Ísland - 30.04.1899, Blaðsíða 2

Ísland - 30.04.1899, Blaðsíða 2
30 ISLAND. bÍSLAND“ kemur út annanhvorn sunnudag. Verð ársfj. í Reykjavík 50 au., út um land 60 au. R itstjóri: t»orsteinn Gíslason, Laugaveg 2. Afgr.maður: Þorvarður Þorvarðarson, Þingholtsstr. 4. Reikningsskil og innheimtu annast: Einar Gunnarsson cand. phil., Kirkjustræti 4. Prentað í Pjelagsprentsmiðjunni. Ný uppgötyun. Fljótandi lopt. Það er Ameríkumaður, sem gjört hefur hina merkilegu uppgötvun, sem hjer skal skýrt frá, prófessor í Nýju Jórvík, Charles E. Tripler að nafni. Hann hefur gjört ýmsar tilraunir með fljót- andi lopt, er vakið hafa mikla eptirtekt, og nú í vetur hefur hann loks fundið, að með því má framleiða mjög ódýrt hreifiafl til að knýja með vjelar o.s.frv. Hann hyggur að þetta afl muni mjög skjótt taka við af kolagufunni og rafmagn- inu og verða notað til að knýja fram skip, eim- reiðarlestir og iðnaðarsmiðjur, með öðrum orðum, &ð þetta hreifiafl verði í nánustu framtíð afl allra þeirra hluta, sem gjöra skal. Hjer skal nú nán- ar skýrt frá þessari uppgötvun, eftir þýzku blaði frá 9. febr. síðastl. Prófessor Tripler tekur */4 úr potti af fljótandi lopti og hellir í blikketil, sem ekki þarf að vera öðruvísi útbúinn en venjulegir tekatlar gjörast; tekur þá vökvinn af sjálfum sjer strax að sjóða og gefur frá sjer svo mikla gufu, að lokinu verð- ur vart haldið á katlinum. Þessi gufa stígur þó ekki hátt í lopt upp, heldur er hún svo þung í sjer, að hún fellur nær atrax til jarðar. Sje katl- inum brugðið yfir gaseld lyptist vökvinn þegar í stað upp undir lokið og ílátið fyllist af þjettri gufu. Þegar ketillinn er orðinn svo heitur, að hann ekki þolir meiri hita, bregður Tripler hendinni niður í hann og tekur upp úr honum — — ísmola. Því næst tekur hann ketilinn af eld- inum og hvolfir honum; kecillinn er þur innan, og þótt hann sje enn fullur af gufu, er botninn og ketillinn að innanverðu þakinn íslagi. Og því meir sem kint er undir katlinum, þess þykkra verður íslagið. íslagið er hvítt sem postulín og stálhart og Tripler ljet ketilinn með íslaginu í standa við rauðglóandi ofn í hálfan kl.tíma og sá- ust þó engin merki þess, að hitinn ynni á hann. Hjer virðist allt koma í bága við þekkingu okkar og reynslu. Hið fljótandi lopt litur út öldungis eins og vatn, en er eptir þessu alls annars eðlis. ísinn, sem af því myndast, hefur allt aðra eigÍDlegleika og sje því breytt í gufu, leitar hún niður en ekki upp. Kuldinn, sem hjer kemur fram, er miklu meiri en menn geta gjört sjer hugmynd um eða skilið. Hann verður ekki mældur; kvikasilfur og alkohol frjósa á svipstundu. Ef maður hjeldi fingrinum 10 sekúndur i þessum vökva væri hann eigi síður skemmdur, en ef maður hefði haldið honum jafn- lengi í logandi eldi; kuldinn er um 400 stig á farinheit. Þá er að skýra frá, hvernig þessi vökvi er fram leiddur. Tripler þrýstir saman algengu lopti, eins og við öndum því að okkur, með þrýstivjel, sem gengur fyrir gufukrapti og hefur 50 hesta afl. Þrýstingnum er haldið áfram þar til hann skiptir þús. punda á hverjum ferhyrningsþumlungi. Menn geta gjört sjer hugmynd um þrýstinginn með þvi að hugsa sjer, að lopti því, sem rúmast t. d. í stórri kirkju, væri þrýst inn í stálhylki, sem tæki 1 pott. Stálhylkið er því næst hitað og reynir þá loptið, sem inni er lokað, að þenjast út, og við það eykst þrýstingin enn meir og tekur þá loptið í stálhylkinu myndbreyting og breytist i vökva, eða fljótandi Joft. Sje þrýstingnum enn haldið á- fram, breytist hið fljótandi lopt í frosið lopt, og ef stykki af þeim ís, sem þá er myndaður, snert- ir t. d. hönd okkar, er tilfinningin líkust því, sem höndin væri snortin með glóandi járnstöng. Svo ólíkur er þessi ís þeim ís, sem okkur hefur áður verið kunnur. Hinn venjulegi ís er 344 hitastig- um á farinh. heitari en fljótandi lopt og um 400 stigum heitari en fro'sið Iopt. Ef kastað er mola af venjulegum vatnsís í ketil með fljótandi lopti, þá fer það strax