Ísland - 30.01.1897, Blaðsíða 4
20
ÍSLAND.
Samsaunginn mikla, sem margir hafa leingi hlakk-
að til, á. nú að halda í kvöld og aptur á sunnu-
dagskvöldið í handiðnamannahúsinu. Saungnum
stýra Björn kaupmaður Kristjánsson, Jónas Helga-
son og Steingrímur Johnsen.
Hvað skyldi lögreglan í Eeykjavík leingi láta
það viðgangast að kvelja Laugahestinn. Það má
sem sje telja hvert bein í konum, svo er hann hor-
aður, og þessi aumingja klár er þó brúkaður til að
keyra í Laugarnar daglega. Hver stendur fyrir
Laugakeyrslunum ? — Jeg vildi jeg sæi ekkiþenn-
an Laugahest leingur avona útlítandi á götum
bæjarins. — Það er alls engin bæjarprýði að slíku.
Dýravinur.
í gærkvöld hjelt útgerðarmannafjelagið Tryggva
öunnarssyni veislu á Hótel ísland.
Á þriðjndagskvöldið var hjelt bæjarstjórnin Guðm.
Þórðarsyni á Hól veislu í Yinaminni. Þar voru,
auk hennar, 5 eldri bæjarfulltrúar. Guðm. hafði
nú, þegar hann fðr úr bæjarstjórninni, átt þar sæti
í 30 ár.
Hinn 22. þ. m. hjelt rektor Björn M. Ólsen fróð-
legan fyrirlestur í Stúdentafjelaginu Um Sturlungu.
Br nú Bðkmenntafjelagsdeildin í Höfn að prenta
ritgerð eftir hann um sama efni og á hún að koma
út í Safni til sögu íslands næsta ár.
í 52.—53. tölubl. „Ðagskrár", dags 28. jan., út-
bornu um bæinn í dag, hefur ritstj. svarað „íslandi“.
Hann er skikkanlegur og ekki nærri því eins stðr-
orður og dríldinn og hann hefur áður verið, þegar
hann hefur stungið niður penna um sjálfstjórnar-
jiálið. Hann vill vera í friði með skoðanir sínar
og getur hann feingið það „íslands11 vegna, ef hann
ber þær skikkanlega og undirhyggjulaust fram.
Og þar sem ekkert er í grein hans nú, sem knýr
til svara, þá held jeg maður láti hana hlaupa fram
hjá sjer. — Bn síðar mun „ísland“ nánara ræða
aðskilnaðinn við Danmörk og er vonandi að hin
blöðin, bæði „Dagskrá" og „Þjóððlfur“ hafi nú lært
að ræða það mál ekki framar sem persóuulegt mál
eða atvinnumál.
Stdlikseyri, skip frá Flatey á Breiðafirði kom hjer
í fyrri viku og með því Björn kaupmaður Sigurðs-
son með vörur sem áttu að fara í „Vestu“ síðast,
en nú eru fluttar hingað til að ná „Laura“.
Kaupstaðanöfn á íslandi.
í Noregi hafa kaupstaðanöfnin ýmislega
breytst frá því, er í fornöld var. Sum
hafa afbakast, t. d. Bergen fyrir Björgyn
eða Björgvín; önnur hafa nú annað nafn
en þá; t. d. Kristjanía, er hjet Osló, en
nú eru Norðmenn að taka það nafn upp
aptur. — í þriðja lagi er það, að nafn
heils hjeraðs er haft um kaupstaðinn, sem
í hjeraðinu liggur, svo sem nú er kallað-
aður „Throndhjem" eða Þrándheimur, er
áður hjet Niðaróss. — Slík nöfn eru mjög
villandi og ættu ekki að eiga sjer stað,
þegar önnur betri nöfn eru til.
Samskonar nafnabreytingar eru og til
hjer á landi, einkum á Vestfjörðum. —
Þessi nafnskifti eru í því fólgin, að nafn
ails fjarðarins er haft um kaupstaðinn, þó
aðhann hafi hingað til haft sjerstakt nafn,—
og eru það danskir sjðarar, er komið hafa
á þessum nýju nöfnum.
Helstu nafnskiftin eru þessi: öeirseyri
og Vatneyri eru kallaðar Patreksfjörður,
af því að þær eruvið Patreksfjörð; Bíldu-
dalur er kallaður Arnarfjörður; Þingeyri
Dýrafjörður; Flateyri kalla þeir Önundar-
fjörð; Skutulfjarðareyri er kölluð ísafjörð-
ur, en þó að það nafn sje alveg rangt, þá
hefur það þó náð þeirri festu í málinu, að
því verður naumast útrýmt. — Akureyri
og Oddeyri kalla þeir Eyjafjörð, en það
hefir aldrei náð festu í landinu.
