Ísland


Ísland - 20.02.1897, Side 1

Ísland - 20.02.1897, Side 1
ISLAND. I. ár, 1. árslj. Reykjavík, 20. febrúar 1897. 8. töiublað. Ippblástur — Ræktun. Pað var einu sinni rætt og ritað ail- mikið um það, að ísland væri að blása upp, sumir mæltu með því, aðrir móti, eins og gengur. Það væri þess vert, að taka þetta mál upp aptur og athuga, hvort það er með öllu tilhæfulaust. Hvað er meint með, að landið blási upp? Svarið hlýtur að vera, að gróðnr iandsins eyðist og eptir standi að lokum berir mel- ar og nakin holt, og skal nú lítið eitt drepið á, hvernig þessu er varið heima. Því verður ekki neitað, að mörg eru holt- in heima og margur melurinn og stundum eru holtin nálega alveg gróðurlaus og mel- arnir líka, en stundum finnst þar einnig meira eða minna ríkulegur gróður. Á þess- um svæðum finnst aðallega þaðgróðrarlag, er nefna má skriðugróður eða melagróður og einkenni þess gróðrarlags er, að gróður- ínn er gísinn, plönturnar standa á víð og dreif hingað og þangað og milli þeirra sjest ber melurinn eða skriðan, það eru því ekki plönturnar eða gróðurinn, sem einkennir þessi svæði, heldur hinn grýtti jarðvegur. Þegar nánar er liugað að þessu gróðrarlagi, getur manni ekki dulist, að gróðurinn er misjafnlega blómlegur á ýms- um stöðum; sumstaðar sjest að eins ber og kaldur melurinn, en annarsstaðar er gróðurinn þegar orðinn svo blómlegur, að vart sjer í hinn grýtta jarðveg milli strá- anna, það er, gróðurinn er orðinn svo þjettur, að hann hylur melinn næstum því eða alveg. Og milli þess, að melurinn er ber eða nálega hulinn gróðri má finna alla mögulega milliliði. Það er því auðsætt, að melarnir og skriðurnar eru að gróa upp. Þó það taki langan tíma, þá kemur þó gróðurinn á endanum á öllum þeim stöð- nm, þar sem gróður annars getur þrifist. En hvaða staðir eru það, er gróður getur ekki þrifist á og hvers vegna getur hann ekki þrifist (hjer er að eins átt viðsvæði, er skriðugróður finnst á)? Sumpart eru það svæði, er liggja áveðra og eigi eru hulin snjó á vetrin; á þessum svæðum finnst aðeins gisinn kirkingsgróður. Þessi gróður á við svo hörð kjör að búa, að vel geta liðið fleiri tugir ára, jafnvel aldir, án þess að sýníleg framför verði. Á mörgum af þessum stöðum hagar svo til, að hjálpa má gróðrinum t. a. m. með því, að skýla honum í vetrarnæðingunum á einn eða annan hátt. — Jafnvel á stöðum, er liggja í hlje, sjerstaklega í fjallahlíðum, má og finna ákaflega gróðralítil svæðí, en hjer er það sem hindrar framför gróðursins í mörg- um tilfellum hið stöðuga skriðufall á vor- in, er grefur plönturnar jafnótt og þær koma upp, einnig hafa leysingarlækirnir ákaflega vond áhrif á framfarir gróðurs- ins í hlíðum, sjerstaklega á íslandi, þar som mennirnir ekki gjöra neitt til að veinda gróður landsins; áhrif þeirra eru í því fólgin, að þeir grafa djúpar hvylftir og gil í hlíðar og ryðja þannig burt gróðr- ínum á vissum svæðum og grafa gróður- inn annarsstaðar með leðjunni og aurnum, er þeir bera fram. í útlöndum hafa menn hemil á þessum lækjum og láta þá ekki sópa gróðrinum burt fyrir angunum á sjer, þeir hlaða nefnilega stíílugarða til að draga úr straumaflinu og láta lækina renna þar sem hagar best til. Þar sem hagar svonatil, geingur gróðr- inum ákaflega erfitt að blómgast, og þess er ekki að vænta, að blómlegur gróður þrífist þar, meðan svona hagar til. — En þó að þessir staðir eigi ákaflega laugt í land með að gróa upp, þá flnnast á íslandi ákaflega stór svæði, þar sem lífsskiiyrðin eru betri og tramfarirnar eru sýnilegar; jeg hirði ekki hjer að orðlengja það, því hver maður með opin augu getur sjeð það, ef hann athugar skriður og mela og holt, en þess verða menn að gæta, að eigi er nóg að skoða einn einasta mel, nei, það verður að skoða fleiri tugi, hafa sem flest- ar athuganir, bera þær síðan saman hverja við aðra og álykta svo. Þetta gróðrarlag, er jeg nefni skriðu- gróður, er hið