Ísland - 13.04.1899, Síða 1

Ísland - 13.04.1899, Síða 1
ISLAND. 2. ársfj. Reykjavík, 13. apríl 1899. 7. tölubl. Frá útlöndum. Khöfn, 4. april. ítalir í Kína o. fl. Það þarf engu að spá um það lengur, hvað stór- veldin ætla að gjöra við Kínaveldi. Allir, sem bein hafa í hendi, vilja seilast í landskika þar eystra, svo að heir hafi þar fótfestu, þegar til stór- ræðanna kemur og skipta á reitum sjúklingsins í Peking, og geti nælt I eitthvað af krásunum. Stjórnin i Peking er alveg á bandi Englendinga eða Rússa, og beitast þeir því brögðum þar eystra, til þess hvor um sig að hafa sem mest vald yfir henni. Englar, Frakkar, Rússar og Þjóðverjar eiga nú þegar eignir þar eystra; Bandamenn hafa sem stendur í önnur horn að iíta, en grunurleik- ur á því, að þeir muni eigi slá hendinni á mótí landskika þar, þó svo, að eigi sje það Englend- ingum í bág, jafnvel Austurríkismönnum segja menn sje um og ó að reyna að krækja sjer í eitt- hvað, svo og Belgjum, en ítalir hafa þegar gjört kröfur til landa, en ætla mætti þó, að þeir hefðu fengið sig fullsadda á nýlendubraski eptir allar ó- íarirnar í Afríku. ítalir báðu sendiherra sinn í Peking að fara fram á það við kínversku stjórnina, að hún leyfði þeim að hafa kolastöð í Samnum-Bai. Kínverska stjórnin sendi brjef sendiherrans til hans aptur án þess að gefa frekari svör. Þótti ítölum sjer mis- boðið með þessu og heimtuðu að fá að semja við stjórnina á ný, og studdu Englendingar þá að mál- um, en álit manna er það, að Rússar hafl átt þátt í því, að stjórnin gaf sendiherra svo snubb- ótt svar fyrst. Hefur síðan verið miðlað málum og Kínverjar mýkri í svörum, svo allar horfur eru til, að allt láti að óskum frá þeirri hlið, en marg- ir á þingi ítala kurra illa yfir þessu braski stjórn- arinnar og einkum yfir utanríkismála-ráðherranum, að hann sje bráðónýtur, svo að útlit er fyrir, að ahnaðhvort fari ráðaneytið Pellioux frá, eða að minnsta kosti Conevaro utanríkismálaráðherra. Fleira styður og að því. En verði stjórnin ekki hindruð af þinginu í þessu máli, er lítil ástæða til að ætla, að hún hægi á sjer í því, þar sem nú er í mæli, að hún hafi fengið Rússa í fylgi með sjer eystra, og eru þeir samningar milli þeirra næsta einkennilegir. Rússar hafa viljað láta páfa senda fulltrúa á friðarfundinn í Haag, en það hafa ítalir með engu móti viljað láta við gangast. Er nú sagt, að ítalir hafi gefið það eptir móti því loforði frá Rússastjórn, að hún styrkti þá að málum í Kína, og borga svo veslings Kínverjar brúsann; eigi er að efa um göfuglyndið hjá Rússum, en nú segja síðustu fregnir, að þeir sjeu hættir við að bjóða páfa. Hins vegar standi og ítalir ver að vígi en áður, því að Englendingar muni eigi styrkja þá að málum, svo að þeim dugi. Þó hafa þeir þegar sent flotadeild austur. Árið 1865 gjörðu Belgir verzlunar- og vináttu- samning við Kínverja, og var þar i tilskilið, að Belgir mættu æskja eptir aðfáeinhvern kínversk- an borghluta þar eystra sem nýlendu. Nú vilja þeir fá það og biðja um Hankan. í haust samdi kínverska stjórnin við tvo enska banka þar eystra um, að þeir lánuðu fje til að leggja Niutschangjárnbrautina. Þessum samning- um vildi Rússastjórn ekki hlíta og mótmælti þeim, því hún óttaðist ríki Englendinga. En nú er svo komið, að hún hefur lægt seglin, og leyft lántöku hjá Euglendingum. Frakkland. Hæstirjettur er tekinn til starfa, þó ekki enn fyrir opnum dyrum; hefur hann í nokkra daga verið að rannsaka hin allraleynilegustu skjöl