Ísland - 30.05.1899, Page 3
ISLAND.
39
sjer að miklu leyti rót í því næturpukri milli karla
kvenna, sem hjá oss tíðkast. — —
(Eptir þetta talar höf. um ýmislegt hjá Norð-
mönnum, sem fremur á við þá en oss, og er því
sleppt).
Ex umbra ad astra!
Eptir Ouðm. 0uðnmndsson.
VII.
Vo r.
Hjartanlega velkomið, sólhvíta, ljettstíga, lang-
þráða vor ! — Velkomið með blessaðar björtu næt-
urnar og blæinn þinn ljúfa !
Sópaðu snænum burt, og láttu lóurnar þínar
syngja grafljóð í fagurhljómandi tvísöngum yfir
vetrarfölvanum og viðkvæm, hugðnæm komuljóð
til ylríku geislanna, sem vekja og lífga allt lif-
andi og dautt.
Fyrir þjer taka íslenzku hnúkarnir ofan hvítu
jökulhjálmana og álfar og andar íslenzku dalanna
breiða blóm á brautir þínar. Fossarnir færa þjer
hlýjar heillaóskir og elfurnar heilsa þjer í íslenzk-
um stuðlaföllum.
Og hafið, hafið, — volduga, víðstreyma, ógn-
fagra, eilífa, — breiðir móti þjer bjarta brimfaðm-
inn og hallar þjer að brjóstinu, sem ölduhjartað
slær undir, — hjartað, sem aldrei hættir að slá.
------Lengi þráði jeg þig, — lífið þitt, ljósið
þitt! — Og nú færirðu mjer nýtt líf, — sál minni
og ljóðum færirðu líf; — jeg dansa við sjálfan
mig kátur og kvikur undir heiðríka himninum
þínum, — syng og tek undir með álfum og haf-
meyjum, öldum og fossum, — syng um sólina og
t»ig!
Dlmmu dagar, döpru minningar, — verið þið
sæi — sæl! — Nú er vor, — vor og ljós; ljós-
blik þess leikur sjer um laut og hlíð.
Burt með ykkur, skuggasveinar, rökkurvofur,
sveimandi svipir! — Jeg hef ekki tóm til þess að
sinna ykkur; jeg er að teiga sólveigar vorsins,
baða mig í ljóslaugum þess, lífga mig í fjörgandi
haíblænum!
Og mætti jeg nú, saddur af vorsælunni, sofa
dreymandi við brjóstið þitt, vinan mín góða! þó
ekki væri nema eina svipstund, og vaka svo með
þjer og tala við þig um vornæturnar, leiða þig
og sitja hjá þjer við lindirnar upp til fjalla eða
út við sjóinn, — vinna með þjer og vera hjáþjer
— allt aí! allt af! — þá ætti jeg eilíft vor,
eilíft ljós.
Oeislar þess vors mundu aldrei fölna eða lækka,
— þeir mundu lýsa mjer í andlátinu úr augunum
þínum dökku.
Á örmum sínum mundu þeir bera mig, bera
mig að síðustu, sofandi, sælan, yfir á landið fyrir
handan hafið.
Endir.
Haustmorgun.
Sólin er enn ekki sýnileg á himninum — kemur
bráðum, — en morgunbjarminn breiðir sig eins og
glitofinn hjúpur yfir austurfjöllin, lægstur syðst, en
smáhækkar, eptir því sem norðar dregur og endar
svo, eins og „gloria“ yfir Heklu.
Hvergi sjest ský á lopti, nema nokkur aflöng
vindský í norðri.
Það má heita logn, en við og við berst hægur,
svalur andi fyrir fjallsöxlina, svo að þessi fáu bleiku
strá, sem standa upp úr hólnum, sem jeg ligg á,
sveigjast undan honum. —
Hestarnir móka undir fjárhúskampinum, með
slapandi makka og hálfopin augun, og dreymir um
hús og blessað heyið, en úti á vellinum standa
sauðir á beit, loðnir og feitir eptir sumarið, og sleikja
hrímið af þúfunum.
Fólkið á bæjunum er enn þá ekki vaknað; það
er hvergi farið að rjúka. —
Það fer hrollur eða einhver undarleg kennd um
mig allan. — Er það þessi víði lyngbleiki völlur
eða kyrrðin, sem veldur því? —
Mjer finnst jeg gæti legið hjer til næsta morguns,
og næsta morguns þar á eptir, að eins til þess að
hlusta og hlusta.
Árniðurinn berst að eyrum mjer, eins og undir-
spil við söng, tilbreytingalanst og svæfandi.
Þessi á, sem stendur mjer fyrir hugskotssjón-
um, sem einhver hræðileg dauðmóða, þegar jeg er
fjarri henni, hún seiðir mig og heldur mjer föstum,
hvenær sem jeg heyri niðinn. — Jeg get grátið
þegar jeg heyri hann og hver einasta taug, sem
hjarta mitt á skelfur, eins og ofþaninn streng-
ur, en jeg vil ekki og jeg get ekki slitið mig frá
honum.
Jeg þekki þessa á; jeg hef horft á uppBprett-
una, þar sem iðan beljar og vefur um sig hringina
þjettar og þjettar og fellur svo fram, nagandi
hvern blett í bökkunum, sem eitthvert lát er á.
