Ísland


Ísland - 18.12.1897, Qupperneq 1

Ísland - 18.12.1897, Qupperneq 1
r I. ár, 4. ársij. Reykjavík, 18. desember 1897. 51. töluMað. Þeir, sem „ísland“ hefur rerið sent til útsölu og etki ætla sjer að taka hana að sjer, eru beðnir að láta út- gefanda eða afgrciðslumann yita það sem fyrst. Reykjavík í augum útlendings. P. Giquello, skipsprestur á frakkneska hjúkrunarskipinu „St. Paul“, sem lá hjer í aðgerð í Reykjavíkursandi leingi í sum- ar, hefur ritað allanga grein um ísland, sem prentuð er 25. seft. þ.á. í frakkneska tímaritinu „Le Conespant11. Enda þótt jeg geti ekki búist við, að skoðunum hans verði samsinnt í öllum greinum, og þó oft megi giska á hvernig og hvaðan hann hefur feingið upplýsingar um hagi vora og siðu, vil jeg leyfa mjer að setja hjer nokkur atriði úr ritgerð hans. Fyrst segír hann frá ferðinni frá Frakk- landi til íslands. Skipið fór frá Havre 9. apríl, voru á því 20 manns. Þar á meðal læknír og presturinn. Skiplð fjekk mik- inn storm á leiðinni, fjekk landssýn af ísiandi 24. apríl og k&staði akkerum á Reykjavíkurhöfn daginn eftir. Landið Iíst hoBum kalt, illviðrasamt og gæðasnautt, enda er við því að búast, því vandfeingið mun vera verra veður um vortíma hjer en var í lok apríl og byrjun maímán. í vor. Reykjavík hefur 4000 íbúa, og er til að sjá lík allstórum frönskura fiskibæjum í ýmsum greinum. Danska flaggið blasir yfir mörgum byggingum, en innan um það sjást fieiri merki. Þar á meðai þrí- liti franski fáninn, bæði á húsum konsúls- ins franska og katólska trúboðshúsinu í Landakoti. Þegar um trúboð er talað, dettur manni í hug siðleysi og heiðindóm- ur. Eu ísland er langt frá vilt eða heið- ið, því ljós Krists hefur uppljómað þar um margar aldir, en ljós þetta lítur út fyrir að vera að kulna út og veldur því mótmælendatrúin, sem ríkir þar og drottn- ar. Á eynni eru að eins 2 katóisk heim- ili, og einn ný umsnúinn lcvennmaður, sem skiftí um trú á jólunum 1896. Þegar jeg kom í land, urðu hinir inn- fæddu mjög forvitnir, — prestur hefur þar ekki stigið í land frá útlöndum síðan hin svo kallaða siðabót var innleidd. En Reyk- víkingar eru þó of kurteisir og siðaðir til þess að vera nærgaungulir. — Kölluðu þeir mig munk og er þá forvitni þeirra skiljanleg. Aðaigata bæjarins er fram með sjávar- ströndinni. Eru þar flestar verslunarbúðir mjög líkar þeim, sem jeg hef sjeð í Dak- ar í Senegambíu. Eru sumar búðirnar all rúmgóðar og eru þar alls konar vörur frá Kaupmannahöfn, Berlín, London og Edinborg. Aðrar götur bæjarins verðskulda ekki nafnið. Er þeim og illa lialdið við, og líkjast fremur stígum í frönsku þorpi en götu í bæ. Húsin eru flest lítil, fátækleg útlits, en ínui eru þau nett og stundum enda skemmti- Ieg — og kom mjer það á óvart, eftir því sem íslaudi áður hafði verið lýst fyrir mjer. Mig furðaði ekki síður á að hitta þar menn mjög vel búna. Að sönnu eru flestir Reykvíkingar í vanalegum erfiðis- fötum, eu með stóra belgvetlinga tvíþuml- aða. Karlmannabúningurinn er ekkert ein- kennilegur og kvennfólks ekki heldur, nema húfan. Hún er mjög lítil með skotti og hólk úr silfri eða gulli með skúf við, sem hangir hægra megin, Hárið er fljett- að í 2 eða 4 fljettur og endunum brugðið undir húfuna. Þær vefja sig allar kulvíslega innan í stórum 8jölum, misjafnlega Iitum, og er auðsjeð, að liturinn fer ýmist eptir aldri eða geðþótta. Þær eru auðvitað undantekning, sem fylgja „la mode“ eða eru á útlendum bún- ingi, en þær eru að eins tvær eða þrjár tylftir, sem betur fer fyrir