Ísland


Ísland - 24.07.1897, Síða 3

Ísland - 24.07.1897, Síða 3
ISLAND. 119 svara mjer á þessa leið: „Þingmálafund- irnir leiða almenningsviljann í ljós“. En jeg leyfi mjer að mótmæla því að svo sje, að minnsta kosti hjer í þessu kjördæmi. Á þann hátt, sem þingmálafundum hjer er fyrir komið, fæst alls ekki almennings- viljinn í ljós, því mikill meiri hluti kjós- enda kemur ekki á fundinn af þeim góðu og giidu ástæðum, að hann er ekki nema einn og á þeim stað, að fjölmennasta pláss sýslunnar (sveitirnar í kring um Jökul) eiga heila dagleið, og þar yfir, að sækja þangað og margir menn þar, sem eingaungu lifa af sjávarútvegi, hafa einga hesta og geta því ekki farið. Þigmaðurinn hjer veit því alls ekki vilja allra sinna kjósenda — hann veit einung- is vilja Stykkishólmsbúa og sárfárra ann- ara manna úr allra næstu hreppum og ó- hætt er að fuliyrða, að 2/8 hlutar kjós- enda hans koma ekki á þenna fund og þingmaðurinn veit því ekkert um vilja þeirra. Svona er þessu varið hjer og er illt til að vita, ef slíkt er víða eins ann- arsstaðar á landlnu. En hvernig á að ráða bót á þessu? Það er ofur einfalt ráð til þess, sem sje: að gera alþingismönnum að skyldu meS lögurn að halda þingmálafund í hverjum hreppi kjördæmis síns áður en þeir fara til þings. Með þessu móti hlyti almenn- ingsviljinn að koma í ljós. Menn vilja ef til vill koma með þá mót- báru gegn þessari uppástungu minni, að það sje svo mikill kostnaður fyrir þing- manninn og að það sje órýmilegt, að leggja þann kostnað á einn mann. Én jeg vil svara til þess og segja: alþingismenn á ís- landi fá svo ríflegt kaup fyrir starfa sinn, að uudrum sætir, að þetta skyldi ekki strax í byrjun vera gert að lagaákvæði. í annan stað er það miklu ranglátara, að leggja ferðakostnað á allan meiri hluta manna í einni sýslu, heldur en að leggja hann einungis á einn mann o: þingmann- inn. Því það er meira ranglæti að gera hundrað mönnum rangt en að gera ein- ungis einum manni rangt, ef um nokkur rangindi væri að tala. En hjer þarf ekki til, því eins og jeg áður drap á, ern laun þingmanna svo rausnarleg, að það virðist ekki nema svo sem sjálfsagt, þótt þeir ferðuðust viku eða hálfsmánaðartíma um kjördæmi sín, áður en þeir fara til þings, til þess að eiga tal við kjósendur sína, enda munu sumir þingmenn halda íundi á fleiri en einum stað í sínnm kjördæm- um og er það lofsvert og sýnir, að þeir hinir sömu eru þingmenn meir af áhuga en í ábata skyni. Þingmönnum ætti sjálf- um að verða mestur hagurinn í þessu fyrir- komulagi þingmálafundanna, því með því væri komið í veginn fyrir, að unnt væri að bera þeim á brýn ótrúmennsku; þeir gætu þá allt af borið fyrir sig almennings- viljann, sem þeir ekki geta þegar þeir alls ekki renna grun í hvað almenningsvilji er. Mál þetta er all-þýðingarmikið og ætti alþingi nú í sumar að taka það til með ferðar og gera þad að lögum, aðþingmenn vœru skyldir til að halda þingmálafand í hverjum hreppi kjördœmis síns, áður þezV fara til þings. Jeg skal geta þess, að hjer um slóðir er megn og almenn óánægja yfir þessu fyrirkomulagi. Orðleingi jeg svo ekki þetta frekar að sinni, en skal að eins að endingu geta þess, að ef alstaðar á landinu væri eins óskynsamlega og ranglátlega hagað þing málafundum og hjer í sýslu, þá gæti auð- veldlega svo farið, að almenningsviljinn rjeði eiugu á alþingi og að lög þau, er þar yrðu samin, byggðust á vilja einstakra manna og væri þá hin sanna og uppruna lega þýðing alþingis horfin. Ólafsvík, 22. júní 1897. B. Þ. Gröndal. ísland erlendis. Helgi Pjetursson, cand. mag., jarðfræðingur, aem, eins og áður hefur verið sagt frá hjer í blaðinu, dvelur í sumar í Grænlandi við jarðfræðisranusókn- ir, hefur nýlega birt ritgerð í „GeograiÍBkt Tid- skrift“ 14. b. 1.