Ísland


Ísland - 20.11.1897, Blaðsíða 3

Ísland - 20.11.1897, Blaðsíða 3
ISLAND. 187 varlega að skríniau og krupu niður fyrir framan það. Þegar Margrjet lyfti lokinu lagði ilm á móti þeim, svo Elín sló lóf- unum saman áður en hún leit ofan í skrín- ið. Efst lá saman brotinn klútur og var breiddur yfir allt sem var í skríninu; Margrjet tók hann og lagði til liliðar; „nú skaltu sjá“, hvíslaði hún og tók upp fín- an, svartan silkiklút, sem auðsjeð var á, að ekki var ætlaður handa karlmanni. „Það er alveg eins og það væri ætlað ein- hverri stúlku“, sagði Margrjet. „Hjer er enn einn“, sagði hún; Elín snerti á hon- um, gat ekki stillt sig um það, en þá vildi Margrjet sjá hvernig þeir færu henni. Elín varð niðurlút og færðist undan, en það kom fyrir ekki. Margrjet braut klút- ana aftur saman. „Nú skaltu sjá“, sagði hún svo og tók upp nokkur silkiböud; „allt saman eins og það sje handa ein- hverri stúlku“, sagði Margrjet. Elín var orðin blóðrjóð í andliti; brjóstið gekk upp og niður, augun leituðu undan, enn ann- ars stóð hún hreifingarlaus. „Hjer er enn þá meira!“ Margrjet tók upp kjólefni, ljómandi fallegt; — „það er fint“, sagði hún og bar það upp á móti birtunni. Margrjet bað Elínu að þreifa á því. Það var ekki laust við að Elín væri skjálf- hent, hún þreifaði á því, blóðið hljóp til höfuðsins, hún ætlaði að snúa sjer undan, en fannst hún ekki geta það. „Hann hef- ur keyft eitthvað í hvert sinn, sem hann hefur íarið í kaupstaðinn11, sagði Margrjet. Elínu var nú allri lokið; hún Ijet augun hvarfla frá einu til annars í skrinínu og fór svo að lokum aftur að skoða kjólefn- ið; en hún sá varla nokkuð af því, sem hún skoðaði. En Margrjet hjelt áfram. Að síðustu tók hún upp dálítinn pappírs- stranga. Þær ráku eitt blaðið af öðru utan af honum; forvitnin fjekk afturyfir- höndina og Elín fór að ná sjer. Þetta voru þá ofurlitlir skór. Aðra eins skó höfðu þær aldrei sjeð, hvorug þeirra. Mar- grjet skildi ekki hvernig farið væri að búa annað eins til, Elín sagði ekki orð. Margrjet vildi að hún skoðaði skóna, en hún var svo feimin, að henni lá við að gráta. Hana langaði til að tara, en hún þorðiekkert að segja, hún var svo hrædd um að Margrjet liti upp. En Margrjet var öll með hugann á því, sem hún var að gera. „Lítur það ekki út alveg eins og hann hefði verið að kaupa þetta smásam- an handa einhverri stúíku, sem hann ekki hefur þorað að gefa það?“ sagði hún og lagði það allt niður aftur, nákvæmlega eins og það hafði áður legið; það var svo að sjá, sem hún væri vön við þetta. „Nú skulum við sjá hvað í handraðanum er“, sagði hún og opnaði hann hægt og gæti- iega, eins og hún byggist við, að þar væri eitthvað fallegt að sjá. Þar lá dálítil spenna og eftir breiddinni að dæma var hún ætluð á mittisband; hana sýndi Mar- grjet Elínu fyrst. Svo sýndi hún henni tvo gullhringi, sem bundnir voru saman og svo kom Elín auga á sálmabók í flauelsbandi með silfurspennu, en þá hafði hún sjeð nóg og sá heldur ekki neitt framar, því hún sá nafnið sitt á silfur- spennunni: „Elín Bárðardóttir". — j£ar- grjet vildi láta hana skoða bókina; Elín svaraði ekki, en Margrjet sá, að ofan á silkið fjellu tár, eitt eftir annað og breidd- ust út yfir bókarspjaldið. Þá lokaði Mar- grjet handraðanum, sneri sjer við og tók Elínu í fang sjer. Þær grjetu báðar og bvorug sagði eitt orð. Kjöttollur Norðmanna. í 46. tbl. „Þjóðólfs" þ.