fegurðartil- finningunui. Hvar sem jeg gekk horfðu flestir á fæt- urnar á mjer, vegna skónna minna, og voru það þó að eins almenn snjóstígvjel Get jeg skilið það, því skór íslendinga eru ekki nema sauðskínnsbleðill, sem saumað- ur er saman og lagaður eptir fætinum og sólaiausir. Sumt kvennfólk hafði þó vana- lega skó, en hálfstígvjel þekkjast heldjeg ekki. Þá talar P. G. um klaustrið í Landa- koti og segir að ísl. skilji ekkert hvað það sje að helga guði líf sitt svo sem St. Jóseps mennirnir gjöri, það sje hulinn leyndar- dómur fyrir íslenska mótmælendur. Kirkjugarð Reykjavíkur iíst honum ekki á, og segir að hin vesæla kappelia í hon- um sje samboðin þessum auma kirkju- garði. Stærð íslauds segir hann 103,800 fer- kilometra, og munar það ekki miklu frá því rjetta, eða á landsmönnum, er hann segir vera 74,000. Hann segir rétt frá byggingu landsíns, töku kristn- innar og stofnun biskupsstólanna, en bæt- ir því við, að Skálholt hafl orðið sá arinn sem menntunarljósið hafi skinið út frá, ekki aðeins yfir íslaud heldur og alla Skandinavíu, og á 12. öld hafi það verið nefnt tignarnafuinu| Aþenuborg Norður- landa, og það ekki allskostar óverðskuld- að. — Hann þekkir höfuðatriði sögu vorrar, en gjörir þó heldur mikið úr þjóðveldinu, sem hér hafi verið stofnað i Napóleons-styrjöldinni (Jörundur hunda- þagakonungur). Kjörgeingi til alþingis segir hann þann hafa, er greiði 6 kr. í skatt, en dagpeningar þingmanna sjeu 10 kr. Landshöfðinginn sje skipaður forseti þingsins. — ísland sje vanþakklátt við Danmörku, að vilja rjúfa þau veiku bönd, sem halda þeim saman, þó ísland sje byrði Danmerkur, sem greiði hingað 60,000 kr. í árleg gjöld, 40,000 kr. í póst- gjöld og 50,000 til strandvarna. Hann kveður það muni rangt vera, að ísland sje forna eyjan Thule. Reyndar ríði það á litlu, en hitt sje meira vert, að Kolumbus hafi komið til íslands 1467 og hafi þá lesið í hinum frægu fornsögum í Reykjavik um Víuland hið góð?. (Meira). Löglilýðni. Það var talað um það í grein hjer í blaðinu nýlega, að ýrasum af þeim lögum, sem komið hafa frá þinginu, verið stað- fest af konungi og en eru í gildi, væri ekki fylgt fram verklega; sum þeirra væru líka óframkvæmanleg. Eu það, að gildandi lögum sje ekki fylgt fram, það hlýtur að hafa 01 áhrif á löghlýðni manna í landinu yfirleitt og veikja rjettarmeðvitund þjóðatinnar. „ísland“ hefur í einu atriði haft sjer- stakar ástæður til að kynnast hugmynd- um manna um skyldur þeirra gagnvart gildandí lögum. Þegar blaðið byrjaði að koma út, krafð- ist útgefandinn þess, að póststjórnin tæki að sjer útsending þess og innheimtu á andvirði blaðsins, samkvæmt lögum frá 3. maí 1872. Starfsmönnum póststjórnarinn- ar út um landið var skýrt frá því, bæði af póstmeistaranum og svo í blaðinu sjálfu, hvernig lögin skipuðu þeim fyrir, að leysa þetta starf af hendi. Einnig mætti ætla, að allir þeir ættu lögin sjálfir og gætu kynnt sjer þau. Margir af þeim hafa auðvitað gegnt þessu samvizkusamlega, en hinir eru lika ekki fáir.sem útg. blaðsins hefði fulla á- stæðu til að kæra, ýmist fyrir það, að þeir hafa neitað mönnum um að panta fyrir þá blaðið, eða ekki skeytt um að senda pöntunina svo snemma, að blaðið bærist kaupendum reglulega, þótt þeir hafi tekið við borgun fyrir það í tæka tíð. Fyrir skömmu pantaði maður einn blaðið hjá útgefanda og bauðst tilað verða út- sölumaður þess í nágronni sínu. Hann sagði svo frá, að bíjefhirðingamaðurinn, sem er klerkur lijer eigi alllangt austur frá, hefði frá byrjun neitað mönnum