Ísland - 04.12.1897, Qupperneq 1
r
I. ár, 4. ársfj.
Reykjavík, 4. desember 1897.
49. tölublað.
Óframkvæmanleg lög — ólög.
„Af.....lagaleyei mun
land vort eyðast“.
Erukkspá.
Þófct alþiagi hafi oft verið brugðið
um, að það afrekaði lítið, og þótt mörg-
um af lögum þeim, er það hefur samþykkt,
hafl af stjórninni verið synjað staðfesting-
ar, verður eigi á móti því borið, að það
hefur einatt verið ærið frjófsamt og látið
oftast allmörg lög frá sjer fara, svo að
allar líkur eru til, eftir því að dæma, að
það þurfi ekki að „koma fram sem Krukk-
ur spáði“, að „af langviðrum og lagaleysi
mundi land vort eyðast". En ef vjer
hins vegar gætum að, hvernig sum af lög-
um þessum eru úr garði gerð og svo því
næst, hvernig þeim er fram fylgt, þá kann
að verða tvísýnna um, hvort ekki megi
segja um sum af þeim, að þau sje ólög,
lagaleysi eða verri en eingin lög; og hafi
lögbók vor margt af slíkum lögum inni
að halda, gæti það orðið vafasamt, hvort
ekki mætti heimfæra Krukks orð upp á
rjettarástandið, eins og náttúruna, sem eyð-
ir landinu með langviðrum.
Ekki er það ætlun mín hjer, að telja
upp öll þau lög og lagaákvæði, er hið
löggefanda alþingi hefur samþykkt og öðl-
ast hafa staðfestingu, er hafa verið lítt
framkvæmanleg eða alveg verið vanrækt
að framkvæma. En sem dæmi má þó
nokkur nefna, þau er varða allan almenn-
ing. Alkunnugt er, að „lög um birting
laga og tilskipana“ 24. ág. 1877 hafa alls
eigi komið til framkvæmda, eða náð til-
gangi sínum, að því leyti, sem þar er (2.
gr.) fyrirskipað, að „hreppstjórar skulu
lesa upp á kirkjufundum eða hreppaskila-
þingum lög þau og tilskipanir“ sem út
koma í stjórnartíðindunum (deildinni A,).
Það er beinlínis skylduræknisskorti hrepp-
stjóranna og eftirlitsleysi sýslumanna að
kenna, að þessu er ekki hlýtt; en ef
lögin væru framkvæmd í þessu ákvæði,
gæti það haft talsverða þýðingu fyrir
lagaþekking alþýðu. En nú þekkja marg-
ir bændur ekki að lögin sjeu til fyr en
þeir á einhvern hátt „reka sig á“ þau. í
þessu efni er því ástandið talsvert verra
nú en meðan sýslumenn lásu lögin upp á
manntalsþingunum.
Horfellislögin 12. jan. 1884 hafa bæði
verið óframkvæmanleg, enda eigi fram-
kvæmd, og skal jeg síðar minnast á þau
í sambandi víð hin nýju lög um sama efni,
er þingið samþykkti síðastliðið sumar.
Þá mætti nefna skottulæknalögin (29.
febr. 1884). Hvenær verður það sannað,
að maður, sem er „ólöggiltur til læknis-
starfa“, „hafi gjört skaða með lækninga-
tilraunum sínum“? Það er að minnsta
kosti svo erfitt, að það gerir Iögin hjer
um bil óframkvæmanleg og þýðingarkus
— eins og reynslan sýnir.
Þannig mætti telja í tugum lög og á-
kvæði í lögum, sem eru aðþví Ieyti.verri
en eingin, að þau eru til en þeim eigi hlýtt,
annaðhvort af því, að þau eru svo óhag-
kvæm, eða af hirðuleysi þeirra, er fram-
kvæmdarskyldan hvílir á.
Af hinum mörgu lögum, sem hið „magra“
þing í sumar samþykkti, ætla jeg að eins
að minnast á lögin „um horfellí á skepn-
um“; þau eru mjer í fersku minni, því
jeg las þau nýlega í 38. tbl. „íslands“.
Það stóð til að gjöra mikla rjettarbót í
þessu efni á þinginu síðast. Éldri lögin
höfðu reynst ónýt, og faraldurinn í
vor um allt land, sem var afleiðing af
tíðarfarinu í fyrra sumar,":síðastliðinn vet-
ur og vor, stóð löggjöfunum svo lifandi
fyrir hugskotssjónum, að það var svo sem
sjálfsagt, að þeir hlutu að gera eitthvað
í því efni. Og árangurinn af öllunfheila-
brotum, tillögum, frumvörpum og nmræð-
um þingmanna sjáum vjer í hinum nefndu
lögum, sem eiga að afleysa lögin 12. jan.
’84, eftir 13 ára þýðingarlausa tilveru.
