Ísland


Ísland - 15.03.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 15.03.1898, Blaðsíða 2
42 ISLAND. „íslaktd* komnr út á hverjum þriðjndegi. Aakrift bindandi 6 máunði, i Bvík 3 mán. Koatar fyrirfram borgað til útg, eða pðst- stjórnarinnar 3 kr. 20 au., annars 4 kr. í Rvík 3 kr., erlendis 4 kr. 60 au. Ritstjóri: JÞorsteinn Gíslason Laugaveg 2. Reikningshaldari og afgreiðslumaður: Hannes 6. Magnússon Austurstræti Q. Prentað i Pjelagsprentsmiðjunni. löv og tókst það miklu ver en öðrum, sem lelkið hsfa hann hjer á undan honum. Hinn stúdent- inn, Eibek, sem Þorv. Þorvarðar- son ljek, tókst betur. Annars skemmdu stúdentarnir og assess- orinn lejkinn. Assessorinn Ijek hr. Davíð Heilmann og hefur hann í fleirl af ieikjunum haft „ruliurH, sem töluvert er undir komið, en hann virðist ekki skilja og kann ekki með að fara. Að minnast á framkomu ýmsra annara, sem minna hefar gætt, er óþarfl. Þeir sjö eða átta af lelkendunum, sem minnst er á hjer að framan, eru sá hópur, sem þarí að halda fast við leiksviðið. En karimannaflokkinn vantar nýja krafta. Og það er rjett, sem minnst hefur veríð á í öðrubiaði, &ð þeirra mætti leita út fyrir fje- lagið. Einn af þeim karlmönn- um, sem best hafa leikið hjer áð- ur, Ólafur Haukur Benediktsson, er ekki í fjelaginu og hefur því ekki leikið í vetur. En hann hefði verið vel fær um að taka sumar af þeim „rullum“, sem fjelagið einna átakanlegast hefur vantað menn i. Reykvikingar mega kunna fjo- laginu þakkir fyrir skemmtamir þess í vetur. Þeir þurfa að hafa eitthvað tii að ljetta sjer upp við meðan kvöldin eru ieingst og dægr- in dimmust. Sumir hafa varið töluverðum tíma og ómaki í fje- lagsins þarfir utan leikkvöldanna, einkura form., Þorv. Þorvarðarson, og leikstjórinn, Kr. Ó. Þorgríms- son. Frá fjallatindum til fiskimiða. Póstar komu að norðan og vestsn á þriðjudagskvöld og skulu hjer nú sagðar helstu frjettir eftir brjefum og blöðnm utan af landinu. Frá Seyðisfirði ná þær til 10. febr., frá ísafirði til 14. og frá Akureyri til 21. febr. í Fljótsdal eystra hrapaði piltur ný- lega til bana, Pjetur Stefánsson bónda á Glúmsstöðum; hann v&r að ganga til kinda í felli rjett ofan við bæinn, en missti fótfestu á svellbólstri og sá fólk að heiman er hann hrapaði. Nýlega eru trúlofuð Eggert Briem sýslumaður Skagfirðinga og Guðrún Jóns- dóttir prófasts frá Auðkúlu, forstöðukona Ytrieyjarskólans. Sagt er að sýslumaður Húnvetninga, Gisli ísleifsson, sem haft hefur aðsetu á Kornsá I vetnr, setjist í vor að á Blöndu- Tið hefnr verið góð á Austurlandi og eins á norðurlandi allt vestur í Húna- vatnssýslu. Þar hefur verið umhleyp- ingatíð um tíma, segja síðustu fregnir- En á vestfjörðum hefur verið storma- og snjóasamt, líkt og hjer á Suðurlandi. A Austfjörðum er afli, en langt sótt- ur. Á Eyjafirði aflalaust og á ísafirði lítið um fisk. 22. jan. fórst bátur úr Bjarneyjum á Breiðafirði með2mönuum, Kristjáni Eyj- ólfssyni og Lárusi Bergsveinssyni; þeir voru á heimleið úr Hólminum. Kvef og fleiri kvillar hafa geingiðum allt land í vetur líkt og hjer syðra. Fundafjelag Eyflrðinga hefur skorað á sýslunefndina þar að gangast fyrir því, að haldin verði þjóðhátíð á Oddeyri í ^ sumar kemur. 