Drey- fusmálsins, en lauk því nú fyrir páskana. „Refe- rerandi assessor“ er skipaður Ballot-Beaupré. Hann hefur setið í rjettinum síðan 1882, en þegar Beau- repaire sagði af sjer í vetur, varð hann í stað hans forseti í einkamáladeildinni. Hann er rúmlega sextugur að aldri, en enginn veit um skoðun hans á Dreyfusmálinu, því aldrei hefur hann látið neitt uppskátt um það. Manau er enn sem fyr „procu- reur général", þótt endurskoðunarfjendur vildu gjarna, að hann væri settur af. Dómur munverða kveðinn upp í málinu síðast í þessum mánuði, og er þess getið til, að því muni vísað til herrjettar á ný. Nú eru menn auðsjáanlega farnir að kyrr- ast að mun út af þessum málaferlum og bíða dómsins nokkurn veginn rólegir, þó blöðin komi við og við með nýjar „historíur“ og reyni að bendla hina og þessa við málið. „Figaro“ hefur birt nokkuð af framburði vitnanna í málinu fyrir sakamáladeildinni, en öllu því átti að halda leyndu, og hefur stjórnin látið höfða mái móti „Figaro“ til að komast fyrir það, hvernig blaðið hefði feng- ið að vita um þetta. Esterhazy lætur við og við heyra frá sjer, en því er lítil athygli veitt, og Beaurepaire má heita af baki dottinn. Deroulédé og Habert fjelagi hans sitja í fangelsi og bíða rannsóknar og dóms í máli sínu. Höfðað er og mál gegn Jules Lemaitre o. fl. æsingamönnum fyr- ir framkomu þeirra fyrmeir. Picquart er og tek- inn úr klóm hermanna og fluttur í borgaralegt varðhald. En eins máls er vert að geta dálítið nánar, en það er Gohiersmálið. í vetur gaf Urhain Góhier út bók er hjet: „Herinn á móti þjóðinni11. Yar þar heldur óþyrmilega flett ofan af æðstu hershöfðingj- um Frakka og yfir höfuð herstjórninni. Hermála- ráðgjafinn Ijet höfða mál gegn Gohier og útgef- andanum. Málið var rekið fyrir kviðdómi. Brátt kom það í Ijós, að Gohier hafði ekki farið með fleipur, því að haun hafði nóg vitni, er staðfestu ummæli hans; voru það einkum hermenn og þing- menn, er vitni báru. Má yfirhöfuð sjá af máli þessu, hvílík spilling ermeðal æðri manna í hern- um og hvílíkir fjárprettir hafa átt sjer þar stað á síðari tímum. Undirhershöfðingjarnir urðu þessa opt varir og vildu kippa þessu í Iag og kæra yfirmenn sína, en ef þeir ekki steinþögðu, var þeim þegar í stað vikið burt. Einna verstur í garð hersins, að því er fjárpretti snerti, var fram- burður Pelletans þingmanns, er verið hefur fram- sögumaður fjárlaganna í fulltrúadeildinni síðan 1876. Ekkert af framburði vitnanna varð hrakið, svo að Gohier og útgefandinn voru dæmdir sýkn- ir saka. Sunnudaginn 5. marz sprakk stórt púðurforða- búr skammt frá Toulon í lopt upp. Yfir 50 manns misstu lífið, en yfir 100 særðust meir og minna. Allt í nánd gjöreyddist, þannig meiri hlutinn af bænum Lagoubrau. Atburður þessi fjekk mjög á menn, því að ekki var grunlaust um, að þetta mundi af mannavöldum; þó hefur ekkert sannazt hvorki til nje frá í því efni. Þingið veitti þegar stórfje til að bæta úr tjóni því, er menn höfðu beðið við þetta. Tvö smærri tundurgos hafa orð- ið í París og Bourges, þó eigi af mannavöldnm. í Algier hafa orðið nokkrur óeirðir. England. Ceeil Rhodes. Englendingar og Frakkar. Englendingar þóttu í haust auka flota sinn og útbúnað að mun, en eigi láta þeir staðar numið. Til flotans var í fyrra varið 20 milj. punda, en nú fer stjórnin fram á, að það sje næsta ár hækk- að um 6—8 milj. punda, svo flotaliðið verði auk- ið upp í 110640 manns. Benti flotamálaráðherra Goscher á í ræðu sinni á þingi, hvílík