Ísland


Ísland - 05.06.1897, Blaðsíða 1

Ísland - 05.06.1897, Blaðsíða 1
iSLAND. I. ár, 2. ársfj. Reykjavík, B. júní 1897. 23. tölublað. Nokkur orð um reknetaveiðar. Nú að undanförnu hafa nokkrir menn ritað greinar í blöðiti til þess að benda á ýmislegt, er gæti orðið til þess að bæta úr hinu bága ástandi, sem nú er við Faxa- flóa meðal þeirra, er stunda fiskiveiðar á opnum bátum. Flestir þessara manna eru þeirrar skoðunar, að aukinn þilskipaútveg- ur, til þorskveiða, við flóann gje besta ráð- ið til að bæta úr neiðinni, og skal jeg ekkert við það atliuga, — Eti þaðerann- að atriði, sem jeg vildi fara nokkrum orð- um um, því mjer virðist það mjög þýð- ingarmikið í sjálfu sjer, og það er síldar- veiðin við Faxaflóa. Eins og kunnugt er, hafa síldarveiðar verið stundaðar við Faxflóa á síðustu 20 árum, en naumast nema í hjáverkum og nærri eingaungu til þess að fá síid til beitu og veiðarfærin hafa verið næsta ófull- komin og veiðiaðferðin sömuleiðis, því menn hafa því nær eingaungu brúkað lag- net. Vörpur til fyrirdráttar hafa menn okki hatt, enda hagar óvíða svo til við flóann, að auðið sje að draga fyrir síld, eða setja hana í lás, vegna botnlagsins og lögunar á ströndinni eða ókyrrðar í sjó, ef hvessir af hafi, nema í Hafnarfirði og ef til vili í sundunum við Reykjavík og vogunum þar inn af, eða í Hvalfirði sum- staðar. Þótt stundum hafi komið mikil sildarhlaup og síldin verið kyrr uppi við landsteina jafnvel vikum saman, eins og t.d. í sumar í Hafnarfirði og Reykjavíkur- höfn, þá hafa ipenn oftast ekki feingið aema sárlítið af þeim mikla afla, er boðist hefur, eða orðið í vandræðum með að hag- nýta sjer aflann, ef hann hefur verið nokk- ur að mun, af því menn hafa ekki getað haft síldina til annars en beitu (þær til- raunir, er gerðar hafa verið til að senda saltaða síld frá Faxaflóa á útlendan mark- að hafa misheppnast). Endirinn hefurþví stundum orðið sá, að menn hafa ekki get- að gert neitt betra við síldina en að kasta henni í hlandforina —- sorglegur vottur þess, hve skammt vjer erum komnir áleið- isíþví aðhagnýta oss afurðir sjávarins.— Á síðustu árum hefur lifnað dálítíð yfir þessum veiðum, af því að menn á Suður- landi hafa sóst meira eftir síldinni til beitu en áður og íshúsið í Reykjavík hefur keyft töluvert af henni. Jafnframt þessu eru menn teknir að salta hana nokkuð til mat- ar, eða hafa hana til skepnufóðurs. Þetta er þó nokkur framför. En þegar þetta er borið saman við það, hvernig menn nota sjer síldina í öðrum löndum (og enda hjer á Austfjörðum og í Eyjafirði), þá sjest best hve fjarska langt vjer stöndum öðrum að baki. í flestum þeim löndum, sem liggja að Norðursjó og Eystrasalti (Skotlandi, Einglandi, Hollandi, Þýskalandi, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Rússlandi) er síld oft aðalfæða flskimanna og í Skot- landi og Hollandi er húu sú sjávarvara, sem mest er flutt út af, og menn telja hana þann fisk, er mestur arður sje af. Hún er etin af æðri sem lægri, af ríkum og fátækum í höllum og hreysum og verk- uð á ýmsan hátt, söltuð og etin hrá úr salti, reykt, steikt, ný eða súrsuð, eða iögð í edik með lauk (,,marineruð“) og hún er sannarlega eingin fantafæða. Hjer er þá um tvennt að ræða: 1. að leggja meira stund á að veiða síld í Faxa- flóa en hingað til, og við hafa sem heppi- legasta veiðiaðferð, 2. að haguýta sjer hana betur en gjört hefur verið. Menn munu ef til vill ætla, að síldar- geingd sje naumast svo mikil, nje gaung- ur hennar í Fax»flóa svo reglulegar, að útlit sje fyrir atðsama veiði. Síldargaung- ur eru hveigi reglulegar, og síldarafli því alstaðar nokkuð stopull, einkum þar sem veitt er í föst Det við land, því síldin er eftir eðli sínu hia mesta flökkukind. Jeg reyndi í sumar er leið að afla mjer upp- lýsinga um síldargaungur í Faxaflóa hjá þeim