Ísland - 04.12.1897, Qupperneq 2
194
ISLAND.
p-^r=*=l=i ~^^:r=i=nt=T=Jr=f=T=l=i=T^ ^i=r=JEn=Jfc=T=*=T=J.=T=J
1
ÍSLAND.
Ritatjðri: t»orsteinn Gíslason.
Skrifstofa: Laugayeg 2.
Reikningshaldari og afgreiðslumaður:
Hannes Ó. Magnússon, Austurstr. G.
Prentað í: Fjelagsprentsmiðjunni.
„ÍSLAND“ kemur út hvern laugardag á Jessum
ársfjórðungi (október—jan.), 13 blöð alls. Áskrift
bindandi þrjá, mánuði. Hver ársfjórðungurborgist
fyrirfram um leið og blaðið er pantað og kostar
í Eeybjavík 70 au., útum land 79 au., erlendislkr.
Póstafgreiðslumenn og brjefhirðingamenn taka
móti áskriftum og borgun fyrir blaðið og kvitta
fyrir.
gjí=1^.:=r=Í^gEi^Er=(=ii=I=iSl^,=i=ii=l=ii=l=ij=l=T=Lrj=ETÍi
konar þar, sem skipið lá, hefði það þurft
að fara og tigia á eptir skipunum, sem
markinu var beínt að, hafi þau ekki verið
af sama efni og „den flyvende Hollænder“.
Hægt var fyrir Heimdall að missa ekki
siónar á þeim, því ljósið hans er gott.
En hafi hann þurft að fara að ljetta
akkerum, þegar þetta skeði, þá er eíngin
furða, þótt hann hafi misst af öilu.
Jeg vík þessu næst að bátnum, sem
hafði átt að bregða upp ljósinu. Hafi
bátur brugðið upp ljósi ót á sjó, þar sem
hann átti von á ljóslausum skipum á sigl-
ingu, þá hefur hann verið í sínum fyllsta
rjetti. Bátar eru ekki skyldir að hafa
ljós, eu þeir hafa ekki annað ráð ef skip
eru í nánd, og dimmt er, en að bregða
upp ljósi, til þess að gjöra vart við sig,
ef þeir á annað borð hafa með sjer ljós,
sem að öðru leyti ætti að brýna fyrir
mönnum, einkum þar sem skipum fjölgar
svo mjög og þau fiska grunnt.
Hafi einhver bátur brugðið upp Ijósi,
sem grunsamt- gat þótt, og hefðu Heím-
dallsmenn viljað rannsaka það, þá var
þeim hægðarleikur, að ná í þann bát;
bæði hafa þeir hraðskreíða báta, nóga
menn til að róa þeim, og þurftu aldrei að
missa sjónar á bátnum. Því rafmagns-
ljósið er ekki til þess að skemmta fólki
eingaungu.
Úr því Heimdellingar gátu einga grein
gert fyrir þessari flugu, þá var ekki rjett
að útbreiða hana, og það eingu fremur,
þótt fundið hafi verið að framgaungu
þeirra áður.
24/n—’97.
Sveinbjörn Egilsson.
Btínaðarbálkur.
Áburður ár torfi.
Torfjörðin er 2—3 auðugri að köfnun-
arefni, en vei hirtur áburður undan hús-
dýrum. En köfnunarefnið í torfjörðinni
er þar í þess konar samböndum við önn-
ur efni, að jurtirnar geta ekki haft gagn
af því. Svíar og Norðmenn og jafnvel
fleiri þjóðir, haguýt?. sjer köfnunarefnið
úr torfjörðinni á þann hátt, sem nú skal
greina:
Torfið er þurkað og brennt síðan í ofn-
um, sem þar til eru gerðir. Þeir eru
lokaðir að ofan og vel loftheldir að öðru
leyti en þvi, að ofurlítið gat er á þeim
að neðan, sem loft kcmst inn um til að
halda við brennslunni. Ofnarnir eru fyllt-
ir tvisvar á dag. Brennslan fer svo liægt
fram, að fremur má heita að jörðin sviðni
en brenni. Við brennsluna breytist köfn-
unarefnið í ammoniak og það leiðist með
reyknum frá ofninum um pípu, sem ligg-
ur yfir i trjekassa. Pipan liggur að neð-
an inn í kassann og fyrir ofan hana eru
þjettir rimlar yflr kassann hjer um bil
mitt á milli botns og barma, og á þeim
er söxuð torfjörð, sem stöðngt er Iátin vora
vot. Reykurinn, sem kemur úr pípunni
inn í kassann undir rimlunum leitar upp
í gegnum torfið. Á leiðinni í gegnum
jörðina skilus raykurinn víð sig am-
moniakið, en vatnið dregur það í sig og
bindur það. í jörðinni eru líka ýmsar
sýrur, sem það geingur í samband við.