á. er talað um kjöttoll þann, er frændur vorir, Norðmenn, hafa lagt á inuflutt kjöt til Noregs ný- lega, og heldur blaðið ráðlegast — til þess að ná sjer nokkuð niður á Norðmönnum fyrir þetta bragð, sem íslendingar muni hafa svo mikinn óhag af — að leggja toll á innfluttann við frá Notegi til íslands, eða þá að leggja drjúgan toll á útfluttar afurðir hinna norsku hvalveiðamanna hjer við land, og virðist ekki ónauðsynlegt, að skoða það mál frá fleiri hliðum, áður en því er hleypt inn á löggjafarþing lands- ins, sem „Þjóðólfur“ fer þó fram á að verði gert. Að leggj a toll á timbur, sem flutt er frá Noregi til íslands, er vonandi, að einginn heilvita maður taki í mál, því það er einginn efi á, að sá tollur muudi eingaungu lenda á kaupendum og hann margfaldur, enda væri sama að leggja toll á aðflutt timdur, eins og ef farið væri að tolla matvöru og helstu lífsnauðsynjar, — og að leggja toll á norskan við eingaungu, en ekki sænsk- an, sýnist eitthvað kuldalegt, enda mundi Norðmönnum ekki verða vandræði úr því, að láta sænskan skipstjóra með sænsku flaggi flytja spíturnar, ef þeir vildu vera lausir við þær. Þar sem „Þjóðólfur11 talar um að leggja drjúgan toll útfluttar vörur hinna norsku hvalveiðara hjer við land, þá tekur ekki betra við. Hvaða sanngirni mælir með því, að hefna sín með háum tolli á 4 eða 5 mönnum, sem eru búsettir hjer á landi, og sem gjalda hjer stórfje til Iandsþarfa, - einungis af því, að Norðmenn leggja toll á aðflutt kjöt heima hjá sjer og hvaðan úr heimi, sem það kann að koma? Yera má, að útflutt kjöt frá íslandi fari mest til Noregs, en er ekki flutt þangað kjöt frá fleiri löndum og er það ekki háð sömu tollskyldu? Nei, Norðmenn hafa sannar- lega ekki haft minnstu hugsun um að gera íslandi neinD óhag með kjöttollinum, og það væri sannarlega ranglátt að fara að hefna sín á hvalveiðamönnum fyrir það; enda hafa þeir feingið nægan toll á lýsi og hvalskíði. Það er þá „Gúanó“-mjölið, sem ekki er tollað, og væri þó nokkru nær, að heldur væri lagður hár tollur á ýmsan aðfluttan óþarfa, sem helst af öllu ætti alls ekki að flytjast hingað til lands. En það er eitt sem jeg vildi leiða í tal í sambandi við aðflutnings-kjöttollinn hjá Norðmönnum, og það er það, sem Dr. Hjaltalín sál. stakk upp á einu sinni um árið, að íslendingar Iegðu útflutningstoll á allt kjöt og lifandi fje, sem flutt er hjeðan af landi. Það yrði þó máske til þess, að þeir af íslendingum, sem einhverja skepnu eiga, færu að reyna að leggja sjer til munns einhvern bita af öllu því kjöti, sem flutt er frá landinu og oft fyrir lítið verð, en minnka heldur kaup sín á óhollri og stundum skemmdri fæðu, sem keyft er dýrum dómum írá öðrum löndum. Að jeg ekki tali um að kasta út hinni hollustu og bestu kraftfæðu landsmanna, fyrir tóm- an óþarfa og skaðlega hluti. Þeir menn, sem beina kjötstraumnum braut út úr landinu, vinna þjóð vorri meira til tjóus og bölvunar en talið verði með tölum. Auk þess að útflutningurinn á lifaudi fje er nokkurs konar þrælasala, sem helst ekki ætti að líðast án þungrar hegningar, og ætti helst að aftakast með lögum. ísland er ekki svo auðugt af góðii mat- björg, að nein vandræði þurfi að vera með að selja hjer það kjöt, sem eiustakir menn geta misst frá heimilum sínum, ef rjett og hyggilega er að farið, og getur flein ver- ið gjaldgeingur eyrir fyrir það, en kram og vínfaung. Það er heldur ekki ómögu legt, að einmitt hinir norska hvalveiða- menn hjer við land, kynnu að kaupa tals- vert af íslensku sauðakjöti til hinna míklu þarfa sinna, og mundu þeir allir til sam- ans gera talsvert skarð í það sem út er flutt, því það er alkunugt, að þeir flytja hingað mikið kjöt frá öðrum löndum til fæðu hinum mörgu verkamönnum sínum. Með því kynni líka að verða komið í veg fyrir þrælslega kvalameðferð á einhverri skepnunni, sem lifandi er flutt frá íslandi og sem ef til vill hefur eins næma þekk- ingu á hvernig með sig er farið, eins og þeír böðlar, sem hafa sína svipu yflr henni. 