mönnum, er mest hafa stundað síldar- veiðar þar og eru þeir á einu máli um það, að síld komi nærri árlegi í flóann og oft fleiri en eiu ganga á ári. Fyrsta gangan kemur á vorin, seint í april eða maí og er kölluð vetrar eða vorsíld. Önn- nr gangan í júlí eða ágúst og nefnist sumarsíld eða spiksíld, cg þriðja gangan, eða haustsíldin seint í seftember eða í októ- ber. Sumarsíldir og haustsíldir eru best- ar (feitastar). Tíðast kemur síld inn í flóann sunnanverðan, í Keflavík, Njarð- víkur og voga. Eflaust kemur og stund- um síld inn í flóann, sem ekki geingur á grunn og menn verða ekki varir við. Hin heppilegasta veiðiaðferð yrði að minni hyggju reknetaveiðin, þessi aðferð, sem Skotar og Hollendingar hafa haft um langan aldur við sínar miklu veiðar í kring um strendur sínar og langt úti í hafi, og Danir, Svíar og Þjóðverjar hafa tekið mjög upp á síðarí árum. Jeg ætla ekki að lýsa þessari aðferð hjer, því það yrði 'of langt mál, en skal fúslega gefa þeim, er óska kynnu nákvæmari upplýs- ingar um þær, helst munnlega, og vil svo vísa raönnum á hina ágætu ritgjörð Árna Thorsteinsonar, landfógeta, „Um síld og síldarveiðar“ í Tímar. Bmfjel. IV. bls. 1— 82. Hana ættu þeir að lesa, er áhuga hafa á þessu máli. Hann á heiðurinn skil- ið fyrir að hafa fyrstur leitt athygli manna að reknetaveiðum hjer við land. Jeg ætla að eins að geta þess, að aðferðin er vanda- lítil og aðallega í því falin, að bát eða þilskip er látið reka með netatrossu á eft- ir sjer, þannig, að netin fljóta með fláa- teininn við yfirborð sjávarins. Aðalatriðið er því, að sjá um, að rekhraðinn sje hæfl- Iega mikill, svo netin fari vel i sjónum og að þau geti orðið sem þverust fyrir síldargaungunni og svo eðlilega að afla sjer með reynslunni þekkingu á því, hvern- ig síldin hagar sjer, þar sem hana er að fá. Reknetin hafa þann kost fram yflr lag- net, að með þeim má fara yfir stórt svæði og á þann hátt leita sildina uppi; þeim er lika ekki eins hætt við skemmdum, ef veður spillist og sjór ókyrrist, því menn geta sett út mörg eða fá net eftir veður- útliti og þau eru heldur aldrei yfirgefin. Reknetin eru ekki nein sjerstök net, held- ur má brúka fyrir reknet vanaleg lagnet, þannig útbúin, að þau geti flotið. Það má því brúka sömu netin ýmist sem lagnet eða reknet eftir því sem best á við. — Hins vegar hafa reknet þann ókost, að sildin fælist þau þegar bjartur dagur er og þess vegna eru reknetaveiðar stundað- ar á nóttu, meðan hún er dimm. Þó brúka Hollendingar reknet meðan björt er nótt á þann hátt, að þeir sökkva þeim svo djúft, að dimmt sje á þeim. Hjer yrðn því hinar björtu sumarnætur til hindruu- ar, en þó mætti veiða hjer síðari huta aprílmánaðar og framan af maí og svo síð- ari hluta ágústmánaðar og fram á haust, þegar veður leyfði, eða ef höfð væri að- ferð Hollendinga, ef til vill allt sumarið. Við fullkomna reknetaveiði hafa menn mjög mörg net (jafnvel yfir 100) í trossu. í Danmörku hafa menn 50—70 net, leingd hvers nets (fellds) er 70—135 álnir, dýft in 4—7 aln., verð 11—25 kr., kostnaður við útbúnaðinn 8—12 kr., efnið baðmullar- garn. Skip þau, er þar eru höfð við veið- arnar, eru bátar opnir eða með þiljum, 23 26 feta langir. Skotar hafa skip, er þeir kalla „lugger“, með 50—60 feta laung- nm kjöl stærst og 5—6 mönnum á. Þessi skip kosta um 7,500 kr., þar með talið gufuspil til að draga inn netin með, er kostar 1500 kr. Hver „lugger“ hefur um 50 net, er kosta 18 kr. hvert. Af þessu má sjá, að kostnaður við slika útgerð er allmikill, en jeg ætlast ekki til annars, en að menn byrjuðu hjer með að gera til- raunir með fáum (5—10) netum, og í því skyni gætu nokkrir menn, er síldarnet eiga, tekið sig saman og reynt. Hjer mætti og hafa opna báta, eða minni þilskip tii þess- ara veiða. Mjer vitanlega hafa reknetaveiðar hvergi verið reyndar hjer við