Ísland


Ísland - 02.10.1897, Side 2

Ísland - 02.10.1897, Side 2
156 ISLAND. ISLAND. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason. Skrifstofa: Laug'areg 2. Prentað í: Fjelagsprentsmiðjunni. „fSLAND" kemur út hyern langardag & þessum ársfjúrðungi (júll—október), 13 blöð alls. Áskrift bindandi þrjú mAnuöi. Hver ársfjðrðungurborgist fyrirfram um leið og blaðið er pantað og kostar i Reykjavik 70 au., útum land 79 au., erlendis 1 kr. Póstafgreiðslumenn og brjefhirðingamenn taka mðti áskriftum og borgun fyrir blaðið og kyitta fyrir. Æ En úr fjarska fljúga harmatár fram um geyminn til þín yfir hafið, þig þau kveðja, þar sem þú ert nár, þar sem kæra holdið þitt er grafið. Benedikt Gröndal. Eftir Björnstjerne Björnson. xm. Það var hægra sagt en gert fyrir Árna að byrja að tala við móðnr sína. Hann minntist á Kristján, og að undarlegt væri að aldrei kæmi brjef frá honum. En þá gekk móðir hans bnrt, og marga daga á eftir gat hann ekki betur sjeð, en að hún væri rauðeygð. Á öðru gat hann mark- að, hver áhrif þetta hafði á hana; hún gaf honum óvenjulega gott að borða. Svo bar við einn dag, að hann átti að fara upp í skóg að höggva við. Gatan iá gegn um skóginn, og einmitt þar sem hann ætlaði að höggva var vant að tína ber síðari hluta sumars. Árni lagði öx- ina frá sjer, fór úr treyjunni og ætlaði að byrja að höggva viðinn. Þá komu þar tvær stúlkur og báru miiii sín fötu. Hann var vanur að reyna að komast hjá því að hitta kvennfóik og það ætlaði hann sjer enn að gera. „Nei, nei, nei! En þau ber! Ella, Ella!“ — „Já, góða mín! jeg sje þau!“ — „Farðu þá ekki leingra; hjer er nóg í margar fullar fötur!“ — „Mjer sýndist eitthvað á hviki þarna yfir í runninum!“ — „Hvað! Ertu galin!“ og stúlkurnar tóku um mittið hvor á annari. Svoleiðis stóðu þær stundarkorn og hjeldu niðri í sjer andanum. „Það er ekkert; við skulum fara að tína!“ — „Já, við skulum fara að tína“. — Og svo fóru þær að tína.— „Það var fallega gert af þjer Ella, að koma yfir á prestssetrið í dag. — Hefurðu ekkert að segja mjer?“ — „Jeg kom ný- lega til Einars guðfóður míns“. — „Já, það hefurðu sagt mjer. En geturðu ekki sagt mjer neitt um hann, sem þú veist...?“ — „0-jú!“ — „Er það satt? Ella, segðu mjer það!“ — „Hann kom þar aftur“.— „Það er ekki satt“. — „Það er víst satt; foreldrar mínir ljetu eins og þau sæju það ekki, en jeg fór upp á loft og faldi mig“. — „Áfram með söguna! Kom hann þá á eftir?“ — „Jeg held faðir minn hafi sagt honum, hvar jeg var; hann er svo undarlegur“. — „Og kom hann svo? Sestu niður, sestu hjerna hjá mjer! Nú, svo kom hann?“ — „Já, en hann sagði svo sem ekkert; hann var feiminn". — „En segðu mjer; hvert orð; segðu mjer hvað hann sagði!“ — „Ertu hrædd við mig?“ sagði hann. Jeg spurði, hvers vegna jeg ætti að hræðast hann. „Þú veist til hvers jeg er kominn“, sagði hann og sett- ist á kistuna hjá mjer. — „Á kistuna hjá þjer?“ — „Já, og svo tók hann utan um mig“. — „Tók hann utan um þig; ertu vitlaus?“ — „Jeg reyndi að losna, en hann vildi ekki sleppa mjer. „OóðaEHa!