Ísland


Ísland - 20.03.1897, Page 1

Ísland - 20.03.1897, Page 1
ISLAND. I. ár, 1. árs^j. Reykjavík, 20. mars 1897. 12. tölublað. SíðMttur. i. Svei og fjandinn! hvaöa hvaöa! hver hefur mokað þennan flór? Margoft eftir mykjuspaða myndarlegra sá jeg klðr. Jón Þorláksson. Síðhöttur rekur höfuðið út úr fjósdyr- unum hans Jóns Veigusonar (Sólskjölds) með rekuua reidda í hendinni. Hann hef- ur heyrt áleingdar, að einhver var að hreita ónotum að „hinum mektuga Sólskjöld“. Það var hann B. sem úti var. Síðhöttur dregur hettuna niður fyrir augun eins og flugumenn gerðu forðum, því hann vill ekki láta sjá í andlit sjer, heldur en þeir. Hann reiðir rekuna til höggs, en hittir eðlilega ekki B. En B. hafði unnið meir til þess að fá á ’ann en það eina, að hafa firrt „hinn mektuga Sólskjöld", B. hafði sem sje líka talað dónalega um eina kúgildiskúna „hins mektuga Sólskjölds“ á ábúðarjörðinni öarð- arsey, sem hann hafði á leigu, en sem hann enn þá ekki var búinn að fá afsals- brjef fyrir. B. hafði sagt, að kýrin æti meira en hún mjólkaði og gerði auk þess usla og átroðning í nágrenninu, væri því sjálfsagt í góðu tómi að gera út af við hana. Af því „hinn mektugi Sólskjöld“ tímdi tæplega að fóðra Síðhött, en að kú- gildiskýrin var lausmjólk, sá Síðhöttur fram á, að borð yrði á askinum sínum, ef kúgildiskúnni væri lógað. Síðhetti var ekki vitsins varnað! II. Síðhöttur fæst við fleira en fjósaverk, hann skrifar líka í blöðin um alveg óskild efni. Þannig skrifar hann langa grein í Fj.konunni um útgerð „Vestu“; er það svar gegn grein minni um hanaí blaðinu „íslandu. Síðhöttur hefur haft hattinn of neðar- lega þegar hann las grein mína. Jeg minnist þar hvergi á Jón Vídalín eða Zöllner, og jeg segi hvergi, að fargæslu- menn „Vestu“ hafl ekkert að starfa, þvert á móti. Jeg sagði, að þeir hefðu ekki annað að starfa en að hafa oll ráð yfir „Vestuu, er það nógur starfl og helst of mikill, þegar litið er á hag landssjóðs. Síðhöttur segir, að hugmyndin um að lcaupa gufuskip hafi fyrst komið fram í „Þjöðviljanum,“, ríður það alls ekkert í bága við það sem jeg sagði, því auðrnað- urinn gat vel „spekúlerað" í hagmynd- inni, þó hún kæmi frá öðrum en honum sjálfum eða aðstoðarmönnum hans. Síðhöttur telur umsögn mína um kosn- ingu fargæslumannanna ósanna. Jeg hafði þá umsögn frá mörgum af þeim þingmönn- um, sem ekki voru við bollaleggingarnar riðnir. Hvernig getur Síðhöttur fullyrt, að auðmanninum hafi „með öllu verið ó- kunnugt um, að hann yrði kosinn daginn áður en kosningin fór fram“ ? Og hvern- ig stóð þá á því, að 8 þingmenn skyldu á einni nóttu skipta skoðun sinni á vali fargæslumannsins, sem kosinn var í neðri deild? Einhver hefur hlotið að sannfæra þá. Og er ekki sennilegt að ætla, að auð- maðurinn sjálfur hafi sannfært þingmenn einmitt í veislunni sömu nótt um það, að rjettast væri að kjósa sig? Var Síðhöttur ekki líka í þeirri veislu? Nei, Síðhöttur minn, það ætti að vera komin næg reynsla fyrir því, að það mis- heppnast. stundum að breiða yfir sannleik- ann þó auðmenn eigi í hlut. III. Næst lofar Síðhöttur því að sanna, að „Vesta“ hafi ekki ollað landssjóði neinu tapi, en það fer alveg út um þúfur, sem vonlegt var, röksemdaleiðslan lendir í haugaskömmum og útúrsaúningum, sem venjulega er gripið til, þegar verið er að verja veikan málstað. Jeg get ekki verið að eltast við þær. Jeg tók það skýrt fram í grein minni að gera mætti samgaungubætur án þess að útgerðin væri rekin fyrir landssjóðs- reikning. Það á því alls ekki við, sem Síðhöttur segir, að „einhverntíma