land, nema í fyrra sumar á fsaflrði. Jeg hitti af hendingu hjer í Reykjavik inanninn, sem gerði til- raunina; hann heitir Þorgeir Baldvinsson, og á hann mikið þakklæti skilið fyrir hana. Hann hafði vanalegan róðrarbát og nokkur net og aflaði vel (8 tunnur eina nótt, ef jeg man rjett). Þessi tilraun sýn- ir, að þetta má vel gera án frekari kunn- áttu. Eyfirðingar hafa og reynt rekneta- veiðar í smáum stíl á opnum bátum, með fáum netum, til þess að afla síldar til beitu, og geingið misjafnt. Það má við því búast, að fyrstu til- raunir misheppnist, einkum þegar menn vantar þekkÍDgu á því, hvernig síldin hag- ar sjer, sjerstaklega hvar hana er að hitta, og hvar hún þá heldur sig í sjónum, djúft eða nærri yfirborði; það getur farið eftir veðrinu, hvar ætið er, eða hvort hún er að hrygna eða ekki. Það er ekki eingaungu við Faxaflóa, heldur nærri alstaðar umhverfis landið, sem þessar tilraunir mætti gera, og færi svo, að þær gæfu góðan árángur, þá gætu menn stigið næsta skrefið, og byrjað rek- netaveiðar í stærri stíl, en þá þyrftu meun jafnframt að hugsa um að útvega góðan markað fyrir síldina og verka hana scm verslunarvöru á þann hátt, sem best ætti við, svo að hún gæti staðist samkeppui. Það sem mundi aflast við tilraunir í smá- um stíl, yrði naumast meir en það, sem menn gætu notað hjer til beitu og matar. Það væri óskandi, að menn vildu fram- vegis gefa síldinni meiri gaum en að undan- förnu og venja sig betur við að leggja sjer hana til munns. Það er ekki vod, að oss líði vel, meðan vjer látum þessa miklu björg ónotaða og fleira er sjórinu geymir. Síldin ætti stundum að geta fyllt upp í skarðið, þegar þorskafliun bregst. Eu ekki er von, að hún hlaupi sjálfkrafa upp i hendur á mönnum; þeir verða að bera sig eftir henni. Hver vill nú gera tilraunirnar? Það stend- ur til boða öllum er geta. Jeg vil þó sjer- staklega skjóta því til forstöðumanns ís- hússins. Hann þorir og vill byrja á mörgu, er aðrir voga sjer ekki út í. Það gæti orðið íshúsinu í hag, ef til vill, því ekki er víst, að síldin hlaupi ávallt af sjálfs- dáðum upp að Ziemsens bryggju, þegar mest þörf er á heani. Svo eru aðrir dugnaðarmenn við Faxaflóa og víðar, sem treystandi væri til að reyna slíkt. Reykjavík, í maí 1897. Bjarni Sœmundsson. Fjárkláðinn. Nú á síðustu tímum hefur margt og mikið verið skráð og skeggrætt um fjár- kláðaun; sumt hefur verið skynsamlegt og gott, en aftur hefur margt annaðverið sagt að minni hyggju af lítilli speki og hefði að skaðlausu mátt vera ósagt. Reynd- ar er það ætíð gott og gagnlegt, að við umræður um hvaða mál sem er, komi fram ýmsar sundurleitar en þó skynsamlegar skoðanir og ráð, því að við það vinnur málið, en fávíslegir hleypidómar, sem ekk- ert hafa við að styðjast, eru ætíð til ills. Eitt hið skaðlegasta er að styrkja þá viliu- trú hjá almenningi, að kláðamaurarnir geti kviknað af sjálfum sjer, og svo einnig það, að böðin beinlínis framleiði kláða, því að með því er beinlínis lagður dauðadómur á alla viðleitni í þá átt að lækna og útrýma sýkinni. Það yrði þá ekki öllu hægara að vinna á kláðanum að f'ullu, en forynj- um þeim, sem risu ljóslifandi upp í valn- um að morgni, þótt þær væru afhöfðaðar að kvöldi. Það þýðir ekki fyrir mig að rubba upp á pappírinn laungum mála- leingingum og sönnunum gegn sjálfsmynd- un fjárkláðamaursins. Jeg vil að eins benda á það, að undarlegt mætti þykja, ef fjár- kláðamaurinn gæti myndast af sjálfum sjer, að hesta-, nauta- og hunda-kláðamaur gæti það ekki líka, því að ekki standa þeir hinum neitt ofar í dýraríkinu. En hjerá landi hefl jeg aldrei heyrt talað um kláða á hestum, nautum eða hundum og eru þessir kvillar þó alkunnir víða erlendis, og ekki blandast mjer hugur um það, að hirðing og meðferð þessara dýra sje ekki

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.