Það er þá fyrst að athuga, að fyrsta
greiniu í hinum nýju lögum er orðrjett 1.
greinin í eldri lögunum, sem því má álít-
ast að hafa unnið þar hefð, sem „dauður
bókstafur“; en löggjafar vorir hafa máske
verið svo trúaðir að ætla, að hún yrði á-
hrifameiri, er hún kæmi þannig „afturgeing-
in, sem höfuð á nýrri (handa)skömm.
2. gr. skipar svo fyrir, að 2—3 menn
skuli „skoða tvisvar á vetri búpening og
fóðurbyrgðir hreppsbúa, og grennslast eft-
ir meðferð fjárins“. — Þeir eigajað skoða
búpening og birgðir, en grennslast eftir
meðferð fjárins! — Á fyrri skoðunin að
fara fram fyrir lok nóvembermán., en hin
síðari milli 15. mars og sumarmála. —
Undantekningar eingar. Viðvíkjandi þessu
ákvæði má benda á, að;jvíða um Suður-
land, einkum í Gnllbringusýslu, er það
mjög algeingt, ef tíð er bærileg, að fje og
hross sje á víð og dreif um fjöll og haga
fram yfir nóverabermánaðarlok, og mundi
því skoðunin verða þar ærið seinleg og
kostnaðarsöm — eða henni yrði alls eigi
sinnt. Þarerog oft fje sleppt í miðgóu, ef
tíð er góð, og færi þá líkt um síðari skoðunina-
3. gr. er auðsjáanlega alveg þýðingar-
laus. Þar er ákveðið, að ef skoðunar-
menn „telja“ skepnur fóðurlausar eða illa
hirtar“, þá „áminna þeir eigendur um, að
útvega þeim fóður eða lóga þeim“. Vald
skoðunarmanna nær eigi leingra en til að
„áminna“, ef þeir „telja“, — og skyldu hafa
þeir einga til að gera annað. Nú er það
alkunnugt, að allvíða er útigangur skil-
yrðið fyrir sauðfjár- og hrossaeign bænda,
að nokkru eða öllu leyti. Svo er víða
um Suðurland. í suðurhluta Gullbringu-
sýslu er einginn heyskapur nema litlir
túnblettir, græddir upp úr hrauni, og er
taðan af þeim höfð handa kúm. Eu sauð-
fje og hross, sem þarj er allmargt af,
geingur alveg úti víðast, og heppnast það
optast, og hefur verið búendum á því
mikill styrkur, einkum þegar aðal-atvinn-
an, flskaflinn, hefur brugðist. Ættu nú
búendur á þessu svæði að fara að láta
sjer segjast við áminningar skoðunar-
manna, er ekkert fóður finndu handa fjen-
aðinum annað en hraunlyngið og fjöru-
þangið, og færu að lóga öllu sauðfje og
hrossum sínum, þá er mjög líklegt að
þynntist byggðin þar syðra — ólögin
mundu eyða landið.
Aukaskoðun, hin 3., á fram að fara, ef
hreppstjóri hefur „ástæðu til að halda"
að horfelli kunni að vera búinn fjenaði
hjá einhverjum „vegna fóðurskorts, hirðu-
leysis eða harðýðgi“ (4. gr.); og „verði
fjenaður horaður eða fallí úr hor“ af sömu
ástæðum, „að áliti skoðunarmanna11, þá
skal hlutaðeigandi sæta málsókn til sekta
eða fangelsis (5. gr.).
Nú er það alkunna, að hættast er við
megurð og falli af sýking af óhollu og
kraftlitlu; fóðri eða illu tíðarfari (óveðr-
áttu, sem oft hefur þau áhrif á útigangs-
fjenað, sem verður að sækja'^sjer fóður í
hagann, að hann horast, þó jörð sje nóg,
og þanDÍg einginn ,,fóðurskortur“) eins
og átti sjer stað síðastliðinn vetur og vor;
en þess konar „tilfelli“ heyra eigi undir
lög þessi; þau .fara þar fyrir „ofan garð
og neðan“. Enda væri ósanngjarnt að
hegna mönnum fyrir það, sem eigi verður
við gert, nema máske með kostnaði, sem
búpeningúrinn eigi hrykki til að borga
(t. d. töðugjöf, korngjöf o.s.frv.) eftir því
verslunarástandi og sauðfjárverði, sem uú
á sjer stað.
Allan þennan skoðunarkostnað ciga
sveitarsjóðirnir að borga: 2 kr. til hvers
skoðunarmanns á dag, meðan þeir eru að
smala um alla sveitina, og er eigi annað
sýnna, en að það verði aðal-árangurinn
af lögunum, að þyngja tilfinnanlega út-
gjöld hínna ofþyngdu sveitarsjóða og veita
hreppstjórunum og einhverjum efnamöun-
um sveitanna — því efnamennirnir eru
sjálfkjörnir til allra gjörða í*flestum sveit-
um, hvort sem þeir hafajvit til þess eða
eigi — auka-atvinnu um þann tíma árs-
ins, sem minnst er um hana annars; þvi
það er varla að búast við, að menn þori
að brjóta skoðunarboðið, enda lítil hvöt
til þess, þar eð næg laun eru í aðra
hönd.
