Ísland


Ísland - 03.04.1897, Síða 3

Ísland - 03.04.1897, Síða 3
ISLAND. 55 þú, strákurminn; komdu og hjálpaðu hon- um föður þínum upp!“ Árni hjálpaði hon- um upp og studdi hann inn að bekknum, svo tók Árni fiðluna, bar hana inn og lokaði síðan hurðinni. „Já, horfðu nú á mig, strákur minn; jeg lít ekkert vel út núna; það er ekki framar Níels skraddari. Það segi — jeg þjer, að þú — átt aldrei að drekka brennivín ; það er — djöfullinn, heimurinn og breiskleikinn — —, hann hegnir þeim þverbotna, en auðmjúkum veitir hann náð. Og jæja, jæja! Jeg er langt leiddur!“ Hann sat stundarkorn kyr, svo saung hann grátandi: „Drottinn minn, ljúfi lausnarinn! legðu ekki dóm á breiskleik minn; I>6 sigrað hafl mig syndin geyst, samt er jeg barn þitt endurleyst". „Drottinn minn, jeg er ekki þess verður, að þú gangir inn undir þak mitt; en segðu að eins eitt orð —“. Hann iaut fram, huldi andlitið í höndum sínum og hágrjet. Svona lá hann leingi og hafði upp orð- rjettar greinir úr ritningunni, sem hann hafði lært fyrir meir en 20 árum síðan: „En hún kom, bað hann og sagði: herra, hjálpaðu mjer! — En hann svaraði og sagði: Það er ekki rjett að taka brauðið frá börnunum og kasta því fyrir hundana.— En hún sagði: Þó jeta hundarnir mola þá, sem detta af borðum drottna þeirra“. Hann þagnaði og hægði á grátinum. Margrjet var vöknuð fyrir laungu síð- an, en hafði ekki þorað að líta upp. En Qú, þegar hann tók að gráta eins og iðr- andi syndari, reis hún upp við ölboga og teit upp, Eu óðar en Níels varð þess var, æfti hann til hennar: „Glægist þú nú þarna UPP> — þú ætlar að sjá, hvernig þú hef- ur leikið mig. Já, svona lít jeg út, ein- mitt svona!“ Hann reis upp, en hún grúfði sig undir sængina. „Nei, vertu ekki að fela þig, jeg finn þig samt“, sagði hann, rjetti út hægri hendina, benti með vísifingrinum fram undan sjer og reikaði að rúminu. „Kríl, kríl!“ sagði hann, dró sængina ofan af henni og stakk vísifingr- inum fyrir kverkar henni. »Paðir minn!“ sagði Árni. »Nei, hvað þú ert orðin mögur og skorp- in. Hjer er ekki langt inn. Kríl, kríl!“ Margrjet tók báðum höndum dauðataki um hönd hans og hnipraði sig saman. „Faðir minn!“ sagði Árni. „Þarna kom þá líf í þjg. hvernig hún eingist saman, þessi ófreskja! Kríl, kríl!“ „Faðir minn“, sagðiÁrni; honum sýnd- ist stofan velta á ýmsar hliðar. „Kríl, segi jeg!“ Hún slefti hönd hans °S gaf upp vörnina. „Faðir minn!“ kallaði Árni; hann hljóp °g sótti öxi, sem stóð þar frammi í horninu. „Er það af tómri þrjósku að þú hljóðar ekki? Annars skaltu vara þig á þvi. Jeg hef feingið hræðilega laungun til, — kríi, kríl!“ „Faðir minn!“ hrópaði Arni og þreif til axarinnar, en hikaði við og stóð kyr eins og hann væri negldur niður. Því í sama bili reis faðir hans á fætur, rak upp átak- aulegt hljóð, greip fyrir brjóstið og fjell um koll; „Jesúa Kristur!“ sagði hann og lá grafkyr á gólfinu. Árna var ekki fuil-ljóst hvar hann stóð, eða hver lægi við fætur hans; hann beið eins og hann ætti von á að stofan rofnaði °g sterk bryta britist einhverstaðar inn. Margrjet andvarpaði eins og hún velti af sjer þungu fargi. Loks reis hún upp til hálfs og sá að Niels lá eudilangur á gólf- inu, en Árni stóð við hlið hans með öxi í hönd. „Drottinn minn góður hjálpi þjer, hvað hefur þú gert?“ hrópaði hún, vafði að sjer skirtunni og stökk fram úr rúminu. Þá kom Árni loks orði upp. „Hann datt sjálfkrafa", mælti hann lágt. „Árni, Árni, jeg trúi þjer ekki“, svaraði Margrjet, og það var ásökun í málrómnum; „Jesús minn góður veri með þjer!