Ísland - 24.07.1897, Side 1
LAND.
I. ár, B. ársfj.
Reykjavík, 24. júlí 1897.
30. tölublað.
JSkriístofa „ÍSLÁNDs41 er opin kl.
11—12 f.m. og 5—6 e.m. hvern virk-
an dag.
Tveir duglegir dreingir geta feingið
góða borgun fyrir að bera „ÍSLAND"
út um bæinn.
Sj álfstj órnarmálið.
Allar umræður um þetta mál snfiast nú
um frumvarp dr. Valtýs, snúast um það,
hvort taka skuli við frumvarpinu eða
hafna því. Reyndar hefur nú kvisast út
frá nefndinni, að þar sje á prjónunum
nýtt frumvarp, sem þá mun að meira eða
minna leyti byggt á frumvarpi dr. Valtýs.
En nefndin hefur ekkert ákvæðisvald í
málinu og eingin vissa fyrir að hennar
gerðir standi óhaggaðar. Og þó tillögur
hennar sjeu enn ekki fram komnar, þá er
eingin vanþörf á að málið sje skoðað sem
best frá öllum hliðum eins og það nú snýr
við.
Og verði nú frumvarpinu hrundið og
ekki að neinu leyti á því byggt til sam-
komulags, þá opnast ein spurning, sem
vert er að gá að strax. Og spurningin
er sú: hverja leið höldum við framveg-
is í sjálfstjórnarbaráttunni, ef við með öllu
höfnum þeim tilboðum, sem nú liggja fyr-
ir frá stjórnarinnar hendi?
Þessi spurning verður að vera Ijósvak-
andi fyrir þingmönnum meðan þeir fjalla
um málið, og þessi spurning verður að
að vera glögghugsuð áður en nokkur endi-
ieg ákvæði eru tekin. Því það dugar eigi
að kasta frá sjer, því sem í hendinni er
og standa eftir sem áður með sofandi
sannfæring og reikuiir í ráði, með kálf'um
hug og veikum vilja. Það dugar ekki, ef
þingið hafnar nú með öllu þeim tilboðura,
sem fyrir liggja, að kalda sjálfstjórnar-
baráttunni fram með neinni hálfvelgju og
að láta allt ganga framvegis í sama ó-
myndarþófinu og verið hefur. Það eru
að eins
Tveir vegir
um að velja. Annar er sá, að herða á
stjórnarbaráttunni, krefjast þess að ísland
sje leyst úr ríkissambandinu svo framar-
lega sem við ekki fáum því fyrir komið
á þann hátt, sem við teljum okkur hafa
rjett til að heimta og nauðsynlegt sje fyr-
ir framfarir og menning þjóðarinnar. Og
sje sá vegurinn valinn, verðum við að gera
okkur glögga grein fyrir, hvernig sjálf-
stjórnarbaráttu okkar liljóti þá að verða
háttað framvegis, svo framarlega sem við
eigum að geta treyst og trúað á það, að
við fáum-nokkru framgeingt með henni.
Við verðum að ákvarða það með fullri
festu, hvort við viljum leggja þaðísöJurn-
ar í sjálfstjórnarbaráttu okkar, sern nauð-
legt er, til þess að við getum treyst á
góðan árangur.
Því það er ekki til neins að halda
henni áfram með sama sundurlyndinu og
tvískinnunginum og áður, ekki til neins
að halda áfratn sama hringlandanum og
glamrinu sem geingið hefur í endurskoð-
! unarbaráttunni. Við yrðum að fylgja kröf-
um okkar með miklu meiri alvöru.
Við yrðum að leggja alla krafta okkar
í sjálfstjórnarbaráttuna meðan á henni stæði.
Hjer gæti ekki verið að tala um neina
„bróðurlega samvinnu“ milli alþingis og
dönsku stjórnarinnar. Þau yrðu andstæð-
ingar sem hvergi kæmi saman; öll mál
okksr yrðu að lúta þessu eina máli. Þing-
ið á ekki að vera, hefur aldrei verið, er
ekki og verður ekki annað en framber-
andi almenningsviljans. Og hann þarf að
verða svo sterkur og einbeittur í þessu
máli, að hann brennimerki hvern þann
mann, sem ekki geingi eindregið undir
merki hans. Embættismenn stjórnarinnar
yrðu annaðhvort að rýma þingsalinn eða
láta embættin.