—2. hefti og segir þar frá ferð sinni upp á Baulu sumarið 1893. Áður fyrri var það trö manna, að ðgerningur væri að komast upp á Baulutind. Þar uppi átti að vera inngangur að víðlendu hjeraði, sem væri vaxið trjám og vafið sígrænu grasi. Þar áttu dvergar að bfta og hafa þar stðrar sauðahjarðir. Fyratir komust upp á Baulu, svo menn viti, þeir Preyer og Zirkel, sem hjer voru á ferð árið 1860. Sjera Júlíus Þórðarson hefur ritað greininorskt tímarit, sem „Moral" nefnist, og heitir greinin: „Noglo ord om seder og sedelighed paa Island". í þessu sama riti stóð í vetur grein ein og var þar sýnt hve mörg af lifandi fæddum börnum hjá ýmsum þjóðum, sem þar eru nefndar, væru lausa- leiksbörn. ísland var þar langhæst, því fjórða- hvert barn, sem hjer fæðist, er óskilgetið. Júlíus prestur ritar greinina til að sýna, að ekki sje að byggja á þessum tölum að því er ísland snertir neitt ákveðið um siðforði landsbúa og færir ýmsar ástæður fyrir því. Marino Hafstein lauk embættiaprófi í lögum við KhafnarháBkóla í fyrra mánuði með fyrstu eink. Hann fór frá Höfn með „Agli" og ætlaði til Sauða- ness. Ólafur Dvíðsson ætlaði heim á leið frá Höfn 12. þ.m. til að iluna töður sinn, sjera Davíð á Hofi í Eyjafirði. Hann dvelur heima þar i sumar og næsta vetur. í gróandanum Syngjandi sit jeg hjer, sól skín á rúðugler — vindur um vanga fer — vordægrin laung. Kring um mig brosa blóm, blandaðan heyrí’ eg óm allt í kring, háan hljóm hlátur og saung. Sólgeislinn frjóvgar fold, frækornin lifna’ í mold, nú braggast hams og hold, hjartað slær ótt. Nú vinast fuglafans, fiðrar í vöðvum manns, allt stígur drjúgum dans dag, kvöld og nótt. Geislinn þinn sumarsól svellur um norðurpól; nú drekkur byggð og ból blóðið úr þjer. Holduga spjaldaspaung, spriklandi gol jeg saung, sóldægrin sumarlaung — sittu hjá mjer. n. Frá fjallatindum til fiskimiða- Úr Múlasýslum er sagt, að grasvexti hafi farið þar mjög fram nú upp á síðkastið og sje hann nú orðinn i góðu meðallagi. Eins er sagt úr Borgarfjarðardölum, að gras- vöxtur sje orðinn þar sæmilegur. Úr sveitunum hjer fyrir austan fjallið er sagt að fremur sje illa sprottið, en nú siðuBtu vikurnar hafi þó grasvexti farið mjög fram. Herskipin ensku, sem áður er getið um að von væri á, komu hingað 17. þ.m., þrjú skip af þeim fjórum, sem hafast við hjer við land. Pjórða skip- ið hjelt til Seyðisfjarðar, en er væntanlegt þaðan nú um þessa helgi. Þetta eru sömu skipin, sem voru hjer i fyrra: „Active", „Calypso", „Champion" og „Volage", en foringjar eru þar nú aðrir nema yfirforinginu, Atkinson, sá er samninginn gerði vin landshöfðingja í fyrra um botnverpingana. Með eimskipinu „C.P.Grove“, kaft. Bloch, komu öll áhöldin til vitanna nýju á Gróttu og Garðskaga. Með skipinu kom Markús Bjarnason skólastjóri og ætlar hann að vera verkfræðingunum til leiðbein- ingar við útbúnað vitanna. Nú er Dr. Petrus Beyer, stórmeistari Oddfellows- reglunnar í Danmörku, komínn upp hingað til að semja við þingið um bygging holdsveikraspítalans. Með honum er byggingarmeistari, Thuren að natni. Þeir komu með „Laura“. Þeir hafa verið að skoða sig um hjer í kring og gæta að spitalastæði og hefur Guðm. læknir Björnsson leiðbeint þeim. Best kvað þeim lítast á að setja spítalann í Lauganesi og vill Dr. Beyer þá að vegur sje lagður inn þang- að með fram sjó og verður þá leiðin þangað hjeð- an tir bænum góðum helmingi Btyttri en hún nú er. Á nafnspjaldi spítalans á þetta að standa: HOLDSVEIKISSPÍTALI, reistnr af meðborgurum