Ísland - 05.06.1897, Blaðsíða 2
90
ISLAND.
1 1 ISLAND. Ritstjóri: JÞorsteinn Gíslason. Skrifstofa: Lougaveg 2. Prentað í: Fjelagsprentsmiðjunni „ÍSLAND“ kemur út hvern laugardag áþessum ársfjórðuugi (aprll—jtlli), 13 blöð alls. Áskrift bindandi þrjá mánuði. Hver ársfjðrðungurborgist fyrirfram um leið og blaðið er pantað og kostar 1 Reykjavik 70 au., útum land 79 au., erlendislkr. Pðstafgreiðslumenn og brjefhirðingamenn taka mðti áskriftum og borgun fyrir blaðið og kvitta fyrir. Reykvikingar og þeir sem 1 nánd við Rvlk búa geta pantað blaðið í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, í verslunarbúð Björns Kristjánssonar, hjá kaupmanni Kr. Ó. Þorgrímssyni, hjá hr. Júlíus Jörgensen, Hótel Island, hjá útgefanda hlaðsins.
h =I=i=r=r=r=T=n=T=*=i=^=T=J=T=r=T=i=T=*=r=i=T=a=r=u=i=i=iii
nógu slæm hjer og hvar á landinu til þess
að þau gætu orðið kláðug, ef mauraruirá
annað borð gætu myndast af sjálfum sjer.
Mjer virðist það með öliu ástæðulaust fyr-
ir almenning að vefeingja það sem mörg
hundruð manna hafa varið lífl sínu til að
rannsaka og sanna og aldrei fundið neitt
sem móti því stríði. Menn verða að trúa
því, enda er ekki hægt í fljótu bragði að
sýna og sanna hverjum einum að svona
sje það og svona sje það ekki. Ef
allir hefðu verið svo tortryggnir, að
trúa eingu öðru en eigin sjón eða eigin
reynslu, væru vísindin eigi komin á það
stig, sem þau nú eru á. — Hitt ætti ekki
að þurfa að segja mönnum tvisvar, að
dugandi kláðalyf drepi maurana, sjeu þau
rjettilega viðhöfð, auk heldur að þau búi
þá til. Þetta getur hver og einn full-
vissað sig um. E»að er ekki kláða-
Iyfjunum að kenna, þótt kindur, sem bað-
aðar hafa verið, smittist eftir baðið af
kláðugu fje eða öðru, sem maur er á. Það
má heldur einginn ætlast til þess, að hægt
sje að lækna kláða til fulls með einu baði,
því að mauraeggin sleppa lífs af úr bað-
inu, og eftir 6—7 daga eru þau unguð út
og kindin þá aftur orðin krök af maur.
Væri baðað aftur rækilega eftir vikutíma,
mundu menn sjá árangurinn betri. Eing-
um skynsömum manni dettur heldur í hug
að kalla það kláða, þó að útbrot komi á
kind, sem skaðskemmd hefur verið í illa
til búnu karbólsýrubaði.
Það má og gera hvert bað ónýtt eða
árangurslaust, ef það er haft allt of dauft,
kindinni dýft að eins snöggvast niður í,
eða böðunaraðferðinni er meira eða minna
ábótavant í einu sem öðru. Þetta og því
líkt mun hafa blekkt marga, sem feingið
hafa ótrú á böðunum og baðlyfjum. — En
hvað sem öðru líður, þá er það víst, að
um kláða er ekki að tala, nema maur eða
mauraegg komi á kindina og að vel má
takast að drepa maurana og lækna kláð
ann með góðum baðlyfjum, sjeu þau rjetti-
lega viðhöfð.
Af þessu leiðir aftur, að útrýma má
kláðanum úr landinu í einni svipan —
að eins ef næðist til allra mauranna á ein-
um og sama tíma, bæði þeirra sem eru á
fjenu og utan fjár, en það er hægra sagt
en gert. Væri hægt að yfirvinna þennan
örðugleika, kæmu almennar baðanir yfir
land ailt að tilætluðum notum, en annars
ekki. Þær mundu miklu fremur verða tíl
þess að deyfa eða drepa trú almennings
á böðunum, þegar menn sæju kláðann rísa
upp aftur litlu eða eingu betri en áður.
