsíða 1
ISLAND.
I. ár, 1. ársíj.
Reykjavík, 30. janúar 1897.
Lax og selur
5. tölublað.
Úr öllum laxyelðiám, öllum fjörðum
og ríkum, sem þær falla í, ætti
að útrýma selnum.
Hinn 24. okt,. næstl. hefur sýslumaðnr-
inn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu mæist
til þess, að jeg ljeti í ljósi álit mitt um
það „hvar líkindi sjeu að laxveiði vaxi
eða komi upp hjer í sýslu, ef sel væri
eytt“. — Af því jeg álít, að slík málefni
komi þjóðfjelaginu við, ræð jeg af, að biðja
yður, herra ritstjóri, að ijá svari mínu
rúm í blaði yðar, sem kynni að verða til
þess, að fleiri skrifi um málið og með því
er von um betri upplýsingar á því um
land allt.
Til þess að svar mitt beri með sjer nokkr-
ar af ástæðum þeim, er ráða ætlun minni
um gagn eða aukning laxveiðar við sel-
eyðingu verð jeg að fara nokkrum orðum
um það efni.
Á því svæði, sem er milli Akraness og
Áiptaness eða Lambastaðatunga í sýslum
þessum, er landslagi við sjó þannig varið,
að næst Akranesi að norðanverðu er fjðrð-
ur sá, sem „Ósar“ er nefndur, og mun
hann full vika sjávar á breidd og að því
skapi eins langur inn í landið um fjöru
sjávar. En upp af þessum „Ósum“ eru
leirur miklar bæði langar og breiðar um
fjöru, og eptir þeim fellur djúpur áll, allt
upp að því, sem riðið er, innst á leirum
þessum um fjöru, út á Akranes. í þenna
ál kom 3 ár í eitt, Urriðaá, Laxá og Leirá.
í miðánni einni (Laxá) er nú laxveiði og
þó mjög í rýrnun.
Á leirum þessum, bæði sunnan og norð-
an við fyrnefndan ál eða útrennsli, ligg-
ur mikið af látursel (eða landsel) um fjöru
sjóar, en fer á kreik með aðföllum og upp
um allar leirur, þegar sjór fellur í þær.
Það er víst, að á þessum stað getur ekki
verið æti fyrir sel annað en koli, og hann
ekki utan á sumrum til þess í september;
getur þó ekki verið svo mikill, að fleiri
hundruð selir hefðu af honum nóg viður-
væri. Er því auðskílið, að það er einmitt
lax og silungur, sem selurinn hefur á þess-
um stað sjer til fæðis, og það eingöngu
seinni part sumars og á haustin.
Það er kunnugt, að selurinn þarf mörg
pund fiskjar um sólarhringinn til þess að
vera vel haldinn, og jeg veit, að hjer í
Hvítá leifir ekki einn selur, sje hann í
næði, af 10—15 pundum af laxi. Má því
geta sjer til, að sá fjöldi, sem nú er kom-
inn á þenna stað, þnrfi mjög mörg pund
af laxi og silungi til þess að halda full-
um kröptum.
Yið sker þau, sem innst liggja með svo
nefndum Vogum (bæir) á Akranesi, er
talsvert af sel, og er jeg ekkert í efa um,
að sá selur fer á stundum (um flóð) ian á
fyrnefndan stað sjer til bráða, því stuttur
vegur er fyrir selinn þar á milli. Á opt-
nefndum leirum innan þess staðar, þar sem
állinn kemur í sjó fram, er á tveim stöð-
um lítið eitt stunduð selveiðí (kópaveiði),
að sunnanverðu á Bekánstöðum að norðan-
verðu á Bakka, en á báðum þessum stöð-
um mun arðurinn lítill.
Því er það sannfæring mín, að hjer
mundi stór ábati í vændum framvegis, ef
allur selur á þessu svæði væri eyðilagður,
eða rekinn á burtu, sem jeg tel auðveld-
ara, því arður af honum má segja að sje
enginn, en skaði mikill.
Nes það, er bærinn Melar standa á,
skilur „Ósana“ frá Borgarfirði, og er því
yst að sunnanverðu við hann. Á þessum
stað er borið við að veiða kópasel, en arð-
urinn mun lítill eða enginn vera; þaðan
og alla leið inn að fjarðarbotni er hvergi
reynd selveiði nú um raörg undanfarin ár.
Hvað Hvítá snertir, er selur ekki í
henni að staðaldri nú á seinni tímum upp
að Langholtsvaði, heldur kemur hann upp
í hana utan úr firði með aðföllum og gjör-
ir þá ætíð þann skaða, sem allir þekkja
hjer við Hvítá, að hann jetur laxinn úr
netunum og rífur þau; og mun torvelt að
varna honum þess, einkum þegar bára er
á ánni og ekki verður sjeð til hans. En
með útfallinu fer hann aptur út í fjörð
þangað sem friðland hans er.
