Ísland


Ísland - 18.12.1897, Blaðsíða 3

Ísland - 18.12.1897, Blaðsíða 3
ISLAND. 203 í ganginum; hún kom úr'”eldhúsinu. Hún var há og grönn, búin eins og til kirkju- ferðar og varifas á’Jhenni þegar hún kom fram á ganginn. Þegar hún mætti BÁrði nam hún staðar og annað munnvik- ið drógst ofurlítið út á kinnina. Þetta var Birgitta, húsfreyj an. Þau ætluðu hvort um sig eitthvað að segja; það sást á því, að bæði stóðu kyr, því hvorugt sagði nokkuð. Bárður var þó enn ráðaleysis- legri, hann brosti meir og meir; en ráða- leysið varð til að hjálpa honum, því hann fálmaði eftir stiganum og gekk upp; „kannske þú viljir koma með“, sagði hann. Hún fór upp á eftir. Þau voru alein á loftinu, en samt lokaði Bárður á eftir þeim og fór aðeingu ótt. Og þegarhann að lokum sneri sjer við, stóð Birgitta við gluggann og horfði út, en það gerði hún til að líta undan. Bárður tók dálítinn pela upp úr vasa sinum og svo silfur- staup. Hann skeinkti á handa konu sinni, en hún vildi ekki þiggja, þótt hann full- vissaði hana um, að það væri vínið, sem sent hefði verið frá prestssetrinu. Svo drakk hann það sjálfur, en bauð henni þó við og við. Hann setti tappann í pelann, stakk honum aftur í brjóstvasann, staup- inu líka, settist svo niður á kistu. Það var auðsjeð að honum líkaði illa, að kon- an skyldi ekki þiggja vínið. Hann varp öndinni mæðilega nokkrum sinnum. Birgitta studdist annari hönd- inni fram í gluggakistuna. Bárður ætlaði að segja eitthvað, en átti nú enn bágara með það en áður. „Birgitta", sagði hann, „þú hugsar líklega um sama manninn, sem jeg hef verið að hugsa um í dag“.— Hún færði sig til við glugg*n, en studdist svo fram á höndina eins og áður. „0 já, þú veist við hvern jeg á.--------------Það var hann, sem skildi okkur tvö;------------- jeg hugsaði, að það mundí ekki ná leingra en þangað til við giftum okkur, en það hefur náð Ieingra“. Hún hreyfði sig við gluggann og hann heyrði að hún dró and- ann ljettara en áður, en sá ekki framan í hana. Báður þurkaði &f sjer svitann með treyjuerminni; hann átti í stríði við sjálfan sig; það Ieíð iaung stund áður hann gæti aftur byrjað: „í dag er sonur hans kominn til okkar, menntaður og vænn maður, og við höfum gefið honum einkadóttur okkar.-----------Hvað segirðu nú um það, Birgitta, að við hjeldum líka brúðkaup okkar í dag?“ Röddin skalf og Bárður ræskti sig. Hann beið enn um stund; hann heyrði að hún andaði þungt, en hann fjekk ekkert svar. Nú hafði hann sagt það, sem hann vildi segja. Hann leit upp og varð náfölur, því hún leit ekki einu sinni við. Þá stóð hann á f*tur. Rjett í þessu .va.r barið hægt á dyrnar og sagt fyrir utan með blíðum róm: „Mamma, kemurðn ekki?“ — Elín var úti fyrir. Það var eitthvað í rómnum, sem snerti Bárð; hann nam ósjálfrátt staðar og Ieit á Birgittu. Hún leit við og fram tii dyranna, en varð um leið ó- sjálfrátt litið á Bárð og sá að hann var náfölur. „Kemurðu, mamma?“ var enn spurt úti fyrir. „Já, nú kem jeg!“ sagði Birgitta. Það var gráthljóð í röddinni. Hún gekk þvert yfir gólfið til Birðar og rjetti honum höndina grátandi. Bárður rjetti höndina á móti. Nú voru báðar slitnar og lúnar, en handtakið var fast, eins og þær hefðu leitað hvor að annari í tuttugu ár. Þau geingu til dyranna og Hjelduat í höndur. Litlu síðar. gekk allt Loðaflókið níður að bátunum. Árni rjetti Elínu höndiua og gekk á undan, en Bárð- ur braut venjuna og jjetti konu sinni höndina og leiddi hana á eftir; þá var andlitið á Bárði allt eítt bros. En á eftir þeim gekk Margrjet á Brún, aleín eins og hún var vöu. Bárður Ijek við hvern sinn fingur allan daginn og ræddi við boðsfólkið. Einn af þeim, sem hann talaði við, leit upp til fjallsins og hafði orð á, að undarlegt væri, að takast mætti að klæða svo bratt fjall. „Það