fyrir forgaungu Oddfellow- reglunnar. Reglan gefur spítalann að öllu, með þeim skil- yrðum, að alþing taki að sjer viðhald hans árlega og vátryggi hann. Ekki má spítalinn leggjast nið- ur nema með leyfi reglunnar, og ef reglan fær fót- festu hjer í Rvík, er svo ákveðið, að einn mann skuli velja þaðan í spítalastjórnina. Yfirhjúkrunar- konan á að hafa fullkomna spítalamenntun og ka- þólskar hjúkrunarkonur má ekki taka til spítalans. Þessi skilyrði er ekki vandi að upptylla og er gjöf Oddfjelaga hin besta og mikilla þakka verð. Það skilyrðið, sem síðast er talið, er undarlegt, að kaþólskar konur mega ekki hjúkra sjúklingunum, því það starf sýnist þó óviðkomandi trúarbrögðun- um, eða ætti að vera það. Pari svo, sem vei má við búast, að holdsveikin þverri, svo holdsveikling- ar þurfi ekki spítalans við, þá er gert ráð fyrir að nota megi hann handa berklaveikum mönnum, en þeim fjölgar nú óðum hjer á landi eins og kunnugt er. Daniel Brun, fornmenjafræðingur, sem hjer ferð- aðist i hittifyrra i fornmenjarannsóknum, kom nú með „Laura“ og ferðast hjer um í sumar. Dr. H. Krabbe, prófessor við landbúnaðarháskól- ann í Khöfn, kom hingað með „Laura“ og með honum kona hans, frú Kristín Jönsdóttir Guð- mundssonar, áður ritstjóri Þjóðólfs, og sonur þeirra ungur, er Knútur heitir. 26 ár eru síðan þau hjón- in hafa komið hingað. Dr. Krabbe og sonur hans riðn til Þingvalla á fimmtudagsmorguninn og með þeim Magnús Einars- son dýraiæknir. Alþing. í dag er komið nýtt frumvarp frá nefndinni í stjórnarskrármálinu ásamt laungu nefndaráliti og er það prentað hjer : Frumvarp til stjórnskipunarlaga um breyting á sjtórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni íslands 5. janúar 1874, 1. gr , 2. gr., 3. gr., 25. gr., 24. gr., og 2. ákvæði um stundarsakir. 1. gr. 1 1. gr. bætast við fyrri málslið þessi orð: Lög þau og stjórnarathafnir, er Bnerta sjer- stök málefni íslands, skulu ekki borin upp í hinu danska ríkisráði eða lögð undir atkvæði þess. 2- gr. 2. gr. orðist svo: Konungur hefur hið æðsta vald yfir öllum hinum sjerstöku málefnum íslands, með þeim takmörkunnm, sem settar eru í stjórnarskrá þessari, og lætur ráðgjafa fyrir ísland framkvæma það. Ráðgjafinn fyrir ísland má eigi hafa önnur stjórnarstörf á hendi og verður að skilja og tala islenska tungu. Hið æðsta vald innanlands á íslandi skal á á- byrgð ráðgjafans feingið i hendur landshötðingja, sem konungur skipar og hefur aðsetur sitt á ís- landi. Konungur ákveður verksvið landshöfðingja. 3. gr. 3. gr. orðist svo: Ráðgjafinn ber ábyrgð á stjórnarathöfninni. Konungur eða neðri deild alþingis geta kært ráðgjafann fyrir embættisrekst- ur hans eftir þeim reglum, or nánar verður skip- að fyrir um með lögum. 4. gr. 1. liður 25. gr. orðist svo: Fyrir hvert reglulegt alþingi, undir eins og það er saman kom- ið, skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir tveggja ára fjárhagstímabilið, sem í hönd fer. Með tekj- unum skal telja bæði hið fasta tillag og aukatil- lagið, sem samkvæmt lögum um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu 2. jan. 1871, 5. gr. sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkissjóði til hinna sjerstaklegu gjalda íslands, þó þannig, að greiða skuli fyrirfram af tillagi þessn útgjöldin til hinn- ar æðstu innlendu stjórnar íslauds, eius og þau verða ákveðin af konunginum. 