Þessar nafnbreytingar hafa ekkert rjett-
mæti við að styðjast og ætti alis ekki að
sjást i íslenskum ritum. Nú eru útlendu
nöfnin höfð á póstskipa-áætlunum og jafn-
vel „Vestu“-stjórana hefur skort smekk
eða vit — og kannske hvorttveggja — til
þess að hafa íslensku nöfnin.
Annað atriði má mínnast á, viðvíkjandi
kaupstaðanöfnunum: Þau eru sum orðin
óbeygjanleg, eða með öðrum orðum: hafa
tapað þágufalls- og eignarfallsendingunni.—
Blönduós og öll þau nöfn, er enda á -ós
eru óbeygjanleg, en auðvitað eru margir
menn enn, sem halda endingunum í ræðu
og riti. Þágufall á að vera -ósi og eign-
arfall -óss. Sauðárkrókur á að vera Sauð-
árkróki í þágufalli, og ætti ekki að þurfa
að segja frá því. Það er ekki annað en
smekkleysi fyrir málinu, er veldur þessu
niðurfalli endinganna, en þó er þetta haft
svona á prenti stundum, þó að ritað sje
á íslensku að yfirvarpi (sjá t. d. ferða-
áætlun „Bremnæs“ 1896).
Ef málið tapar endingunum, þá glatast
um leíð fegurðin og einkennin, en viðþví
verður að sporna og láta slíkt alls ekki
komast að.
Er vonandi, að „stjórarnir" verði búnir
að læra að beygja orðin ós og krókur þeg-
ar næstu áætlanir birtast.
Glúmur.
Fiskisamþykktin.
(Skrítla).
Það var kominn pálmasunnudagur og vænta
mátti, að þorskurinn yrði kominn inn á fjörðinn
eptir svo sem tvo mánuði. Það veitti því sannar-
lega ekki af því, að fara að gera einhverjar ráð-
stafanir til þess að hepta fiskiveiðarnar, svo að
þorskurinn yrði ekki alveg upprættur.
Prömuðurinn í þorpinu kvaddi því tilalmenns fund-
ar þennan dag.
Þegar fundarboðið barst um þorpið, fðru menn
að stinga saman nefjum um samþykktina. — Bafn
gamli var staddur hjá Haraldi, og þðtti honum
það einkum varúðarvert, ef banna skyldi að bera
niður slðg og hausa á fiskimiðunum. Sagði hann,
að fyrir einum 10—20 árum hefði Einar gamli í
Gröf verið fenginn til þeas að flytja slðg og hausa
fram á miðin daglega fyrir Þorpsbúa og hefði þá
ekki brugðist fiskur á þeim miðum. “Þú segir
þettu, þegar á fundinn kemur, Bafn“, segir Har-
aldur, því að hann var öndverður öllum fiskisam-
þykktum. — Bafn gamli lýtur áfram, hrækir og
segir svo: „Já, jeg var nú að hugsa um það; jeg
hef gaman af að vita, hvað þeir segja þá“.
Nú komu saman allir helstu fiskimenn á fundar-
staðnum. Þar kom og hreppstjðrinn og var hann
auðvitað á sama máli og frömuðurinn — eins og
vant var. Þótti þeim mikil nauðsyn bera til þess,
að koma hjer á samþykkt um fiskiveiðar. — Pröm-
uðurinn stýrði sjálfur fundinum og spunnust þegar
miklar umræður. Þðtti mörgum það ótilhlýðilegt
að bannað væri að veiða þorskinn á hverjum tíma
sðlarhringsins, sem hver vildi helst, um hásumar-
tímann. — Hreppstjðriun hafði orð fyrir hinum og
sagði, að þorskurinn færi óðar burtu aptur, ef ein-
att væri lína í sjð, — það væri mesta skaðræði.—
Bn ekki mátti á milli sjá, hverjir betur mundu
hafa.