“ Hún fleygði sjer yfir líkið og bar sig aumkunarlega. Árni áttaði sig, fjell líka á knje: „Svo sannarlega sem jeg vænti mjer náðar hjá Guði, þá datt hann sjálfkrafa". „Þá hef- ur sjálfur drottinn verið hjer“, sagði hún rólega, settist á góifið, studdi olnbogunum á hnjen og horfði í gaupnir sjer. Níels lá óhreifður, stífur, með opin augu og munn. Það leit út eins og hann hefði viljað taka höndunum saman, en ekki get- að það. „Komdu og lyftu undir hann föður þinn, þú, sem ert sterkur, og hjálp- aðu mjer til að leggja hann upp í rúmið“. Þau liftu honum upp í rúmið; hún veitti honum nábjargirnar, rjetti hann í rúminu og krosslagði höndurnar á brjóstinu. Þau stóðu bæði og horfðu á líkið. Allt, sem þau höfðu lifað til þessa tíma, var ekki eíns langt og hafði ekki eins mikið að geyma og þessi eina stund. Þótt óvin- urinn sjálfur hefði verið þar, þá hafði drottinn einnig verið nálægur; það hafði ekki staðið leingi á fundinum. Nú var útgert um allt hið liðna. Það hallaði af miðnætti, og þau ætluðu að vaka yfir líkinu þangað til dagur kæmi. Árni kveikti eld og móðir hans settist við hann. Þar sat hún leingi, og henni kom í hug, hve margan mæðudag hún hefði lifað með Níelsi, og þá þakkaði hún Guði hjartanlega með eldheitri bæn fyrir það, sem hann hafði gert. „En jeg hef líka átt góða daga stundum", sagði hún og grjet, eins og hún sæi eftir að hún hafði þakk- að í bæninni. Og það endaði svo, að hún skellti skuldinni á sjálfa sig, sem hefði breitt á móti Guðs boðum af ást til hans, sem dáinn var, óhlýðnast móður sinni, og því væri sjer nú refsað fyrir syndsamlega ást. Árni settist andspænis henni. Margrjet leit til rúmsins: „Árni, þú mátt muna það, að það er vegna þín, sem jeg verð að líða allt þetta“, og hún grjet og sár- þráði þó ekki væri nema eitt vingjarnlegt orð mót þeim áfellisdómi, er hún kvað upp yfir sjálfri sjer og til viðreisnar von- inni á komandi tíma. Árni skalf og gat eingu svarað. „Þú mátt aldrei yfirgefa mig“, sagði hún með grátstaf í hálsinum. Nú stóð það ljóst fyrir hugskotssjónum hans, hvað hún hefði verið honum í öllum bágindunum og hve undur einmana og yfirgefin hún mundi verða, ef hann að laun- um fyrir trygðina, færi nú burt frá henni. „Aldrei, aldrei!“ sagði hann í hálfum hljóð- um; hann ætlaði til hennar, en þóttist ekki geta verið nógu einlægur til þess. Þau sátu sem áður, bæði grjetu. Hún bað hátt, ýmist fyrir honum, sem dáinn var, ýmist fyrir sjer og dreingnum, bæði grjetu; hún bað aftur og bæði grjetu. Loks sagði hún: „Árni, þú hefursvofal- leg hljóð, farðu nú og syngdu fyrir hann föður þinn“. Og það var eins og hann feingi á sömu stundu hjálp til þessa. Hann stóð á fætur, sótti sálmabókina, kveikti og settist við höfðalagið með bókina í annari hönd, eu ijósið í hinni; svo saung hann með skær- um róm þetta sálmavers eftir Kingo: Yarpaðu drottinn, væg mjer þessu sinni, vendinum blóðga, hciftarreiði þinni, sem að þú lyftir sekum til hegna syndanna vegna. Frá fjallatindum Til fiskimiða. Tiðarfar sögðu síðustu pðstar allgott kring um allt land. Austfirðingar hugsa mjög um að koma spítala- máli sínu áleiðis, en ekki hafa þeir enn komið sjer saman um hvar hann eigi að vera. í sumar ætla þeir að halda tombólu til styrktar þessu fyrirtæki og gangast fyrir því konur á Seyðisfirði. Undanfarandi ár hefur fólk streymt hjeðan af Suðurlandi til Austfjarða tii að leita sjer atvinnu á sumrum. Nú