5. gr. 34. gr. orðist svo: Ráðgjafinn fyrir ís- land á samkvæmt embættisstöðn sinni sæti á al- þingi, og á hann rjett á að taka þátt í umræðun- um eins oft og hann vill, en gæta verður hann þingskapa. Nú er sjúkdómur eða önnur slík for- föll því til fyrirstöðu, að ráðgjafinn geti mætt á alþingi, og má hann þá veita öðrum manni um- boð til þess að mæta þar á sína ábyrgð, en að öðrum kosti mætir iandshöfðinginn á ábyrgð ráð- gjafans. Atkvæðisrjett hefur ráðgjafinn, eða sá, sem kemur i hans Btað, því að eins, að þeir sjeu jafnframt alþingismenn. 6. gr. 2. ákvörðun am stundarsakir orðist. svo: Þangað til lög þau, er getið er um í 3. gr., koma út, skal hæstirjettur ríkisins dæma mál þau, er konungur eða neðri deild alþingis höfðar á hendur ráðgjafanum fyrir ísland út áf embættisfærslu haus, eftir þeim málfærslureglum, sem gilda við tieðan rjett. Þessi lagafrumvörp eru nú afgreidd frá þinginu til staðfestingar konungs: 1. Um að sýslunefudinni í Árnessýslu veitist heimild til að verja allt að 12,000 kr. úr sýslu- vegasjóði til flutningabrautar frá Eyrarbakka npp Árnessýslu. 2. Um kjörgeingi kvonna: Ekkjur og aðrar 6- giftar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt oiga með sig sjálfar, skulu hafa kjörgeingi, þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjar- stjórn, sóknarnefnd eða þegar kjósa skal safnaðar- fulltrúa, ef þær fullnægja öllum þoira skilyrðum, sem lög ágveða fyrir þessum rjettindum, að því er karlmenn snertir. 3. Um heímild til að ferma og afferma skip á helgidögum þjóðkirkjunnar. — Þó má þetta eigi gera á kirkjustöðum meðan á messu stendur. 4. Um stækkun verslunarlóðar á Eskifirði. — Skal hún stækka um svæðið milli Snæhvammslækj- ar og Garðhússlækjar, 100 faðma á land upp frá hinui núveraudi verslunarióð út að Mjóeyri, og 70 faðma á land upp frá stórstraumsflóði. 5. Um uppreisn á æru án konungsúrskurðar.— Þótt manui hafi verið hegnt eftir dómi einu sinni moð fangelsi við vatn og brauð, þá öðlast hann að 10 árum liðnum aftur öli þau rjettindi, er nú fást með uppreisn á æru samkv. tilsk. 12. mars 1870, ef hann hefur dvalið allan þann tima á ís- landi og honum eigi aftur verið hegnt fyrir sams konar brot. 6. Um undirbúning verðlagsskráa: Prestur og formaður skattanefndar og þriðji maður, er hrepps- nefnd eða hreppsstjórn kýs á ári liverju, skulu í hreppi hverjum eða bæjarfjelagi í samvinnu ár hvert í októberlok somja skýrslu um verðlag á bú- peningi þeim og innlendum vörutegundum, sem venja er að telja til verðlagsskráa, eftir því pen- ingaverði, sem þeim er kunnugt um innan þess hrepps eða bæjarfjelags á næstiiðnu ári frá 1. okt. til jafnleingdar. Sjeu fleiri en einn preBtur í hreppn- um, ákveða stiftsyfirvöldin hvor þeirra skuli sitja 1 nefndinni. Formaður skattanefndirinnar er einn- ig formaður þessarar nefhdar. Verðlagsskrá gildir frá 10. degi maímán. næst eftir að hún er staðfest til jafnleingdar næsta ár og skal birta hana á manntalsþingum vor það, er hún geingur í gildi. Frumv. er komið um stofnun kennnaraskóla í Flensborg. Þar á að kenna: uppoldisfræði, guð- fræði, islensku, dönsku, ensku, landafræði, sögu, náttúrufræði, tölvisi, dráttlyst, skólaiðnað og leik- fimi. Þar skulu vera þrír íastir kennarar, for- sföðumaður með 2400 kr árslaunum auk ókeypis bústaðar og ábúðar á Flensborg, annar kenuari með 2000 og þriðji. með 1600 kr. ársl. Skúli Thoroddsen flytur frumv. um, að hver karlmaður og ógiftur kveunmaður verði fjár síns ráðandi 18 ára með tilsjónarmanni, en fullráðandi fjárins 21 árs. Þó má einginn taka að sjer á- byrgð í fjármálum yngri en 25 ára. Annað frumvarp flytur hann um, að mönnum, er vinna daglaunavinnu við verslanir, skuli goldið verkkaup í gjaldgeingum peningum, en borgun með skuldajöfuuði eða öðru sje öheimil, og allir samningar ógildir, sem þessu sjeu gagnstæðir.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.