Ísland


Ísland - 30.12.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 30.12.1898, Blaðsíða 1
o o ISLAND. II. ár, 4. ársfj. Reykjavík, 80. 'des. 1898. 52. tölublað. BKT JSk. X* -A. K. KAIiITIH OG IISnDIG-O (Blákkusteinn) fæst hjá O. 5ZI3VtS3E33NT. Minnisspjald. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árd. til 2 síðd. — Banka- stjóri við kl. 12—2. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Sófnunarsjððurinn opinn i barnaskólanum kl. 5—6 siðd. 1. mánudag i hverjum mánuði. Landsbókasafhið: Lestrasalur opinn daglega frá kl. 12— 2 siðd.; á manud., mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árd. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. flmtud. i mán., kl. 5 siðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. fimtd. I mán., kl. 5 slðd. Nátturugripasafnið (1 Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 síðd. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl 11-1. Ókeypis tannlækning hjá tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag 1 mánuði hverjum. Holdsveikra-spitalinn. Heimaðknartlmi til sjúklinga dagl. kl. 2-3%. Ókeypis augnlækning hjá Birni Ólafssyni augnlækni (á spítalanum) 1. og3. föstudag i manuði hverjum kl. 11—1. Nokkur orð til Haraldar Níelssonar frá ftuðmundi Hannessyni. Það er ætíð innan vissra takmarka, sem gjörlegt er að eiga orðastað við menn. Þegar yfir þessi takmörk er farið tekar við land þagnarinnar. Eitháttur þinn í síðasta svari þínu til mín er á þessum takmörkum og hef ég af þeirri áatæðu verið í vafa um, hvort ég ætti að svara þér nokkru. í þetta eiua sinn skal ég þó svara þér fám orðum um fá atriði. Við skulum þá fyrst líta á aðal-deilu- efnið. í bréfi mínu í Bjarka minnist ég aðeins á tvent: orsakir vantrúarinnar og ritdöm þinn á kvæðum Þ. E., en benti auk þess á tvær hugsunarvillur í greinum ykkar. OrsöJc vantrúarinnar telur Verði ljósið aðallega eína: hinar ströngn siðferðiskröf- ur kristindómsins. Þær áttu að fæla menn frá kristi og gjöra þá vantrúaða; þær áttu að vera vantrúarmannanna vonda aamvizka og spegillinn, sem sýndi þeim syndahrukkurnar. Þessari kenningu mót- mælti óg og kvað eftirleitun sannleikans vera örsökina. Kenningu ykkar hafið þið rökatutt með tveimur ástæðum. Hin fyrri er sú, að svo segi Kristur, hin síðari sú, að svo segi — Jóhannes Jörgensen! Svo margar voru þær ástæður og ekki fleiri. Dómur þessara tveggja er sjálfsagt gullvægur, en það er þó alt annar dóm- ari, sem úr þessu sker: reynslan. Það er eigi auðið að rekja orsakir van- trúarinnar hjá öllum, sem trúarveikir eru á vorum dögum, en aftur auðvelt hjá ýmsum merkari mönnum er um það efni hafa ritað. Ég nefni svo mennsemdæmi: Herb. Spencer og Har. Höííding. Ég vona að allir séu á eitt sáttir um þessa menn, að torvelt sé að geta ólik- legar til um orsakir vantrúar þeirra, en að þeír séu að flýja undan siðferðiskröf- um Kristindómsins. Sama má segja um flesta aðra forvígismenn vantrúarinnar, sem mér eru knnnir. Eftirleitun sannleikans virðist mér hafa mestu ráðið, þó um það megi deiia, hvort þeir hafi komist langt eða skamt áleiðis í leit sinni. Þú segir máské að þessir menn séu nndantekning. Allur þorri manna sem líku máli fylgja hafa verri hvatir. Það er álíka tilgáta og sú, að Kristi hafi að vísu gengið gott til að kenna kærleika og