er skrifað að austan, að fundir hafi verið haldnir víða ura Austfirði, í Fáakrúðs- firði, Reyðarfirði og Seyðisfirði tíl að koma á föstum samtökum um ráðningu sunnlenskra sjómanna. Var bvo maður sendur til Vopnfirðinga til að fá þáinn í samtökin. Ætla AuBtfirðingar framvegis að bjóða ákveðið kanp og mega einstakið menn ekki raska því, þnr sem samtökin eru i gildi. Mjófirðingar eru utan við samtökin. Sagt er, að þetta muni verða til að beina sunnlenskum kaupamönnum meir en áður til Hjeraðsins. Tvö þjófnaðarmál eru nú á gangi eystra, annað í Reyðarfirði og hefur þar einn vel metinn búandi verið settur i höft og hefur játað nokkuð á sig, en haldið að fleiri sjeu við þau mál riðnir en enn þá er uppvíst. Hitt málið er i Mjóafirði og var þar gerður innbrotsþjófnaður í búð Konráðs Hjálm- arssonar kaupmanns. Fjölsóttur fundur var i vetur haldinn á Kirkju- bæ i Tungu og þar rædd ýms mál er almenning varða. Dar á meðal var þar rætt um að nauðsyn- legt væri að menn færu almennt að halda nákvæma búreikninga. Guðmundur bóndi frá Hreimstöðum í Hjalta- staðaþinghá varð nýlega úti milli bæja þar í sveit- inni. Maður af Jökuldal varð og úti í vetur á Fellna- heiði. Leikir eru mjög að tíðkast hjer á landi á síðari árum. í öllum hinum stærri kauptúnum er nú leikið á hverjum vetri, og reist eru nú fjögur hús, sem ætluð eru til leikja, 2 í Rvík, 1 á Akur- eyri og 1 á ísafirði. Á Akureyri hafa menn leikið „Varaskeifan" og „Nei“ og leikirnir verið þar vel sóttir. Á Sauðarkróki hefur verið leikið: „Hann drekkur" og „Hinn þriðji". Binnig hefur verið leikið í vetur töluvert á Seyðisfirði og ísafirði. Á Möðruvallaskólanum eru nú 38 nemendur og af þeim 18 nýsveinar. Bu á Hólaskóla eru nú 10 nemendur og 6 af þeim nýsveinar. Samsaung hjeldu konur og kallar á Sauðárkróki nýlega og þótti vel fara, en ágóðinn rann til kvenn- fjelags Skagfirðinga. Húsfrú Sigurlaug Gunnarsdóttir á Ási í Hegra- nesi hjelt nýlega fyrirlestur á Sauðárkróki um uppfóslur barna og rann ágóðinn til kvennfjelags Skagfirðinga. Með almennum samkomum til mannfagnaðar, sem nú fer fjöigandi hjer á landi, má telja „tombólurn- ar“. Akureyringar ætla að halda eina þeirra á sumardaginn fyrsta, aðra á að halda í vor i Víði vík i Skagafirði og hina þriðju á Sauðarkróki. Á sýslufundi Skagfirðinga, 23. febr., var meðal annars rætt um brúargerð á Vesturvötnunum og gert ráð fyrir, að hún muudi kosta 30,000 kr. Lærisveinar Flensborgarskólans hjeldu 31. f. m. veislu í skólanum og buðu til kennurum sínum. Það er í fyrsta sinn, sem þess konar samsæti hef- ur verið haldið þar í skólanum. Til prests er kosinn í Fjallaþingum cand. theol. Páll H. Jónsson frá Grímstöðum á Soltjarnarnesi. Magnús Einarsson dýralæknir er nú á ferð upp um Mýrar og Borgarfjörð til að kenna mönnum þar fjárbaðanir. Þessi mannalát, eru sögð: Sigríður Jónsdóttir í Flðagafli í Árnessýslu, d. 5. febr. — Stefanía Einarsdóttir í Geirakoti í Sandvikurhreppi. — Björg Jónasdóttir í Garðhúsum á Eyrarbakk i, d. 21. jan.— Sigurður Einarsson á Oddahól á Rangárvöllum, d. 25. jan. — Ragnhildur Olafsdóttir á Geldingaá í Borgarfjarðarsýslu, ekkja Jóns Árnasonar dbrm. á Leirá, d. 28. nóv. f. á. — Magnús Benediktsson verslunarm. á Akureyri, d. í f. m. — Friðbjörg Bjarnadóttir á Seyðisfirði. — Jón Jónsson í Húsey í Hróarstungu, faðir Jóns alþingismanns Jónssonar frá Sleðbrjót. — Magnús Magnússon verslunarm. á Vestdalseyri. — Oddur Jónsson á Dagverðareyri. Reykjavík. Skólaröðin í lærða skóla Reykjavíkur við miðsvetrarpróf 1897. CSvigatölurnar við nöfnin t,ákna ölmusustyrkinn i krónum). VI. bekkur. I. Jón Þorláksson (200); 2. Sigurjón Jónsson (200). 