Ísland


Ísland - 20.03.1897, Blaðsíða 2

Ísland - 20.03.1897, Blaðsíða 2
46 ISLAN'D. ÍSLAND. Ritstjóri: Porsteinn Gíslason. Skrifstofa: Þingkoltsstræti 7. Prentað í: Fjelagsprentsmiðjunni nlSLAND“ kemur flt kveru laugardag áþegsum ársfjórðungi (janúar—mars), 13 blöð alls. Áskrift bindandi þrjá mánuði. Hver ársfjórðungurborgist fyrirfram um leið og blaðið er pantað og kostar 1 Reykjavík 70 au., átum land 79 au., erlendislkr. Pðstafgreiðslumenn og brjefhirðingamenn taka móti áskriftum og borgun fyrir blaðið og kvitta fyrir. Reykvikingar og þeir sem í nánd við Rvlk búa geta pantað blaðið í bókaverslun Sigfftsar Rymundssonar, í verslunarbúð Björns Kristjánssonar, hjá kaupmanni Kr. Ó. Þorgrímssyni, hjá hr. Júlíus Jörgensen, Hótel Island, hjá útgefanda blaðsins. éj^g§Ej=E' 3=SÍ£- Jón læknir á Lálandi og Falstri, Hannes síðast amtmaður í Ribe og Valgerður síð- ari kona Halldórs prófasts Jónssonar á Hofi. Yar 0. Finsen yngstur þeirra syst- kyna og voru þau öll dáin á undan hon- um. Föður sinn missti hann 4 ára gam- all, og mun hann hafa aiist upp hjá móð- ur sinni, sem dó í hárri elli árið 1886.— í latínuskólann fór hann haustið 1849 og útskrifaðist þaðan 1856. Hugði hann þá fyrst að nema læknisfræði og fór í því skyni til Jóns bróður síns, er þá var hjer- aðslæknir norðanlands, en hvarf frá því námi að ári liðnu og tók að gefa sig við verslun. Mun hann hafa verið eitt ár við verslun Örum & Wullfs á Seyðisfirði, en sneri þá hingað tii Reykjavíkur 1859 og varð þá verslunarstjóri fyrir verslun W. Fischer’s hjer í bænum um nokkur ár, en tókst þar næst á hendur afgreiðslu póst- guíuskipanna, sem hann hafði á hendi til dauðadags. — Á þeim árum stofnaði hann dálitla bóka- og pappírsverslun, er hann hafði á höndum fram undir hin síðustu ár. Með tilskipun 26. febr. 1872, um póst- mál á íslandi, var póstmeistaraembættið stofnað hjer á landi frá 1. apríl 1873. Var Ole Finsen veitt embætti þetta um sumar- ið 1872. — Þjónaði hann embætti þessu svo sem kunnugt er til dauðadags eða einum mánuði skemur en 24 ár. Auk þessa hafði Finsen sál. mörgum öðrum opinberum störfum að gegna. í bæjarstjórn Reykjavíkur var hann nm 6 ár (1869—1874) og í byggingarnefnd bæj- arins um mörg ár, til þess að hann baðst lausnar frá þeim starfa í jauúarmán. síðast- liðnum sökum heilsubrests. Umsjónarmað- ur sjúkrahússins hjer var hann frá því það var stofnað og umboðsmaður bruna- bótafjelags hinna dönsku kaupstaða fram til dánardægurs. Hann var og einn þeirra, er stofnuðu styrktar- og sjúkrasjóð versiun- armanna í Reykjavík fyrir 29 árum. Finsen sál. var tvíkvæntur. Fyrra sian- ið kvæntist hann 13. júní 1863 Hendrikku Andreu dóttur Bierings kaupraanns í Rvík, þess er drukknaði fyrir Svörtuloftum í nóv. 1857, og dó hún 27. mars 1871. Varð þeim 7 barna auðið; 5 þeirra dóu ung en 2 iifa: Ólafur, aukalæknir á Akranesi, og María, kona Ólafs Ámundasonar versl- unarstjóra í Rvík. í síðara sinnið kvænt- ist Finsen sál., 26. júní 1875, Maríu Krist- ínu, dóttur Jónassens yfirdómara. Lifir hún mann sinn og 5 börn þeirra, öli í móðurhúsum: Þórður, verslunarmaður, Karl og Vilhjálmur á lærða skólanum, Sophía og Hendrikka, en 1 barn misstu þau hjón í æsku. Þótt Finsen sál. væri ekki jafnoki að gáfum sumra hinua nafnkunnu föður- frænda