Ísland


Ísland - 13.11.1897, Síða 1

Ísland - 13.11.1897, Síða 1
I. ár, 4. ársfj. Reykjavík, 13. nóvember 1897. 46. ti)lul)lað Eimreiðin. 3. hefti af III. ári er nú komið út. Þar er fremst „Holdsveikin“, skáldsaga eftir Snæ SnœJand, sem sagt er að sje ungur maður ísleuskur í Yesturheimi. Efnið er í fám orðum það, að sveitaprestur einn vill láta son sinn, sem er prestlingur, ganga að eiga unga og efnilega stúlku, Bem hann þó hyggur að sje af holdsveikri ætt. Sjálfri er stúlkunni ókunnugt um, að holdsveikin sje í ætt sinnl en hún heyrir það einu sinni á tali prests, að svo muni vera. Fellur henni það svo þung- lega, að hún geingur út og drekkir sjer. Síðar giftist sonur prests og kemst þá klerkur að því, að hanu hefur vaðið í villu um ætt þeirrar stúlkunnar, sem drekkti sjer, en að kuna sonar síns sje aftur á móti af holdsveikri ætt. Þegar prestur uppgötvar þetta, fellur hann dauð- ur niður. Sonur hans er þá orðinn klerk- ur. En fáum missirum síðar missir hann konuna; hún drekkir sjer líka. Hjá þeim hefur verið fræudi hennar, sem nýlega er dáinn úr holdsveiki og hefur það feingið svo mikið á hana, að horfa upp á hann, að hún vill ekki Ieingur lifa. Rjett á eft- ir deyr prestur sjálfur af armæðu og sorg út úr öllu þessu. Eins og útg. Eimr. tekur fram í athuga- semd við söguna, er það misskilningur hjá höf., að holdsveiki sje ættgeingur sjúk- dómur. En það gerir ekki mikið til; sag- an gæti verið góð fyrir því. En það er hún ekki. Hún er illa sam- sett og eingin lýsing á viðburðunum eða persónunum, sem sagan getur um, er nokk- urs virði. Hún er ekki ólipurt skrifuð á stöku stað, en þó hvergi svo vel, að heit- ið geti, að tilþrif sjeu þar að nokkru gagni. Málið á sögunni er óvandað. Sam- talið milli prestsins og sonar hans í VII. kafla er ein smekkleysa frá upphafi til enda. Þar er höf. að stæla fornmálið og reyna að ná sama blæ yfir frásögnina og er á fornsögunum. Málið og stýllinn á þessum kafla er því alls ólíkt því, sem er alstaðar annarstað- ar í sögunni. Og innanum fornleg orða- tiltæki koma þar fyrir dönskuslettur líkt og „spursmál" í staðinn fyrir spurning o. s.frv. Höf. ætlar með sögunni að sýna þörfina á því, að byggt sje skýli yfir holdsveika menn hjer á landi. Af því að bygging holdsveikraspítalans er nú laungu fastráð- in áður sagan kemur út, og af því að höf. hefur misskilið í verulegn atriði það mál, sem hann er að tala um, 0g að lokum einkum af því, &ð höf. hefur alls ekki tekist að fara skáldlega með þetta óskáld- lega efni, þá vírðist oss, að rjettara hefði verið af útg. Eimr., að taka ekki þessa sögu „til fósturs“. Þar næst er útdráttur úr brjefum Lud- vig Harboes’, sem dvaldi hjer á landi 1741 —45 og var sendur út hingað til að koma betra lagi á kirkju- og skólamál. Brjefin eru rituð kunningja hans í Kaupmanna- höfn á þýsku og hefur Jón Jónsson sagn- fræðingur þýtt þau og gert útdrættina. H. ber íslendingum ilia söguna og er hjer dálítill kafli úr lýsingu hans: „íslendingar eru að eðli hraustir og sterkir, og á loftslagið mikinn þátt í því. Hin venjulega fæða þeirra er harðfiskur með dálitlu af smjöri, sem oft er bæði grænt og gult og blandað hári og öðrum óþverra. ... Yflr höfuð finnst mjer þeir vera svo óþrifalegir, að jeg oft fæ viðbjóð á að sjá til þeirra. Þeir sitja oft á rekkj- um sínum og matast og ægir þar saman við hliðina á þeim tóbaki, harðfiski, smjeri og ull ... Bæði menn og konur liggja alls ber hvað innan um annað í hreysum sínum og flest þeirra eru ekki hóti betri, en sökudólga þeirra, sem þræla í járnum hjá oss ... Að hafa getið 2—3 börn í lausaleik er eigi