22 Á Ljósavatnsfundinum 3. febr. tölnðu Dingeyingar nm að halda þjóðhátíð fyrir sýsluna 21. júni næsta sumar. 3. febr. hjeldu Suður-Þingeyingar fund á Ljósavatni, einkum til að ræða um stjórnarskrármálið og sundrung þá, sem nú er í islensku pólitíkinni. Þar komu saman um 60 kjósendur úr ýmsum sveit- nm kjördæmisins auk margra fleiri. Sig- nrður Jónsson á Ystafelli setti fundinn, en fnndarstjóri var kosinn Árni prófast- ur Jónsson á Skútustöðum. Mest var þar rætt stjórnarskrármálið og að lok- nm samþykkt svolátandi yfirlýsing frá fundinum: „Fundurinn lýsir þvi yfir, að hann er algerlega mótfallinn stjórnarskrárfrnm- varpi þvi, sem þingmaður Vestmanney- inga flntti á siðasta þingi og þeirri með- ferð stjómarskrármálsins, sem kom fram i ávarpi þvi, er 16 þingmenn hafa sent út um landið eftir siðustu þinglok". Þessi yfirlýsing var samþykkt með 60 atkv. kjósenda og 32 atkv. annara hjer- aðsmanna. Einginn greiddi atkv. ámóti, en einn fundarmaður greiddi ekki at- kvæði. Út úr nmræðum á fundinum um það, að rjett væri að leita almenningsviija um mál þetta um land allt, sjerstaklega í kjördæmum Yaltýssinna, kom fram önnnr fundaryfirlýsing, er samþykkt var með 60 atkv. gegn 3: Hún fór í þá átt, að skorað skyldi á kjósendur í kjördæm- um Yaltýssinna, að leitast við að fá þing- menn sína til að leggja niðnr.'þing- mennsku nema þeir lýstu því yfir ótvi- rætt, að þeir hyrfu frá þeirri stefnu í stjórnarskrármálinu, er þeir fylgdn síð- astliðið sumar. Enn var þar samþykkt svolátandi yfir- lýsing með 30 atkv. móti 4: Fundurinn álítur æskilegt og nauð- synlegt að almennur þingvallafundur verðí haldinn fyrir næsta alþing, einkum til að ræða stjórnarskrármálið. Sagt er að Björn kaupmaður Sigurðs- son í Flatey vilji selja verslun sína þar. a o / -S a a a se oc c! a I & u •^H <s> «o > 02 U a —1"4 02 u >» iA kh Bráðapestin hefur víða verið raeð verra móti í vetur, en einna vestar sögur fara af henni á Fljótsdalshjeraði. Þar hefur hún drepið um 100 fjár á Bumum bæjnm. Jón hjeraðslæknir Jónsson hefur bólusett fje á Vopnafirði með bóluefni þvi sem C. 0. Jensen lektor við landbúnaðarháskól- ann I Khöfn hefur fundið og sem dýra- læknirinn reyndi einnig hjer syðra I hanst og lýsti þá hjer í blaðinu. Að því er Anstri segir hefur það gefist vel. Á kvennaskólanum á Akureyri eru nú 34 stúlkur, nær allar úr Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Skagafjarðar- sýslum. Skýringar: í veiðarfæradálki merkir f. = haldfæri; 1. = lóð (lína); n. = þorskanet. í beitndálki: ljb. = ljósabeita(teningur); fh. = fiskbeita; lb. = landbeita; s. = síld; ss. = sandsíli; r. = ræksni; m. = maðkur; a. = aða. í fiskgaungudálki merkir: talan aftan undir stryki mánuð; b, m eða s framan við stryk byrjun, mifbik eða síðari hluta mánaðar, talan mánaðardag; í, eitt sinn í mánnði; þ. = þorskur; ý. = ýsa, s.= síld; 1. = loðna, sa.= sandsili; þl. = þyrsklingur; h. = háfur; u. = upsi; hl. = heiiagfiski; hv. = hvalir. Stóru stafirnir merkja áttina, sem gangan kom úr. — í dálkinum ýmislegt er 1. = lúða; sk. = skata; hák. = hákarl; tn. = tunnur. Aflaupphæðin af þorski, smáfiski og ýsu er gefin til kynna í hundruðum. ? = tala ótiltekin.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.