Ísland - 01.05.1897, Blaðsíða 3
ISLAND.
71
lesturinn?“ — „Já, það ætia jeg að gera“ —
„Aumingja Árni! Drottinn hjálpi þjer!“ —
„Jeg held það sje best að við förum heim.“—
„Já, við skulum fara heim“. — „Þú horf-
ir svo mikið í kring um þig“. „Já, fað-
ir þinn hefur legið hjerna í hlöðinni og
grátið“. — „Faðir minn?“ sagði Árni og
fölnaði. — „Níels auminginn! Það var
daginn sem þú varst skírður. —---------M
lítur svo mikið í kring um þig Árni?“
ísland erlendis.
Bruland, dýralæknirinn norski, sem hjer dvaldi
fyrir skömmu til að rannsaka bráðapeBtina, hefur
nú feingið skýrslur frá 125 hreppstjórum. Segir
hann, eftir þeim, að í 109 hreppum hafi farist fir
bráðapest alls 29,841 kind og telur bvo til, að tjðn-
ið nemi 250,000 kr.
Svo er nfi sagt, að Skúli Thoroddsen, sem dval-
ið hefur erlendis um hrið, hafi orðið saupsáttur
við Zöllner, fjelaga-umboðsmann, út af ráðsmennsku
hans fyrir fjelögin, og hafi nú Skúli feingið annan
umboðsmann fyrir kaupfjelag ísfirðinga.
t>að var í vetur sagt í dönskum blöðum, að fje
því, sem sjora J. Prederiksen safnaði saman í
sumar í Frakklandi og Þýskalandi ætti að verja
tii að byggja nýja katólska kirkju hjer í Rvík.
í íslenska kvalveiðafjelaginu, sem stofnað var í
Höfn í vetur, eru þessir menn í stjðrn, auk Ás-
geirs kaupmanns Ásgeirssonar, sem er framkvæmdar-
stjóri fjelagsius: Wessel, generalkonsúll, Vald.
Holm stðrkaupmaður og N. Steine, málafærslumað-
Ur. Þetta hvalveiðafjelag ætlar að hafa aðal-stöðv-
ar sínar á suðurlandi. Áður hefur þeBS verið getið
hjer í blaðinu, að Norðmenn voru í vetur að stofna
hvalveiðafjelag, sem ætlaði að hafa bækistöð sína
á Austfjörðum. Einglendingar töluðu og um í vet-
ur að stofna hvalveiðafjelag og átti það að hafa
aðsetur á Norðurlandi.
Áxel Davidsen stðrkaupmaður, sem meðal annars
fjekkst við að útvega íslenskum kaupmönnum vör-
ur, dó i deB. síðastl. á fimmtugs aldri. Bróðir hans
og fjelagi heldur varsluninni áfram.
Sæmuudur Bjarnhjeðinsson cand. med. hefur í
vetur, eftir að hann tók próf, verið læknir við
Meðalgrunnsvígið fyrir utan Kaupmannahöfn. Nú
er bann á fæðingarstofnuninni og sagt að hann eigi
að verða læknir Skagfirðinga.
Vísindafjelagið í Stokkliólmi hefur veitt H. J.
Ernst, lyfsala á Seyðisfirði heiðurspening þann, sem
kenndur er við Berzelius efnafræðing. Hann er til
bæði úr gulli og siifri. Sá, sem Ernst fjekk, var
úr silfri.
í hinu daiiBka blaði „Politikken" stóðu í vetur
nokkrar greinir uin fœreyska tungw. Fyrsta grein-
in er eftir færeyskan mann og stendur þar meðal
annars, að ísienskar bðkmenntir sjeu aðgeingilegri
fyrir Færeyinga en dönsk fræði og að hver einasti
Færoyingur, sem kanu að losa sitt eigið móðnrmál,
oigi lafhægt með að lesa íslenskar bækur. Margir
Færeyingar eru á þeirri skoðun, að útrýma ætti
sem mest dönsku máli þar af eyjunum.
Hinn 7. jan. dó í Dórshöfn á Færeyjum Oliver
Pjetur Effersö, sonur Jóns stúdents Ouðmnndsson-
ar í Skildinganesi. Jón var einn af sveinum Jór-
undar hundadagakonungs og var þá kallaður „greifi“.
