Ísland - 13.04.1899, Side 3

Ísland - 13.04.1899, Side 3
ÍSLAND. 27 aðarskólanum í Ólafsdal. Þeir, sem þessu halda fram, að bækurnar sjeu á íslenzku, segja sem svo, að á meðan vjer notum útlendar bækur við kennsl- una, þá sje það norsk og dönsk búfræði, eða ef tii vill sænsk og þýzk, sem kennd er á skólunum, og það þykir auðvitað eiga miður vel við. Þess utan hljóti það að gjöra búfræðisnámið Ijettara, auðveldara, að bækurnar sjeu á ísienzku, og spari mönnum ómak að læra dönskuna. Þetta þykir 'nú ef til vill góð og gild ástæða, sjerstaklega þeim, er álíta dönskunámið óþarft, eða ef til vill skað- legt. Ef nú bækurnar eru þýddar, að eins þýdd- ar, þá er það að sjálfsögðu nokkur hægðarauki fyrir námssveinana í tilliti til málsins. En í rauu og veru er það þó hin sama útlenda búfræði, sem kennd er, og það flnnst mjer vera mergurinn máls- ins. Með sjálfum mjer er jeg þó ánægður yflr því og hamingjuuni þakklátur, að enn hefur ekki ver- ið ráðizt í að semja eða þýða útiendar búfræðis- bækur til notkunar við kennsluna á búnaðarskól- unum. Þetta þykir ef til vill eitthvað undarlegt eða óþjóðlegt, og þó er það svo. Skal hjer gjörð frekari grein fyrir þessari skoðun minni. Þegar um það er að ræða, að semja kennslu- bækur í búfræði, þá verður fyrst og fremst að Iíta á það, að þær sjeu byggðar á íslemlcri búfræði. Þetta, að íslenzk búfræði sje lögð til grundvallar við samning þessara rita, hlýtur að vera þyngdar- miðjan, sem allt annað snýst um. En hvernig er því nú varið með íslenzku búfræðina? Það er at- j iði, sem vert er að skoða ögn nánara. Torfi Bjarnason og Stefán Stefánsson kennari hafa sagt lireint út, já blátt áfram, að íslenzk búfræði væri elcki til, og því hefur ekki verið mótmælt, svo jeg hafl orðið var við, enda mun það naumast tiltæki- iegt. En sje það nú rjett, að íslenzk búfræði sje ekki til, hvernig í dauðanum á þá að semja kennslu- bækur í þeirri grein? það væri fróðlegt að vita. Eigi að síður hafa verið ritaðar greinir, viðvíkjandi búfræði, bæði í „Búnaðarritið“, „Andvara“ o.s.frv., og hafa þær síðan verið, sumar af þeim, notaðar, að meira eða minna leyti við kensluna í búnaðar- skólunum. Jeg skal nefna sem dæmi ritgjörð Hermanns Jönassonar, í 1. árg. „Búnaðarritsins“: „Um fóðr- un búpenings", ritgjörð skólastjóra Jóseps Björns- sonar, „jarðvegsfræði“ í 3.-4. árg. sama rits, og ritgjörð skólastjóra Torfa Bjarnasonar: „um áburð“, í „Andvara“, 10. árg. — En nú hafa heyrzt radd- ir um það í blöðunum, að þessar ritgjörðir, eink- um hinar tvær fyrst nefndu, væru byggð- ar á útlendum ritum, ofvaxnar skilningi almenn- ings, og ekki hentugar sem kennslurit. Um rit- gjörð Jóseps var það t.d. sagt, að hún væri út- dráttur af fyrirlestrum í jarðvegsfræði við land- búnaðarháskólann í Höfn, og þótti það ámælisvert. En þrátt fyrir það, þótt ritgjörð Jóseps sje byggð á fyrirlestrum landbúnaðarháskólans í jarðvegs- fræði og ritgjörð Hermanns á bók, er nefnist „Hus- pattedyrenes rationelle Fodring11, þá hafa