Við yrðum að vekja þjóðernistiifinning
okkar af þeim svefni, sem hún nú er í
og við yrðum að vekja Danahatrið aftur,
eins og það fyrir ’74. Við yrðum að bola
Dani, að svo miklu leyti sem við gætum,
frá allri atvinnu hier á landi, hvort það
að öðru leyti væri okkur í hag eða ekki,—
og ekki með lögum, heldur með samtök-
um. Við yrðum að losa dönsku kaup-
mennina hjer á landi við alla viðskífta-
menn þeirra og eins ísienska kaupmenn,
sem verslun rækju frá Danmörk, — svifta
Danmörk allri verslun hjer; og það gæt-
um við vei. Við yrðum að taka sam-
gaungurnar að öliu leyti úr þeirra hönd-
um, hvoit þeir biðu okkur betri kjör eða
verri en aðrir. Við yrðum yfir höfuð að
gera Dönum hjer við land öil þau óþæg-
indi sem við gætum.
Þetta væri frelsisbarátta, sem meining
er í; allt annað er ónýtt kák, svo framar-
lega, sem við hugsum okkur að halda bar-
áttunni til streytu.
Að koma stjórnarbaráttunni í þetta horí
ætti að vera auðgert, svo framarlega sem
sættir ekki komast á og þing og þjóð lýsa
yfir, að henni skuli haldið áfram.
Og árángri gætum við búist við fyr eða
síðar af stjórnarbaráttu, sem svoværi fast
sótt. Þvi þegar stjórnin sæji, að Dönum
væri ekki einungis haguaðarlaust að halda
við því ástandi, sem nú er, heldur jafn-
vel að þeir biðu af því töluvert tjón, þá
mundí hún fyrst fús á að breyta til.
Hinn vegurinn er sá, að nota sjer sem
best tilboð það, sem nú er fram komið
frá stjórninni til að ná samkomulagi. Þó
að dr. Valtýr hafi ekki getað feingið stjórn
ina til að íallast á stærri kröfur frá ís-
lands hálfu, en gerðar eru í frumv. hans,
þá er ekki þar með sagt, að eingum geti
tekist það.
En sje tiiboði stjórnarinuar hafnað, þá
er um ekkert aunað að gera en að krefj-
ast algerðs aðskilnaðar og herða á stjórnar-
baráttunni eins og bent er á hjer að
framan.
Þ. G.
Benedikt Grröndal.
50 ára ritliöfundarafmæli.
Nú í ár eru 50 ár liðin síðan Benedikt
Gröndal kom fyrst fram sem rithöfundur.
Það var í Fjölni 1847 og var þá Halldór
Friðriksson ritstjóri hans. Þar eru þrjú
smákvæði eftir Gröndal, merkt með litlu
grísku g-i. Hið fyrsta heitir „Nótt“, ann-
að „Óveður“ og hið þriðja „Hafmey“. Það
er Heines blær yfir öllum kvæðunum; þau
eru lagleg, en ekkert sjerlegt vlð neitt af
þeim. Grönd&I var þá stúdent í Höfn og
20 ára gamall. Af þessum þrem kvæðum
er það miðkvæðið, „Óveður“, sem helst
minnir á þau einkenni, sem síðar koma
fram í skáldskap Gröndals. Kvæðið er
svona:
Máninn hann mænir svo bleikur
í myrkrið og himininn blá —
dimrnan nú drnnga úr norðri
dregur yfir myrkbláan sjá.
Yindurinn volega æðir
og vekur upp báru her —
undarlega hvitnar nú hafið —
helbleikur máni það sjer.
Hræddir í felurnar flýja
fiskar um dökkva slóð —
tveir rísa hansar úr hafi
hræðilega þyrstir i blóð.
Rauðfextur rauðkembingur
og rammefidur sverðfiskur hjá.
Einir þeir synda nú saman
sólgnir í drukknaðan ná.
„Senn kemur sólin úr hafi —
sjerðu nokkurn bát eða mann?
tvö hef jeg dægrin svo dvalið,
að drukknaðan eingan jeg fann“.
Fyrsta bókin, sem út kom eftir Gröndal,
er „Örvar-Odds drápa. Hún kom út árið
1851. Árið áður hafði hann komið heim
frá Höfn og dvaldi þá nokkur ár hjer í
Reykjavík. Þessa laungu drápu orti hann
á stuttum tíma og var byrjað að prenta
hana undir eins og byrjunin var orðin til;
settist hann svo niður og orti þegar hand-
rit vantaði í prentsmiðjuna og mun það
mjög sjaldgæft, að skáldrit verði til á
þann hátt.
Á þessum árum orti Gröndal margt og
kom út eftir hann lítið kvæðasafn 1853
og annað 1856 og svo „Svafa“ 1860, safn
af kvæðum eftir þá þrjá, Gröndal, Gísla
og Steingrím.