Degar Jörundur var fallinn úr tigninni settist Jón
að á Færeyjum, kvæntist þar færeyskri konu og
átti börn og buru. Hann kallaði sig Effersö og
svo synir hans, en nafnið er dregið af Örfirisey
við Beykjavík, sem nú er venjulega nefnd Effersey.
0. P. Effersö var kennari i gagnfræðisBkóiauum í
Þórshöfn og leingi ritstjóri blaðsins „Dimmalætt-
ing“. Hann var í nokkur ár þingmaður Færeyinga
á ríkisþingi Dana og hafði auk þess á hendi ýms
önnur störf í almenningsþarfir. Hann hafði verið
vinfastur maður og hjálpsaraur og vel metinn af
ölium eyjarskeggjum. (Ó. D.).
Nú eru þrír íslendingar á listaskólanum í Höfn,
Skúli Skúlason frá Akureyri, Einar Jónsson úr
Hreppum eystra og Þórarinn Þorláksson, ættaður
úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Þórarinn fæst við
málverk, en hinir við myndasmíði. Aldrei hafa
svo margir íslendingar verið á listaskólanum í
einu og íáir reyndar frá byrjun. Jeg man ekki
eftir öðrum en Guunlaugi sýslumanni Briom, Sig-
urði Guðmundssyni málara og Guðmundi Pálssyni,
sem kallaður var „bíldur", eftir að hann kom aft-
ur til íslands. (Ó. D.).
Frakkastjórn hefur veitt dr. J. Jónassen land-
lækni riddaranafnbót heiðursfylkingarinnar frönsku.
Pjetur Thorberg, sonur Bergs Thorbergs lands-
höfðiugja andaðist nýlega í Höfn; hann var nem-
andi, rúmlega tvítugur að aldri.
Bók um ísland
kom út í Belgíu í vetur eftir Nicolas Leysbeth, —
þann sem ferðaðist hjer um land sumarið 1896.
Bókin heitir: Voyage en lslande et aux Eœröerne.
Louain 1896. — 156 + IX bls. 8vo. Fylgirupp-
dráttur af íslandi og margar myndir.
Höf. getur þess í formálanum, að land okkar og
þjóð sje venjulegast málað of dökkum litum í ferða-
sögum útlendinga og ætlar nú sjálfur að gefa rjett-
ari mynd af hvorutveggja.
Eitt af því fyrsta, sem virðist hafa vakið eftir-
tekt hans hjer, er íslenski kvennbúningurinn. Kveð-
ur hann þann búuing bæði fallegan og eiga vel við
loftslagið. Hann sýnir og bæði peisubúninginn og
faldbúninginn á myndum.
í Rvík þótti honum fallegt, en segir að húsin
sjeu þar ekki annað en trjekassar og þykir undar-
legt, hve lítið sje byggt úr steini. Hann lýsir
helstu byggingunum, alþingishúsinu, og minnist
um leið á söfnin, — landshöfðingjahúsinu o.fl. og
flytur mynd af Reykjavík og aðra af Austurvelli
sjerstaka, og mynd hefur hánn tekið af Aðalstræti
úr glugganum þar sem hann bjó, á „Hotel Reykja-
vík. Göturnar i Rvik þykir honum ljðtar, þær eru,
segir hann: mannlausar, vagnlausar, iðnaðarlausar
og skarkalalausar, þótt einstaka maður læðist þar
um á Kúskinni. En samt sem áður segir hann, að
bærinn sje einkennilegur og eftirtektarverður.
„Menn taka eftir fólkinu. Hingað og þangað
standa borgarar bæjarins, blíðir á svip en daprir
að yfirbragði, til og frá mæta menn sjómanni og
við og við ljóshærðri stúlku með skúfinn, sem lið-
ast niður um öxlina".
Hann segir, að íslendingar sjeu lausir við glæpi
og óknitti og gáfað fólk, en orðnir sljóvir í bar-
áttunni við illa náttúru og erlenda kúgun. Stærstu
uppgötvanir á þessari öld sjeu enn ókunnar í Rvík;
gufu- og rafmagn þekkist þar að eins af nafni.
Hann segir að íslendingar sjeu jafnaðarmenn og
þekkist þar hvorki ríkidæmi nje fátækt.