sinna, var óhætt að telja hann mjög nýtann mann. Starfsmaður var hann fiestum fremri, aldrei iðjulaus, flestum ár- risulli og það enda þótt hanu hefði vakað langt fram á nóttina áður sökum embættis- anna. Hann var reglusamur og ráðdeildar- samur, ástríkur eiginmaður og faðir og húsbóndi góður. Að eðli var hann tölu- vert bráðlyndur, en að sama skapi sátt- gjarn og óhætt að fullyrða, að allir þeir hafi borið fremur viaarhug til hans, er þekktu hann. Öðrn hverju hefnr verið kvartað yflr því opinberlega, að póststjórnin og póst- málefni yfir höfuð væru ekki í svo góðu standi hjer sem æskilegt væri, og væri rangt að ganga fram hjá því, er rita skal um Finsea látinn. Eingum mun þó hafa dottið í hug, að hann hafi ekki gjört það, sem í hans valdi stóð. — Fjárveitingar- valdið hefur til þessa skammtað svo smátt póstmeistara til launa og skrifstofukostn- aðar, að óumflýjanlegt hefur verið fyrir embættismann með fjölskylduheimili að hafa fleiri störf á hendi. — 0g þótt mis- fellur kunni að finnast á ýmsu í póst- stjórninni, mundu þær hafa orðið fleiri og stærri hefði ekki jafnreglusamur, sam- viskusamur og starfsamur maður haft hana á hendi og hinn látni. — Hann hef- ur gjört póstmál vor að miklu leyti það sem þau eru orðin, störfin hafa margfald- ast ár frá ári og nú mun meiga telja póstmeistaraembættið eitt hið örðugasta embætti hjer í bænum. Vjer getum hiklaust sagt, að það sje autt sæti eftir góðan dreing, sem orðið hafi að Finsen látnum. Kringsjá. Útlendar frjettir. Kaupmanuahöfn, 1. mars 1897. Þótt ekki sje komið leingra en í byrj- un marsmánaðar, þá er þó kominn einhver vorblær hjer á náttúruna og fólkið. Veðr- ið er hlýtt og blítt á degi hverjum og vorfuglarnir eru farnir að láta til sín heyra. Allt bendir til þess, að veturinn sje á förum og að unga fólkið geti nú fyr- ir fullt og allt í þessum vetri lagt skaut- ana á hylluna og í þess stað innan skamms farið að skemmta sjer í skrúðgrænum skóg- inum. Hjer í Danmörku ber um þessar mund- ir fátt til tíðinda, sem í frásögur er fær- andi, enda hafa blöðin nú öðru að sinna en smáviðburðum heima fyrir, þar sem ó- friðurinn á Krít er. Þó má þess geta, að í lok janúarmán. vildi til hörmulegt slys úti við Vesturhafið (í Harboöre); björgun- arbátur, sem ætlaði að koma sjómönnum til hjálpar, fórst þar og drukknuðu allir sem á honum voru (12 manns). Þetta er því átakanlegra, sem ekki er all langt síð- an, að samskonar slys vildi til á sama stað. Danir hafa, með sínum venjulegu og alkunnu brjóstgæðum, hlaupið dreingi- lega undir bagga með ekkjum og börnum hinna drukknuðu sjómanna. Um leið og jeg minnist á Harboöre, þá dettur mjer „innri missionin“ í hug, sem aldrei sjer sig úr færi með að ota framan í alþýðu manna hinum viðbjóðslegu og hryllilegu kenningum sínum um helvítis sjóðbullandi brennisteinsdíki og að brýna fyrir fáfróðum almúga á hverju þeir eiga von, sem ekki í auðmýkt og uudirgefni vilja beygja sig undir allar hennar kenn- íngar. Við jarðarför þessara sjómanna frá Harboöre ljetu þessir heilagleikans postnl- ar til sín heyra, eins og síðast, og Ijetu fyllilega á sjer skilja, að allir þeir, sem ekki væru í tölu hinna heilögu, færu til helvítis, og er það dágóð huggun fyrir eftirlifandi ættingja. Annars er að vakna áhugi hjá Dönum um að stöðva