Eptir hverju er nú þessi selur að sækj-
ast upp í Hvítá, þar sem hann þekkir, að
hann er ekki látinn í friði, ef hans verð-
ur vart? Það er laxinn. Selurinn eltir
laxinn, en á ervitt með að ná honum, þar
sem rúm er meira, sækir því að honum
þar sem hægast er að ná í hann. En af
því selurinn venst skotiuu hjer í Hvítá,
er hann afar var um sig og mjög torvelt
að skjóta hann hjer neðst í ánni, vegna
þess hve breið hún er. Aptur á móti hefst
nokkuð af sel við fyrir ofan Langholtsvað,
upp hjá Flókadals- og Reykholtsdalsám.
Þar er hann látinn í friði, utan þegar ein-
stakir menn aðkomandi fara þangað stöku
sinnum og máski ekki í neinu lagaleyfi.
Það munu nú vera á hverju sumri 20
—30 selir, sem halda sig frá Langholts-
vaði upp að Kláffossi; lifa þeir eingöngu
á laxi og silungi, og þó miklu mest á laxi,
af því silungur gengur ekki í Hvítá fyrri
en seinni part sumars. Tökum nú hina
lægri tölu, nefnilega 20, og gerum að þessi
tala sje ekki uppi í Hvítá nema 4 mán-
uði, og setjum svo, að hver selur hafi
ekki meira til fæðis sjer en 5 pund af
laxi á sólarhring, sem þó er hið allra
minnsta. Látum þessa 4 mánuði hafa 30
daga hvern og alla 120 daga eða sólar-
hringa. Verður þá fæði 20 selaí 120 sólar-
hringa 12,000 pund af Iaxi. Setjum svo,
að pundið kosti einungis 30 aura. Hefur
þá selurinn eytt í fæði að peningaverði
3,600 krónum. Og þessum 3,600 kr. hef-
ur selurinn eytt frá mönnum, sem búa við
Hvítá beggja megin frá Langholtsvaði upp
að Kláfiossi, og er jeg ekkert í efa um
það, að þeir gætu náð í slíkt, ef þeir legðu
stund á að reka selinn burt og veiða lax-
inn. En á þessum stað er áin mjó og
þess vegna auðveldara að koma selnum
þaðan.
Vestan megin Borgarfjarðar er engin
selveiði stunduð alla leið ofan frá Hvítá
og út fyrir Borgarnes. En nokkru utar
við fjörðinn, á Rauðanesi, er eitthvað átt
við selveiði, sem þó ekki mun hagur í, ef
tíminn sem til þess fer, væri tekinn með
í reikninginn og eru þar friðlýstar sela-
lagnir, að því er mjer er sagt. Þessar
selalagnir eða látur, eru þar nærri, sem
Langá í Mýrasýslu kemur í sjó fram. Er
því selurinn um hvert fióð uppi í Langá
neðan til, en um fjörur liggur hann á eyri
við árminnið, sem þá er mjótt, og getur
hver maður sjeð, að slíkt er afarskaðlegt
fyrir laxveiðendur í Langá, því enginn efi
er á því, að margur Iaxinn lendir í maga
selsins bæði við árminnið og á leiðinni
upp eptir ánni. Nú í 2—3 undanfarandi
sumur hafa menn fengist eitthvað lítið
eitt við laxveiði frá Rauðanesi, og er við
það feingin full reynsla fyrir því, að lax-
veiði gæti orðið þar að notum, og þegar
fram líða stundir til margfaldra hagsmuna
við hina óverulegu kópaveiði, sem er þar
á Rauðanesi.
Yst í Borgarfirði að vestan, á Lamba-
stöðum, Álftanesi og einnig á Straumfirði
er nú sagt, að nýlega sje búið að friðlýsa
sel, en ekki er mjer vitanlegt, að þar sje
veiddur einn einasti selkópur. Þaðan og
allt aðYogi og Ökrum er mjor ekkikunn-
ugt um, að selur sje Iýstur í frið. En á
Vogi og Ökrum er að sögn arðsöm sel-
veiði, og þó einkum við eyjar þær, er
Hvalseyjar eru nefndar (útselur) og liggja
þar fyrir landi og ekki allnærri. Af því
jeg er ekki vel kunnugur ám vestast í
Mýrasýslu nje veiði í þeim, get jeg ekki
gert mjer Ijósa grein fyrir laxgöngu í þær,
eða hlutföllum þeim, sem þar kynnu að
verða við eyðingu selsins, til aukningar
laxveiðum. En nú sem stendur mun þar
eins mikill arður að selveiði og laxveiði.
Að svo komnu verð jeg að álíta óráð, að
eyðileggja sel á þeim stöðum, þar sem arð-
ur að honum er mikill, en aptur á móti
ekki full vissa fyrir, að laxveiði ykist að
mun.
En hjer gæti komið margt til greina,
sem of langt yrði upp að telja. Skoðun
mín er í stuttu máli þessi1:
1. í öllum ám, þar sem laxveiði er, ætti
selur að vera ófriðhelgar.
