Ísland


Ísland - 30.12.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 30.12.1898, Blaðsíða 2
206 f SLAND. „ÍSLAKTD“ kemur út á hverjum þriðjudegi og föstudegi. Kostar í Reykjavik 3 kr., úti um land 4 kr., erlendis 4 kr. 60 au. Ritst jðri: Porsteinn Gíslason, Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þingholtsstr. 4;. Prentað í Félagsprentsmiðjunni. Síldarveiði var mikil á Eyjafirði nm miðjan fyrra mánnð. 11.—12. fengust inn á Akureyrarhöfn 2500 tunnnr. Wath- nesútgerðin þar af 1400. Á austfjörðum hefur lítill síidarafli verið, en þorskafli töluverður, þó langsóttur. Dýralæknirinn kom heim úr för sinni austur á Eyrarbakka á Þorláksmessukvöld. Hestapestin var þar heldur vægari en áð- ur og drapst enginn hestur meðan hann stóð þar við. En einn hafði drepist skömmu áður eii hann kom og gat hann rannsak- að innyflin úr honum; sá hafði drepist úr miltisbrandi. Það var sjöunda hrossið, sem fórst þar í vetur. Alt voru það hest- ar, sem eingöngu lifa á fjörugangi. Óvíst taldi þó dýralæknir, að miltisbrandur hefði orðið þeim öllum að bana, en einhver pest er það honum skyld. Pestarefnið sagði hann að hestarnir fengju af því að róta upp í sorphaugunum kring um húsin. Á hestum, sem sýktir voru, gat hann heft sýkina með meðölum. Austan yflr fjall er skrifað, að séra Ó- lafur Sæmundsson í Hraungerði hafi orð- ið fyrir slisi nýlega; hann hrasaði á stétt þar á hlaðinu og meiddist, skektist í lið og beinbrotnaði. Annars segir fregnin ekki, hve mikið meiðslið sé eða skaðiegt. Varnirnar gegn fjárkláðanum. Margt og mikið hefur verið ritað um fjárkláðann og útrýmingu hans fyr og síð- ar; hafa þar komið fram margbreyttar skoðanir, eins og við er að búast, „því sín- um augum lítur hver á silfrið“. Ea hitt er og mjög eðlilegt, að margir verði til að láta skoðanir sínar 1 Ijósi um jafn-al- varlegtogþýðingarmikið mál, þar sem ann- ar aðalbjargræðisvegur landsmanna bygg- ist aðallega á kvikfjárræktinni, en meg- instoð hennar er sauðfénaðurinn. Það sýnist nú engum standa nær en einmitt bændunum sjálfum, að hugsa, tala og rita um þetta málefni, og reynaþannig með samtökum í orði og verki, að sigra þennan hvumleiða óvin sauðflárræktarinnar, fjárkláðann, sem nú í meir en 40 ár er búinn að vera þessari atvinnugrein til ó- metanlegs tjóns. Ég vil því einnig leggja hér orð í beig og leitast við að setja fram mínar ein- földu skoðanir um þetta mál eftir beztu sannfæringu. Ég þykist líka geta talað um þetta af reynzlu, því fyrir nokkrum árum kom svo megn kláði fram í mínu fé, að hver kind sýktist meira og minna. Tók ég þá til minna ráða, og beið engra yfirvalda ráðstafana um lækningu kláð- ans, eins og ég ætla að hverjum fjáreig- anda sé eigi að eins skylt heldur og líka hollast og vænlegast til dyggilegra fram- kvæmda. Því þó að ég als eigi efist um, að yfirvöld vor vilji oss bændum alt það bezta í þessu sem öðru, þá hafa þau eigi nægilega þekkingu á því, hvað hollast og bezt er í þessa máli, auk þesa sem oft væri um seinan, að bíða aðgerða eða fyr- irskipana amtmanna vorra í fjarlægari bygðarlögum. Sem sagt, tók ég til minna ráða með lækningu kláðans, og tókst mér að mestu leyti að útrýma honum á einu ári; ekki með vetrarböðum, heldur með tveimur vorböðum á meiri hluta fjárins. Að vísu kom fram kláðavottur í nokkrum gemlingum hina næstu vetur, sem að ég kendi um því, að kláðamaur hefðí lifað í húsunum. En nú í fleiri ár hefi ég verið algjörlega laus við þann illa óvin. Ég dreg nú af þessu þá ályktun: að svo framarlega sem bændur með einbeitt- um samtökum og ötulum framkvæmdum vildu losast við kláðann, — og hver getur efast um að þeir vilji það, — þá sé þeim það vel möglegt. Fleiri ára ofdýr reynsla er búin að sýna það og sanna, að íburðarkák að vetr- inum, og hin svo nefndu þrifaböð, sem nú í tvo vetur hafa verið fyrirskipuð af amt- mönnum, eru að eins til að eyða fjármun- um manna til ónýtis, en gera alls eigi hið tilætlaða gagn, með útrýmingu kláð- ans. Hið sanna er að segja um hinar fyrirskipuðu