þó höf- undarnir reynt að taka svo mikið tillit til íslands við samning ritgjörðanna, sem þeim var hægt, og þekking á íslenzkum búnaði frekast leyfði. En það virði8t koma hjer í ljós, og sannast, sem þeir hafa sagt, Torfl og Stefán, að íslenzk búfræði sje ekki til. — Og þegar þetta er svo athugað, þá fæ jeg ekki sjeð, að það hafi verið mögulegt að frum- semja bækur, er notaðar yrðu við kennsluna, er tækju hinurn útlendu verulega fram að öðru leyti en því, hvað málið snertir. — En nú getur svo verið, að einhverjir efist um, að kenning þeirra Torfa og Stefáns sje rjett, og að íslenzk búfræði sje til, ef vel er leitað. Það væri því ekki úr vegi, að virða þetta atriði fyrir sjer betur fáein augnablik, og sjá svo hvað setur. Jeg skal ekki fara neinum loptförum, heldur halda mjer fast við jörðina, enda er jeg manna lopthræddastur, og hef ýmigust á öllum loptköstulum og loptsvipum. Mjer er loptfarinn Andrée í fersku minni, og þó ekki sje enn þá kunnugt um forlög hans, þá hef jeg litla trú á, að þeim heppnist að finna hann lif- andi. Jeg hef því jafnan hugföst þessi orð skálds- ins: „Paa det jævne, paa det jœvneu og vildi óska, að svo væri um fleiri. Jeg skal því með mestu gætni athuga þetta spursmál lítið eitt, að eins stuttlega, til þess að þreyta ekki lesendurna um of. Hvað er þá að segja um hina íslenzku bútræði, og hvernig líður henni? Örnúlfur. Til Seiitu. Fyrst þú Iætur þína rödd hljóma í 20 númeri „Dagskrár“, þá finnst mjer ekkert á móti þvi, að jeg láti heyra til mín líka. Jeg vonast til að ritstjóri „íslands“ Ijái mjer rúm fyrir þessar lín- ur, því ritstjóri „Dagskrár" hefur ekki tekið þær í blað sitt; maðurinn vill bersýnilega forðast allar deilugreinar og er einstaklega orðvar í blaði sínu. Þú ræðst í grein þinni á skáldið öuðm. Guðmunds- son með persónuiegum hnútum fyrir hið nýja kvæði hans „Sigrúni í Hvammi“ og hamast yflr því, hvað hugsunin sje óhrein og ljót í því. Jeg ætla að benda á helztu vitleysur þínar; jeg held að þjer hefði verið betra að lesa kvæðið áður en þú hljópst til að skrifa grein þina, en jeg skil ekki, að þú hafir lesið það, því þá hefðir þú naumast kallað það ljóta og óhreina hugsun, sem er grundvallar- hugsunin í því, að hjónabandið eigi að byggjast á ást. Jeg hjelt ekki, að nokkur íslenzk stúlka væri svo spillt að kalla þá hugsun Ijótajog óhreina, og mjer þykir okkar kvennfólksins vegna sorglegt að sjá slíka yfirlýsingu frá stúlku. Þeir verða að sjá betur en jeg, sem sjá að hr. Guðmundur særi óspillt hjörtu með því að halda fram þessari skoðun. Þú segir að Sigrún gangi að eiga mann, sem hún hatar, og að hún hati barnið sitt; en þetta er tómt bull úr þjer, þú skilur ekki kvæð- ið; þú getur ekki skilið, að það er annað og ólíkt að hata og að geta ékki elskað. Þú ert undarleg, Senta mín, og þó þú kunnir að hafa rjetta skoðun á því, að hr. öuðm. Guð- mundsson hafl aldrei þekkt nokkra góða konu, sem þú raunar getur ekki byggt á ritum hans og engu nema heilaspuna þínum, þá held