bróðerni, en áhangendum hans ilt eitt, Eg hafði í grein minni álitið það merg málsins hjá ykkur „að telja ódygðir og illa breytni eiga sitt rétta heimili hjá vantrúarmönnunum" eða með óðrum orð- um (því enga aðra meiningu er auðið að leggja í þessi orð mín), að þeir væru sið- ferðisverri. Hvorugur ykkar þykist slíkt sagt hafa og jafnvel ekki til hugar kom- ið. Mér er þessi yfirlýsing sönn ánægja, því þá erum við allir á eitt sáttir, en að sú væri eigi meiningin í orðam ykkar mun engan hafa grunað, sem lesið hefar grein ar ykkar. Það gjörist að vísu leitun á skynsam- legri meiningn í greinum ykkar eftir þessu og eigi síður á siðferðislegum yfir- burðum Kristindómsins. Hvorugt kemur neinum óvart. Um ritdóm þinn hygg ég nóg rætt. Þ. E. stendur jafnréttur fyrir honum og málefnið hefur hann lítið skýrt. Hvað hugsunarvillurnar snertir, þá vil ég bjóða þér sómaboð nefnilega, að málið sé lagt undir dóm hugsunarfræðiskennara prestaskólans og einnig það, hvort hin minsta heimild sé til þess, að leggja í þau orð mín þá þýðingu, er þú gjörir. Eg vona að þú þjörir þig ánægðan með þessi málalok og gjörir heyrinkunnan úrskurðinn. Þá vil ég minnast á fátt eitt í svari þínu sem er utan málefnisins. Þú hefur ritað langt mál um það, hvort kristindómurinn sé samrýmanlegur skynseminni. Eg hef af ásettu ráði lítið sem ekkert til þess máls lagt, enda hrós- ar þú frægum sigri í — eintalinu. Ég get fúslega fallist á það, að krist- indómurinn sé fyllilega skynseminni sam- rýmanlegar — á sama hátt og önnur trúarbrögð. Kristnu kraptaverkin standa ekki öðrum kraptaverkum á baki, — held- ur ekki framar. Annað mál er það, hvort þau séu bók- staflega sögulegir viðburðir. Nærfelt hin- ar einu frásagnir um þau eru í Nýja testa- mentinu sem bbkfært er alllöngu eftir þann tíma, sem þau eiga að hafa gjörst á, af trúuðum mönnum, óvönum allri vísindalegri athugun, á tíma þegar hjátrú og kynjasögur döfnuðu vel. Hve varlegt sé að draga ályktanir af slík- um heimildarritum kennir ss?ga andatrú- arinnar og þjóðsagnanna. Ég hef Iesið margar bækur með og móti hinum kristnu kraptaverkum, en fæ eigi betur séð þeg- ar öllu er á botninn hvolft, en að þau séu í alla staði ósönnuð sem sögulegir viðburð- ir. Ástæður fyrir þessu sé ég eigi auðið að færa í blaðagrein svo alþýða skilji, og sleppi ég því fyrir þá sök. Treystir þú þér að sanna þitt mál á þinn hátt, mætti vera, að ég freistaði að gera nokkr- ar athngasemdir. Takist þér þetta starf fyllilega, þá mætti heimurinn vera þér þakklátur, því enn er að eins lítill hluti mannkynsins á þínu máli þrátt fyrir alla háskólakennara og alt trúboð. Mestur hluti hess hyggur þitt mál með öllu rangt. Þú lánar það andríki hjá séra Jóni Helgasyni að snúa útúr fyrirsögn greinar minnar til þess að koma sem áhrífamest fyrir hugsunarvillu sem þu þykist finna hjá mér. í þetta sinn ert þú jafn slysinn og áður með vísurnar um Snata og Óla, enda veit ég að löngu áður en þú lest þetta hefur þú sjálfur séð að um enga hugsunarvillu er að ræða. Eftir því sem þér segist, hef ég gjört mig sekan í raug- hermi, en að ræða það atriði frekar myndi eingóngu leiðu til stælu um hugsunarregl- ur. Viljir þú fá dæmi upp á hugsunar- villu af þeirri tegund sem þú talar um, þá er skamt að leita: ummæla þinna um socialistisku heiftina. A. J. Balfeur segir á