Ísland - 30.05.1899, Side 1

Ísland - 30.05.1899, Side 1
ISLAND. 2. ársfj. Reykjavík, 30. maí 1899. 10. tölulbl. Eym-, ief-, o£ tólssjiJtoar ltoiast ▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼ 1 æ Knir er að hitta í Vesturgötu nr. 28, í húsi G. skip- stjóra Kristjánssonar frá kl. 11 f. m. til kl. 3 e.m. Nýtt mál. Svo kalla jeg hreifingu þá, sem kviknað hefur í Eyjafirði i vetur, tii að drepa niður hvalaveiðum Norðmanna hjer við land. Að vísu var hjer á Vesturlandi í fyrstu hafður nokkur ímugustur á þessum veiðum, en því þó aldrei hreift, að þær ættu að vera bannaðar með öllu. Eu nú er hjer sá ímugustur gjörsamlega kulnaður út, og hjer borin fyrir sig reynsla, alveg eins og Eyfirðingar gjöra nú, að eins í gagnstæða átt; hjá Eyfirðingum, að hvaladrápið spilli fiskiveiðum, og sumir taka svo djúpt í árinni, að það eyði þeim gjörsamlega, en hjer vestra, að fiskiveiðar hafi verið allt eins góðar, síðan hvaladráp byrjaði. í blaðinu Stefni er því lýst, hversu mjög þessi hreifing hefur gripið um sig við Eyjafjörð, og að mál- ið muni verða borið fram á næsta þingi. En þar sem mál þetta er engan veginn lítilsvert, því að hjer er um það að ræða, að kasta burtu stórkostlegum hagn- aði og stórfje, sem nú rennur inn í landið, þá er áríðandi, að málið sje mjög vandlega hugsað. Þessi eyfirzka hreifing hefur vaknað mjög fljótt og gripið um sig eins og eldur í sinu; hún er líkust snöggri og ákafri geðshræringu, sem girðir fyrir rólega og rökstudda athugun; það er áríðandi, að þessi geðshræring fylgi ekki málinu inn fyrir þinghús- dyrnar. í máli þessu er á tvennt að líta; skaðræði, sem af eyðing hvaisins gæti leitt, og hagnaðinn, sem af hvalaveiðunum leiðir. Aðaiumræðurnar verða auðvitað um fyrra atriðið, því að um hagnaðinn má fara nærri, og að nokku leyti sýna hann með beÍDum tölum, svo sem útflutningsgjald, toll af að- fluttum vörum hvalamanna, og öll önnur gjöld þeirra í þarfir lands og sveita. Að nokkru leyti er hagnaðurinn aptur óbeinn, svo sem atvinna á hvalaveiðastöðvum, auk margs annars, sem jeg get búizt við að Eyfirðingar segðu að ekki komi sjer við, en sem þó kemur löndum þeirra að góðu. Eptir þvi sem rajer lauslega reiknast til, þá tel jeg eigi of sagt, að hagnaðurinn sje 70,000 kr. virði, eða eitthvað þar á borð við. En sjeu hvalaveiðar skaðræði fyrir fiskiveiðarn- ar, þá er auðvitað ekki áhorfsmál, að kasta burt þessum þúsundum. Og þegar um skaðræðið er að ræða, þá er eitt af þrennu: 1. að sannanir sjeu til fyrir því, og þá lægi ljóst fyrir, að sjálfsagt er að banna hvalaveiðar. 2. að ekki sjeu til nema líkur fyrir því, og þá þarf að huga málið vand- lega, og má ekki flasa að því; og 3. að ekki sjeu svo mikið sem líkur fyrir þvi, og þá lægi aptur ljóst fyrir, að það væri hraparlegt slys, að hrekja burt svo nýta borgara, sem norskir hvalaveiðamenn eru. Hið fyrsta af þessum þremur atriðam má nú að svo stöddu hlaupa yfir, því að það er vitanlegt, að sannanir, vísindalegar reynslusannanir, hafa enn ekki fengizt fyrir skaðsemi hvalaveiðanna. Hin tvö atriðin, sem eru hvort öðru gagnstæð, eiga aptur hvort um sig eindregna formælendur, og það eru þeir, sem kijást verða í þessu máli. Líkurnar fyrir skaðsemi hvalaveiðanna eru upp- haflega bornar fram í Noregi frá fiskimönnum og síldveiðamönnum, studdar af bolmagni fjöldans, sem einatt sjest lítt fyrir, og er bráður á sjer að búa til orsakasambönd, studd fremur við tímaröð- ina heldur en við eðlilega og rökstudda athugun. En mótmælin eru aftur flutt af