jeg sannar- lega að hann hefði lítið gott af því að kynnast þjer eptir „röddinni“ þinni að dæma í „Dagskrá“. Jeg get hvergi sjeð, að Guðmundur skáld særi fegurðartiifiuningu nokkurs óspillts manns, eins og þú segir; mjer og mörgum fleirum er ailt af ánægja að lesa kvæði hans og annað, sem hann skrifar; það er áhrifamikið og talar til hjartans. Vertu nú sæl, Senta mín, og taktu því heilræði frá mjer, að snerta ekki á penna fyr en þú hef- ur lært kurteisi og stillingu og skrifaðn aldrei optar svo, að það verði þjer og hinni íslenzku kvennþjóð til opinberrar minnkunar. Sólveig. Þættir um íslenzkar bókmenntir. III. Skáldakvæðin. (FramhO. Þorleifur jarlaskáld er jafnaldri Einars, ættað- ur frá Brekku í Svarfaðardal. Hann fór ungur út- lægur fyrir víg og var með Hákoni jarli. Síðan kom hann út, giptist og bjó sunnanlands og getur hans þó enn í Noregi eptir Jómsvíkingabardaga; orti hann þá kvæði um Hákon jarl, en það er að mestu glatað. Hann orti og um Svein Danakonung fertuga drápu, sem einnig er að mestu giötuð. Svo er sagt, að Þ. var á kaupferð í Noregi og neitaði Hákoni jarli um kaup á vörum; Ijet jarl þá brenna skip hans og farm allan. Þ. hefndi sín með því að kveða níð um jarl, Jarlsníð, og er sagt að hann hafl sjálfur íiutt lionurn níðið í höll jarls, klæddur stafkarlsgerfl. Segir sagan, að myrkt hafi orðið í höllinni er Þ. kvað níðið, og jarl varð sjúkur, en vopn ljeku óhreifð i loptinu, svo ótryggt var þar inni. Þ. var myrtur á alþingi 994 að undirlagi Hákonar. Hann kemur mjög við Svarfdælasögu. Hallfreður. Vandræðaskáld er ættaður úr Vatns- dalnum og er f. c. 967. Hann fór ungur utan og þröngvaði Ólafur konungur honum sem fleirum til kristni, en H. áskildi, að konungur hjeldi sjer sjálfur undir skírn og yrði verndarmaður sinn þaðan frá, og hjet Ólafur því. Þó þótti H. lengi blendinn í trúnni, Eitt sinn orti hann drápu um konung, en hann neitaði að hlýða, mun hafa þótt ókristilegt. En H. hjet þá að kasta trúnni og gleymahelgum fræðum, og kvað þau í engu betri en skáldskap sinn. Konungur Ijet hann þá flytja kvæðið og lofaði það, en kvað vandræði að íást við þvílík skáld; þaðan mun komið viðurnefnið. Hallfreður var og í Danmörk og Svíþjóð, glptist þar og bjó þar tvö ár, en missti þá konuna og kom út til íslands nálægt 1000. Hafði hann á unga aldriviljað fá konu, er Kolfinna hjet, en hún var gefln öðrum. Þegar H. kom út, tókust enn ástir með þeim Kolfinnu og þoldi bóndi hennar það illa, en Hallfreður skoraði hann á hólm. En áður hólmgangan yrði háð, dreymdi H. Ólaf konung og átaldi hann H. og kvað málstað hans illan. Daginn eptir frjetti hann fall konungsins. Hætti hann þá við hólmgönguna. H. var mikill vin Ólafs konungs og orti eptir hann langa drápu, Ólafsdrápu, og er hún enn til, en getið er um 5 drápur aðrar er H. orti, en nú eru glataðar. Hallfreður var glæsilegur maður, stór og her- mannlegur, dökkur að yfirlitum, en nefljótur. Hann var óeirinn og stórbokki í lund, en drengur góð- ur. Kvæði hans