2. í öllum þeim fjörðum og víkum, sem
laxveiða-ár falla í, og þar sem selur
gefur lítinn arð, ætti hann einnig ófrið-
helgur að vera.
Hvítárvöllum, á gamlársdag 1896.
A. Fjeldsteð.
Dálítill kapítuli
úr syndaregistri landsskipsins.
Jeg get ekki leitt hjá mjer að birta al-
menuingi eptirfylgjandi skýrslu viðvíkjandi
nóvemberferð „Vesta“ til Breiðafjarðar.
*) 1. Lax veiddur í Hvitá og ám, sem í hana
renna, næstl. sumar...................... 2665 st.
í Langá................................... 526 —
í Laxá (í Leirárhreppi)................... 296 —
2. Selur veiddur (kópar) á 5 stöðum 50—52
stykki. Sjer þá hver maður, að slik selveiði ekki
borgar kostnað, sje tími reiknaður, auk heldur
meira.
„Vesta“ kom til Þingeyrar fimmtudag-
inn þ. 10. des. kl. 4 e. m. -Jeg var einn
af þeim ólánsmönnum, sem treyst höfðu
upp á þetta svo kallaða landsskip. Var
för minni heitið til Flateyjar, og þar sem
herra ;Wendel var búinn að fá skýlaust
skrif um að „Vesta“ á suðurleið kæmi við
á Þingeyri, þó ekki væri sá staður aug-
Iýstur opiuberlega, þá tók jeg mig til með
föggur mínar, fór þangað og beið þar
„Vesta“ í 11 daga. — Loks kom þetta
makalausa skip, og hugði jeg þá allar
þrautir unnar. — Jú, það var því líkt. —
Jeg hafði komið dóti mínu um borð — og
fer í mesta sakleysi að minuast eitthvað
við skipstjóra á þessa fyrirhuguðu og fyr-
ir laungn auglýstu ferð „Vesta“ til Flat-
eyjar. En, mjer til miklllar undrunar,
gefur hann mjer þá fyllilega í skyn, að
sjer detti ekki í hug að fara inn á Breiða-
fjörð. — Ef sú „Fragt“, sem hann hefði
átt von á í Stykkishólmi hefði ekki verið
gengin úr greipum sjer, þá hefði hann að
líkindum farið þangað, með því móti þó,
að einsýnt veður hefði verið þegar hann
væri ferðbúinn af Patreksfirði, en til Flat-
eyjar dytti sjer ekki í hug að fara undir
neinum kringumstæðum. Jeg tók þessa
umsögn skipstjóra að eins sem ertni og
Ijet fyrirbarast um borð sem ekkert væri,—
Seinna um daginn datt mjer samt i hug
til vondra vara að vekja máls á ný á
fyrra umtali við skipstjóra — en seinni
ferðin varð ekki árangursmeiri en sú fyrri —
Jeg tók mig þá tii og flutti föggurmínar
aptur í land, þar á meðal hvaltunna, sem
jeg svo varð að skilja eptir í greinarleysi
og sem mjer vitanlega verður ónýt, eins
og jeg einnig get búist við um fleíra af
! farangri mínum. Af því jeg nauðsynlega
þurfti aðkomast suður, afrjeð jeg að taka
sjálfum mjer far með „Vesta“, einlægt í
þeirri von, að skipstjóra ómögulega gæti
verið alvara með að fara fram hjá tveim
höfnum, er auglýstar höfðu verið sem við-
komustaðir an tillits til þess, hvernig veð-
ur væri. Á hinn bóginn var jeg í vesta
tilfelli betur settur á Patreksfirði eða
Bíldudal, ef jeg skyldi þurfa að fara land-
veg. Á Bíldudal komum við föstudaginn
þ. 11. des. kl. 4 e. m. — Afrjeð jeg þá í
þriðja sinn að leita á náðir Svíans. —
Hann segir þá: „Það er ekki jafnhægt
að fara inn á Breiðafjörð um þetta leyti
árs til þess að ljúka erindi sínu, eins og
það er vandalaust að tala ura það. — Sje
hann vestlægur, ieggur svo mikla haföidu
inn fjörðinn, að ekkert verður gjört á þeim
stöðum, er mjer er ætlað að fara á, en
yfirgnæfandi voði að varpa akkerum af
því haldbotn er hinn versti1', — Jeg sagði
honum, að fyrst og fremst væri eingin
vissa fyrir, að hann endilega yrði vest-
lægur, og þó svo yrði, væri alls engin
hætta á ferðum, því að austanverðu við
Flatey væri gott afdrep og öruggt lægi í
vestanátt, og bauðst jeg sem gagnkunn-
ugur að vísa honurn leið inn. — Aptur á
móti hafði jeg hugsað mjer, ef svo óhappa-
lega hefði viljað til, að veður hefði verið
svo dimmt við komu okkar inn á Breiða-