lang-útbreiddasta gróðrar- lag á íslandi, Grænlandi, Spitsbergen og yfir höfuð að tala í köldu löndunnm, og það sem því veldur, eru aðallega næðing- arnir á vetrin og vorin. Yornæðingar og vetrarstormar eru hinir verstu fjendur gróðursins, frostið er nálega þýðingarlaust í samanburði við stormana fyrir hinar inn- lendu plöntur. Reynslan sýnir einnig, að þar sem snjór liggur á vetrin að staðaldri, er blómlegastur gróður á sumrin. Yfir höfuð aðtalaerþað regla, að gróður köldu landanna er blómlegastur þar sem hlje er. Nú hef jeg með nokkrum orðum talað um þetta lang-útbreiddasta gróðrarlag á íslandi, skriðugróðuriun, og getið þess, að honum væri að fara fram, einnig hef jeg getið þess, að þó hann eyðist sumstaðar, en standi í stað á öðrum stöðum, þá eru þó afarstór svæði, sem án alls efa eru að gróa upp. — Jeg þykist nú vita, að menn segi sem svo, að þeir þokki líka stórar spildur, er sjeu að blása upp. Það þekki Jeg líka, en því víkur að nokkru leyti öðru vísi við en þeirri eyðingu, er jeg þeg- ar hefi talað um. Já, því miður finnast á íslandi stór svæði, sem bókstaflega eru að blása upp, þess má sjá glögg merki á Fljótsdalshjeraði (sjá Studier over Öst-Is- lands Vegetatiou af Helgi Jónsson, í Bot. Tidskrift 20. Bind. Kbli. 1895). Hvernig stendur á þessum uppblæstri munu menn spyrja, og hvað það svæði snertir, er jeg hef rannsakað á Austurlandi, þá er upp- blásturinn bundinn við skógana eða öllu heidur við eyðingu skógauna. En til þess að menn skilji þetta, verð jeg í fáum orð- um að taka fram nokkur af þeim áhrifum, er skógurinn hefur á jarðveginn og gróð- urinn í skógnum. Áhrif skógarins á jarð- veginn eru aðalega þau, að ræturnar binda jarðveginn, og í öðru lagi þau, að jarð- vegurinn í skógnum er ávallt rakari en hann er eptir að skóguriun er horflnn, og orsökin til þess er aðallega sú, að af því regnvatni, er fellur í skógarjarðveginn, gufar minna upp en í skóglausum jarð- vegi, af því skógurinn skýlir, sömuleiðis er loftið í skóginum rakameira en fyrir utan hann, þess vegna er á sumrin sval- ara í skóguum en fyrir ntan liann. Áhrif skógarins á gróðurinn eru sumpart falin í því, er þegar er nefnt, sumpart í því, að skógurinn skýlir gróðurnum fyrir storm- um. í fám orðum má segja, að skógurinn býður gróðurnum betri kjör en finnast fyrir utan skóginn, því hann skýlir og hefnr þau áhrif, að gróðurinn fær meira vatn, en vatn (mátulega mikið auðvitað) og skjól er tvennt, sem er afar-nauðsyn- legt fyrir jurtagróður. Nú vona jeg, að menn skilji hvernig á því stendur, að gróðurinA hefur við betri kjör að búa í skógarjarðvegi en i litlum jarðvegi skóg- lausum. (Jeg skal geta þess, að hjer á jeg einungis við skóga eins og þeir eru á íslandi, en ekki við stórskóga, þar sem dimmt er á skógarbotninum, og hann þess vegna ber og gróðurlaus af Ijósleysi). Þegar skógurinn eyðist, þá breytast lífs- skilyrði þess gróðurs, er í skóginum er, því hann fær minna vatn og missir skjólið, plönturnar visna smátt og smátt og gróður- lausar skellur koma fram hingað og þang- að og þannig koma fram leirflög — því Ieir er nálega alstaðar undir —; leiriun þornar smátt og smátt, og vindurinn þeyt- ir honum burt og grefur hann dýpra og dýpra niður þangað til komið er niður í melinn. Vindurinn gretur einnig leirlögin undan þeim gróðri, er eptir stendur, og aigeng sjón er það á íslandi, að stórar rótarfiækjur slúta fram yfir leirbakkana, sem vindurinn er að grafa. Víða sjást einnig smáhólmar eða eyjar á auðum svæð- um; þessir hólmar eru leifar af hinum gamla jarðvegi. Þeir eru venjulega miklu stærri að ofan en neðan, standa á eins konar fótstöpli af leir, því vindurinn gref- ur stöðugt og eyðir þessum hólmum, en miklu fljótara geingur &ð eyða leirnum neðst en ofan til, þar sem hann er bund inn af rótafljettum jurtanna. — Að lokum eyðist fótstykkið svo, að það getur ekki borið hólmann og hann fellur þá um koll, og