skoðað sem tiltakanlegt afbrot heldur miklu fremur sem ærleg sök. Það er álitinn frama vegur, ef einhverjum tekst á þann hátt að komast yfir dóttur ríks manns“. Frá viðtökunum, þegarhann fyrst kom til biskupsekkjunnar á Hólum, segir hann svo: „Fyrst var borið fram te, en bollarnir voru svo út löðraðir, að ómögulegt var að taka á þeim. Því næst var borið fram eitt glas af víni, er komið hafði til íslands fyrir þrem árum og var súrt eins og edik. Því næst var matur- inn fram reiddur og átti fyrsti rjetturinn að vera einhverskonar mjólkurmatur, en en hann var svo nauða-ólystugur, að jeg varð að neyða honum ofan í mig. Fólkið vildi hella víni út á, en það var mjer með öllu ómögulegt. Næsti rjetturinn var ket- áúpa, og var ekki nóg með, að hún væri fjarskalega feit, heldur var hún líka full af hárum. Loks var borinn inn heill köst- ur af hörðum fiski og súrt smjör á milli laga!“ o.s.frv. Þá er grein eftir Gluðmund Friðjóns- son, Konankemurí mannheim. Guðmund- ur lætur þar alla bölvun og eymd vera komna yfir jörðina konunnar vegna og kemur honum í því efni saman við ritn- ingarnar og klerkana, sem kenna hið sama í sögunni um Evu. Þessi grein er best rituð af þeim greinum og sögum, sem í heftinu eru, og er hún víða hnittin og skemmtileg. Það er óþarfi fyrir útgef. Eimr. að afsaka það, að hann hefur tekið þessa grein, þótt full þörf væri á því, að er holdsveikissöguna snertir. Aunars hrós- ar hann skáldskap Guðmundar, eins og vert er, einkum kvæðum hans í Sunnan- fara. Það er heldur ekki rjett, sem virð- ist vera álit útg., að G. Fr. sje alveg ó- menntaður maður. Eins og kunnugt er, eru margir sjálfmenntaðir menn í Þing- eyjarsýslu vel að sjer og þar að auki er Guðmundur fyrir nokkru útskrifaður af Möðruvallaskólanum. Samt sem áður er það vafalaust rjett, að hann hefði gott af því, ef hann gæti aflað sjer meiri mennt- unar. Niðurlagið á aths. útg. Eimr. við greinina hljóðar svo: „Ættu íslenskar bókmenntir einhvern Mæcenas, þá mundi hann varla iðra þess, að gefa þessum unga höfundi tækifæri til að stækka dálítið sjóndeildarhring sinn og hefla sig“. Önnur grein, „Haust“, er síðar í heft- inu, eftir Jóhannes Þorkelsson, ekki ólip- urt skrifuð, en míklu innviðaminni. Þá er þar mynd af ívari Aasen og grein um hann eftir dr. Finn Jónsson, framhald á þýðingum sjera Matthíasar á norskum kvæðum: Vordagurinn og Haugur Har- alds hárfagra, eftir Aasen, Jólanöttin og köllunin, eftir Vergeland. Þá eru þar þrjú lög, eftir Árna Thorsteinsson, tvö við kvæði eftir Steingr. Thorsteinsson (Verndi ])ig einglar og Soikveðja) og eitt við kvæði eftir Hannes Hafstein (Er sólin hnígur). Að lokum er þar ritdómur eftir dr. Finn Jónsson um dönsku orðabókina nýju og hefði verið rjettara af höfundinum að benda á fleiri galla á þeirri bók, en hann hefur gert, og er merkilegt, að einginn af okk- ar mörgu málfræðingum skuli hafa orðið til þess. Yorhimin, yonir. Þú ert frlður, breiður, blár og bjartar lindir þinar, þú ert víður, heiður, hár sem hjartans óskir mlnar. Þorsteinn Qíslason. Fagur ertu vorhimin, og fögnuð vek- urðu. Þú ert bjartur og bláma djúpur, hreinn ertu í heiði og huggleðjandi, ómælis- víður og vonir glæðirðu. Leingstum mun jeg minnast, hve glaður jeg var áður í æsku minni, þegar þú, vorhiminn þandir vængina þína bláu yfir hauður og haf. — Lundin var ljett, en loftið var hreint, blærinn var blíður og brosandi jörðin vafin í grænum gróðri. Brjóstið þandist út og þreytan hvarf, þegar lífsandi vorsins ljek um mig allan. Hugurinn hló og hjartað ylnaði og augað teigaði alla fegurð. Þar hlógu við mjer dalir og grænar