að sjóða. Ef sett er glas með fljótandi lopti niður í fat með krotonvatni, þá kem- ur strax upp suða í glasinu, svo að vökvinn breyt- ist í gufu, en vatnið í fatinu gaddfrís, og sá ís er miklu kaldari en venjulegur ís og stálharður, og þó er hann svo miklu heitari en fljótandi Iopt, að sje því hellt í holuna, sem eptir verður í ísn- um, þegar glasinu er kippt upp, þá síður það, líkt og vatni væri brugðið yfir eld. Þótt í hinu fljótandi vatni sje 312 st. kuldi, geta menn þó brugðið hendinni niður í það sem snöggvast án þess að það gjöri nokkurn skaða, því gufumyndunin í vökvanum í húðinni ver hana, líkt og hægt er að dýfa hendinni niður í bráðið járn. En ætti maður að halda hendinni, þótt eigi væri nema litla stund niðri í vökvanum, mundi hún strax brenna af, eigi síður en ef henni væri haldið jafnlanga stund niðri í fljótandi járni. En þótt höndinni sje sem allra snöggvast brugðið nið- ur í vökvann, þá loðir hann alls ekkert við frem- ur en kvikasilfur. Það má láta fljótandi lopt renna yfir silkiklút án þess að nokkur merki sjá- ist eftir það á honum. Sem sprengiefni hefur hið fljótandi loft mikla þýðiugu. Sje bómull vætt í fljótandi lopti og síð- kveikt í henni „expIoderar“ hún strax. Annars er vökvinn ekkert vandasamur i meðförum. Það má t.d. halda yfir honum vindli með eldi í eða kveyki- spýtu án þess að nokkuð skaðsamlegt vilji til; að eins kviknar á vindlinum eða kveykispýtunni skær og fallegur logi. Ef aptur á móti alkoholi eða Terpentínu er blandað í vökvann, þá „explóderar“ hann strax. Eins ef nokkuð er þrengt að honum. Tripler hellti litlu af fljótandi lopti í langa eir- pípu með botni í öðrum enda og rak síðan með hamri trjetappa í hinn endann. Eptir litla stund kastaðist tappinn burt með eins miklum krapti og honum hefði verið skotið úr fallbyssu. Önnur tilraun var gjörð á þann hátt, að lítill bómullar- hnoðri rar vættur í fljótandí lopti og síðan látinn inn í 2 þml. víða eirpípu, sem síðan var lögð út í garð- inn bak við húsið, sem tilraunastofa prófessorsins er í. Síðan var borin að bómullinni logandi kveyki- spýta, á þann hátt, að spýtan var bundin við end- ann á langri stöng. Afleiðingin varð, að eirpípan sprakk strax, húsin í kring Ijeku á reiðiskjálfi eins og í jarðskjálfta og múrveggir sprungu. Einu sinni fjell kveykispýta af tilviljun á dálítið stykki af frosau lopti og alkoholi; það sprakk strax og með svo miklum krapti, að 6 menn, sem stóðu nærri, fjellu allir til jarðar, borðið, sem ísstykkið lá á, rifnaði og fólk í næstu húsum hljóp út á stræti, til þess að spyrjast fyrir um orsökina til hristings- ins. í fyrstu sýndist mönnum eins og flísar af glerbrotum sætu fastar til og frá í andlitunum á þeim, sem næstir voru, en það kom brátt í ljós, að þetta voru ísflísar úr hinu frosna alkoholi og að nokkrum tíma liðnum rann það aptur burt sem fljótandi alkohol. Af þessu ræður Tripler, að hið fljótandi lopt sje hið kröptugasta sprengiefni, sem enn er þekkt. Auk þess, sem það er miklu kraptmeira en það sprengiefni sem nú er notað við fallbyssuskot, hef- ur það þann kost, að það hitar ekki fallbyssu- pípuna. Eins og áður er sagt, er gjört ráð fyrir að það verði síðar meir notað tíl að knýja fram skip og járnbrautarlestir og verksmiðjur; Iíka að það muni verða að miklum notum í heitu löndun- um til að kæla híbýli manna, þegar þess þarf. Annars er frásögn þýzka blaðsins á sumum stöðum mjög óljós. T. Fáeinar einkunnir skrælingja. Margir, ef ekki flestir þeirra, hafa nokkurt and- legt atgerfi. Þeir hafa fengið ýmsar hugmyndir um trúarbrögð. Aðal-undirstaða allra trúarbragða finnst hjá flestum þeirra í einhverri mynd. Það er trú á guð, skapara heimsins. Enginn veit ald- ur á þeirri trú. Margir hafa þeir líka hugmyod um djöfulinn, og er þá trú þeirra eingyðistrú. Annar guðinn er góður og gjörir allt vel, hinn vondur og gjörir allt illa, en báðir jafn-frumlegir. Eínnig eru til hjá þeim orðskviðir og spakmæli, er benda á töluverða skynsemi. En