Eins og áður hefur verið tekið fram í
blöðunum, gæti varla verið að tala um
almenn böð hjer nema haust eða vor; á
haustin, þegar allt fje er komið í hús og
á vorin, þegar fje er geingið úr ull og á
að rekast á afrjett. En eftir því sem til
hagar hjer hjá oss, eru lítil eða eingin lík
indi til, að hægt sje að framkvæma al-
mennar baðanir á þessum — eða öðrum —
tímum árs, svo að nokkur veruleg vissa
geti feingist fyrir því að kláðinn verði hjer
ekki efiir sem áður. Eigi að útrýma kláð-
anum í einni atrennu, mæta okkur svo
margir erfiðleikar, að naumast er hægt að
yfirvinna þá alla; sje tekið sjerstakt tillit
til sumra, verður að sleppa öðrum. Eins
og oft hefur verið áður tekið fram, nægir
ekki eingaungu að drepa maurana, sem
eru á fjenu; það þarf líka að drepa þá,
sem eru utan fjár (í húsum og víðar), ef
að gagni á að koma. Sje fjeð baðað á
vorin rjett áður en það er rekið á afrjett,
mætti sótthreinsa húsin yfir sumarið, og ef
hægt væri að fara með ær eins og
geldfje, væri gátan ráðin. En sá er gall-
inn á, að óvíða eða hvergi mun vera hægt
að baða ær á sama tíma og geldfje og
víða ðmögulegt að verja því, að geldfje,
sem ætíð sækir heim í byggðir aftur, komi
saman við ær. Svo er og hætt við, að
sumar kindur sjeu sloppnar, svo ekki ná-
ist í þær þegar baða á. Setjum nú svo,
að hægt væri að verja því, að geldfje
kæmi niður í byggð saman við ærnar, þá
hefði maður nokkurn veginn vissu fyrir
því, að geldfjeð smitttaðist ekki, en þá
koma ærnar til sögunnar. Þótt þær væru
nú baðaðar rækilega um eða eftir fráfær-
ur, þá er ekkert vísara en að þær smitt-
uðust af högunum kring um bæina, því
að beitiland eða haglendi, sem kláðafje
hefur geingið í er álitið grunsamt i 6 vik-
ur. Eina ráðið yrði þá, að geyma allt
fjeð heima þangað til að hægt væri að
baða geldfje, ær og lömb á sama tíma og
reka síðan allt á afrjett og verja því frá
heimahögum, en þetta dettur mjer ekki í
hug að nokkur taki í mál.
Að því er haustböðin snertir, þá virð-
ist ekkert þurfa að vera því til fyrirstöðu,
að baðað yrði allt fje á sama tíma, en þá
koma vandræðin með húsin. Þá er ómögu-
legt að sótthreinsa þau svo, að nokkur veru-
leg trygging sje fyrir því, að maur lifi
ekki í þeim. Helsta ráðið — og þó ónógt—
væri, að hafa tvenn fjárhús á hverjum bæ.
Þótt íjárhúsin væru sótthreinsuð að sumr-
inu til, væri það til lítils gagns, þvi að
ekki yrði komist hjá því að hýsa fjeð áð-
ur en baðað yrði, og þótt fjenu sje sleppt
blautu úr baðinu inn i húsin, þá er ómögu-
legt að álíta þá sótthreinsun nægilega og
því síður tryggilega. Það eru því miður
lítil líkindi til, að hægt verði að útrýma
kláðanum úr landinu í einni atrennu og
hætt við, að hinar almennu baðanir
geti ekki komið að þeim notum, sem marg-
ir hafa haldið, því að auk hinna eðlilegu
erfiðleika, sem þegar eru taldir, koma ýms-
ir aðrir og vil jeg að eins benda á hirðu-
leysi og vankunnáttu margra hverra í
sjálfri böðunarframkvæmdinni. Það þarf
ekki stórt glappaskot til að eyðileggja allt
verkið. — En einginn skyldi samt skilja
mál mitt svo, að nú eigi að leggja
árar í bát og láta kláðann eiga sig.
Það er öðru nær. Bændum á að lærast
að baða fje sitt án þess þeim sje þreingt
til þess nauðugum. Þeir meiga ekki ætla,
að þeir menn, sem telja þá á að baða og
skýra fyrir þeim gagnsemi baðanna, sjeu
að því að gamni sínu eða til þess að narra
þá í óþarfa kostnað. Eða ætia íslenskir
bændur að stjettarbræður þeirra erlendis
baði fjenað sinn tvisvar á ári af tómri fá-
visku, reynsluleysi eða bruðlunarsemi?
Nei, það getur hvar og einn verið fullviss
urn, að þeir raundu ekki gera slíkt, ef þeir
sæju sjer ekki ábata í því; þeir hugsa
ekki síður um skildinginn en íslensku
bændurnir. Erlendis baða menn fjenað
sinn, þótt ekki sje hann kláðugur; það
eru til fleiri smádýr en kláðamaurinn, sem
háir og þjáir skepnurnar, og þarf að hreinsa
af þeim. Það er bæði útlend og innlend
reynsla fyrir þvi, að böðin margborga sig
í meiri og betri ull og fóðursparnaði, og
það er synd að segja, að þetta hafi verið
dulið fyrir almenningi.
