Ísland


Ísland - 20.11.1897, Blaðsíða 1

Ísland - 20.11.1897, Blaðsíða 1
r I. ár, 4. ársij. Reykjavík, 20. nóvember 1897. 47. tölublað. Presthólamálið. Eftir sjera Halldór Bjarnarson. ,,Rjettvisia“(?) hefur þá á endanum feing- ið sinn dóm um þær æruleysis-sakargiftir, sem hún liefur á lofti haldið gegn mjer undanfarin 7 ár. Svo sem kunnugt er, hefur landsyfirrjetturinn, 2. ágúst síðastl., dæmt sakargiftirnar marklausar, aðfarir „rjettvísinnar41 ástæðulausar og lagt kostn- aðinn allan á opinberan sjóð. Sú er þó rauniu á orðin, að betra hefði verið heima setið en heiman farið í þennan leiðangur. Og það hefði "betra rerið í íleiru en einu tilliti, því þessi herferð til að hafa af mjer æruna hefur ekki haft neittgeðslegt í för með sjer. Rógur og illmælgi og hvers konar óþokka háttsemi hefur baðað í rós- um í skjóli þessa sakamálsreksturs og fæst verið látið ónotað af slíkum meðul- um til að ófrægja mig og espa fólk upp til fjandskapar á móti mjer og ofsóknar. Við þetta hef jeg átt að búa þessi síðustu árin og beðið með þolinmæði þess, að landsyfirrjetturinn ræki niður hjeraðsdóm- inn í Benedlkt Sveinsson, og allan róginn með. Hvað hjeraðsdóminn snertir, hefur landsyfirrjetturinn gert þetta eins ræki- lega og framast má verða, en með róginn hefur honum tekist miður, svo að jeg hlýt að veita mina tilhjálp til að koma honum fyrir. Sje jeg þar til ekkert tiltækilegra ráð en skýra blátt áfram nákvæmar frá þriðju sakargiftinni, en gert er af lands- yfirrjettinum til að sýna hvcrs virði for- senduglósan hans sje. Og fyrst jeg á ann- að borð þarf að skrifa um þetta mál, get jeg eins vel sýnt fram á, hvernig aliur gripdeildardikturinn er undir kominn og rekinn. Jeg byrja þá sögu mína á því, að mál þetta var aldrei kært fyrir háyfirvaldinu; heldur var því laumað til háyfirvaldsins gjafsóknarbeiðsluveginn. Gjafsóknarbeiðni Guðm. í Nýjabæ til amtsins er niðurlagsþátturinn í þeim leik, sem leikinn var áður en fortjaldið var dregið frá i nafni rjettvísinnar og jeg sje hann nú allan glöggar en jeg gerði þá. Guðmundur kom til mín með tvo votta veturinn eftir sumar það, sem spýturnar voru teknar og leitaði bóta fyrir þær. Jeg bauð honum öll góð boð, sem jeg kunni. Jeg bauðst blátt áfram til að borga spýt- urnar, eða þá láta hann fá þær aftur úr kofanum eða aðrar spýtur. Eu kvöl á sá sem völ á. Guðm. vissi ekkert hvað hann vildi nje holdur peningaverð á spýtunum. Og með því lauk þessari, að því er virðist, tilgangslausu málaleitun hans. Skömmu síðar komu mjer skilaboð frá honum á skotspónum, að jeg yrði að borga honum 20 kr. fyrir spýturnar. — Þá er hann bú- inn að koma sjer niður á verðið —, ekki klagaði hann mig. Nú var sjálfsagt að bíða átekta, því „jeg ætlaði hvorki að láta hann nje aðra dylgja um, að jeg keyfti mig undan sökum með okurgjaldi“, eins og jeg skrifaði Júlíusi Havsteeu síðar. Jeg bað samt Benedikt Sveinsson að út- nefna menn til að virða spýturnar. En það var eins og jeg hefði beðið Benedikt um að drepa undan sjálfum sjer og vildi hann það með eingu móti gera. Á endan- um var það þó gert 24. apríl 1893. En þá Ijet Guðm. birta mjer fyrirkall til sátta- fundar. Sá fundur fór fram 5. maí s.á. Á fundinum og eins eftir hann bauð jeg Guðm. undir votta að borga honum spýturn- ar eftir mati hinna útnefndu manna. En Guðm. vildi ekkí líta við því. Eftir það varð auðvitað ekkert af virðingu mann- anna, úr því Guðm. vildi ekki taka bæt- ur eftir mati þeirra. Þegar það kvisaðist hingað norður, að Júlíus amtmaður ætlaði að hafa afskifti af þessu máli, skrifaði jeg honum eins- lega málavexti eins og á er drepið að framan. Set jeg hjer útdrátt úr svari hans: ... „Að því leyti, er snertir afskifti mín af þessu máli, þá er sagan þessi: Á síðastliðnu sumri kom til mín Guð- mundur í Nýj^.bæ, og spurði mig að því, hvort hann gæti feingið gjafsókn í máli, sem hann sæi sig knúðan til þess að höfða gegn yður; hann sagði mjer þá sögnna um spýtnatökuna án þess