þurfti að stíga slíkt spor í samgaungunum". Það þurfti aldrei að stíga það spor, sem stigið var, þó fullar samgaungubætur hefðu komið. Síðhöttur segir, að þingið hafi áætlað 45 þús. kr. tap á útgerðinni og muni því minnstu þó 16 þús. bætist við! Þó þing- ið hafi veitt 45 þús. kr. til þessarar út- gerðar, þá er alls ekki þar með sagt, að það hafi slegið því föstu, að svo mikið hlyti að verða eða ætti að verða tap, held- ur hefur þingið gert með fjárveitingunni að tapið mundi aldrei yþrstíga 45 þús. kr. Nú hetur það reynst, sem Síðhöttur ber ekki á móti, um 16,OoO kr. meira, og það er því miður ekki sjeð fyrir endann á því enn þá hvað mikið tapið getur orðið. Að kenna stýrisbrotinu á Akureyri um tapið er ástæðulaust, svo framarlega sem farstjórnin hefur leigt þetta gufuskip á sama hátt og venja er til. Það er, að ekki skuli greiða leigu af skipinu‘ ef það tefst vegna bilunar, leingur en 3 solar- hrínga eftir að skipið bilaðist. Nú var það skipið, sem leigt var eina ferð í staðinn fyrir „Vestu“ einmitt ódýrara en „Vesta“, gat því ekkert verulegt tap fyrir lands- sjóð stafað af biluninni. „Vesta" var leigð í 9 mánuði, 1. mars til 1. nóv., fyrir 8,800 kr. um mánuðinn eða alls.................kr. 79,200 00 tapið er talið............— 61,437 93 mismunur kr. 17,760 07 Hefur skipið þá unnið fyrir sjer að eins 2 mánuði af öllum leigutímanum, 9 mánuð- um/f Nú er alls ekki víst, að öll kurl sjeu komin til grafar að því er gjald- hlið- ina sneriir, þar sem þetta er tekið eftir bráðabyrgðarskýrslu farstjórans. Og það er því miður ekki enn þá sjeð fyrir endann á því, livað tapið getur orðið, ef skaðabótakröfur koma til greina, sem líklegt er; tapið getur alveg eins orðið80 þús. krónur. Það er eingin furða, þó Síð- höttur sje skömmóttur og gorgeirsfullur yfir útgerðinni kennar „Vestu“l! Og er það ekki von, að hann vilji halda henni áfram?! Lækkun á farmeyri þarf alls ekki að að standa í neinu sambandi við það, að landssjóður geri út gufuskip. Það mátti alveg eins veita manni eða fjelagi ákveð- inn styrk með þeim skilmáium, að lækka farmeyrirínn um t. d. 10 pCt. frá því sem menn áttu að venjast. Það atriði, að farm- eyririnn var lækkaður, getur því alls eigi skrifast í innleggsdálk „Vestu“ eins og Síðhöttur ætlast til. Síðhöttur segir: „En hvernig væri að bera hjer saman gufuskipa-útgerðir annara ríkja, útgerðir, sem stjórnirnar styrkja". Hjer játar Síðhöttur, að venja annara ríkja sje að styrkja gufuskípsútgerðir. Er það einmitt það sem jeg hef haldið fram, að gert yrði. Hann telur upp Frakkland, Eingland, Spán, Austurríki og Ungverja- land, Þýskaland og Ítalíu, hvað þessi lönd leggi mikinn styrk til gufuskipaferða og segir meðal annars: „Þannig var reikn- iugshallinn hjá hinu þýska gufuskipasam- bandi við Austur-Asíu árið sem leið 627 þús. ríkismörk þrátt fyrir ríkissjóðstillagið". Þetta sýnir enn fremur, að það var ekki landssjóðurinn þar, sem beið hið óvissa tap heldur fjelagið. Jeg hef ekki haldið öðru fram en landið styrkti gufuskips-út- gerð í staðinn fyrir að láta landssjóð sjálf- an gera út gufnskip og herra Siðhöttur hefur nú sannað með mjer, að öll löndin sem hann telur upp fylgi þeirri reglu. Síðhöttur verður að gera grein fyrir, hvort þessi mörga „ríki“, er hann telur upp, hafi styrkt gufuskipafjelögin um 7 hluti af 9 af því, sem leiga skipanna kostaði, og hvað mikið beint eða óbeint gagn komi í aðra hönd; fyr en það er gert, getur hann ekki tekið styrk þeirra til samgangnanna til samanburðar við tapið á „Vestu“. Eins ætti