Heljarslóðarorusta kom út ári síðar.
Hún er skrifuð suður í Löven. Þar voru
þeir einn vetur Gröndal og Ólafur Gunn-
laugsson. Þar var þá fjörugt stúdenta-
líf; hjet svo, sem flokkur sá, sem þeir Ó-
lafur og Gröndal voru með, væri katólsk-
ur, en í honum voru menn af ýmsum
þjóðflokkum. Höfðingi þeirra var Djúnki,
sem mikið getur um í Heljarslóðarorustu.
Þetta kvað Gröndal þegar hann skildi við
Djúnka:
Úr Djunka greipum geinginn
glaður fer lífsins veg,
þaðan komst áður einginn
óskemmdur nema jeg.
Heljarslóðarorusta er það af ritum Grön-
dals, sem almennt er í mestu uppáhaldi,
enda er hún svo einstakt rit, að þótt Grön-
dal hefði ekkert annað skrifað, væri hann
ógleymanlegur maður í íslenskum bók-
menntum. „Gandreiðin“ er tekin úr sömu
skúflu. En fyndnin í henni er torskildari eft-
irtímanum og ætti annaðhvort höfuudurinn
sjálfur eða einhver af samtíðarmönnum
hans, sem nákunnugur er efninu að semja
skýringar yfir bókina.
Annars hefur skáldskapur Gröndals yfir-
leitt, bæði í bundnu máli og óbundnu,
snemma náð mikiili hylli hjá almenningi.
Sjera Matthías getur þess einhversstaðar,
að árið 1874 hafi hann spurt manu að
því, hver honum þætti nú best yrkja á ís-
lensku. „En hann Gröndal“, svaraði mað-
urinn. „Þið Steingrímur liggið eins og
bykkjur í hverri keldu, en Gröndal ergæð-
ingur, sem skeiðar yfir fen og flóa“. Grön-
dal og Jón Thoroddsen eru þeir fyrstu
sem fram koma eftir Fjölnismennina og
hald stefnu þeirra áfram. Og þó Grön-
dal og Jónas sjeu ólíkir sem skáld, hefur
hann þó vafalaust í æsku verið snortinn
af kveðskap Jónasar. Á það benda líka
smákvæðin, sem fyrst birtust eftir hann og
minnst er á hjer að framan. Því það var
Jónas, sem fyrstur hafði vakið hjer eftir-
tekt á Heine og ort í anda hans.
Það er margt sem eftir Gröndal liggur
fyrir utan skáldskapinn. Hann hefur rit-
að um allt sem nöfnum tjáir að nefna,
fornfræði, málfræði, náttúrufræði o.s.frv.,
og munu ekki liggja jafnmörg nje marg-
breytt ritsmíði eftir nokkurn íslending,
hvorki fyr nje síðar. Á árunum 1870—
74 gaf hann út tímaritið „Gefn“ og rit-
aði það allt einn spjaldanna á milii. í því
eru margir sprettir tilþrifamiklir.
Hjer hefur það ekki verið ætlunin, að
dæma um ritsmíðar Gröndals, heldur að
eins að minna á 50 ára rithöfundar-af-
mæli hans, því getið skal þess sem gert er.
En hjer er rjett að minnast á eitt. Rit
Gröndals eru enn ekki til í einu safni.
Sigurður bóksali Kristjánsson hefur keyft
af höf. rjett til að gefa þau út síðar á-
samt því, sem óprentað er til eftir hann.
Og það er víst, að einginn af íslensku
bókaútgefendunum mundi leysa þetta verk
sómasamlegar af hendi en Sigurður. En
einstakir menn eiga ekki að kosta eða
gefa út þess konar verk. Þar á ein-
gaungu að taka tillit til hinnar bók-
menntalegu þýðingar við útgáfuna. Eu
ef eiustakur maður kostar hana, hlýtur
hann jafnframt að hafa í huga sölu rits-
ins og útbreiðslu og þetta spillir aftur út-
gáfunni. Við verðum að halda verkum
þeirra fáu manna, sem fram úr skara hjá
okkur, vel saman. 0g þetta er verk fyr-
ir bókmenntafjelagið. Það hefur áður
gefið út verk Bjarna og Jónasar og
Jóns Thoroddsens. Nú ætti það að gefa
skáldverk Benediktar Gröndals út í einni
beild og vanda þá útgáfu vel. Að ein-
stakur maður leggi fram kostnað til að
gera þau svo úr garði, sem þörf er á,
það er af eingum heimtandi. Því það
j borgar sig best við útgáfu þess konar
safna, að gefa að eins út, það sem flestir
vilja heyra og lesa, en fyrir bókmennt-