Geymist þannig þetta efni í jörðinni bund-
ið. Þegar jörðin í kassanum er orðin
fullkomlega mettuð af ammoniaki, þá
er hún tekin úr kassanum og látin
saman við safnhauga eður annan áburð
og leysist þar torfið upp. Stundum leysa
menn það upp með brennisteinssýru og
brúka það strax til áburðar. Askan er
biúkuð á vanalegan hátt og þykir betri
til áhurðar en móaska.
Með því að svíða jörðina í gryfjum
þöktum með votri jörð, líkt og kolagraf-
irnar voru gjörðar forðum, hafa menn og
getað safnað köfnunarefninu úr torfjörð-
inni; farið svo með ammoniaksmettuðu
jörðina, sem fyr. — Mundi heppilegast
að gera slíkar kolagrafir hjá oss ef ein-
hverjum skildi nokkurn tíma koma til
hugar að hagnýta sjer á þennan hátt torf
til áburðar.
Er liægt að breyta loftsiaginu?
Það er eingum vafa bundið, að menn-
irnir geta haft töluverð áhrif á veðráttu-
far landanna. Þau lönd, sem vel eru
ræktuð eru miklu hlýrri en þau, sem eru
illa ræktuð, þótt bæði Iiggi undir sama
breiddarstigi. Væru allar mýrarnar og
forirnar á íslandi skornar fram og gerð-
ar að túnum, sáðlendi eða flæðieingi,
mundi veðráttufar landsins verða miklum
mun hlýrra, en það nú er. ísland yrði
samt æfinlega klakaland. En klakinn
mundi ekki hafa jafn-skaðvænleg áhrif á
jurtagróðurinn, þegar jörðin væri þur og
ræktuð, eins og nú á sjer stað, meðan
landið er næstum því allt óræktað, og
stór svæði af því mýrlendi og foræðisflóar.
Vetrarkuldinn yrði sumstaðar eingu minni
eftir en áður, en sumarhitinn yrði mikl-
um mun meiri og kæmi heppilegar niður
ítilliti til jurtagróðursins. Þarsemsagga-
lofslag er, sem leiðir mest af mikilli upp-
gufun frá mýrunum, er hitinn á sumrum
mjög jafn, aldreí mikill, og aldrei heldur
mjög lítill. Áftur á móti verður meiri
mismunur á hitanum yfir þeirri jörð, sem
er þur, vel ræktuð og frjósöm og á það
betur við jörðina, en jafn og lágur hiti-
Ýms þau iönd Norðurálfunuar, sem nú
eru frjófsöm og heit, hafa í fornöid verið
margfalt kaldari en þau eru nú. Á dög-
um Karls mikla, var mjög óveruleg vín-
yrkja á Frakklandi sökum kulda; landið
var þá mest allt óræktað, mýrar og fen.
Nú er Frakkland eitthvert besta vínland
í heimi.
Á Þýskalandi lánaðist kornyrkja mjög
illa fyrir rúmum 1200 árum síðan og þá
þroskuðust hvergi^ vínber í landínu. En
nú er Þýskaland dágott vínland norður
undir Berlín. Á dögum Haraldar harð-
ráða þótti hveítiræktin sunnarlega í Nor-
vegi illa lánast, og var álitið næstum því
ómögulegt að rækta það í Noregi. En
nú eru takmörk hveitiræktunarinnar um
Bjarneyjar við Þrándheim.