verður að láta klæða sig hvort sem það vill eða ekki“, sagði Bárður og leit yfir boðsfólkið þangað til hann festi augun á brúðhjón- unum og konu sinni; „svo hefði einginn sagt fyrir tuttugu árum síðan“, sagði hann. Sögunni af Árna er nú lokið og kemur hún inn- an Bkamms út I sjerprentun. Cand. ph.il. Brynjðlf- ur Kúld hafur Jiýtt tvö síðustu kvæðin: „í leyni mun eitthvað í lífinu vera“ og „Það vald, sem kenndi mjer lítið ljóð“; að öðru leyti er aagau þýdd af ritstj. blaðsins. Frá fjallatindum til fiskimiða. Yopnfirðingar hjeldu þjóðhátíðarsamkomu 15. á- gúat í sumar ; var ákveðið að hátíðin skyldi Btanda 8. ágúat eins og hjer i Rvík, en það fúrst fyrir. Það var eftir uppástungu Jóns hjeraðslæknis Jóns- sonar, að Btofnað var til samkomunnar. Þar voru ræðuhöld, leikfimisæfingar, dans o.B.frv. Samþykkt var að halda samskonar samkomu næsta ár. Þjóðhátíðarsamkoma hefur þá verið haldin í sumar á fjórum stöðum: í Rvík, í Borgarfirðinum, á Bgilsstöðum á Völlum og á Vopnafirði. Á næsta sumri verður hún væntanlega haldin víðar. Tóvinnuvjelarnar á Álafossi, ásamt húsum og lóð, hefur Björn Þorláksson nú selt Halldóri Jónssyni frá Sveinsstöðum. Landsyfirrjetturinn dæmdi á mánudaginn í 4 mál- um, gegn ýmsum (8) mönnum hjer við Faxaflóa, út af broti gegn þinglýstu banni frá amtmanni gegn því, að menn færu út í útlend botnvörpuskip, er eigi væru búin að sýna lögreglustjóra skjöl sín í þeirri ferð að landinu frá útlöndum. Höfðu menn þessir (8) verið allir dæmdir fyrir lögreglurjetti Kjósar- og Gullbringusýslu í talsverða sekt til landssjóðs, auk málskostnaðar, fyrir brot gegn banni þessu „og lögum þeim, er það hyggist á“, svo og fyrir hlutdeild í broti gegn fyrírmælum laga 17. desbr. 1875 um fiskiveiðar útlendra við ísland. Fymefnt bann, er sýslumaður hafði út gefið 7. jan. þ.á., en amtmaður siðan staðfest, tjáir undir- dómarinn í dómi sínum byggt vera á „almennum sóttvarnarfyrirskipunum". En landsyfirrjetturinn kvaðst eigi fá sjeð, að hinir kærðu hafi með ferð- um sínum út í botnvðrpuskipin gerst brotlegir gegn gildandi sóttvarnarlögum, og það því síður, sem það sje alls óupplýst, hvort skipin hafi eigi áður í sömu ferðinni verið búin að sýna skjöl síniá höfn hjer á landi, en bann sýslumanns eða amtmanns hafi eigí getað verið sjálfstæður grundvöilur til að byggja á refsidóm yfir kærðu. Þá kveðst og yfir- rjetturinn eigi fremur fá sjeð, hvernig þeir kærðu hafi með áminnstu atferli sínu gerst brotiegir gegn tilvitnuðum lögum 17. desbr. 1875. Yfirrjetturinn sýknar því hina kærðu algerlega og leggur máls- kostnað fyrir báðum rjettum á landssjóð. Hinir kærðu voru: Guðmundur bóndi Guð- mundsson á Auðnum (sekt í hjeraði 50 kr.), Bjarni bðndi Stefánsson á Stóru-Vatnsleysu (40 kr.), Guð- muðmundur Einarsson í Nesi (60 kr., hafði ank annars flutt skipstjóra á land) og'Arinbjörn kaup- maður Ólafsson í Keflavík (40 kr.) ásamt 4 háset- um hans (5—10 kr.). Eptir því sem Indriði revisor Einatsson skýrir frá i „ísafold" eru elstu skýrslur um fólksíjölda hjer á landi frá árinu 1703. Þá eru Íslendíngar 50,444. En á 18. öldinni fækkar fólkinu og 1801 eru ísl. ekki orðnir fleiri en 47,240. Þá fer aftur að fjölga og um miðja þessa öld, 1850, eru lands- búar 69,157; svo fer talan jafnhækkandi til 1880. Þá eru hjer 72,445 manns, eu á 10 árunum næstu, eða til 1890, hefur aftur fækkað og er þá fóiks- fjöldinn 70,927. Þessu hafa valdið Vesturfarirnar. x árslok 1895 eru landsbúar 73,449. Síðan 1872 hafa 9,000 íslendingingar flust af landi burt. Þar af má ætla, að dánir sjeu 900, verða þá eftir 8,100. Fólksfjölgunin á þessari öld (95 árum) er þá 34,300 eða 73%'. en á fyrri öld fækkaði fólkinu um 6 %■ 30. okt. síðastl. vígði Valdimar prófastur Briem nýja kirkju á Ólafsvöllum á Skeiðum. 