eru sljettari og liðugri, en eldri skálda, og þótti hann yrkja vel. Margar lausa- vísur eru honum eignaðar í sögu hans og í sögu Ólafs konungs Tryggvasonar; eru það ástarvísur í anda Kórmáks, ferðavísur o. s. frv., t. d.: Marskotar mínum knerri munat úrþvegin eira mjök er ek vátr af nökkvi; aldan sínu skaldi. Hallfreður var mótgangsmaður og mátti hvergi yndi festa til lengdar, var því opt í förum milli landa. Hann dó á leið frá íslandi nálega 1010 og ætlaði þá að setjast að í Svíþjóð. Þórður Kolbeinsson er fæddur nálægt 974 (dó nál. 950). Hann er faðir Arnórs skálds. Honum er svo lýst, að hann var blendinn maður, en skáld gott. Hann var um tíma utan með Eiriki jarli og kvað um hann Eiríksdrápu og er mikið til af henni. Q-etið er og fleiri drápna, er hann orti, en nú eru týndar. Hann giptist festarmey Björns hítdælakappa, Oddnýju Eykyndli, og urðu þeir svarnir fjandmenn og ortu níð hvor um annan, og eru margar lausavísur þeirra kunnar. Þórður var skáld miklu betra. Hann drap Björn 1024, en lifir sjálfur fram um miðja 11. öld. Þormóður Kolbrúnarskáld var ísfirzkur að kyni, frá Tyrðiímýri við ísafjörð og síðan á Laugabóli, f. 997. Hann var fóstbróðir Þorgeirs Hávarðs- sonar, og áttu þeir ýmsar útistöður á yngri árum. Um þá er Fóstbræðrasaga. Þorgeirr var veginn af grænlenzkum höfðingja 1024. Eptir það fer Þorgeirr utan og var um hríð með Knúti Dana- konungi. Siðan var hann með Ólafi konungi helga og fjell með honum á Stiklastöðum 1030. En mest er um vert för hans til Græn- lands til hefnda eptir Þorgeir. Þar var hann frá 1025 til 1028 og átti löngum í harðræðum, en hefndi fóstbróður síns drengilega. Þormóður átti mjög í kvennamálum og orti ástakvæði um vinkonu sína Þorbjörgu Kolbrún. Aðra vinkonu átti hann, er Þórdís hjet, og mislíkaði henni kvæða- gjörð hans til Kolbrúnar; sneri þá Þormóður ásta- kvæðum sínum tll Þórdísar og Ijet sem þau væru kveðin til hennar. Þau kvæði eru nú glötuð. Margar lausavísur Þormóðs eru enn til. Það er sagt, að Þórmóður flutti vel kvæði og skemmti hann með því Knúti konungi, og á undan Stikla- staðaorustu var hann fenginn til að hafa yfir Bjarkamál hin fornu fyrir her konungs og þuldi hann þau með hárri raust. Þormóður var kappi hinn mesti. Á Stiklastöðum var hann skotinn ör í hjartað, og þegar hann dró hana út og sá að fita loddi á oddinum, mælti hann: vel hefur kðnung- urinn alið oss. Þormóður var talinn gott skáld, en ekki skarar hann þar íram úr í nokkru. Óttar svarti. Sagnir um æfi hans eru óljósar, en hann var systurson Sighvats skálds. Óttar var skáld gott. Hann var um stund við hirð Svíakonunga og orti mansöng um Ástríði dóttur Ólafs skautkonungs, er síðar átti Ólafur konung- ur helgi. Af þeirri sök Ijet Ólafur hneppa Óttar í fangelsi er hann kom til Noregs og ætiaði hon- um dauða. En af hvötum Sighvatar orti Óttar kvæði um Ólaf konung og flutti bæði kvæðin fyr- ir hirðinni, en hafði þó breytt nokkru í mansöngn-

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.