að kæra yður eða fara nokkrum heiftarorðum um yður. Jeg sagði honum, að hann skyldi koma með skriflega gjafsóknarbeiðni sína og hver skjöl henni skyldu fylgja. Nokkru síðar kom Einar Benediktsson hingað; jeg spurði hann um þetta mál, því jeg furð- aði mig þegar á sögu Guðmundar og mjer fannst þá, að hjer mundi vera um laga- brot að ræða. Það dugar ekki svona að sitja yfir rjetti annara manna. Einar gerði lítið út úr öllu saman1 . . . Svo koma gjafsóknarbænarskráin með útskrift úr sáttabók o.s.frv., og þá gat jeg ekki verið í neinum efa um, að mjer bæri skylda til að láta rannsaka þetta mál með próf- um, því það leit svo út, sem hjer væri drýgt það brot, sem ræðir um í 250. gr. hegnlngarlaganna eða þá gripdeiid (sbr. 239. gr. sömu laga). Eftir þeim skjölum, sem fylgdu bænaskrá G.2 var ekki annað að gera en að rannsaka málið með próf- um. Jeg heimtaði svo útskriftir af próf- unum, og þegar jeg hef feingið þær, skal það nákvæmlega yflrvegað, hvort ástæða sje til þess að fara leingra. Ef ekki kem- ur annað fram en það, að þið G. hafið ekki getað komið ykkur saman um upp- hæð skaðabótanna, þá er ekki nein hætta á ferðum, en þjer verðið að íhuga, að framboð um litlar bætur, eða að vísa Guð- rnuudi á spýturnar í kofanura er að virða sem neitun um að borga. Jeg furða mig mjög á því, að þjer skylduð ekki gera 1) Einar hefur eftir þessu tvívegis „gert lítið út úr öllu saman, því það sagði hann mjer, að þeir Júlíus hefðu hitst, Júlíus þá á leið frá amtsráða- fundi á Sauðanesi og hann heíði þá fyrir eftir- grennslun Júlíusar tjáð honum, að ekkert „criminelt11 væri í spýtnatökunni. Einar gegndi þá sýslunni Bem settur. (fl. B.). 2) Það voru vottorð um, að spýturnar hefðu ver- ið lagðar upp í Presthólalendingu og svo „útskrift úr sáttabók“ o.fl. (fl. B.). gott úr öllu, þá er þjer urðuð þess áskynja, í að spýtur Guðm. voru teknar“ ... ] Það má nærri geta, hvað mjer hnykkti í við brjef þetta. Það er nú svona sjer á parti, aðvaða upp á embættismann, sem einginn hefur kært, með sakamálsrann- sókn og það um ærulausar sakir, enda þótt sýslumaður sá, er sökin bar undir, „gert hafi lítið úr öllu saman“. En það hefur sýnt sig, að um þessa hluti má eigi tala eins og vert er, og því vil jeg ekki um þá tala. Auðvitað skrifaði jeg nú amtmanninum aftur. Svar hans er svo látandi: „íslands Norður- og Austuramt. Akureyri, 15. febr. 1894. Þjer hafið, háæruverðugi herra prófast- ur, í þóknanlegu brjefi, dags. 31. f.m., með fylgiskjölum reynt til þess að sýna fram á, að þjer eigið ekki sök á því, að tekn- ar hafi verið á sumrinu 1892 spýtur nokkrar frá Guðmundi Guðmundssyni á Nýjabæ, sem lagðar höfðu verið upp á Presthólafjöru, nje að því, að þjer sitjið yfir þessari eign enn þá þann dag í dag og búist þjer við, að jeg afsurkalli skip- an þá til rannsóknar í þessu máli, sem jeg hef út gefið. Þó svo sje, að þjer eigið ekki neinn hlut að því, að verkamenn yðar tóku spýturnar tilheyrandi Guðmundi í Nýjabæ í kofa, sem þeir voru að byggja handa yður, en það lítur svo út af þeim vottorð- um, sem þjer hafið sent mjer, að þessir menn hafi tekið spýturnar jafnskjótt og þær voru lagðar upp, þá er þetta mál ekki búið hjermeð, því skýrslur yðar um, hvernig á því standi, að þjer sitjið yfir eign Guðmundar, án þess hann liafi nokkr- ar bætur feingið, er alls ekki fullnægjandi, sbr. 250. gr. hegningarlaganna. Spýturnar, sem spursmálið er um, segið þjer hafi verið þrjár1, en í vottorði þriggja manna, sem jeg hef endurrit af, er sagt að 7 spýtur hafi vantað, þá er þeir hafi ætlað að sækja spýtur Guðmundar vetur- inn 1892—93. Þjer segið sjálfur, að yð- ur hafi verið kunnugt um misgripin á spýtunum, sem urðu, meðan þjer hafið verið fjærverandi til þess að embætta á Ásmundarstöðum 24. júlí 1892 og skíra I barn á Skinnalóni 25. s.m., 1 eða 2 dög- um eftir að þjer voruð heim kominn og hefði þá legið næst fyrir, að þjer hefðuð gert Guðmundi orð þegar og bætt honum spýtnatökuna, en í stað þess fær Guð- mundur ekkert að vita, að því er virðist, fyr en laungu seinna2. Jeg hef liggjandi fyrir mjer endurrit af vottorðí eins manns um það, að hann á vetrinum 1892—93 hafi farið til yðar fyrir Guðmund og boðið yður þann kost að borga 20 kr. fyrir ') Orðin í mínu brjefi voru: „nokkrar (3)“. Hinar 4, sem jeg pá ekki vissi um, eru virtar til samans á 35 aura. (H. B.). 