einum stað í bók sinni um undirstöðuatriði trúarinnar, að vantrúaðir geti að vísu verið siðferðisgóð- ir, en siðgæði þeirra hafi allar sínar ræt- ur að rekja til kristindómsins og lifa þeir þannig sem snýkjudýr á annara siðferðis- lega auði. Líkt virðist vaka fyrir þér er þu segir Kristindóminn hafa gróðursett mannúðina í heiminum, kennt að meta ei- líft gildi hverrar mannssálar, hafið kon- una til jafnvægis við manninn, kennt mannkyninu líknsemi o. fl. Væri allt þetta satt, þá ættu allir að beygja sig í auðmýkt og þakklæti fyrir hinni kristilegu trú. Ef nokkur sannleiksneisti er í þessari kenningu þá leiðir óhjákvæmilega af henni að siðferðisástand heimsins hafi verið ærið bágborið áður kristindómurinn kom til sög- unnar og gróðursetti dygðirnar. Eitt einasta dæmi er nóg til að taka af allan efa um þetta mál: Siðferðiskenning og trubrögð Zarathustra, sem lifði um 1000 árum fyrir Krists fæðing. Hann hefur tæplega sótt siðgæði sitt til Krists eða uppeldi sitt til kristinnar kirkju. Nokkur af boðorðum hans eru á þessa leíð: „Þú skalt eigi mann deyða, eigi hór- dóm drýgja, aldrei ósatt mæla, aldrei þín loforð svíkja, engan tæla, enga fölsun í frammi hafa, engan rægja né ófrægja, al- drei sverja rangan eið." „Þú skalt ekkert ranglega af öðr- um hafa, engar mútur þiggja, ekkert draga af launum verkmannanna, engu stela, einga ásælni í frammi hafa en vera trúr yfir því sem þér er í hendur fengið." „Þá skalt eigi vera sérplæginn, ekki öfundssjúkur, ekki ágjarn." „Maka þinum skaltu trúr, mildur þeim sem undirgefnir eru, sýna yfirboðurum þínum virðingu, vera yðjusamur, vera löghlýðinn, vera örlátur við gesti og ókunna"*. Ef eigi þessi dæmi eru nóg til þess að sýna, að kristur ekki gróðursetti mannúð- ina í heiminum þá ætti eftirfarandi að nægja: „Hjálpa skaltu fátækum og bágstödd- um." „Vertu dýrunum góður, hirtu þau og fóðraðu vel." „Þegar þér biðjist fyrir skuluð þér al- drei biðja fyrir yður sjálfum eingöngu, heldur öllum mönnum." Hvað kendi Zarathrustra um konuna? Jafnrétti hennar við manninn og einkvæni. Hvað kendi Z. um gildi mannssálarinn- ar? Að hún væri eilíf. „Þannig kendi Zarathustra 1000 árum fyrir daga krists. 500 árum fyrir krist kendi Laotse þetta um skyldurnar: „Ein er skyldan við meðbræðurnar: kærleikurinn, og ein við sjálfan sig: sjálfs- afneitunin." Með slíkum dæmum mætti fylla heila bók. — Ég vil með þessu enganveginn rira sið- ferðiskenningu krists. Hann talaði öflug- lega máli mannúðarinnar og kærleikans. Hvorutveggja hófðu aðrir gróðursett löngu fyrir hans daga en nöfn þeirra eru ókunn. Annað mál er það hvort hið sama verði sagt um ríkiskyrkjur og kreddukerfi þau sem nafn hans bera. Rev. Moncur Sime farast orð á þessa leið: „Það er ótrúlegur mismunur á kenning- um Jesú frá Nazaret og hinum turnháu kyrkjum 19. aldarinnar." Slíkt finnst fleirum! Frá fjallatindum til fiskimiða. Þess var getið í síðasta blaði, að mað- urinn, sem prettaði Landsbankann í fyrra, væri fundinn. Maðurinn heitir Stefán Valdason og er vinnumaður hjá Ásgeir kaupmanni Eyþórssyni á Kóranesi á Mýr> um. Hann situr nú í varðhaldi hjá sýslu- manninum í Arnarholti. Aðfaranótt 7. f.m. brann bærinn á Mýr- arlóni í Kræklingahlíð. Miklu af búshlut- um varð þó bjargað. * Cit. eftir S. Laing.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.