svo kemur daglega lífið, daglegur aðbúnaður, öll kunnátta og verknaður, iðnaður, búnaður og öll samfjelags- hátt8emi og stjórn. Þetta eru eyrun, sem þeir þekkjast á. Þair eru jafn-fastir við siði sína eins og naut, sem bundið er með járnhlekkjum viðklöpp. En þegar þeir kynnast menntuðu dýrðlingunum, þá kasta þeir mörgum háttum. Þegar þeir eru búnir að læra að tyggja tóbak og drekka brenni- vín, þá verður móðureyrað fyrst þunnt; þá kasta þeir mörgum þeim siðum, sem þeim eru hentastir, og hrynja niður hrönoum vegna umbreytingarinn- ar, sem ekki á við eðli þeirra. Þeir eru mjög gefnir fyrir glysvarning; þeir láta margt dýrmæti fyrir glertölur og annan þvílíkan varning; með þeim skreyta þeir sig og mörgu fleiru, sem oss þykir ekki mikið varið í. Þeir lita sig skjótta og mislita. Þeir hafa hringi í nefinu og tóuskott er hjá þeim eios og kóróna. Þeir þekkja ekki aga eða reglubundna stjórn í ófriði, fara þá í riðl- um og flokkum, og hefur það ekki mikla þýðingu, þegar ófriðurinn er háður við skrælingja, en kem- ur þeim á kaldan klaka, þegar þeir eiga í ófriði við menntaða menn. Samt eru þeir hraustir, harð- ir og kænir í orustum. En í friðarbaráttunni, sem aldrei verður nokkur hvíld á í heiminum, þá get- ur hver asninn, sem fallegur er í hárafarinu og rymur vel, teymt þá á eyrunum út í alls konar tjón og skaða. Til viðskipta eða baráttu friðarins kunna þeir ekki hið minnsta og sjá fótum sínum engin forráð, eiis og áður er sagt, þegar þeir selja dýrmætustu muni með engu verði fyrir gler- tölur og annan glysvarning, en kunna ekki að kaupa neitt gagnlegt. Þeir eru blindir í því að verðleggja hið nytsama. Þeir eru eins og hljóð- pípa, sem hinir slægu og síngjörnu geta ganlað í hvaða rímnalag sem vera skal. Eptir það, að þeir fyrst komast í viðskipti við menntunarmeunina, eru þeir þrælar í raun og veru, þó frjálsir sjeu kall- aðir, því allur arðurinn af atvinnunni rennur inn hjá menntuðu þjóðunum eða mönnunum, sem tæla þá og undiroka, en þeir draga fram lífið að eins, svo hinir kunnáttumeiri geti haldið við gróða sín- um. Síðan menntuðu mennirnir fóru að Ieggja þá undir sig, hafa þeir opt náð nokkrum þeirra á sitt vald og sigað þeim á landsmenn sína. Ýmislegt hefur um það heyrzt, að þá sjeu skrælingjar hinir grimmustu og óþörfustu löndum sinum. Það lítur ekki út fyrir, að nein veruleg föðurlandsást sje til hjá þeim, þó þeir hafi samheldni móti sameiginleg- um fjandmönnum. Föðurlandsást mun ekki vera til í sinni fegurstu mynd, fyr en á hinum æðri siðferðisstigum. Ræturnar eru tvær, sem siðferðið kviknar af: önnur er sjálfsvönin, sem öllu lifandi er innrætt, hin er hvötin til samfjelagsskapar, sem manninum er einkum ásköpuð, og kemur fram í ástinni, af- kvæmarækni og frændrækni, sem aptur eru undirstaðan undir hinu yfirgripsmeira samfjelags- lífi, þjóðlífi. Þegar þessar tvær hvatir eru í rjett- um samböndum sín á milli, og fullt jafnvægi og jöfnuður er milli þeirra, þá er siðferðið komið á það stig, að föðurlandsást getur verið með fullum blóma. Það er að skilja, þegar allir þegnar þjóð- arinnar hafa náð þessu fagra og farsæla siðferðis- stigi. En hvötin til samfjelagsskaparins fer jafnan eptir sjálfsvörninni, en getur jafnvel hnekkt henni og komið henni í gæfara og vægara horf, þegar fjelagshvötin er komin á svo hátt stig, að hún verði kölluð kærleiki. Á þetta stig komast skræl- íngjar ekki eða þá mjög sjaldan og ekki nema með ónógu skipulagi. Þar skyldi þá mega búast við daufri föðurlandsást og föðurlandssvikurum. En það er ekki einungis hjá skrælingjum, það hefur einnig komíð fyrir hjá menntuðustu þjóðum. Glrikkir komust í fornöld á eitthvert hið æðsta mentunarstig, sem nokkurn tíma hefur til verið í heimi vorum, þó var hjá þeim einhver hinn við- bjóðslegasti þjóðsvikari; hann hjet Efíaltes. Hann vísaði óflýjandi her að baki þrem hundruðum Spart- verja, sem vörðu Laugaskarð, og gat tilvik þetta

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.