800 manns var þar þá saman komið og þrír klerkar aðrir. Kirkjan hafði kostað 3,000 kr. Bráðapest hefur nú undanfarandi töluvert gert vart við sig hjer nærsveitis. Af þeim 1000 kind- um, sem dýralæknirinn hefur bólusett með hinu nýja bóluefni, hafa 5 drepist, allar á Lágafelli, og heldur dýralæknirinn, að þær hafi verið sýktar áð- nr en þær voru bólusettar, enda hafði pestin þá verið búin að drepa þar eitthvað. Lúðvík Sigurjónsson veitingamaður á Akureyri hefur selt veitingahúsið þar Vigfúsi Sigurðssyni borgara á Vopnafirði. Jón Jónsson 2. þingm. Norður-Múlasýslu hjelt 10. f.m. leiðarþing í Vopnafjarðarkaupstað. Þar var rætt um stjórnarskrármálið og lýsti fundurinn eindregið yfir því, að hann væri mótfallinn frumv. dr. Valtýs og þakkaði þingmönnum kjördæmisins fyrir, að þeir hefðu snúist á móti því. Margir tóku þátt í umræðunum auk þingmannsins: Pjetur Guðjohnsen, Vigfús Sigfússon borgari, Ólafur Da- víðsson verslunarstjóri, Jón Jónsson læknir o.fl. „Austri" flytur nákvæma skýrslu frá þessum fundi og er hjer kafli úr henni: „Ólafur Daviðsson lýsti yfir því, að það væri ekki einungis til að dæma þetta frumvarp að menn væru hjer komnir, heldur einnig til þess að reyna að komast að niðurstöðu, hvað gjöra skyldi eftirleiðis, sjerstaklega ef til þingrofa og nýrra kosninga kæmi. Vakti hann máls á miðlunarfrumvarpinu frá 1889 og beindi þeirri spurningu til þingmannsins, hvort hann gæti nokk- uð upplýst um, hvernig byr það mundi fá nú, ef það yrði vakið upp aptur. Taldi hann það frumv. að sínu áliti hafa verið eitt hið besta, sem frag hefði komið í þessu'máli, og taldi ýms ákvæði þess, sem aðgreindi það frá, stjórnarskrárfcumvörpum fyrri þinga, t.d. um afturköllunarrjett konungs á lögum, sem landsstjóri staðfestir, ekki svo hættu- leg, að þar fyrir sje frágangssök að aðhyllast það, ef mögulegt væri að safna mönnum um það. Jón alþingismaður svaraði fyrirspurn Ólafs Da- víðssonar á þá leið, að eftir því sem hann áliti, væri ekki óhugsandi, að menn gætu safnast um miðlunarfrumvarpið frá 1889, og kvað sjer þykja líklegt, að sumir af fylgismönnum dr. Valtýs mundu aðhyllast það. Svo er skrifað úr Eyjafirði 30. f. m.: Tíðin er ágæt. Allir hafa baðað hjer í haust, en sumum er bövanlega við það. Pest hefur geingið hjer talsverð og jafuvel ó- venjulega mikil. Hörgdælingar tóku sig reyndar til og sendu mann vestur i Skagafjörð eða Húna- vatnssýslu með makt og miklu veldi til að læra að bólusetja gegn pest. Maðurinn kom aftur og átti nú svo sem að skríða til skara gegn pestinni, en honum hafði þá gleymst að útvega sjer verk- færi, bvo ekki varð neitt úr neinu. Það er alveg ókiljanlegt, hvað menn reyna hjer við pestinni; sumir gefa fjenu inn steinolíu, sumir keilulýsi, sumir brennivín. sumir krolonolíu, Bumir brama, og einn heingdi Voltakross á rollu hjerna um dag- inn. Vonandi er að tilraunir dýralæknisins með nýja bóluefnið ríði nú pestinni að fullu. Fjörusótt, sem svo er kölluð, hefur drepið í vetur talsvert af fje á Hraunum í Fljótum hjá Guðmundi bónda Davíðssyni. Nýskeð vildi það slis til á Útskálum, að eitt af börnum síra Bjama Þórarinssonar, 6 ára gamalt, datt niður stiga og beið bana af biltunni. Aflalauster nú hjer við Faxefijann, en á Eyrar- bakka hefur verið talsverður afli undanfarandi. Nýlega sendi Nielsen verslunarstjóri þar hingað með 12 hesta eftir sild í íshúsið. Einmitt um sama leyti, sem stór-pólitíkin fer rð fjara úr blöðunum hjer syðra, kemur há-pólitiskt stórflóð i austfirsku blöðin. Austri fylgir þar ein- dregið stefnunni irá ’89, en Bjarki skáld hefur verið leiddur inn á þyrnistig Valtýskunnar. í þeirri viðureign ber Skafti jötunn langt af nafna vorum. (Privat): En það er öllum góðum mönnum hinn mesti haimur, nafni sæll, að jafn fagurgalandi hani og