Þannig má sjá af þessu, að loftslag
landanna batnar mikið, þegar þau eru
ræktuð. 0g er alls eingin ástæða til
að ætla, að sama muni eigi eiga sjer stað
um ísland, að Ioftslag þess verði því mild-
ara, sem það er meir og betur ræktað.
Mýrarnar kæla loftið og gera það einnig
óholt á sumrum; því þarf að skera þær
fram og breyta þeini í tún, sáðlönd og
frjófsöm eingi.
Hitt og þetta.
Nýtt illgresi breiðist nú óðum út nm Ameriku,
og þykir þar hættulegur gestur á ökrunum. Gras
þetta heitir á útlendu máli: Sisynbrium Altisiusus.
Á 5 síðustu árum hefur það breiðst nálega um
alla Canada, og er nú á leiðinni um Bandaríkin.
Stjórnin gerir allt sitt til að hjálpa bændum að út-
rýma þessari óvætt.
J. P. Hansen, fóðurfræðingur í Danmörku, hef-
ur nýlega reiknað þann skaða, sem Danir hafa af
illri mjöltun á kútn sínum, 80,000 kr. hvern ein-
asta dag, og reiknar hann þó mjólkurpottinn ekki
nema á 8 aura.
Jótlandsheiðarnar voru fyrir 500 árum siðan fag-
urt skóglendi. Bn um síðastliðin aldamót voru
þær einungis vaxnar lyngi og mosa. Á seinni hluta
þessarar aldar hafa Danir ræktað um 100 ferh.-
mílur af heiðunum, breytt ling- og mósamóunum
í akra, eingi og skóga. — Það hefur margan lúð
og marga peninga kostað.
Hefndartollarnir.
(Úr brjefi af Yestfjo'rðum).
Mörgum hjer vestra þykir nokkuð í-
skyggileg tiílaga sú, að hefna sín á Norð-
mönnum fyrir kjöttollinn með því að leggja
toll á útfluttar afurðir hvala þeirra, er
norðmenn veiða hjer við land, og einnig
aðfiutt timbur frá Noregi. Þeir segja, að
í sjálfu sjer væri ekkert á móti því, að
leggja nokkarn toll á hinar útfluttu af-
urðir hvalanna, ef sú stefna þykir heppi-
leg, að leggja toll á útfluttar vörur; en
þeir segja, að hefnd fyrir kjöttollinn geti
það aldrei orðið; því að það væri að láta
hefndina koma niður á einstökum mönn-
um, en alls eigi á Noregi eða hinui norsku
þjóð; því að henni má standa á sama,
hvort Norðmönnum þeim, er veiða hvali
hjer, geingur betur eða ver að selja af-
urðirnar á Einglandí eða annarsstaðar.
Hln norska þjóð hefur hvort sem er eing-
an hag af hvalaveiðum Norðmanna hjer;
en íslendingar hafa mikinn hag af þeim.
Væri þá nokkurt rjettlæti i því, að hefna
sín á þennan hátt? Eða væri hefndiu
nokkur? Ean segjaþeir: er nokkur veru-
leg hefnd i því, að tolla aðflutta timbrið
frá Noregi? Mundi eigi aðalárangurinn
verða sá, &ð gera íslendingum timbrið
dýrara ? Eigi er hægt að líta svo á, að
timbur sje oss eigi nauðsynjavara, og vjer
verðum að reyna að fá þ&ð svo ódýrt,
sem hægt er. Og hins vegar er líklegt,
að Norðmenn stæðu jafnrjettir, þótt timb-
ursala þeirra á íslandi gangi undan, en
ólíklegt er, að eigi mætti fara þá króka-
vegina, að norskt timbur yrði eigi talið
aðflutt frá Noregi, og hvað yrði þá úr
tollinum ? Og segið mjer: mundi hagur
bænda, er fje selja, verða nokkru betri,
þótt þessi tollur yrði lagður á? Væri það
nokkuð til að bæta úr fjársölunni? Nei,
en vera má, að fáeinar krónur næðust í
landssjóðinn, en þær yrðu ekki ýkja-marg-
ar, er Norðmenn hættu timbursölunni, eins
og „ísafold“ gerir ráð fyrir. Verið getur,
að þessir menn, or svo líta á mál þetta,
hafi eigi rjett fyrir sjer, og er því ósk-
andi, að blöðiu skýri þetta mál, sem flest.