eyðingarverkið er fulikomnað. Þannig eyðist opt á nokkrum árum álna þykkur jarðvegur, og þar sem áður stóð fagur skógur, er að eins eptir kaldur, líflaus mel- ur, og það líða ef til vill fleiri aldir þang- að til hann grær upp aptur. Afleiðingarn- ar af skógareyðslunni eru í fáum orðum þessar: Gróðurinn í skógnum deyr af því hann missir skjólið og jarðvegurinn verð- ur of þur, en af þvi gróðurinn eyðist, verða leiríögin ber, og af því að leirlögin verða ber þorna þau og vindurinn feykir þeim burt. Þessar, afleiðingar eru svo skýrar og dæmin svo glögg og átakanleg, að eigi þarf &ð fjölyrða um það. Mörg skógarjörðin, er áður var mikils virði, er nú orðin lítils virði. — Menn geta sjeð af þessu, hve þarfir forfeðurnir hafa verið niðjum sínum. Til þess að hreppa lítil- fjörlegan stundarhagnað, hafa þeir unnið eptirkomendunum það tjón, er aldrei, eða að minnsta kosti seint verður bætt. Þess skal einnig getið, að þegar skóg- I ur sá, er vex í hljebrekkum eða lægðum, eyðist, þá eyðist eigi ávallt jarðvegurinn á eptir; lægðirnar verða rakiendar (oft mýri), en brekkurnar halda sjer iítt breytt- ar, þó eyðast þær opt og þar koma fyrst djúpir grafningar, en að loknm verður brekkan flag eða skriða. — Það sem aðallega hefur eyðilagt skóg- ana er skógarhöggið og hrísrifið, það er svo á fslandi jafnt sem í öðrum löndum.___ Aðferð sú, er var höfð á íslandi, og er höfð enn þann dag í dag, við skógarhögg, er ákaflega skaðleg og ætti helst að vera harðlega bönnuð með lögum. Það er sú aðferð, að höggva stór rjóður í skógana. Það er einmitt i þessum rjóðrum, að upp- blásturinn byrjar og það eitt getur verið nóg til að eyða heilan skóg, þótt ekki sje höggvið frekar. — Það á aldrei að höggva skóg á annan hátt en þann að fella elstu trjen á víð og dreif inuan um skóginn, þannig, að hvergi myndist rjóður. Ef þann ig er höggvið, endist skógurinn ómunatíð. Að skógurinn er lágvaxinn og kræklótt- ur orsakast af liinum þurru vetrarnæðing- um, er kirkja yngstu (efstu) greinarnar, þar sem ekki er hlje, eða snjórinu ekki skýlir skógnum. — Sauðbeit á vetrum má einn- ig nefna í þessu sambandi. Þannig er þessum uppblæstri varið, að hann á rót sína að rekja til mannanna. íbúar íslands hafa annars frá því fyrsta ekki gjört annað en að eyða gróður lands- ins, að sönnu hafa þeir leðjað túnaskæki- ana sína, en litla rækt lagt við þau að öðru leyti. Á síðustu áratugum er þetta farið að skáua sem betur fer, menn eru farnir að hugsa meira um túnin, farnir að þurka mýrarnar, hafa vatnsveitingar um hönd og græða sandana (á Suðurlandi); en þetta er allt í bernsku enn þá og fálm eitt, og mun jeg áður langt um líðurskrifa um það ofurlitla hugvekju. Það, sem byrjað hefur verið á, ber vott um góðan vilja, og þegar menn fá aukna þekkiugu í þessum efnum efast jeg ekki um, að mikill árangur fáist. En þó að menn sjeu nú farnir að hugsa um að rækta laudið, þá eru enn þá eptir eigi allfáir skógarböðlar, er þyrftu að bæta ráð sitt. Þessar litlu skógarleyfar, er eftir eru, ætti að varðveita best, svo þær gætu náð sjer aptur. Forfeður vorir tóku við landinu skógi vöxuu milli fjalls og fjöru og í 1000 ár hafa þeir stöðugt verið að eyðileggja gróð- ur þess og skógana sjerstaklega. Þeir af- henda okkur landið nálega skógarlaust. Það er því erfitt starf, er þessi kynslóð, er nú lifir, verður að vinna, nefnilega að rækta landið. Vjer getum ekki álitið oss það sæmandi, að vera sú eina menntaða þjóð heimsins, er ekkert hugsar um að rækta landið sitt. Að búa í skóglausu landi er ekki efnilegt; að búa í landi, sem ekki er ræktað, gefur ekki góðar framtið- arvonír. Allur þorri landsmanna lifir af landbúskap, og ef þeir ekki rækta jarðir sínar sem best, eru þeir illa farnir. — Það eru stór svæði á ísland, er rækta má svo, að mikill árangur fáist, og eflaust má rækta landið, svo að ibúat&lan margfald-

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.