þú, skuli hafa gert sig að illvíðrakráku austur á landshorni og vera að krunka þar um pólitík, sem þú hefur ekkert vit á. Jeg vildi láta setja þig hjer upp á kirkjubustina; þar ættirðu að breiða úr Btjelinu á hverjum helgidegi og gala fyrir fólk- ið á meðan prestarnir eru í stólnum. Um hitt munar ekkertíöllu garginu, þð þú sjert að krunka um pólitíkina. Vinnumaður á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal hefur nýlega fyrirfarið sjer. Hann hafði komið utan af Blönduósi seint um kvöld; næsta morgun var hann horfinn og hafði skilið eftir brjef til hús- bónda sins og kvaðst nú „halda til Heljir“. Hald- ið er að hann hafi geingið í Vatnsdalsá. Reykjavík. Til minnis. Landsba'tkinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjóri við kl. 11VS—1‘/«. — Annar gæslustjðri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn i barnaskðlanum kl. 5—6 stð- degis 1. mánud. 1 hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá kl. 12— 2 siðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Fomgripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjórnar-fundir 1, og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátækranefndar-íaniiic 2 og 4. fmtd. i mán., kl. 6 síðd. Náttúrugripasafnið (i Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 siðdegis. Nú hafa verið inndæl veður^leingi undanfarandi, logn og lítið frost,'morguarnir hjelugráir, dagarn- ir svalir og sólarlitlir, kvöldin kyr og laung með tunglskini og tindrandi stjörnum. Og nú er fólkið að búa sig undir jólin. Hver búð er „uppljómuð" og alstaðar er nú verið að raða niður á „jólaba*arana“, Bem kaupmennirnir auglýsa í hverju blaði. Svo kemur kvenfólkið of- an sveitunum með eina krónu í vasanum og biður um „bazar“ til jólanna. Nú er lika „Leikfjelag Reykjavíkur“ að fara á stað. Það hjelt síðustu æfingu í tveim leikjum á fimmtudagskvöldið og byrjar að leika i kvöld. Með „Laura“ siðast kom hingað norskur trúboði frá Kristjaníu, David Östlund_,að nafni. Hann heyr- ir til þeim trúarflokki, sem nefnast „Adventistar11; þeir trúa á endurkomu jKrists til jarðrikis o. s.frv. „Laura“ fór hjeðan fyrra fimmtudag. Með henni fóru, auk þeirra, serrráður'ehgetið: Sigurður Thor- oddsen cand. polyt. til þess að sja um smiðar á brúm, sem reisa skal næsta sumar, stud. jur. Jens B. Waage, Nielsen verslunarmaður frá Bryde, Riis kaupmaður, Eriksen adjutant frelsishersins ogkona hans. Flestum eða öllum Reykvíkingum munhafavirst aðfinningar þær, sem nýlega komu fram í „ís- landi" við saunginn í dómkirkjunni, vera að öllu maklegar. í síðasta blaði ritaði saungstjóri herra Jónas Helgason um sama efni. Og með því að hann er samdóma því áliti, sem fram kom í greininni í „íslandi11, bæði að saungnum sje mjög ábótavant og líka hvernig úr honum verði bætt, þá mætti ætla, að þeir, sem framkvæmdarvaldið hafa I þessu máli, fyndu því fremur ástæðu til að gera eitthvað til umbóta á saungnum. Nýja kirkjuklukkan er nú komin upp í dóm- kirkjuturninum; það er stundaklukka og úrskífur öllumegin svo hvítar og bjartar, að Valdimar As- mundsson sjer nú á klukkuna neðan af götu, hversu staurblindur sem hann geingur framhjá. Fj.konan er alltaf að hrósa sjer af aldrinum og telja sjer hann tilgildis. Það er þó fullreynt, að henni ferst sem öðrum portkonum, og verður hún því óútgeingilegri, sem hún eldist meir. í nðtt, sem leið drapst hestur hjer í bænum úr miltÍBbraudi. Eftirmiðdagsguðsþjónusta á morgun kl. 5 e. h. Frelsisherinn ætlar að halda skemmtisamkomu fyrir fátæk börn einhvern daginn eftir helgina, á mánudiginn, þriðjud. eða miðvikud. Þar á að verða jólatrje og margt annað, sem þeim þykir væut um. Hitt og þetta. — Óvenjulega mikil stjörnuhröp eru væntanleg 1899.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.