Gestrisni íslendinga lofar hann mjög, en þrifn-
aðinura finnst honum allmjög ábótavant. Kossa-
ganginum, þegar fólk heilsastog kveðst, hneyxlast
hann á eins og allir útlendingar.
í kaflanum um bókmenntirnar eru ýmsar villur
og sumar vondar.
Yfirleitt mun þó bókin vera meðal betri ferða-
bóka um ísland. Nákvæmar skýrslur eru þar um
út fluttar og inn fluttar vörur og er höf. þess
mjög hvetjandi, að Belgir byrji að reka verslun
hjer á landi. Höf. er lögfræðingur, en talsvert
kunnugur verslunarmálum.
Bók þessi hefur selst svo vel, að nú er verið að
gefa hana út í annarí útgáfu.
Ditlev Thomsen farstjóri hefur samið og gefið
út bók á dönsku um útflutning fjár og fiskjar frá
íslandi til Frakklands, Belgíu, Hollands og Þýska-
lands. Hennar verður nánar getið í næsta blaði.
Árni Beinteinn Gíslason (Magnússonar skóla-
kennara) cand. philos. andaðist í Kaupm.höfn á
páskadaginn. Hann var útskrjfaður úr Reykja-
víkur skóla 1886, og sigldi samsumars til háskól-
ans; stundaði hann þar fyrst lögfræði, en síðan
saungfræði og var mætavel að sjer í þeirri grein.
Hefur hann búið til rnörg lög, þó fæst þeirra hafi
komið fyrir almennings sjónir. Hann var maður
mæta vel gefinn og vel að sjer Um margt og dreing-
ur góður.
Þann 20. þ.m. ljest í Kaupmannahöfn frú Jó-
fríður Gudmundsen ekkja Jóns kaupmanns Guð-
mundssonar úr Flatey. Hún þótti rausnarkona og
hjálpsöm bágstöddum, þeirra, er hennar leituðu.
Dr. Þorv. Thoroddsen hefur hlotið Oathberk Peck
heiðurslaunin frá konunglega landfræðÍBfjelaginu í
London fyrir jarðfræðisrannsóknir sínar á íslandi.
í enska parlamentinu gjörði einn þingmanna fyr-
ir skömmu þá fyrirspurn til stjórnarinnar, hvort
henni virtist eigi ráð, að gera eitthvað til að vernda
nqrðvesturströnd Skotlands gegn óvina árásum.
Sagði þingmaðurinn, að ekki væri óhugsandi, að
einhver óvinaþjóð gæti lagt undir sig ísland, og
gert þaðan árásir á Skotiand. Á íslandi sagði
hann að væru hafnir góðar fyrir stórskip, sem
aldrei legði allan veturinn. Stjórnin svaraðí þess-
ari fyrirspurn á þann veg, að frá íslandi mundi
þeim eingin hætta búin. — En er þetta ekki ljós
vottur um, að við sjeum heldur að færast í aukana,
þegar jafnvel Einglendingar eru farnir að hafa
beig af okkur!
Frá fjallatindum
Til fiskimiða.
„Yesta“ kom hingað á mánudag 26. þ.m. Hún
hafði fullan farm og farþegar voru með henni 21.
Þar kom Ásgeir Sigurðsson kaupm., Ásgeir Eyþórs-
son kaupm., W. Christensen konsúll, Guðbr. Finn-
bogason konBÚll, D. Thomsen farstjóri, Jón Jóns-
son sagnfræðingur, Haraldur Níelsson cand. theol.,
W. 0. Breiðfjörð kaupm. og fósturdóttir hans, Jón
Þórðarson kaupm., Þorgrímur Johnsen læknir og
frú hans, fröken Laura Ólafsdóttir, Chr. Jónasson
frá Ákureyri, verslunarmaður J. Marx, Einglending-
ar tveir, Guðm. Oddgeirsson verslunarm. frá Eyrar-
bakka, Stefán Jónsson frá Seyðisfirði o. fl
H. Th. Á. Thomsen kaupmaður hefur nú selt
Einglending, Sír Payne, Elliðaárnar ásamt jörðun-
um Ártúni og BúBtöðum fyiir 3000 pd. eða 54,000
kr. Ekki vita menn hvað Einglendingurinn ætlar
sjer með þessa eign að gera.