Hver góður bóndi ætti að gera sjer það
að reglu að baða fje sitt tvisvar sinnum
á ári, haust og vor, án tillits til þess
hvort það er kláðugt eða ekki. öæti þetta
Iíka orðið til að styðja að útrýming kláð-
ans. En ekki býst jeg við að menn vilji
tvíbaða, enda er eitt gott bað nægilegt til
þrifa, en kláða er ekki hægt að lækna
með minna en tveim böðum á vikufresti.
Einfalt þrifabað getur því ekki komið í
í stað kláðabaðs. Kláðanum verður að
taka sjerstakt tak. Það verður að taka
kláðafje á hvaða tíma árs sem það finnst
og lækna það, sótthreinsa húsin eftir megni
og varast, að kláðasjúkt og grunað fje
hafi samgang við heilbrigt fje.
Með þessu móti ætti að takast á nokkr-
um árum að takmarka kláðann svo, að
lítil brögð yrðu að honum og ef til vill
útrýma honum alveg.
En til þessa þurfa menn að fá nákvæma
leiðbeining og strangar reglur til að fara
eftir og jafnframt setja útvalda menn í
hverjum hreppi til að sjá um að reglun-
um sje fram fylgt. Auk þeirra ættu að
vera í hverri sveit einn eða fleiri kláða-
læknendur, sem feingið hefðu tilsögn hjá
dýralækni. Reglurnar ættu að vera samd-
ar af dýralækni og einum eða fleirum þar
til kjörnum mönnum, og samþykktar af
amtmanni.
Jeg get ímyndað mjer, að þeim sem
haldið hafa, að hægt væri að útrýma sjúk-
dómi þessum úr laudinu á einu hausti,
þyki leitt að heyra það, að vjer verðum
að burðast með þessa iandplágu ef til vill
mörg ár enn, en því miður mun það verða
að vera svo.
Jeg hygg að eingin dæmi sjeu til þess,
að nokkurt land, sem haft hefur eins út-
breiddan fjárkláða og vera mun nú hjer á
landi, hafi getað losað sig við hann á svo
stuttum tíma, og mundi það þó víðast
vera hægara en hjer. í því skyni vil jeg
benda á muninn á fjárhúsunum hjer og
annarsstaðar. í öðrum löndum eru þau
víðast hvar byggð úr trje eða steini og
því ólíkt auðveldara að sótthreinsa þau
en moldarkofana hjer á landi.
Þá er og það atvik, að fje manna geing-
ur meira saman bæði sumar og vetur en
víðast annarsstaðar og er það mikið mein,
þegar um útrýming næmra sjúkdóma er
að tala.
Þetta og margt fleira, sem rót sína á
að rekja til búskaparlags vors, gerir oss
örðugra fyrir en öðrum að útrýma kláða
og öðrum næmum sjúkdómum, en það tjá-
ir ekki að láta hugfallast við það. Kláð-
ann verðum vjer að yfirvinna. Því stærri
sem erfiðleikarnir eru, því meiri nauðsyn
ber til, að beitt sje skynsemi, kappi og
samheldni til að yfirstíga þá.
Magnús Einarsson.
Frá fjallatindum
Til fiskimiða.
„Egill“ fðr hjeðan anstur uin 1. þ.m. með fjölda
fðlks. Þar fóru þrirprestar: sjora Halldðr á Prest-
hólum, sjera Björn á Dvergasteini og sjera öeir á
Hjaltastað. Dar fðr Stefán verslunarstjóri á Djúpa-
vogi. Til Vestmannaeyja fðru: eand. mag. Jðn
Þorvaldsson og Jðn verslunarmaður Þorsteinsson
læknia í eyjunum. Þeir ætla að vera þar sjer til
skemmtunar dálítinn tíma. Með Agli fór og margt
af sjðmönnum og verkafólki til Austfjarða, bæði
karlar og konur, kvennfólkið flest ráðið til Watnes.
Margir af þeim, sem með Agli komu að austan,
fóru aftur, voru á skemmtiför.
31. f.m., kl. 11 f.m., kom allsnarpur jarðskjálfta-
kippur í Plðanum, en varð þð hvergi tjðn af.