22. október 1897. Sighvatur Or. BorgfircHngur. Aths. Margt af því sem sagt eríþess- ari grein virðist uss rjett athuguð. Þó getum vjer ekki skiiið í þeirri óbeit, sem höf. hefur á útflutningi á lifandi fje úr landinu. Hann líkir honum við þræla- sölu og er ekkert á móti því; en þess ber að gæta, að öll eign lifandi fjár er þá þrælahald, og er fjársalan jafnt þrælasala, hvort skepuurnar eru fluttar lifandi út úr landinu og seldar, eða þær eru reknar í kaupstaðinn og seldar þar. Þótt fje sje flutt lifandi út, þarf eingin „kvalameðferð11 að vera á því, og er það algeingt um all- an heim, að lifandi fje er flutt á skipum milli landa. Og áður en íslendingar fara að lögbanna þann flut'ing af brjóstgæð- um, ættu þeir að venja sig á að fara bet- ur með fjenað sinn, en þeir nú gera, að minnsta kosti að hætta að fella hann ár- lega hjer heima úr hor og hungri. Bitstj. Volta-krossinn. Eftir að jeg með grein minni í blöðun- um fyrir stuttu síðan hafði aðvarað al- menning um að láta ginnast af „Yolta- krossinum“ hefi jeg sjeð í dönsku tíma- riti, „Arkiv for Farmaci og Kemi“, svo- hljóðandi grein: „Yfir-lögreglustjórinn í Berlínarborg hefur 25. ágúst þ.á. sent öll- um lyfsölum Berlínarborgar umburðarbrjef, þar sem hann bannar að þeir selji „Prof. Heskjers Voltakross“, sem sje búinn til „til þess að svíkja mennu. Sje þessa eigi gætt, varðar það 300 marka sekt“ (270 kr.). Óskandi væri, að vjer hefðum lög, sem bönnuðu, að nokkur hefði „Voltakossinn“ á boðstólum — þetta argasta „humbug“, sem nokkru sinni hefur flust hingað til landsins. 18. | 11.—97. J. Jónassen. Frá fjallatindum til fiskimiða. Úr Ólafsvík er skrifað 31. f. m.: „Nú er íshús hjer albúið og vantar ekkert í það nema ísinn; en hann eigum við vissan pegar frostin koma, pví við höfum gert útbúnað til ístöku, sem við vænt- um að lánist. Síldin er hjer enn, og lítur út fyr- ir að Ólafsvík ætli að verða ein hin álitlegasta síldarveiðistöð, ef rækt yrði lögð við þá veiði. Aðalfund sinn hjelt ísfjelagið á sunnudaginn var. í því eru 52 menn. Þar voru samþykkt lög fyrir fjelagið og kosin stjórn: Einar Markússon versl- unarstjóri formaður, en meðstjórnendur Benedikt Þ. Gröndal og Pjetur borgari Þórðarson11. í „Þjóðviljanum11 er skýrt frá því, að í apríl- mán. síðastl. stofnuðu nokkrir burtfarnir og burt- farandi lærisveinar Ólafsdalsskólans fjelag eitt, er þeir nefndu „Fram“. Tilgangur þessa fjelags er: að styðja að fram- förum landbúnaðarins, og í því skyni Btofnar fje- lagið sjóð, sem heita skal „styrktarsjóður hins ís- lenska landbúuaðar“. Sjóður þessi er stofnaður þannig, að hver fjelagsmaður greiðir í árstillag 5 kr., sem borgast eiga til gjaldkera fjelagsins fyrir 1. nóv. ár hvert; sjóðurinn skal svo standa á vöxt- um í 10 ár, án þess að hann sje skertur á nokkurn hátt, og i þessi 10 ár greiðir hver fjelagsmaður hið umgetna árstillag. í stjórn fjelagsins eru 4 menn: formaður, vara- form., gjaldkeri og varagjaldkeri, og skulu það vera hinir sömu menn yfir þennan ákveðna