lífsnauðsyn það væri fyrir Englendinga að flotinn væri vel búinn, svo að þeir gætu verið óhultir og rólegir, hvað sem að höndum bæri. Engin ástæða væri enu til að taka nokkuð tillit til friðarfundarins, þar sem líka Rússar sjálfir hefðu kostað 3V2 milj. punda meiru til herbúnaðar en að undanförnu. Eigi kvað hann Englendinga munu skerast úr leik að framfylgja ákvæðum, er gjörð kynnu að verða á friðarfundinum, þó svo, að herafli þess stæði í tilhlýðilegu hlutfalli við annara þjóða. Það er auðvitað, að Englendingar hlaupa ekki í gönur út af friðarflani Rússakeisarans unga. Útlit er fyrir, að Transvaal komist innan skamms á dagskrá. „Uitlanders“ kvarta yfir því við ensku stjórnina, að Krfiger og búarnir efni ekki loforð sín um að auka rjettindi þeirra, en Krfiger kveður það ósatt. Chamberlain nýlendumálaráðherra hefur tekið málstað útlendinganna í parlamentinu( svo að ætla má að eitthvað verði sinnt kvörtun- um þeirra. Margir hugðu hjer um árið, þegar dr. Jameson gjörði upphlaupið í Transvaal, Cecil Bhodes, sem talinn var að standa bak við Jameson og gjörðir hans, væri þar með dottinn úr sögunni. En hann er meiri atorkumaður en svo, að hann láti svo búið standa og sítji aðgerðalaus að öðru en því, að hugsa um Demantanámur sínar þar syðra. í vetur tókst hann ferð á hendur sunnan úr Kap- Iandi til Evrópu til að fá stjórnirnar og einstaka menn til að styðja með fjárframlögum stórvirki það, er hann hefur í hyggju að koma í framkvæmd. Það er hvorki meira nje minna en að leggja járn- braut eptir endilangri Afríku frá Kap til Kairo. Það eru um 8000 kilometra, en auðvitað ætlast hann til, að brautin verði lögð smámsaman. Braut liggur þegar allt til Buluwayo, skal hún fyrst framlengd til Zambesi og þaðan til Tanganika- vatusins 0. s. frv. Þá vill hann og láta leggja braut frá Buluwayo vestur að Walfischflóa, sem lönd Þjóðverja liggja að, og líka á brautin norður eptir að liggja þvert yfir iönd Þjóðverja á austurströnd- inni. Fyrir því varð hann að leita samninga við Þjóðverja. Fyrst fór hann til Lundúna og mun honum hafa orðið þar meira ágengt, en í fyrstu áhorfðist; síðan hjelt hann á fund Vilhjálms keis- ara og tók keisari honum vel. Að vísu voru engin endileg ákvæði um þetta gjörð, því að keis- ari vildi fyrst ráðgast við verkfróða menn um fyrirtækið og fjeð til þess. Hins vegar samdi þeim um ritsímalagningar í þessum löndum. Svo hjelt Rhodes heim, en mál það er hann flutti, þótti mjög aðgætilegt. Nascatmálið er útkljáð milli Frakka og Eng- lendinga, og hafa hinir fyrnefndu fengið Ieyfi til að hafa þar kolastöð með sömu skilyrðum og Eng- leddingar. Þykjast Frakkar hafa haft sigur í þessum viðskiptum, en hann mun harla lítill þeg- ar á allt er litið. Samningar um lönd í Afríku (Fashodamálið) er nú loks undirritið af báðum málsaðilum. Aðalatriðin eru þessi: Frakkar fá löndin Borku, Kauem, Tibesti, Bagirmi og Wadai eða með öðrum orðum löndin milli Tsadvatnsins og libysku eyðimerkurinnar, en England haldi Bahr-el-Gazal og Darfur. Milli 5° og 15° n. br. frá Tsad til Níl mega báðir reka verzlun, en skuld- binda sig jafnframt til að gjöra eigi kröfur til landa utan takmarka þeirra, er sett eru í samn- ingnum. Englendingar hafa verið mjög linir í samningum við Frakka og þykjast, nú báðir vel við una. En Ijóst er það, að Englandingar veiða það feita upp úr þessu, því að lönd þau er Frakk- ar hafa fengið eru torsótt og erfitt fyrir þá að

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.