grundir og ár runnu um eyrarnar út í silfurbjart- an sjóinn. En utan um var hringur úr háum fjöllum, sem gnæfðu við loftið eins og laudamerkjagarður milli þess, sem aug- að sjer yfir, og ómælisvíddar. Hugurinn hóf sig til flugs. Hann vildi sjá og vita, hvað það væri laung leið að fara, áður en upp væri komið í hæstu hvelfingu vor- himinsins. Þangað dró hann þráin, þang- að leiddi hann laungunin, að komast fyrir enda allra hluta og finna upphaf alls. - Hví viltu hætta þjer, hugur minn, út í hiraindjúpið á veikum væng. Þú flnnur eingan enda á endaleysunni. Þú flýgur og fiýgur, en fljótt muntu þreytast. Þú snýr bráðum aftur ofan til jarðar, angur- vær og eingu nær. Þetta veit jeg nú, en þá var annað. — Hugurinn flaug, en hann færðist ekki nær himinheiðinu. Hon- um dapraðist heldur flugið og jafnfróður fór hann til jarðar aftur. „Hvað er að frjetta af ferðura þínum, eirðarlausi andi?“ sagði jeg. „Langtum er himininn leingra burtu en auga eygir eða andi flýgur og skal nú hætta himinflugi", sagði hann og drúfti hjá mjer dapur í bragði. Þá varð mjer litið á laglega stúlku, er stóð þar við hlið mjer, hýrleit og brosandi og himin- glöð. „Hvaðan ertu, himinfríða, hýrleita mær? Áttu nafn, sem er yndisleik þínum sam- boðið?“ „Bæði eigum við átthaga saman, en Æska heiti jeg og yndið er fylgja mín“. „Yertu þá hjá mjer og veittu mjer yndi, því að hugur minn er dapur. Himins- enda leitaði hann leingi á leiðunum bláu, en flugþroti varð hann að fara til jarðar. Því er mjer næsta þörf á yndi“. „Þú varst barn og Bernska systir mín fylgdi þjer hvert fet, er þú steigst og leiddi þig meðan líf hennar vanst. Nú er húu dain og draumhaugur mun henni orp- inn í minningu þinni. Þá fór hugur þinn í himinleit að finna endi allra hluta. Þá kom jeg, Æskau, þjer til yndisbóta, til stuðnings og styrks fyrir starfgjarnan anda, til hvatningar þjer, ef þú þreytist að leita að sannleikanum, sólu andans. Mun jeg fylgja þjer meðan jeg lifl“. „Á jeg þig, Æska? Allt finnst mjer glaðna. láð og lögur, loft og hugur. Aftur vil jeg hefja huga til flugs“. „Hví viltu elta himinblámann ómælanda og endalausan. Litastu heldur um og leit- aðu að öðru, sem hugurinn vill fá og hönd- um taka. Þekkirðu þessar? Þær eigum við“. Þá rendi jeg augum um eingið, sem jeg stóð á. Hýrleitar meyjar slógu hring um okkur, sumar smáar en sumar stórar, all- ar fríðar og yndislegar. Sumar voru bljúg- ar og blíðar ásýndum, og draumsæl angur- blíða í augum þeirra. Þá voru aðrar með eldlegu fjöri en glaðar og góðlegar og enn aðrar ákaflyndar, eirðarlausar og ofurhug- ar. „Áttu þetta fólk, Æska mín góð?“ „Yið eigum það bæði“. „Hvað heitir sú ljóshærða, ljett undir brún?“ „Laungun er hún kölluð, og allar heita þær einu nafni“. Þá kom ein laungunin á fætur annari og vöfðu mig allar örmum sínum og sögðu allar hið sama: „Mig langar, mig lang- ar“. Þá sagði Æskan: „Ekki þarftu að elta þessar, og munu þær furðu fastheldn- ar verða, En fleira er hjer kvikt, er fýsa mun þig að fá að eiga“. Þá litaðist jeg um á láði og legi og á himinheiði. Allt var það fullt af engil- fögrum, vængljettum verum með vinhlý augu, ljúfa rödd og ljósan svip, glóbjart- an koll og glaðlegan hlátur. Þær brostu allar í einu til mín: „Jeg er hjerna hjá þjer. hægt er að ná mjer“. Þá var og í einu með ótal munnum kallað: „Mig lang- ar, mig langar“. „Eigum við þetta allt saman, Æs'ka mín góð?“ „Víst eigum við, og er eign sú furðu fögur. Hjeðan af verður það hlutverk okkar, að handsama af þeim sem allra flest“. „Hvað heita þær allar?“ „Þær heita vonir“.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.