fjárskoðanir á vetrum, að þær eru aðeins til að útvega fáum mönnum atvinnu, íþyngja fjáreigendum með útgjöld, og þ*ð sem lakast er, flýta fyrir útbreiðslu kláðans, svo lengi sem hann er nokkurs- staðar til á svæði því er sömu skoðunar- menn fara yfir, þareð þeir auðveldlega geta borið kláðamaurinn á klæðum sínum, og jafnvei undir nöglum sér, sem auðvelt mundi að sanna, ef þörf gerðist. Það er því sjáanlegt, að hér þarf að taka til annara og öflugri ráða, ef duga skal, og tjáir alls eigi að horfa í þó að það í eitt skifti yrði máske nokkuð dýr- ara og fyrirhafnarmeira, en hið núver- andi gagnslausa kák. Alt er undir því komið, að hér sé svo dugmannlega fram gengið að til skarar skríði með útrým- ingukláðans. En hver eru þá hin einhlýtu ráð til þess ? munu menn spyrja. Ég skal nú fúslega játa það, að þessu er vandhæfi að svara svo vel sé. Og eigi ætla ég mér þá dul, að ég sé öðrum færari til þessa; en þó vil ég það eigi láta standa mér í vegi fyrir því, að koma fram með mína skoðun. Það mun nú fengin nægjanleg sönnun fyrir því, að tvö böð með hæfilegu milli- bili séu áreiðanleg til útrýmingar kláðans, sé hann eigi því magnaðri. En ef beita ætti nú þeirri aðferð við lækningu fjár- ins að vetrinum, meðan fé er í ullu, ætla ég að allmörgum fjáreigendum yrði sá kostnaður lítt kleyfur, og verkið miklum erviðleikum bundið um þann tíma árs. Það mun einnig allflestum kunnugt, er nokkuð hafa fengist við kláðalækningar að fyrsta skilyrðið fyrir því, að geta lækn- að hann, er að ná ullinni af kláðablett- unum. En séu mikil brögð að kláðanum, er slíkt eigi auðvelt, enda áhætta að svifta fé úr ullu í vetrarhörkum. Það er því uppástunga mín, að alt geldfé sé ræki- lega baðað uú í vor, er það er komið úr ullu og áðurenþað er rekiðáfjall. Mundi það verða ef bærilega árar í sjöundu viku sumars. Ær og lömb ættu svo einnig að tvíbaðast um og eftir fráfærur, sem vana- lega er í 10. og 11. viku sumars. Kostnaðurinn við þessa vorböðun mundi alls eigi verða meiri, en við eitt vetrarbað; því meir enn helmingi minni baðlögur fer í fé, er það er úr ullu; auk þess sem böð að vetrinum, í misjöfnu veðri, há fé tals- vert, og alls eigi ólíklegt að þau geti valdið innkulsi, ef óvarlega er farið með féð á eftir. Ég þykist nú ganga að því sem vísu að sumir kunni að koma með þá mótbáru, &ð eitthvað af fé muni verða sloppið á fjall, áður en þessi vorböð verði framkvæmd. En þegar til mikils er að vinna, tjáir eigi að horfa í smá örðugleika, enda mundi eigi ókleyft með samtökum, að leita uppi það fé, sem á fjöll væri komið, áður en hinar umræddu baðanir ættu að fara fram. Einnig yrði féð að vera í dyggilegri geymslu þá átta daga er líða verða milli fyrstu og annarar böðunar. Það þarf eigi að taka fram, að mein- ing mín er sú, að böð þessi séu fram- kvæmd yfir land alt á sama, eða líkum tíma, cg yrði landsstjórnin að skipa fyrir um framkvæmd þeirra. Einnig þyrfti að sjá um, að næg baðlyf yrðu fáanleg í sem flestum verzlunarstöðum landsins, svo auðvelt væri fyrri bændur að ná í þau á ákveðnum tíma. Aftur á móti getur það verið álitsmál, hvort það væri í öllum sveitum réttast, eða heppilegast, að láta hreppstjórana vera æðstu umsjónar- eða framkvæmdar- stjóra hvern í sinni sveit; því að, þó að gjöra megi ráð fyrir því, að víðast séu valdir í það embætti greindustu og beztu menn sveitarinnar, þá á flest sínar undan- tekningar, enda geta menn verið greindir og góðir, án þess því sé samfara dugn- aður í framkvæmdum. Það mundi því hollast, að láta hreppsbændur sjálfa kjósa sér framkvæmdarstjóra við þessar baðan- ir, er stæðu undir yfirstjórn sýslumanna, og sendu þeim skýrzlur um framkvæmdír sínar. Ég mintist á það hér að framan, að fjárskoðanir að vetrinum væru yfirleitt eigi til annars en að auka kostnað „og ef til vildi að útbreiða kláða. Kæmi nú þessi umræddu böð að tilætluðum notum, ættu þær af sjálfu sér að falla niður, sem óþarfar. Eigi að síður virðist mér heppi- leg þau ákvæði laganna, er fyrirskipa hyggilega heyjaásetningu