Hvenær skyldi löggjöfum vorum lærast
það, sem þó eru næg jdæmi til að sann-
færa menn um, að umbunarlög eru afleið-
ingabetri en hegningarlög til að glæða
framfarir og bæta siðferðistilfinningar
manna? Þó aðjbændum hefði verið hótað
sektum og fangelsi, ef þeir vanræktu tún
sin, mundi það eigi hafa sljettað eins
marga ferh.faðma í túnunnm, eins og „bún-
aðarstyrkurinn“ hefur sljettað margar dag-
sláttur. Og ef búnaðarfjelögunum væri
feingin í hendar örlítil upphæð til að
verðlauna með góða fjenaðarmeðferð, mundi
það eftir fá ár sýna þúsundfalt betri á-
rangurgen hin vanhugsuðu og vansköpuðu
horfellislög, þótt þau væru „köruð“ upp á
hverju þingi.
Það er annars útlit fyrir, að sauðfjár-
ræktin, sem hefur verið bjargarstofn
stærsta hluta landsmanna að undanförnu,
ætli að fara að verða svo kostnaðarsöm
atvinnugrein, að sú björg sje nú bönnuð
að mestu, úr því hún er undirorpin tíund-
um, sköttum, dýralæknum, bráðapest og
öðrum vaxandi vanhöldum, útflutnings-
banni, verðleysi í verslun, kláðaskoðunar-
oglækningakostnaði, hundaskatti og hunda-
lækningakostnaði, enn fremur horskoðana-
kostnaði og ef til vill málsókna-sekta- og
fangelsanarkostnaði m. m.
G. s.
„Kellavfkurlinei.vliö4
Jeg vil Ieyfa mjer að fara fáeinum
orðum um hið svo nefnda Keflavíkur-
hneixli, sem jeg hefi bæði heyrt talað um
og lesið um í blöðunum. Sjálfur er jeg
ekki Keflvíkingur, en jeg hefi þó verið
þar, og veit að miklu leyti, hvernig hagar
þar til.
í haust var jeg 'staddur í Reykjavík
þegar sá kvittur kom upp, að merki hefði
verið gefið á áðurgreindum stað, til þess
að vara botnverpinga við Heimdalli, sem
eftir sögn átti að liggja þar ljóslaus, til
þess að taka á móti botnverpingum, sem
legðu það í vana sinn, að sigla inn fyrir
línu þá, er merkt er á kortinu enska og
fiska í landhelgi á nóttunni, án þess að
hafa uppi hin fyrirskipuðu ljós. Eitt
merkið hafði verið, að ljósker hafði verið
dregið upp á staung, og annað að bátur
hefði átt að bregða upp Ijósi, og hefði sá bát-
ur átt að liggja milli Heimdalls og botn-
verpinga þeirra, sem voru á leiðinni upp
í Keflavík.
Hjer hlýtur að vera einhver misskiln-
ingur, því Heimdalli var innan handar að
sanna þetta þegar í stað, hefði hann gætt
skyldu sinnar, en hafi hann ekki gjört
það, þá átti hanu að þegja um þetta, því
hans er skömmin, ef hann hefur vanrækt
verk sitt.
Þetta er úthrópað sem þjóðarskömm í
blöðunum áu þess að athugaðir sjeu mála-
vextir.
Hafi Heimdallur legið ljóslaus í Kefla-
vík þegar þetta átti að ske, þá getur
það varla verið hugsanlegt, að hann hafi
haft akkerin í botni. Hann er útbúinn
eftir nýjustu tísku, og hlýtur því að hafa
tvöfalda skrúfu (double propeller). Skrúf-
urnar eru sitt hvoru megin við afturstefni
skipsins, og má með þeim snúa skipinu
við á mjög litlu svæði, (líkt og þegar
stungið er á öðrumegin á bát en haft
fram á hinumegin). Þessum útbúningi
fylgir það, að eingin ástæða er fyrir hann
að liggja fastur, þegar hann er kominn
8vo langt, að hann er búinn að byrgja
fyrir öll ljós, til þess að taka botnverp-
inga glóðvolga, þegar þeir koma.
Hafi nú komið upp Ijós, sem grunsamt
gat verið, þá var innan handar að bregða
upp rafmagnsljósinu og sjá og sanna hver
þetta var Log hvort nokkrir menn væru
þar í kring.
Sjónaukar eru góðir um borð og um
styrkleik rafmagnsljóssins þarf eigi að
fara mörgum orðum, því vjer höfum flest-
ir sjeð þau, bæði hjer í Reykjavík og
víðar. Sömuleiðis mátti miða þennan stað
frá borði, leggja tunnu eða eitthvað þess