Svo er farið að tala um „niðurburðinn". Tala
nú sumir mjög mðti því, að slægt sje eða afhöfð-
að á miðunum, en Haraldur talar með því og eyð-
ir ástæðum þeirra, vitnar til gamla Bafns og bið-
uf hann að segja skoðun sína. Bafn stendur þá
upp og talar á þessa leið: „Jeg ætla að skýra
frá því, sem mjer er kunnugt um aíleiðingar þær,
sem orðið hafa, þegar slægt hefur verið fram á
miðum, — því að raunin er ólýgnust. — Hjer fyrri
var Einar í Gröf fenginn til þess að flytja slóg og
hausa fram á miðin fyrir okkur þorpsbúa" ... —
Frömuðurinn hvessir þá augun á Bafn, brýnir rödd-
ina og segir: „Og hvernig fór það svo, Bafn?“ —
Bafn var höfðingjahollur maður, — þagði hann um
stund og segir svo, en heldur seint: „Nú, auðvit-
að svo, að enginn uggi fjekkst á því miði um
langan tíma á eptir“. — „Nú heyrið þið hvað Bafn
segir“, sagði frömuðurinn, „hann talar hæði af
reynslu og þekkingu og veit hvað hann syngur,
karl sá“. Andstæðingarnir skoruðu nú á Harald,
að halda uppi máli þeirra, en hann sagði, að þeg-
ar þeir reyndust svona, er hann hefði borið best
traust til, þá vildi hann ekki vera forvígismaður
þeirra, „en standið þið ykkur, þegar gengið verður
til atkvæða“, sagði hann. Og enginn varð til þess
að andæfa tölum þeirra Sighvats fundarstjðra og
Bafns.
Því næst var farið að ganga til atkvæða og var
mikil alvörusvipur á frðmuðinum Sighvati. Kallaði
hann einn og einn fram, leit á hann með hinu
stranga augnaráði og sagði: „Hvoru megin ert
þú?“ — og margir voru þeir, er þá greiddu at-
kvæði með samþykktinni, þó þeir væri mjög á mðti
henni. —- Sigurður óðalsbðndi í Gröf vildi ekki
vera inni þegar röðin kæmi til sin og gekk út.
Kallaði hann Hettujón með sjer, gengur mcð honum
afsíðis og segir: „Eins og þú sjerð, þá er nú í illt
efni komið, en jeg get auðvitað ekki gengið í ber-
högg við Sighvat, með því að vera mðti samþykkt-
inni; greið þú nú atkvæði þitt móti, og eru hjer
nú 50 aurar, ef þú vilt gera það“. Jón tók fegíns-
hendi við aurunum, gekk inn og nam staðar rjett
innan við dyrnar. ^Var þá kallað til hans. —
„Mðti“, svaraði hann og sneri út aptur þegar. —
Þá kallaði frömuðurinn á Sigurð i Gröf. „Hann
er farinn", sögðu menn. — „Eru þeir þá allir
svona“, sagði Haraldur, er hann heyrði að Sigurð-
ur var farinn. Svo var kallað til hans; Síghvatur
leit á hann þykkjulega, en hann horfði djarflega i
mðti og sagði: „Jeg greiði atkvæði mitt mótí“. —
„Það gerir ekkert, Haraldur minn“, sagði Sighvat-
ur, „við höfum unnið samt“.
Já, hann hafði unnið greinilega, því að 20 at-
kvæði voru með, en 5 móti. — Bafn gamli var
hafður i hávegum hjá þeim æðri, fyrir frammistöð-
una — og á næsta sýslufundi var samþykktin orð-
in að lögum.
Glúmur.
Hitt og þetta.
— Allir lesendur íslenzkra blaða muna eftir
slysinu, sem varð við krýningarhátíð Bússakeisara
í Moskva í fyrra vor. Samskonar slys hafa eigi
orðið nema tvisvar áður í kristnum sið, svo menn
viti. Þegar Alexander keisari annar, afi keisarans
sem nú er, var krýndur, kom líkt slys fyrir, en
annars vita menn lítið um það, hvernig því var
háttað eða hve margir fórust, því að slysinu var
haldið leyndu, þótt ðtrúlegt megi virðast, að það
skyldi taka. Eins og kunnugt er, var Alexander
keisari myrtur laungu BÍðar. Hitt slysið kom
fyrir í París 20. dag maímánaðar 1770, einmitt
sama mánaðardaginn og slysið varð í Moskva í
fyrra. Þá kvæntist hertoginn af Berry, er þá var
krónprins Prakka og síðar varð konungur þeirra,
og nefndist þá Loðvik XVI., Maríu Antoinettu frá
Austurríki. Voru við það tækifæri gerðir stðr-
kostlegir fiugeldai í höfuðborginni. Meðan fögn-
uðurinn stóð sem hæst, kviknaði í einum af pöll-
um þeim, sem flugeldarnir voru gerðir frá. Laust
felmtri miklu yfir múginn, er þar var í kring, og
í ofboðinu og flýtinum til að komast á brott trðð-
ust menn undir hundruðum saman eða ruddust út
í Signu fljótið og drukknuðu þar. Var svo talið,
að þar hefðu týnst nálægt þúsund manna. Sló ó-
hug miklum á alla er þetta frjettist og töldu það
fyrirboða stórtíðinda. Eins og menn vita, varð
stjórnarbyltingin mikla á dögum Loðvíks XVI., og
ljetu þau bæði lífið í henni, hann og drottning
hans. Þótti þá mörgum sýnt, að slysið mikla á
brúðkaupsdegi þeirra hefði verið fyrirboði þeirra
illu afdrifa, sem lágu fyrir brúðhjðnunum.