um að panta blaðið. Maðurinn vildi borga blaðið hjer fyrirfram, en útgefandi bað hann að fara með peningana til brjefhirðingamannsins og reyna enn, hvort hann neitaði. Færi svo, yrði útgefandinn að kæra klerk, og krefjast af honum skaðabóta, þar sem hann hafði áður neitað að útvega blaðið. Annar klerkur, í Húnavatnssýslu, sem líka er brjefhirðingamaður, er þeim mun kænni, að hann, eptir því sem útgefanda blaðsins er skrifað, hefur ekkert haft á móti að taka við peningum fyrir blaðið, en þeim sem skrifar er óljóst, hvað af þeim hafi orðið; blaðið hefur hann ekki feingið frá klerki. Og þegar hann að lokum krafðist peninganna aptur, neitaði klerkur að standa skil áþeim. Sá guðsmaðsmaður hefði líka gott af að standa reikningsskap af gjörðum sínum fyrir dómstólunum. Annars hafa útgefanda „íslands“ borist kvartanir yfir afgreiðslu blaðsins frá póst- manna hendi víða að, einkum nú upp á síðka8tið. Þó er ekki víst, að afgreiðsl- an sje fyrir það verri en áður. Hitt er það, að kaupendum er nú farið að skiij- ast, að þeir eiga heimting á, að fá blað- ið frá viðkomustöðum póstanna á ákveðn- um tíma eftir að þeir hafa pantað það og borgað. En hrjefhirðingamenn, sem neitað hafa að panta blaðið, ættu að hafa gáð að því, að þ&ð getur orðið þeim dýrt. Þeir yrðu vafalaust, ef til þess kæmi, að borga úr sínum eigin vasa að minnsta kosti þau blöð, sem sannamá, að pöntuð hafi verið hjá þeim, en þeir neitað að útvega. Annars er ekki nema von, að póst- mönnum þyki hart, að bætt sje við þá að sjá um afgreiðslu blaða, án þess að laun þeirra sjeu um leið hækkuð. En slíkt er blaðaútgefendum óviðkomandi. Þeir eiga heimtingu á, að starfsmenn póst- stjórnarinnar annast um þau blöð, sem hún tekur tii útsendingar, eftir því sem mælt er fyrir í lögunum. Ef þeir þykjast ekki geta gjört það svo vel, að viðunandi sje, fyrir þau iaun, sem þeim eru ákveð- in, þá eiga þeir ekki að taka þann starfa að sjer. En sá hugsunarháttur, að þeir geti þverskallast við, að gegna því viðunan- lega, af því að það sje illa launað, úr því að þeir hafa tekið það að sjer, hann sýnir, að hugmyndin um lagaskyldu þá, sem þeir hafa til þess, er óljós, og að þeir búast ekki við, að lögunum verði fylgt stranglega fram gegn þeim. Og sama sýnir hitt: að þeir, sem blöð- in panta og póstmenn neita að útvega þau, kippa sjer ekki hátt upp við það, þótt þeir viti, að með þessu sjeu lög brot- in á þeim. Sjálfsagt þegja flestir og í- mynda sjer, að þeir verði að láta sjer þetta lynda; aðrir kvarta lauslega um það, en ekki fyr en laungu síðar. Lögiu um útsölu póststjórnarinnar á blöðum eru í aðalatriðunum góð. Sjálfsagt lærist mönnum smátt og smátt að nota þau, og það ætti að vera hægt að kenna starfsmönnum póststjórnarinnar að hlýða þeim. Fn þau eru óhagkvæm, eftir þvi sem hagar til hjer á landi, í ýmsum smá- atriðum og þurfa endurbóta við. Á það mun verða minnst síðar hjer í blaðinu. Landbúnaður yor. Éftir Jön Jönatansson búfræðing. (Niðurlag). Búnaður vor sýnist einmitt nú standa á völtum fótum, og er það eingaungu af því, að hann er orðinn svo afarlangt á eftir tímanum; útgjöldin við búskapinn fara allt af vaxandi, þarfirnar fjölga meir og meir, og kröfurnar til lífsþæginda verða meiri og meiri, vinnuaflið er allt af að verða dýrara, og þannig hjálpast allt að til að auka útgjöld bændanna. Það er fjarstætt því, að framleiðslan aukist að því skapi, en til þess að búskapurinn gæti staðist þyrfti þó svo að vera. Það

x

Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.