3. Halldór Gunnlaugsson, umsjónarmaður vlð bæn- ir (200); 4. Árni Pálsson (150); 5. Sigurbjörn Á. Gislason (200); 6. Eggert Claesen (100); 7. Sigfús Sveinsson; 8. Gísli Skúlason; 9. Ásgeir Torfason, umsjónarmaður úti við (150); 10. Ólafur Briem (100); II. JónProppé; 12. Eiríkur Kjerúlf (100); 13. Ólaf- ur Dan Danielsson, nmsjónarmaður í minna svefn- loftinu (150); 14. Böðvar Bjarnason (25); 15. Elin- borg Jacobsen; 16. Jðhannes Jóhannesson; 17. Bern- hard Laxdal; 18. Einar Gunnarsson, umsjónarmað- ur í bekknum; 19. Guðmundnr Guðmundsson (125), tðk ekki próf sökum veikinda. V. bekkur 1. Magnús JónBaon (100); 2. Halldór Hermanns- son (200); 3. Jón H. Sigurðsson (100); 4. Sigurður Jónsson (160); 6. Bjarni Jónsson (150); 6. Ari Jóns- son (150); 7. Matthías Binarsson; 8. Matthias Þórð- arson, umsjónarmaður i bekknum (125); 9. Einar Jðnasson (50); 10. Þorsteinn Björusson; 11. Sigfús Binarsson; 12. Bjarni Þorláksson (50); 13. Þorvald- ur Pálsson (100); 14. Tómas Skúlason (100); 15. Guð- mundur Tómasson (100); 16. Valdimar Steffensen. IV. bekkur. 1. Guðmundur Benediktsson (200); 2. Henrik Er- lendsson; 3. Sigurður Kristjánsson (150); 4. Guð- mundur Bjarnason (150); 5. Eggert Briem; 6. Krist- ján Thejll; 7. Kristján Linnet (25); 8. Stefán Ste- fáusson (50); 9. Kristinn Björnsson; 10. Sigurður Sigurðsson; 11. Sigurmundur Sigurðsson; 12. Jón Rósenkranz; 13. Jón Brandsson; 14. Guðmundur Grímsson; 15. Karl Finsen; 16. Böðvar Eyjólfsson, umsjónarmaður í bekknum (25); 17. Sigurður Guð- mundsson (50); 18. Karl Torfason (50), tðk ekki próf sakir veikinda. III. bekkur. 1. Rögnvaldur Ólafsson (200); 2. Páll Jónsson (100); 3. Páll Sveinsson (125); 4. Sveinn Björnsson; 5. Jón H. Stefánsson; 6. Asgeir Ásgeirsson (75); 7. Ste- fán Björnsson (200); 8. Lárus Fjeldsteð; Páll Eg- ilsson; 10. Guðmundur Jðhannsson; 11. Guðmund- ur Þorsteinsson; 12. Ólafur Möller; 13. Jón. H. ís- leifsson; 14. Sigurjói. Markússon; 15. Lárus Hall- dórsson, umsjðnarmaður í bekknum; 16. Vernharð- ur Jóhannsson; 17. Ólafur Þorláksson. II. bekkur. I. Jón Jónsson (200); 2. Jón Ófeigsson (50); 3. Jó- hann Sigurjónsson (nýsveinn); 4. Sigurjón Jóns- son (50); 5. Böðvar Jónsson; 6. Skúli Bogason ; 7. Hankur Gíslason (50); 8. Böðvar Kristjánsson; 9. Björn Líndal Jóhannasson, umsjónarmaðurístærra svefuloftinu (50); 10. Benedikt Sveinsson, umsjðnaT- maður í bekknum (100); 11. Magnús Sigurðsson (25); 12. Jakob Möller; 13. Þórður Ögmundsson (25); 14. Gunnlaugur Claesen (nýsveinn); 15. Lárus Thor- arensen; 16. Sigurður Guðmundsson (nýsveinn); 17. Jón Benedikts Jónsson. I. bekkur. 1. Þorsteinn Þorsteinsson; 2. Ólafur Björnsson; 3. Einar Arnórsson (25); 4. Jón Magnússon; 5. Magn- ús Guðmundsson; 6. Jónbjörn Þorbjarnarson; 7. Hall- dðr Georg Stefánsson; 8. Halldór Jðnasson; 9. Bjarni Jónsson; 10. Eiríkur Stefánsson, umsjóaarmaður í bekknnm; 11. Sturla Gnðmundsson; 12. Brynjólfur Björnsson; 13. Björn Stefánsson, 14. Pjetnr Boga- son; 15. Vilhjálmur Finsen; 16. Sigvaldi Stefáns- son ; 17. Björu Þórðarson; 18. Ásgeir Guðjón Gunn- laugsson; 19. Sigurður Sigtryggsson. Nú hefur verið dæmt í undirrjetti i öðru máli Þorvaldar lögregluþjóns við Vald. Ásmundsson rit- sfj. Það er málið sem reis út úr auglýsingunni,

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.