við, að Síð- höttur benti á hvað „ríkið“ ísland(!) væri fjölmeunt í samanburði við hin ríkin, sem hann ber það saman við. Síðhöttur finnur að því, að jeg ekki hafi skrifað ritgjörð mína í „ísafold“, sem stundum hefur flutt ritgjörðir fyrir mig, það kom til af því, að jeg þarf ekki máls- ástæðanna vegna að halda dauðahaldi í neitt sjerstakt blað, og því síður þarf jeg að taka neitt blað á leigu í mörg ár eins og komið er í hámæli að sumir geri. IV. Síðasti kafli greinar Síðhattar er langt frá því að vera svaraverður, þar er ekk- ert annað en útúrsnúningar, sem sýnir best, að Síðhöttur er ekki ríkastur af sam- viskusemi. Eftirtektaverðast er í þessum kafla, það sem Síðhöttur segir um umboð fargæslu- mannanna, og sem grein mín gaf ekkert tilefni til, að þeir geti gefið hvor öðrum umboð, o: að þeir geti gefið hvor öðrum atkvæði sitt, sem fargæslumenn. Hver hefur leyft fargæslumönnunum að gefa hvor öðrum umboð? Ekki þiugið, því ef svo hefði verið, þá hefði verið ástæðulaust að kjósa 2 fargæslumenn. Þingið hlýtur að hafa valið 2 fargæslumenn til þess að hvor um sig hefði sjálfstætt atkvæði um „Vestu“-mál, en annar fargæslumaðurinn, Jón Jakobsson, leyfði sjer samt að gefa hinum fargæslumanninum umboð sitt til þess að vera fargæslumaður fyrir sig og gaf honum þar með atkvæði sitt þvert of- an í tilgang þingsins. Það var hreinlega gert og vel hefur hann skýrt með því það sem jeg hef sagt um þingið í þessu fargæslumanna kosniugarmáli. En ósvífni er það í meira lagi af Síðhetti að verða fyrstur til þess að draga slíkt gjörræði fram fyrir almenning. Loksins segir Síðhöttur: „Hugmynd alþingis um; að landið eigi sjálft gufuskip er alveg rjett“. Útgerð „Vesta“ árið sem leið hefur þá víst sannað það!! Þessi setning hefði verið hreinna fram sett á þennan hátt: Hugmynd auðmannsins um, að landið eigi sjálft að eignast gufuskip er alveg rjett, skal honum vera falið að kaupa skipið, svo hann geti eignast svo sem 50 þús. krónur fyrir það, svo á hann að stjórna því sjálfur svo hann geti samið við sjálf- an sig um farmeyri fyrir sínar vörur og fyrir þau vanskil, sem þingið sýndi hon- um síðast, með því að fela houum að kaupa gufuskipið, er alveg rjett af þinginu að fela honum nú í ár að kaupa svo sem 3 fiskigufuskip í viðbót og að halda þeim einnig úti fyrir landssjóðs reikning! Öll grein Síðhattar ber með sjer, að at- vinna hans standi að einhverju leyti í sambandi við útgerð „Vestu". En ekkert sýnir greinin betur en það, hvað óhlut- vandir menn eru að meðulum, þegar þeir eru að basla við að verja rangt mál og á hve lítilmennilegan hátt þeir geta valið sjer jafnvel hinar lægstu og óhreinustu dyr til þess að smjúga i gegn um. Reykjavík, 17. mars 1897. Björn Kristjánsson. f Ole Peter Finsen póstmeistari andaðist á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn 2. þ. m., 66 ára og 2 mánaða að aldri, úr hjartaslagi, sem afleiðing eða að minnsta kosti að afloknum skurði við steinsótt, er framkvæmdur hafði verið 5 dögum áður. Hann var fæddur hjer í Reykjavík 1. jan- úar 1832 og faðir hans var Ólafur Finsen sýslumaður í Glnllbringusýslu og yfirdóm- ari í landsyfirrjettinum, Hannesson biskups Finnssouar biskups Jónssonar, en móðir Ólafs Finsen og síðari kona Hannesar biskups var Valgerður Jónsdóttir sýslu- manns Jónssonar frá Móeiðarhvoli. Móðir Finsens sál. var María dóttir Ola kaup- manns Möllers hjer í Reykjavík. Systkyni 0. Finsensvoru: Vilhjálmur Finsen asses- sor í hæstarjettinum í Kaupmannahöfn,

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.