framgang þessara Vítispostula og hinn alkunni skáld- mæringur Sofus Schandorph hefur meðal annars komið fram með þá tillögu, að stofna fjelag til að bæla niður vítiskenn- ingarnar og hefur það feingið góðar undir tektir. Það sem mestum tíðindum þykir sæta nú í Norðurálfunni er ófriður á Krít og viðureign örikkja og Tyrkja og afskifti stórveldanna af því máli. Allir horfa nú stórum augum suður á Balkanskaga og vænta þaðan stórtíðinda. Upptök þessa ófriðar voru þau, að Kríteyingar þóttust eigi leingur mega eira ofsóknum og harð- stjórn yfirboðara sinna I Miklagarði. Meiri hluti eyjarskeggja eru krisnir, en það er alkunnugt, að Tyrkjum er ekki vel við kristna menn, ekki sízt, ef þeir lúta sol- dáni. Kriteyingar gjörðu því uppreisn til að brjóta af sjer okið. Grikkjum hefur leingi leikið hugur á að ná yfirráðum yfir hinni fögru og frjóvsömu eyju, enda virð- ist henni bæði vegna legu sinnar, þjóðern- is, trúar og tungu betur skipað i tölu grískra en tyrkneskra skattlanda. í fyrstu ljeta örikkir sjer þó nægja með að senda trúarbræðrum sínum á Krít vistir og vopn á laun, en þegar ekkert gekk nje rak, og Tyrkinn hjelt áfram sínum hryðjuverkum og stórveldín ljetu sjer framferði hans eingu skipta, þá skarst örikkastjórn, með öeorg konungi í broddi fylkingar, í leik- inn, og sendi herflota til eyjarinnar undir forustu Georgs prins í miðjum febrúar- mán. Nú fór stórveldunum ekki að lítast á blikuna. Það hefur allt af verið eins og komið væri við hjartað í þeim, ef ein- hver hefur leyft sjer að stjaka við „morð- ingjanum í Miklagarði". Þau sendu nú flota til Krítar til að „halda á reglu“. En ekki hefur samkomulagið veríð betra en það var, að þau hafa ekki getað orðið ásátt um hvað gjöra skyldi og hafa því aðgjörðir stórveldanna orðið hlægilega litl- ar. örikkir hafa því óhindraðir getað boðið Tyrkjum byrgin og má nú svo segja, sem öll Krítey lúti boði og banni Grikkja. Á sunnudaginn var gjörðist þó sá sögu- Iegi atburður, að stórveldaflotinn skaut nokkur skot á borgina Kanea; öríski fán- inn var dreginn niður meðan á skothríð- inni stóð, en varla var henni slotað fyr en fáninn blakti aptur yfir borginni — hálfu hærra en áður. Hver leikslokin verða á þessum ófriði er ekki útsjeð enn. Þó má fullyrða, að Kríteyingar losni að mestu leyti eða öllu undan yfirráðum Hundtyrkjans. En komist ekki bráðlega samkomulag á, þá er hætt við, að þetta verði sá neisti, sem kveiki í öllu því tundri, sem hrúgað er upp á Balkanskaga, eða með öðrum orðum, að það Ieiði til al- mennrar uppreistar á örikklandi og Tyrklandi, sundurlimun Tyrkjaveldis og svo rífist stórveldin um molana. — Grikk- ir hafa hlotið almanna lof út um alla Norðurálfu fyrir sína frammistöðu og sjer- staklega ljúka menn miklu lofsorði á hina einbeittu framkomu konungs þeirra, sem hefur átt að togast á við öll stórveldi Norðurálfunnar en setið þó við sinn keip. Vilhjálmur Þýskalandskeisari eFmik- ill Tyrkjavinur og Bismarck gamli segir, að líklegt sje, að stórveldin láti eigi leing- ur þetta örsnauða, lítilfjörlega ræningja- ríki gjöra gis að sjer. Rússar eru and- stæðir Grikkjum og Frakkar hanga eins og þeirra er venja aftan í þeim, en Einglend- ingar vita ekki vel hverjum þeir eiga að veita. En mestu mun það þó skifta, hvar þeir snúa sjer