“, sagði hann“, hún fór að hlæja og hin líka. — „Nú, nú, og svo?“ — „Viltu verða konan mín?“ — „Ha, ha, ha!“ — „Ha, ha, ha!“ Og svo hlóu báðar: „Ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha!“ Loksins þagnaði hláturinn og á eftir varð dauðaþögn; svo hvíslaði sú sem fyrst spurði lágt: „Heyrðu, þótti þjer ekki vont, að hann skyldi taka utan um þig?“ Annaðhvort svaraði hin eingu, eða þá gerði hún það svo lágt, að það heyrðist ekki; ef til vill gerði hún ekki annað en brosa. Litlu síðar spurði hin aftur: „Sögðu foreldrar þínir ekkert á eftir?“— „Faðir minn kom upp og horfði á mig, en jeg leit allt af undan, því hann brosti þegar hann sá mig“. -■ „En móðir þín?“ — „Nei, hún sagði ekkert; en hún var miklu þýðari við mig á eftir“. — „Já, þú hefur víst hryggbrotið hann?“ — „Auð- vitað“. — Svo þögðu þær aftur leingi. „Heyrðu?“ — „Hvað?“ — „Heldurðu að nokkur komi til mín, til þessa á jeg við?“ — „Já, það geturðu reitt þigá“.— „Ertu vitlaus! — Æ — hí! þú, Elia! — En ef hann tæki utan um mig?“ Hún grúfði sig niður. Svo hvísluðust þær á og hlóu. Að lítilli stundu Iiðinni fóru þær; þær höfðu hvorki sjeð Árna, öxina nje treyj- una; og það þótt honurn vænt um. Nokkrum dögum eftir þetta tók Arni Upplands-Knút í húsmennsku á Brún. „Jeg ætla ekki leingur að vera ein- mana“, sagði hann. Og Árni tókst á hendur ákveðið verk. Hann hafði snemma lært að beita hand- sög og sjálfur oft gert ýmislegt við bæjar- húsin. Nú hugsaði hann sjer að æfa sig í smíðum; því hann fann, að það hafði góð áhrif á hann að hafa eitthvað ákveðið fyrir stafni. Lika fann hann, að það hafði góð áhrif á hann, að umgangast aðra, og svo umbreyttist hann smátt og smátt, að hann langaði til þess, þegar hann hafði leingi verið einn. Veturinn eftir var hann um tíma á prestssetrinu og þar voru þær, prestsdóttirin og Ella á Brekku oft saman. Árna datt oft í hug, hver það mundi vera, sem væri að biðja Elínar. Svo bar það einu sinni við, að þær óku út, prestsdóttirin og Elín og hann átti að keyra hestana fyrir þær. Hann heyrði vel, en gat þó ekki heyrt hvað þær töl uðu um. Stundum ávarpaði Matthildur hann; þá hló Elín og leit undan. Einu sinni spurði Matthildur, hvort það væri satt, að hann gæti ort kvæði. „Nei“, sagði hann og flýtti sjer að svara; þá hlóu báðar, hvísluðust á og hlóu. Eftir það var honum hálfgramt í geði við þær og hann ljet sem hann sæi þær ekki. Einu sinni sat hann írammi i stofu; fólkið var þar að dansa. Matthiidur og Elín komu til að horfa á. Þær stóðu út í horni og voru »ð þræta um eitthvað; Elín vildi ekki, en Matthildur vildi og hún rjeði. Svo komu þær báðar til hans, hneigðu sig og spurðu, hvort hann kynni að dansa. Hann sagði nei, og svo sneru þær sjer báðar undan, hlóu og hlupu burt. Enn þá þessi eilífi hlátur, hugsaðí Árni og varð alvarlegur. En presturinn átti ungan fósturson, tíu — tólf ára gamlan, og af honum lærði Árni að dansa, þegar einginn sá til. Elín átti ungan bróður á aldur við fósturson prestsins. Þeir voru leikbræður, og Árni bjó til handa þeim sleða, skíði og SDörur, og talaði oft við þá um systur þeirra, einkum Elínu. Einu sinni kom bróðir Elínar með þau boð til hans, að hann skyldi greiða sjer betur en hann gerði. „Hver segir það?