„Thyra" kom hingað norðan að á fimmtudags-
kvöldið. Með henni komu Skúli Thoroddsen alþm.,
sjera Kristinn Daníelsson á Söndum, sjera Jðsef
Hjörleifsson, frú Clausen úr Stykkishólmi alfarin
hingað til Reykjavíkur, ekkja Hjartar Jónssonar
læknis úr St.hólmi, Jón Stefánsson cand. theol.,
Brynjúlfur Kuld cand. phil., Wilhelm Paulson
vesfurfaraagent, Einar Jochumson trúboði og m.fl.
í norðanveðrinu, sem staðið hafði frá 1.—13.
f.m. í Eyjafirði, fðrust þessi skip þar: „Elliði“,
eign Halldðrs Gunnlaugssonar verslunarstjóra o.fl.
„Hermes“, eign kpm. Kristjánssona. Menn allír kom-
nst aí. „Draupner“, eign kaupstjóia Chr. Havsteens,
fórst á Hornvík 2.—3. maí Aliir menn fórust.
Enn þá vantar skipið „Stormnr“, eign nokkurra
bæuda í Arnarneshreppi.
Heyleysi var alraennt í Eyjafirði. í Skagafirði
er heyleysi talsvert hjá nokkrum, en alls ekki eins
almennt og í Eyjafirði.
Útskrifaðir af Möðruvallaskðlanum í maí:
Friðrik Sigurðsson (Eyjafirði) . . . . ág. 60 stig
Halldðr Stefánsson (Múlasýslu) . . . ág. 60 —
Valdimar H. Guðjónsson (Skagf.) . . I. 56 —
Indriði Benediktsson (Skagf.). . . . I. 54 —
Páll Jónatansson (Eyjaflrði) .... I. 54 —
Guðmundur Guðmundsson (Þing.) . . I. 54 —
Jónatan Jósafatsson (Húnv.) . . . . I. 53 —
Guðni Þorsteinsson (Fnjóskadal). . . I. 51 —
Guðjón Guðmundsson (Stranda) . . . I. 50 —
Þorsteinn Jónsson (Þing.).............I. 60 —
Bogi Benediktsson (Fnjóskadal) . . . I. 49 —
Þorvaldur Baldvinsson (Svarfaðardal) . II. 47 —
Sigurjón Gíslason (Skagf.)............II. 47 —
Olgeir Benediktsson (Fnjöskadal) . . II. 46 —
Sigurður Jónsson (Skagf.).............II. 45 —
Jóhann Sigurðsson (Skagf.) . . . . II. 44 —
Hallgrímur Jónsson (Mývetningur) . . II. 37 —
Halldór Jóhannsson (Húnv.) . . . . II. 36 —
Eggert Einarsson (Eyjafirði) .... in. 29 —
Aðalmundur Guðmundsson (Eyjafirði) . III. 27 —
Stúlka varð úti í norðanhretinu, Ingibjörg að
nafni, frá Þrasastöðum í Stíflu. Hún var að fylgja
tveim stúlkum, að eins stutt á leið, og var því
klæðlítil mjög. Hinar voru mjög aðfram komnar,
er þær fundust.
17. júní næstkomandi er sagt, að þingmálafund-
ur Skagfirðinga eigi að verða.
Nýlega drukknuðu 4 monn á bát úr fiskiróðri í
Eyrarsveit, í Lagarós svo nefndum, í logni en tals-
verðu brimi. Formaður: Sigurður Sigurðsson i Lág,
frá konu og 7 börnum, efnismaður. Hinir voru:
Jón Sveinsson, Mýrarhúsum, bóndi; Jón Sigurðsson
vinnumaður frá Lág og Helgi nokkur að auknefni
„Mopp".
Sigurður Gíslason, bóndi á Staðarbakka í Helga-
fellssveit, drukknaði 30. f.m. Kom frá kirkju og
fór eftir það með Lofti bróður sinum og vinnu-
manni að sundleggja hesta í svo nefndum Ármót-
um. Rak hann alla hestana út í hyl, en þegar
hans eigin hestur var kominn á sund, fjekk hann
krampa og sökk þegar, en hinir mennirnir stóðu á
bakkanum og gátu ekki bjargað manninum, og er
þó svo mjótt, að hefðu þeir haft band í hendi, var
hægt að kasta því til mannsins. Hesturinn var
fundinn en maðurinn ekki. Sigurðnr sál. var efnis-
maður rnikill.
Sagt er, að Guðmundur Bjarnason bóndi á Hof-
stöðum í Helgafellssveit hafi misst allt fje sitt í
sjóinn, og ýmsir fleiri meira og minna.
Gróðurlaust við ísafjarðardjúp, snjór í öllum