hvalveiðamönnum og fáum vísindamönnum, sem auðsjáanlega hafa miklu fleiri skilyrði til að geta fundið rjett sam- band milli orsaka og afleiðinga, og standa mótmæl- endurnir að eins að því leyti illa að vígi, að væna mætti hvalveiðamenn um hlutdrægni. Þeir hljóta að hafa manna bezta þekking á öllu atferli hvala og hverju því, er í sambandi við þá stendur, og yrði þá að ætla, að þeir töluðu móti betri vitund, er þeir þykjast ekki hafa orðið varir þeirra afleiðinga, sem fiskimenn segja að liggi í augum uppi, en ekki ætla jeg þeim það. Þessar líkur norskra fiski-og síldveiðamanna hafa nú Eyfirðingar alveg tekið upp og engu bætt þar við, nema ef telja skyldi það, sem eyfirskur sjómaður staðhæfir í Stefni 10. des. f. á., að aldrei hafi verið lítill þorskafli innfjarða, ef hvalur hefur verið mikill úti fyrir, en í hvert sinn sem lítill afli hafi verið, hafi lítill eða enginn hvalur sjezt úti fyrir. Sjómaðurinn er hjer, eins og í allri grein sinni, æði mikill í raunni, því naumast mun hann alstað- ar kunnur sögu innfjarðaveiðanna og hvalanna, en þótt hann eigi hjer við Eyjafjörð einan, er þetta samt staðhæfing ein, og þótt hún enn fremur væri sönn, þá er þó eptir að sýna, að síldin hafi frem- ur verið komin á sínar innfjarðarstöðvar vegna hvalsins, heldur en að hvalurinn hafi verið þar kominn, af því að síidin var fyrir. Jeg sný mjer þá að áskorun fundarins á Hjalt- eyri 15. febr. Hún ber fyrir sig sögusögn og á- lit Norðmanna. Reyndar stendur þar, að þetta segðu ekki þeir einir, er stunduðu síldveiði og þorskveiðar, heldur og jafnvel líka menn, sem væru í þjónustu norskra hvalveiðamauna. En þess er að gæta, að það er lítið sagt með því, að vera í þjónustu hvalveiðamanna. í þjónustu þeirra hafa verið margar þúsundir manna, og má ganga út frá því vísu, að meðal þeirra hittist þeir menn, er | samsinni fiskimönnum, án þess að þar með sje sann- að, að þeir hafi fremur rjett fyrir sjer en fiskimenn. Og þótt hvalveiðamenn hafl betri þekking en aðr- ir á því, er hjer ræðir um, þá liggur í augum uppi, að það getur ekki náð til allra, sem standa í þjónustu þeirra. Það má því halda sjer við það, að það eru einmitt fiskimenn og síldveiðamenn, sem hafa hjer gjörzt mótstöðumenn hvalveiðamanna. Mjer dettur ekki í hug, að það sje af varmennsku; það má nærri geta, að meðal þeirra eru margir vandaðir menn, — heldur af því, að þeir ætla að hvalaveiðar spilli atvinnu þeirra. Annars eru í áskoruninni tvö atriði, sem þarf að athuga. Annað er þetta: „Norðmenn þessir gjörðu oss skýra orsökina til sambands þess, sem væri milli hvalaveiðanna og aflaleysisins innfjarða, og hún er sú, að hvalirnir roka síldina að landi og inn á firði, en þorskur og aðrar fiskitegundir fylgja síld- inni.“ Yið þetta er nú það að athuga, að, eins og áður er sagt, vantar allar sannanir fyrir því, að hvalur nokkurn tíma reki síldina nokkuð, og reki hann hana, þá ætti hann sízt að reka hana upp að landi, heldur út á rúmsjó, þar sem hann hefur bezt svigrúm til að öslu innan um hana, og sjerstaklega kemur þetta illa heim við aflaleysi á Eyjafirði, því að út af Eyjafirði hafa hvalveiða- menn ekki veitt annað en bláhvali, en bláhvalir elta ekki síld; þeir bera hana aldrei í munni sjer, og verða að forðast hana, svo að hún sje ekki fyrir þeim, þar sem þeir gleypa í sig fæðu sína, sem er eingöngu örlítil smáseyði, eins til tveggja þumluuga löng. Aunars er allur þessi rekstur hvalsins á síldinni mjög ósennilegur, því að síldin gengur í svo geipistórum torfum, að