2) Jeg veit ekki hvað amtmaðurinn er að gera sjer rellu út af þessu, fyrst Guðmundi einginn skaði skeði milli spýtnatökunnar og þess, að hann fjekk hana að vita. Annars upplýsti jeg með 2 eiðstilboðsvottorðum, að jeg hefði þegið tilboð eins manns um, að gera Guðm. aðvart um tökuna, jafn- skjótt og jeg vissi eigandann. (fl. B.). spýturnar og kostnað þann, sem taka þeirra hafði bakað Guðmundi, og enn frem- ur eftirrit af vottorði 2 manna um það, að þeir hafi heyrt yður lofa Guðmundi, að þjer skylduð skrifa með fyrstu póstferð til verslunarstjóra Þ. Guðjohnseu á Húsavík og biðja hann um trjávið til þess að bæta Guðmundi skaða hans1. Þegar Guðmund- ur svo kom á Húsavík, voru eingar spýt- ur þar til handa honum, eftir því sem Guðmundur hefur skýrt mjer frá2. Þjer segið3 aftur á hinn bóginn, að þjer eins- lega hafið boðið Guðmundi fullt verð fyrir spýturnar og á sáttafundi 5. maí 1893 og eftir sáttafund í votta víðurvist boðið enn fremur það verð, sem óvilhallir af sýslu- manni út nefndir menn til tækju. Hjer er ekkert til tekið um það, að Guðmundi yrði greiddar bætur fyrir ómak hans út af spýtnatökunni og saknan þeirra1 * og ekkert um það hver greiða skyldi kostn- aðinn við matið*. Þar að auki virðist það æði torvelt að meta til verðs spýtur, sem þegar er búið að búta sundur og setja í hús eða kofa6. Guðmundur er í öllu falli svo laugt dreginn, að verða að kalla yð- ur fyrir sáttanefnd og gera undirbúning undir málshöfðun gegn yður. Eins og málið liggur fyrir, er ekki annað að sjá, en að Guðmundur hafi vilj- að gera sig ánægðan með 20 kr., sem jeg eftir öllum atvikum ekki get álitið7 of mikið, en frá yðar hálfu, að þjer hafið gabbað hann og gert honurn örðugt á alla lund að fá eign sína aftur eða skaða sinu bættan8. Jeg finn hjer að svo stöddu einga á- stæðu til að afturkalla skipuu mina um ranusókn í þessu máli, sem mjer virðist alveg nauðsynleg, og heldur ekki að sómi yðar sje skertur9 með slíkri rannsókn, sem ætti að leiða hið sanna í ljós hjer. *) Fyrst amtmaðurinn hefur þetta fyrir sjor, hvað vill hann þá vita leingur? Ekki sýnir það að jeg hafi ætlað að draga mjer spýturnar endur- gjaldslaust. (S. B.). 2) Hjer hefur amtmaðurinn víst ekkert „fyrir sjer“ (H. B.). s) Jeg gerði betur, jeg sendi honum vottorð sáttamanna um tilboð mitt til Guðmundar eftir sáttafundinn. (fl. B.). 4) Mjer bar heldur eingin skylda til þess. Spýt- unum, sem jeg byggi úr, hafði jeg eftir atvikum rjett til að halda gegn því að greiða fyrir þær verð þeirra, að því er háskólakennari H. Matzen kennir í fyrirlestrum sínum yfir hluthelgina. Orðin eru þesBÍ: . . . „maa man skjelne imellem om den byggende har været i god Tro eller ikke. I förste Tilfælde maa han . . . kunne fordre at beholde Tingen i den Skikkelse hvor i den i Öjeblikket foreligger i mod at erstatte Eieren af det paa- gjeldende Materiale dettes Yærdie som saadant“ Það bauð jeg Guðm. (H. B.). 5) Skyldi þetta nú vera rjett? Greiðir ekki sá, sem mennina hefur feingið útnefnda, matskostnaðinn, þegar öðruvísi er ekki um samið? (fl. B.) ®) Götótt blökk, ryðbrunnin og fúin var tekin sundur i miðju; það var allt og sumt, sem sundur var bútað. (H. B.). ’) Og á hverju er nú það álit byggt? Spýturn- ar voru undir sakarrekstrinum metnar kr. 4.10 all- ar til samans. Jeg þyrftí að vera hálaunaður landsómagi til þess að geta staðið mig við að borga hlutina fimmfalt dýrara en þeir eru verðir. (fl. B.). 8) Þotta er greindarlega talað! (fl. B.) *) Ekkí! Annað hefur mjer þó reynst en rann-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.