— Sjera Vilhjálmur Beok, einn af höfuðpaurum
„innri missiónarinnar" dönsku, hefur nýlega Iátið
það sjást eftir sig á prenti, að sá, sem sje lífið og
sálin í guðfræðiskennslunni við Kaupmannahafnar-
háskðla á þessum síðustu og verstu tímum, sje í
raun rjettri djöfullinn sjálfur. „Bak við þessa
„theologi“ (guðfræði), sem þar er kennd“, segir
hann, „dylst „dæmonologi" (djöflafræði). Það er
hann, óvinurinn, sem getur brugðið sjer í ljóseng-
ilslíki, sem hjer ieikur sínar gömlu listir og um-
hverfir guðfræðinni“.
— Stærsti kross í heimi segja frððir menn að
muni vera i Golden Gate Park í San Prancisco í
Kaliforníu. Var hann reistur í minningu þess, að
þar var fyrsta guðsþjónustugerð framin, er haldin
hefur verið í þeirri hálfu nýja heimsins. Krossinn
stendur á stalli tveggja metra háum og 5 metra
á hlið, en sjálfur krossinn er 17V2 meter á hæð.
Armarnir eru yfir 1900 vættir hvor.
— Mælt er að tðbaksreykur drepi kðleru-bakte-
ríur. Menn hafa tekið eftir því, að þeir, sem vinna
í tóbaksverksmiðjum fá ekki kóleru, þðtt hún gangi,
og tilraunir, er gerðar hafa verið með kóleru-bak-
teríuna, til þess að vita hve lengi hún þyldi tó-
baksreyk, segja menn að sýnt hafi, að hún geti
ekki lifað i honum lengur en hálftíma.
Litla, snotra húsið í Þinghoitsstr.
16, er til sölu nú þegar og verður laust
til íbúðar 14. maí næstkomandi. Grott
verð. Gíóðir borgunarskilmálar. Menn
hafi samið um kaupin fyrir miðjan næsta
mánuð.
Hálf jörðin HAUGSHÚSIN á Álfta-
nesi fæst til ábúðar frá næstu fardögum
með góðum leigumála.
Halldór Þórðarson.
Hafnfirðingar eru hjer eptir beðnir að
taka „ísland“ í búð Þorsteins kaupmanns
Egilssonar.
Á Skólavörðustíg 11 fást:
nýir rokkar vel vandaðir.
Leturgröftur vandaður
á Skólavörðustíg 11.
Verzl.húsið P. W. Rumohr,
Behnstrasse nr. 16, ALTONA,
býður alls konar vörur í STÓRKAUPUM,
svo sem kornvörur, kryddvörur, vefn-
aðarvörur, þýskar og enskar, járnvör-
ur, þýskar og enskar, glervörur, stein-
olía, salt, enskt og þýskt, trjávið, kol,
steinolíuvjelar, gufuvjelar og fleira.
Svo selur þetta verslunarhús allar íslensk-
ar vörur, þar á meðal hesta.
Allar pantanir sendast undirskrifuðum,
sem hefir aðalumboð á íslandi fyrir þetta
verslunarhús.
Þýskar þungavörur koma hingað beint
frá Hamborg.
Reykjavík, 20. des. 1896.
Björn Kristjánsson.
Reykvíkingar og þeir nærsveitamenn,
sem ekki panta „ísland“ á póststöðvunum,
geta pantað það:
í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar,
í verslunarbúð Björns Kristjánssonar,
hjá kaupmanni Kr. Ó. Þorgrímssyni,
hjá hr. Júlíus Jörgensen, Hótel ísland,
hjá Sigurði barnakennara Sigurðssyni í
Mýrarhúsum og
hjá útgefanda blaðsins, Þingholtsstræti 7.
Á öllum þessum stöðum verður tekið 4
móti áskriftum og borgun fyrir blaðið.
Þeir sem vilja gerast áskrifendur „ís-
lands“ og búa í Kaupmannahöfn, Vestur-
heimi eða annarstaðar handan hafs, skulu
panta blaðið hjá útgefanda.
Saltfisk.ur
(ísa, smáfiskur og skata)
fæst enn keyptur við verslun
Eyþórs Felixsonar,
Austurstræti 1.
saltað, fæst í verslun
Eyþórs Felixsonar,
Austurstræti 1.
Smáar blikkdósir
kaupi jeg móti peningum útí hönd.
Rafn Sigurðsson.