þó að nokkrir hvalir þeytist i gegnum þær, þá getur það varla haft meiri áhrif, en ef vjer böndum hendinni í mýflugnasveim; það þeytast nokkrar flugur undan hendinni, en sveimurinn verður óðara jafnþjettur; þær yztu 1 torfunni vita ekkert, hvað gjörist inni í henni, og þær, sem fyrir hvalnum verða, geta ekki flúið fyrir síldarveggnum alltí kring; megin- torfan heldur þangað, sem hún ætlaði sjer fyrir eðlilega hvöt, þótt nokkrar þúsundir kunni að verða fyrir slysförum af hvalnum. Það er yfir höfuð lítt hugsanlegt, að hvalur vinni síldveiðum gagn, nema ef vera skyldi að leiða veiðimenn þangað, sem síld er fyrir, en þeir munu hafa allt önnur ráð til þess að finna síldina. Sama verður þá og niðurstaðan fyrir þorskveiðarnar, enda þykir það og reynt hjer á Vestfjörðum, að fiskiveiðarnar sjeu hvorki betri nje verri síðan hvalveiðar byrjuðu, að eins áraskipti að því, eins og ávallt að undan- förnu. Hið annað og einkum athugaverða atriði í á- skoruninni er þetta, að hún ætlast til, að þótt það sjeu að eins líkur fyrir skaðsemi hvalsins, þá eigi samt að banna þær; af því það geti hugsazt, að þær spilli, þá eigi að kasta burtu mörgum þúsundum. Það væri ekkert um þetta að segja, ef þess r líkur væru viðurkenndar af öllum, en því fer fjarii að svo sje; þær eru af mörgum máls- metandi mönnum taldar bábiljur einar, og því verður ekki neitað, að mikið mælir með, að skipa þeim í þann flokk. Það væri því ófyrirgefanlegt, ef alþingi hlypi svo á sig, að gleypa hugsunar- lítið við þessari viðsjárverðu flugu. Þar sem hins vegar Norðmenn hafa kveykt þessa hreifingu fyrir norðan eða flutt hana heiman frá sjer, þá sýnist liggja beint við, að sjá, hvern enda þetta mál fær í Noregi. Þar munu ólíku betri föng á, að rann- saka málið svo, að komizt verði að heppilegri nið- stöðu, heldur en hjer, og þar hafa hvalaveiðar verið reknar þeim mun lengur en hjer, að ekki getur verið hætta búin, að fiskiveiðar eyðist hjer um sinn, úr þvi þær eru ekki orðnar eyddar í Noregi, sem engum dettur þó víst í hug að koma með. Og hvað verður svo, þegar búið er að reka burt norska hvalveiðamenn? Sumir þessara ágætu borgara, sem þegar hafa tekið tryggð við land vort og eru orðnir ágætir íslands vinir, sem með fúsu geði hata borið allar kvaðir, er á þá hafa verið lagðar, verða fyrir svo stórkostlegu efnatjóni, að þeir munu aldrei bíða þess bætur. Svona á að fara með þá fyrír lausar líkur, sem engin reynsia hefur enn staðfest. Jeg met svo, að það, sem Ey- firðingar telja reynslu, sje hafið af reynslu Vest- firðinga. Aptur munu sumir, sem þess verða um- komnir, verða frumkvöðlar að stofnun nýrra fjelaga, er reka munu hvalveiðar af stórum skipum, því að það er hjegómi einn, sem var í einhverri norð- angreininni, að sú aðferð geti ekki borgað sig. Einn uvalveiðamaðurinn, sem hefur veitt hjer um lx/9 þúsund hvali, hefur sagt mjer, að af öllum þeim fjölda muni hann hafa veitt lítið yfir 20 hvali innan landhelgi við ísland. Sjá þá allir, að munurinn mundi verða sá einn, að þeir fengju ekki að koma hjer á land og fyrirgjört væri öllum hagnaðinum, sem af því leiðir. Tilgangurinn með þessum línum er þá sá, að skora á þingmenn vora, að láta ekki koma sjer til að rasa fyrir ráð fram í þessu máli. Það væri beinn og sýnn skaði, ef engin bót fæst í aðra hönd, sem mikil ástæða er til að efast um, og það væri beint ranglæti við hvalveiðamennina, ef ljettúðugt og lítið hugsað uppnám einnar sveitar skyldi allt

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.