Hinn 22. f.m. rak frakkneska fiskiskútu á land
í Húsavík eystra. Skipshöfnin, 9 manns bjargað-
ist til lands á bát sínum og þó við illan leik. Einn
af skípverjum bjargaðist á sundi.
Norður-MúlaBýsla og bæjarfógetaembættið á Seyðis-
firði er veitt cand. jur. Jóhannesi Jóhannessyni, sem
verið hefur settur sýslumaður í Húnavatnssýslu.
Þessi mannalát eru sögð : Þórunn Halldórsdótt-
ir í Garðhúsum í Höfnum, dótturdóttir sjera Ög-
mundar skálds Sigurðssonar á Tjörn, d. 7. febr.
Guðrún Ólafsdóttir frá Vatnsenda, fósturdóttir Þor-
láks alþingism. Guðmundssonar í Fífuhvammi.
Þessir klerkar eru nýorðnir prðfastar: Sjera
Valdemar Briem, sjera Jónas Jónasson á Hrafna-
gili og sjera Ólafur Petersen á Svalbarði.
Páll Briem amtmaður Norðlendinga hefur nú sent
út boðsbref að nýju tímariti, sem heita á „Lög-
fræðingur“ og fjalla skal um lögfræði, löggjafarmál
og hagfræði. Það á að koma út í 10 örkum einu.
sinni á ári og byrja í sumar. Þetta rit ætlar hann
að fá póststjórninni til útsendingar á sama hátt
og „Í8land“.
Afli hefur verið lítill bjer við flóann undanfar-
andi og gæftir mjög stopular. Á Ákranesi hefur
samt verið ágætur afli undanfarna daga.
Fyrsta vorblómið. 29/4 fannst fyrsta plantan
blómguð. Þessi planta er steinbrjótstegund ein
(Saxifraga appositifalia), er vex í klettum og holt-
um. Steinbrjótur þessi er grænn og lifandi allan
veturinn, og hefur fullþroska blómknappa á haust-
in. Blómknapparnir opnast svo að segja strax
við fyrstu geisla hinnar hlýju vorsólar. Þessi planta
er hin fyrsta vorplanta, er sjest með blómi, bæði á
íslandi, Grænlandi og öðrum köldum löndum á
norðurhveli jarðarinnar. 1894 fannst þessi stein-
brjótur blómgaður hinn 6. april á Áusturlandi (í
Vallanesi).
Eins og auðvitað er, fer það mjög eftir hlýind-
um vorsins, hve snemma eða seint fyrsta blómið
kemur, þegar vorið er hlýtt kemur það snemma,
þegar vorið er kalt kemur það seinna. Hið sama
má auðvitað einnig segja um vorgróðurinn yfirleitt.
Á miðvikudaginn fór „Vesta“ upp til Akraness,
en þar var þá afli svo mikill, að ekki feingust þar
menn til að afferma skipið og kom það hingað
aftur á fimmtudagsnótt til að sækja viunufólk.
Einnig er nú síðast sagður besti afli fyrir sunn-
an, á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn og þarum kring.
„Laura" koin á fimmtudagskvöld og var nú á
undan áætlun. Með henni komu: Jón Ólafsson,
fyrv. alþm. og ritstjóri, Björn Kristjánsson, frá
Einglandi; kaupmennirnir N. Chr. Gram Þingeyri,
S. A. Snorrason ísafirði, Markús Snæbjörnsson Pat-
reksfirði, A. Riis ísaflrði, S. Sæmundsen Búðum,
Pjetur M. Bjarnarson ísafirði, Jakob Thorarensen
Reykjarfirði; Jón Jónsson læknir, Balt byggingar-
meistari með 2 verkamenn til að byggja vita í
Gróttu, Garðskaga og Reykjavík, fröken Sigriður
Þorláksdóttir (Johnsen) og fröken Inger Frederek-
sen (bakara), Sigurður Sigurðsson o. fl.
Á miðvikudaginn fórst skip af Akranesi. Kl. 10
f.m. þann dag reri Guðmundur Guðmundsson frá
Lambhúsum við þriðja mann og hefur ekkert til
þeirra spurst siðan. Með Guðmundi voru Ólafur
Páisson á Akranesi og Teitur Björnsson frá Leirár-
görðum.