að. — Lítið geingur nje rekur með mál þeirra Cecil Rhodes og Jameaons. Monn mega ekki vera að iiugsa um slíka smámuni, þegar aðrir stærri standa fyrir dyrum. — Járnbrautarmenn á Einglandi hafa nýlcga gjört „Strejke11. Hefur slíkt afarmikil áhrif á allar sam- gaungur, verslun og viðskipti manna, svo að til stór-vandræða horflr, ef eigi komast sættir á inn- an skamms. — Blondin, linudansarinn nafnkunni, er gekk á kaðli yfir Niagara, er nýdáinn í London, 72 ára gamall. — Friðþjófur Nansen er nfi á ferð í Eing andi að halda fyrirlestra um heimskautsferð sína. Hefur honum verið tekið þar með kostum og kynjum og verið margnr sómi sýndur. Norðmenn hafa nýlega stofnað kennarasæti í dýrafræði við háskólann í Kristjaníu handa Nansen. — Óskar Sviakonungur hefur á þessu ári setið 25 ár að ríkjum. Hugsa Svíar sjer að hafa ýms há- tíðabrigði við það tækifæri. Norðmenn hafa tekið öllu dauflegar undir að sýna konungi sínum nokk- ur sjerstök virðingar- eða þakkar-atlot. Þó er nú verið að safna í sjóð í Noregi, sem á að færa kon- nngi og á hann að ákveða til hvers skuli verja fjenu. En taÍBverða eptirtekt hefur það vakið, að ýmsir málsmetandi menn á meðal Norðmanna hafa skorist úr leik með að leggja fje í þennan minn- ingarsjóð Óskars konungs. — Síðustu fregnir vestan að segja, að Banda- ríkin hafi nú gripíð fram í ófriðinn á Cuba og horfi nú jafuvel til ófriðar milíi þeirra og Spán- verja. — Gladestone gamli er æfur út í stórveldin fyr- ir afskífti þeírra af Krítarmálinu og segir, að „með þeim fylli þau mæli sinna svívirðinga". Það var hann’sem gaf Tyrkjasoldáni nafnið „morðinginn í Miklagarði". En Einglendingar hafa laungum hald- ið taum Tyrkjans og svo mun enn reynast. Eru þeir hræddir við, að Rússar verði sjer erfiðari við- fangs, ef þeir ná yfirráðum þar suður. Parft búsgagn. Jeg fjekk mjer skilvinduna (separator) „Butterfly“ næstliðið sumar og hún hefur verið notuð hjer á heimilinu síðan, nú rúm- lega hálfsárstíma. Sýslumaður Björn Bjarn- arson á Sauðafelli hafði í hitt eð fyrra feingið sjer skilviudu „Alfa Colibri" og af því að jeg hafði bæði heyrt vel af henni látið og mjer leist vel á hana, fór jeg að taka það eptir. Það er villandi, þar sem vjel þessi er í blöðunum nefnd strokkvjel; því það er alkunnugt, að strokkurinn hef- ur frá alda öðli verið' hafður til þess að skilja smjörið úrrjómanum frá áunum, en það gerir þessi vjel ekki, heldur skilur hún rjóman frá undanrenningunni. Skil- vindan kemur því ekki í stað strokksins, heldur í stað troganna, bakkanna eða bytt- antaa, sem vant er að hella nýmjólkinni upp í til þess að láta hana setjast þar í tvö til þrjú dægur. Skilvindan sparar manni því ekki að eins þessi áhöld, held- ur einnig húsrúmið undir þau, þar sem þau eru breidd út á bekki, mjólkurskemm- una, sem ávallt er gjarnt á að fúna, af slagningnum úr mjólkurgufunni. Mjer er nærri að halda, að þessi útbúnaður til þess að láta mjólkina setjast á þann hátt, sem nú tíðkast, ef þau eiga að vera í nokkru lagi, verði manni eins kostnaðarsöm eins og skilvindan. Þótt nú svo kunni að vera, hver er þá ágóðinn? má vera að menn spyrji. Það er mikill eldiviðarsparnaður við skilvinduna, því maður verður laus við að hita svo mikið vatn á málum eins

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.