að haustínu, og skoðun búpenings af vorinu, íil að sjá hvernig fénaður er framgenginn. Ég skal svo eigi þreyta þá, er lesa kunna grein þessa, á lengra máli, en óska að landur mínir taki málefni þetta til alvarlegrar íhugunar; því að, þó að ég geti búist við, að þessar uppástungur mínar, til útrýmingar fjárkláðans, fái eigi sem beztann byr hjá almenningi, þá treysti ég því, að skynberandi menn sjái, að svo búið má eigi lengur standa. Ritað í nóvember 1898 af b’onda í Myrasýslu. Reykjavík. Veður hefur verið dágott undanfarandi, en þó óstöðugt ; snjór er töluverður og hvítt að sjá yfir allar sveitir og nes. Það segja líka veðurfróðir menn, að svo skuli helzt vera um jólaleytið og vænta, að vor- ið komi þá fyr; „hvít jól, rauðir páskar" segir gamalt máltæki. Skemtanir eru nú, eins og venja er til um þetta leyti, margar á gangi hér í höfuðstaðnum, dans fyrir fullorðna, jólatró og dans fyrir börn, sjónleikir o.fl. o.fl. og er ekki hægt að lýsa því öllu. Þó skal þess getið, að hjálpræðisherinn ætlar, eins og undanfarandi ár, að halda barnaskemtun 3. jan.ö^síðd. og verður boð- ið þangað 150 fátækum börnum. Herfor- inginn hefur beðið þess getið, að hann tæki þakksamlega móti gjöfum til að styðja þetta og eru þessar barnaskemtan- ir hersios vel verðar þess, að þær séu styrktar, því þær hafa farið fallega fram undanfarandi ár. Tveir alþýðufyrirlestrar hafa verið haldn- irhérívetur; hélt fröken Ólafia Jóhanns- dóttir hinn fyrri, en Guðm. Björnsson hér- aðslæknir hinn síðari á sunnudaginn var. Hann talaði um áhrif áfengisins á líkama mannsins og var gerður mikill rómur að ræðu hans, ekki sízt meðal templara, enda er Guðmundur læknir málsnjall maður og kann vel að haga orðum sínum. Þó var það hér andinn enn þá fremur en orðið sem hreif fólkið. Hann hélt fram algerðu banni gegn aðflutningi áfengis. Líkti hann starfsemi bindindisfélaganna við það, er læknir legði plástur á sár og léti þar við lenda. Það, sem um væri að gera, væri að fjarlægja orsök meinsins og upp- sprettu. Mun ræðan eiga að prentast í mánaðarriti læknanna, sem byrja á að koma út nú um nýárið, og skal því inni- hald hennar ekki rakið hér frekar, en ná- ungunum bentáaðlesa hana þar. Lækn- irinn skoraði á kjósendur að halda því fast að þingmönnum að hafa fram aðflutn- ingsbannið og vildi jafnvel að það yrði gert að skiiyrði fyrir kosningu til þings. Sjálfur er læknirinn hvorki bindindis- maður né drykkjumaður og gefur það til- lögum hans í þessu máli sérstakt gildi; hann telst í flokki hófdrykkjumanna, og má geta þess, að rétt eftir að hann hafði haldið ræðuna, fékk hann sér 5 glös af góðu rommtoddýi og sá honutn enginn bregða. Gildi hins heilaga Þorláks biskups hélt stúdentafélagið í ár með mikilli viðhöfn og virktum. Sést af því, að ekkert hef- ur guðfræðingum vorum í fyrra tekist að raska trygð stúdenta við þennan ágæta dýrling, heldur þvert á móti. Miklu fleiri sóttu messu hans nú en þá og sjálíurvar hann ósýnilega nálægur og varði alia góða menn grandi. Kvæði tvö voru sungin og höfðu þau ort Guðm. óuðmundsson og Einar Benediktsson. Þessar trúlofanir tvær hafa verið opin- beraðar nú um jólin: Þorleifur Bjarna- son adjunkt og fröken Bitterhaus, þýzk kona, sem hér ferðaðist í sumar, — Ju- líus Jörgensen og fröken Petrena J. Hall- dórsdóttir, af Akranesi. 20 ára jubilæum getur hótelvert J. G. Halberg haldið í dag, því svo langt er nú síðan að hann fékk veitingaleyfi hér í bænum. Þá var aðal- veitingastofan í útbyggingunni, sem nú er vestur af „Hotel Island“, þar sem kölluð er „káetan“. En 1882 bygði Halberg veitingahúsið, sem nú er, „Hotel Island“, og hefur það vel þrifist og aldrei betur en nú á síðustu árum. Þar hefur verið aðal-samkomustaður flestra félaga í bæn- um, „Reykjavíkurklubbsins“, „Verzlunar- mannafélagsins“, Skipstjórafélagsins, Stúd- entafélagsins, o. s. frv. Hafa því allflestir Reykvíkingar lifað fleiri eða færri glaða daga „hjá Halberg“. ííæsta blað 7. janúar.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.