“ — „Ella sagði það, en hún bannaði mjer að segja, að það hefði verið hún“. — Nokkrum dög- um seinna sendi hann þau boð, að Elín skyldi hlæja minna. Dreingurinn kom aftur með þau boð, að Árni skyldi hlæja meira. Einu sinni víldi dreingurinn fá eitt- hvað, sem Árni hafði skrifað. Árni gaf honum það og hugsaði ekki frekar út í það. Að lítilli stundu liðinni kom dreing- urinn aftur og sagði Árna, að báðum stúlkunum þætti hann skrifa svo vel. „Hafa þær sjeð það?“ — „Já, það var fyrir þær, sem jeg bað um það“. — Árni bað þá dreingiua að færa sjer eitthvað, sem systur þeirra hefðu skrifað. Þeir gerðu það. Árni leiðrjetti ritvillurnar með snikkarablýanti og bað dreingina að leggja blaðið einhverstaðar þar sem þær fyndu það. Seinna fann hann blaðið í treyjuvasa sínum; en neðan undir var skrifað: „Leiðrjett af Merkikerti“. Daginn eftir hafði Árni lokið verki sínu á prestssetrinu og hjelt heim. Móðir hans minntist þess ekki, að hann hefði verið eins aiúðlegur og þennan vetur síð- an skömmu eftir að faðir hans dó. Hann las fyrir hana húslestra, fylgdi henni til kirkju og var henni í öllu til þægðar. En hún vissi, að ailt var til þess gert, að fá leyfi hennar til að fara burtu næsta vor. Þá fjekk hann boð frá Brekku og var beðinn að koma þangað til að smíða. Árna varð hverft við boðið, en Ijet eigi á því bera og lofaði að koma. Þegar sendimaður var farinn, sagði móðir hans: „Nú er jeg hissa! Frá Brekku!“ — „Því ertu hissa á því?“ svaraði Árni, en ieit ekki á hana. „Frá Brekku!" Endur- tók móðir hans. — „Nú, því þá síður þaðan enfráhverjum öðrum bæ?“ „Hann leit upp. — „Frá Brekku, frá Birgittu á Brekku, — og Bárði, sem barði hann föður þinn til óbóta, og það vegna Bir- gittu!“ — „Hvað segirðu?“ sagði Árni og hrökk við. „Varð það Bárður á Brekku?“ — Þau horfðu hvort á annað. Heill mannsaldur Ieið fram hjá þeim á svip- stundu, og þau röktu svarta þráðinn, sem þar var ofinn inn allt í gegn um. Síðan fóru þau að tala um yngri ár Níelsar, þegar allt Ijek í lyndi og gamla Elín á Brekku bar sjálf upp bónorð við hann fyrir dóttur sína, en hann neitaði; þau röktu allt, allt til þess að Níels var barinn ogþeimfannst sökin vera minni hjáBárði. En samt sem áður var það hann, sem barið hafði Níels til óbóta, það var hann. „Er jeg þá enn ekki laus við föður minn?“ hugsaðiArni og afrjeð samstundis að halda á stað. Hann gekk upp að Brekku og bar sög- ina á öxlinni. Leiðin lá yfir ísa. Honum sýndist Brekka fagur bær. Húsið leit allt af út eins og það væri nýmálað. Hon- um var kalt; og það var ef til vill þess vegna, að honum fannst allt þar svo hlý- legt. Hann gekk ekki beint ínn heldur upp fyrir bæinn til fjóssins; þar stóð geitahópur og nagaði börkinn af kvistum, sem þar lágu. Hundur einn hljóp aftur og fram um hlöðuvegginn og gelti eins og hann hjeldi að skrattinn sjálfur væri þar á ferðinni; en undir eins og Árni kom heim, dillaði hundurinn skottinu og lofaði honum að klappa