Kringsjá.
Hvergi fæðast jafn fá börn að tiltölu
við fólksfjölda og í Frakklandi. Vegna
þess er það, að franskir læknar ganga
vel fram í því, að vernda heilbrigðl þeirra
barna, sem fæðast. Það var og franskur
Iæknir, sem fyrst hugkvæmdist, að taka
að sjer þau börn, sem fæðast fyrir rjettan
tíma, eða áður en þau eru fullaldra, og
reyna að varðveita líf þoirra. Og hann
fann upp til þess aðferð, sem reynst hef-
ur vel.
Nú eru stofnanir til þessa komnar á fót
í flestum hinum stærri borgum. Ein af
þeim er í Hamhorg; og til að útbreiða
þpkkiegu á stofnuninni ern börnin sýnd
á vissum tímurn hverjum sem vill. En
50 peninga (pfennig) kostar að fá að sjá
þau. Þesaari stofnun í Hamborg er lýst
í „Politikken“ 10. okt. þ. á. og er hjer
útdráttur úr þeirri lýsingu:
„Útbúnaðurinner mjög einfaldur. Börn-
in eru geymd í glerkössum og er veitt
inn i þá lofti, sem áður er vermt og
hreinsað. Miunsta barnið, sem þar var,
hafði verið 1200 grömm þegar það fædd-
ist, eða rúmlega 2 pd. og J/4. Það,var
fætt þrem mánuðum fyrir rjettau tíma.
Það lá í eínum glerkassanum í hvítum
reifum. Læknirir.n sagði að sjer hefði
nú tekist að halda lífinu í því í heilan
mánuð og væri eingin ástæða til að efa,
að úr því gæti með tímunum orðið stór
og hraustur maður. En nú var það ekki
stærra en lítil brúða. Það vaknaði með-
an við vorum að skoða það og gaf fiá
sjer hljóð, sem heyrðist óglöggt gegnum
kassann. Hve lítill vindblær, sem hefði
komist inn til þess utanað, hefði vafa-
laust slökbt líf þess“.
11. okt, var haldin í Berlin fundur
til að ræða um holdsveikina. Nær allar
stjórnir hinna menntuðu þjóða sendu þang-
að fulltrúa; 150 læknar mættu þar og
fl. Meðal annars hjeldu þeir þar fyrir-
lestra dr. Ehlers og dr. Armauer, holds-
veikislæknir Norðmanna.
Norsk og dönsk blöð segja þessa sögu
af skáldinu Björnstjerne Björnsson:
í húsi því, sem Björnson hefur búið í
undanfarandi sumur meðan hann hefur
dvalið í smábænum Schwatz í Tyrol, eru
langar svalir og þaðan fsgurt útsýni yfir
bæinn og landið umhverfis. Þess vegna
var oft fjölmennt á svölunum. Áð gamni
sínu höfðu menn þakið þilin með alls-
konar myndum, sem klipptar voru út úr
myndablöðunum. Um tíma tóku menn
eftir því, að Björnsson forðaðist að koma
á svalirnar, og skyldu ekki hvað valdið
gæti. Svo fór hann að koma þar aftur
og var glaður og ánægður eins og aðrir.
Laungu síðar sagði hann sjálfur frá,
hvernig á þessu hefði staðið.
Á eitt þilið hafði verið fest stór mynd
af ref, sem gein yfir hænuhreiðri með
ungum í og var albúinn til að ráðast á
þá. Á bessari mynd bar mikið. Björn-
son hafði strax, eins og margir aðrir,
feingið óbeit á myndinni og kennt í brjósti
um ungana, sem ekki gátu forðað sjer.
Og óbeit hans þvarr ekki, heldur óx hún
því oftar sem hann leit á myndina, og
loksins gat hann ekki um annað hugsað.
Hann gat ekki haft augun af refnum,
sem stóð með gapandi gin og tindrandi
augu yfir vesalings unguaum. Og að