tíma, nema andlát eða aðrar gildandi ástæður banni, og skal þá strax kjósa (brjeflega) aðra í þeirra stað. Að þessum 10 árum liðnum heldur fjelagið fund með sjer til að ræða um, hvernig verja skal fje sjóðsins á sem hagkvæmastan hátt, landbúnaðinum til eflingar. J.teglur fjelagsins, — sem innan skamms verða prentaðar og sendar hverjum þeim, sem ganga vilja i fjelagið, eiga að gilda í þessi 10 ár, en á fundinum verður svo rætt um fyrirkomulag fjelagsins framvegis; einnig er til ætlast, að fje- lagsmenn skýri þá frá ýmsu, er þeir eru búnir að afla sjer þekkingar og reynslu á, sem að land- búnaðinum lýtur. Samkvæmt reglum fjelagsins er svo til ætlast, að ekki verði aðrir en búfræðingar i fjelagi þessu, en fúslega þiggur fjelagið aðstoð allra góðra manna, sem kynnu að vilja styrkja það með því að leggja dálitið í sjöðínn, þvi undir fjármagni hans er þrótt- ur og framkvæmd fjelagsins komín. Þetta eru helstu upplýsingarnar, sem gefnar eru í blaðinu um stofnun fjelagsins. Þá er þar skorað á búfræðinga alla að ganga í fjelagið og styrkja það. Formaður fjelagsins er Jón Jónatans- son á Mýrum í Dýrafirði, en gjaldkeri Jón búfræð- ingur Finnbogason á Svínanesi i Múlahreppi i Barðastrandarsýslu. Góður afli kvað nú vera á Eyrarbakka, 30—60 í hlut. Magnús Gunnarsson, sem fylgdi sjera Bjarna á Útskálum austur, kom suður hingað aftur snemma i vikunni. Sjera Bjarni var veikur og naumast ferðafær, en viidi fyrír hvern mun komast austur sem fyrst til að hrinda af sjer þeim grun, sem á honum liggur um póstþjófnaðinn. Öskufallið, sem um er getið í síðasta blaði, seg- ir Magnús að verið hafi miklu meira austur í Skaftafellssýslum en vestar, og þvi meira sem aust- ar dregur. Daginn, sem öskufallsins varð vart segír hann, að vindur haíi þar staðið af hafi. Eins og kunnugt er, hefur ástandið hjer að sunnanverðu við Faxaflóann verið mjög bágborið siðastliðin ár. Þó hefur Bessastaðabreppur á Álfta- nesi verið langverst staddur. Nú í haust hefur hann sagt sig á sýsiuna og beðið um 1700 kr. styrk; 500 kr. eru þegar veittar, en á þann hátt, að fjeð er lagt fram til vegagjörðar á sýsiuvegi og skal leggja nýjan veg úr Hafnarfjarðarhrauni og út á Álftanesið, en fátæklingum úr Bessastaða- hreppi er veitt atvinna við vegagerðina og fram- lagið úr sýslusjóði borgað þeim sem kaupgjald. En nefnd hefur verið skipuð til að rannsaka ástandið I hreppnum og dæma um, hvort þörf sie á að veita honum hærri styrk af sýslusjóði. Um „Keflavíkur-hneyxlið", sem svo hefur verið nefnt, er enn mikið talað. Sómamenn þar syðra una því illa, að vera kallaðir „landráðamenn“ og þar fram eftir götunum, enda hefur það aldrei þótt neinn hefðar-titill. Þeir hafa nú kraflst þess, að rannsókn væri hafin í málinu til þess að fá ámæl- inu hrundið. Ekki hefur þó sú ranusókn enn farið fram, enda verður ekki sjeð, að neitt geti hafst upp úr þeim málarekstri. Sjeu þeir sýknir saka, hlýtur rannsóknín að enda svo, að ekkert sannast upp á þá, en þar með eru eingar sannanlr færðar fyrir sýkn þeirra. Eini árangurinn, sem hugsan- legur er af þeim málarekstri, er sá, að hinn seki fyndist, ef hann er til, og hinir, sem saklausir eru, væru þá lausir við allan grun. En þá eru það Keflvíkingar sjálfir, sem ættu að finna sökudólginn og benda á hann. En ekki er þess getið, að þeir hafi gert nokkuð í þá átt. Annars lægi beinast við fyrir þá, að bera af sjer ámæli Heimdelliuga í blöðunum.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.