sjer. Eldhúsdyrunum hinumegin í húsinu var hvað eftir annað lokið upp og Árni leit í hvert sinn niður þangað. Eld istúlkan kom fram og fleygði einhverju í geiturnar. Inni í hlöðunni kepptust menn við að þreskja og vinstra megin við brenniskotið stóð dreingur og hjó við. Bak við hann var hár viðarhlaði. Árni setti sögina frá sjer og gekk inn í eldhúsið. Þar var hvítur sandur á gólfi og smáskornum eini stráð yfir; á veggj- unum heingu skínandi fægðir eirkatlar og könnur og leirílát stóðu þar í röðum allt í kring. Það var verið að sjóða mið- dagsmatinn. Árni spurði, hvort hann gæti feingið að tala við Bárð. „Gáttu inn í stofuna“, svaraði einhver og benti inn. Hann fór þangað. Þar var ekki loka fyrir hurðinni, heldur var á henni snerill úr messing. Stofan var björt og máluð, loftið rósamálað, skáparnir rauðir og nafn eigandans á með svörtum stöfum, rúm- stæðið eins, og blá rönd með brúninni. Maður sat við ofninn; hann var herða- breiður, andlitið góðmannlegt, hárið gul- bjart og sítt; hann var að girða fötur. Við borðið sat kona með skautbúnað á höfði, í aðskornum fötum, há og grönn. Hún var að skifta kornhrúgu, sem lá fyr- ir framan hana, í tvennt. Aðrir voru eigi í stofunni. „Góðan dag og guð biessi vinnuna", sagði Árni og tók ofan. Þau litu bæði upp; maðurinn brosti og spurði hver þar væri. „Það er jeg, sem beðinn hef verið að koma til að smíða“. Maðurinn brosti meir en áður, laut niður að vinnu sinni aftur og sagði um leið: „Árni á Brún“. — „Árni á Brún“, sagði konan og starði á hann. Maðurinn leit sem snöggvast upp og brosti. „Sonur Níelsar skraddara“, sagði hann og hjelt áfram vinnunni. Konan stóð upp og gekk að hyllunni, sneri sjer svo við og gekk að skápnum, sneri sjer aftur við og fór svo að leita í borðskúflunni. Þá spurði hún lokeins án þess að líta upp: „Á hann að vinna hjer?“ — „Já, hann ætlar að vinna hjerna", sagði maðurinn og leit heldur ekki upp.— „En þjer hefur ekki verið boðið sæti“, sagði hann og saeri sjer að Árna. Árni settist niður. Konan gekk út; maðurinn hjelt áfram að vinna. Árni spurði, hvort hann gæti byrjað. „Við skulum fyrst borða miðdegisverðinn“. Konan kom ekki inn aftur; en næst, þegar eldhúsdyrnar voru opnaðar, kom Elín inn. Hún ljest fyrst ekki taka eftir honum, en þegar hann stóð upp, ætlaði að ganga til hennar og heilsa henni, þá nam hún staðar, sneri sjer að hálfu leyti við og rjetti honum hendina, en leit ekki á hann. Þau skiftust við nokkrum orð- um; faðir hennar hjelt áfram. Hún hafði fljettað hár; var í nærskornum kjól með þraungum ermum; hún var há, grönn og liðleg í vexti, úlfliðurinn sívalur og hönd- in smá. Hún lagði dúk á borðið. Vinnu- fólkið mataðist í annari stofu, en hús- bændurnir og Árni í þessari. En það var af tilviljun þennan dag, því annars möt- uðust allir saman í eldhúsinu; það var stórt og bjart. — „Kemur mamma þín ekki ?“ spurði maðurinn. — „Nei, hún fór upp á loft til að vikta ull“. — „Hefurðu sagt henni til?“ — „Já, en hún segist ekki ætla að borða“. — Þau þögðu litla

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.