Gufubáturinn „Reykjavik“ er nú á leiðinni hing-
að; hann kom til Færeyja meðan „Laura“ var þar,
ætlaði þaðan upp til Austfjarða, en hingað er hans
von eftir tvo eða þrjá daga.
Viku á eftir „Laura“ á að komá hingað annað
gufuskip, „Georg", sent at Sameinaða gufuskipa-
fjelaginu. Því „Laura" gat ekki tekið allar vörur,
sem pantaður var flutningur á.
Skipalisti.
„Biligent“ (89,70 sml.), skipstj. Marion; „Spe-
ranza“ (117,95), skipstj. Thebaut (bæðifrönsk fiski-
skip); „St. Paul“ (91,02), skipstj. Rabin, hospitals-
skipið; „Edna“ (115,83), skipstj. T. Thorkilssen, til
Th. Torsteinssen, timburskip; „Elinor“ (163,13),
skipstj. I. C. Svane, tii Bryde; „William Boyes“
(75,64), skipstj. Jörgensen, til G. Zoega, keyft í
Eingl. til fiskiveiða; „Louis“ (80,90), skipstj. Mevel;
„Forbin“ (60,83), skipstj. Lesquel; „Isabelia et Ma-
iie“ (75,14), skipstj. Rabin; „St. David“ (48,92),
skipstj. L. Joseph. Fjögur síðastlöldu fr. fiskiskip.
Reykjavík.
Framan af vikunni geingu rigningar og stormar,
en síðari dagana hefur verið þurviðri; alit af frem-
ur kalt.
Á sunnudagskvöldið var leikið í Iðnaðarmanna-
húsinu: „Einfeldningurinn“ og „Hjartsl. Emilíu“.
Leikirnir vel sóttir.
Afgreiðsla póstskipa Sameinaða Gufuskipafjelags-
ins í Rvík hefur feíngið frú Finsen, ekkja Finsens
póstmeistara, en afgreiðsluna annast fyrir hana
Hannes Ó. Magnússon, sem nú er settur póstmeistari.
Jón Olafsson er nú sestur að hjer Reykjavik,
dvelur hjer að minnsta kosti nokkra mánuði fyrst,
en hefur í hyggju að flytja hingað í sumar alfar-
inn að vestan. Hann sækir nú um póstmeistara-
embættið, en um það sækir einnig cand. polyt. Sig-
urður Briem, og hefur hann verið í Khöfn í vetur.
Kona Jóns og börn koma bingað í sumar, ef
hann sest hjer að. Elsti sonur hans, Ólafur, sem
nú er 15 ára gamall, hefur nú góða stöðu við
bókasafn í'Chicago, „Newberry library“, þar sem
Jón var áður bókavörður.
Eins og skýrt er frá annarsstaðar í blaðinu, er
nú dómur fallinn í málinu Þorv. lögregluþjóns og
Valdemars ritstjóra. Sagt er, að Valdimar muni
halda málinu til yfirrjettar.
Hreifivjel ísafoldarprentsmiðju hefur nú leingi
verið öllu góðu fólki, sem um Austurstræti geing-
ur til ama, með því að hún spýr bláum, þefillum
olíureyk yfir götuna. Henni var fyrirgefið þetta
meðan hún var ný, en nú eru menn farnir að
óska eftir að komast óreyktir um götuna.
i „HÓTEL REYKJAVÍK“ eru hvít tóuskinn
keyft hæstu verði. Einar Zoéga.
Fermingar-kort
undur falleg-, margbreytt og tiltölulega ódýr
fást í Þingh.str. 4. Þorv. Þorvarðarson.
Versl. W. FISCHER’S:
Mikið af nauðsynjavörura til þil-
sliipatLtgj öröar
o. s. frv.
Vefnaðarvörur. Járnvörur.
Nýlenduviirur.
Ymsir munir hertugir til brúðargjafa,
fæðingardagsgjafa o. s. frv. eru komnir og
koma með seglskipum fyrstu dagana í
næsta mánuði.
Uns Stúllta af góðu fólki getur
J feingið vist. — Ritstj. vísar á.