Svo breikkar hún og grynnist allt fram að þess-
um hól, sem jeg Iigg á; jeg hef aldrei lengra
komizt, en jeg veit, að hún fellur eins og aðrar í
hafið stóra.
— Sólin er að færast yfir fjallbrúnina og hrímið
þiðnar og fellur eins og græðandi dögg; golan er
þýð og heit eins og vorblær.
Nú minnist jeg fyrst, að undan hverju hausti
gengur sumar. <?.
„Firra“.
Sleggjudómar þeir, sem „ísafold“ flytur 27. maí
núna seinast, hafa vakið athygli ýmissa manna
hjer. Það er lafhægt fyrir hvern sem er, þótt
hann hafi ekkert vit á neinu, að segja út í loptið
og alveg sannanalaust, að hin íslenzka þýðing
gamla testamentisins sjeótæk og fylgi ekki frum-
textanum — hver hefur borið allan frumtextann
saman við þýðingarnar, íslenzkar, þýzkar, dansk-
ar, enskar, sænskar, frakkneskar, eða hin þrjú eða
fjögur hundruð mál, sem biblían er þýdd á? Og
svo kemur þessi spekingur „ísafoldar“ með sína
„hugðnæmu" speki! og segir svo, að „sannleikur-
inn sje sá, að þýðing sú, er vér eigum við að búa,
er víða með öllu ótæk“! Eptir því hefur kirkju-
lífið hjerna verið líka með öllu ótækt, en verður
nú sjálfsagt tómt englalíf, þegar þessi nýja biblía
kemur. Enda mun mörgum íslendingum verða
mikið fagnaðarefni að þessu, einkum þegar „ísa-
foId“ styrkir það með svo öflugum meðmælum, að
menn skyldu halda, að það væri Bramabitter eða
Yoltakross, sem Winnipeg-spekingurinn er að
hampa framan í þjóðina. Það er heldur ekki
smáræðis nákvæmni, sem á að hafa í þessu biflíu-
púli, sem verður víst fullt eins mikið eins og púls-
mennskan í Biblíuljóðunum. Enda virðist alt benda
á, að allt ísland verði nú að tómum biblíum, svo
vorir örvæntingarfullu landar geti stiklað á þeim
yfir til Ameríku. Menn sundlar, þegar menn lesa
um þennan aragrúa af biblíum á ýmsum málum,
sem á að bera saman við þessa nýju biblíu, Gluð-
brandarbiblía efst á blaði, sem öuðbrandur þýddi
eptir Lúters biblíu, en ekkert er sannað um, að
Lúter hafi þýtt einmitt úr frumtextanum, og eng-
in vissa fyrir því, að Lúter hafi skilið hann eða
verið vel að sjer í hebresku. Ekki er þess getið,
að þessir nýju biblíuforkar hirði um að líta í þýð-
ingu Híeronymusar, nje heldur þýðingu hinna 72
Gyðinga, sem gjörð var í Alexandríu og nefnist
„Septuaginta11 — en vera má, að þetta komi til
af því, að þessar þýðingar eru á grísku og latíuu,
sem nú má ekki nefna. Þá er og eptir að vita,
hvort þessir menn vorir sjeu svo færir í hebresku,
að þeir geti skilið alla biblíuna, því að guðfræðis-
iðkendur við háskólann lesa nauðalítið í henni,
minnstan hluta biblíunnar. Svo er nú ekki þar
með búið; það er ekki nóg að nota heilan her af
dönskum, þýzkum, enskum þýðingum (fyrir utan
öuðbrandsbiblíu, sem þeir halda að sje langbezt, af
því Guðbrandur var biskup og er dauður fyrir
löngu) — heldur á nú að fara í „Stjórn“ (þvi ekki
í „stjórnina11 ?) og forðast fornyrði! Von er þó
„ísafoldar“-ritstjórarnir taki þetta fram, því rit-
háttur þeirra sýnir, hversu vel þeir eru heima í
málinu, með hugðnæmu firrurnar mikilsvirtu, frá
mikilsvirtum og mætum mönnum, og er skaði, að
slíkir ritsnillingar ekki skuli vera kvaddir til að
endurskoða alla biblíuþýðinguna og laga allt málið
á henni, því til þess þarf ritsnilling, sem hlýtur
að vera heima í hebreskunni ekki síður en þýðar-
inn sjálfur, ef hann ekki á að skemma allt aptur
með því að setja ýms orð, sem ekki eiga við. —
Og svo klikkir spekingurinn út með því Brama-
bittershjali, að enginn samjöfnuður sje á þessu
nýja biblíumáli og hinu sem áður var — hann
þekkir líklega ekkert nema Vaisenhúsbiblíuna —
eins og enginn samjöfnuður er á milli Bramabitt-
ers og íslenzka Stykkishólmsbittersins frá Emil
Möller.
Vjer vitum það ekki, en oss grunar, að biskup-
inn muni vera spekingnum lítið þakklátur fyrir
það, að spekingurinn fer með þessa nýju þýðingu
eins og Bramabitter. x.
Hyernig gengur framförunum?
Hvað hefur mikið verið sljettað á landinu, síðan
búskólarnir hófust, og hvað af því hefur verið
sljettað með tilstyrk eldri búskólanna, og hve
mikið án hans, og hve mikið hefur verið sljettað
með tilstyrk hins yngra búskóla á Hvanneyri?
Fróðlegt væri, að einhver búskóli eða búfræðingur
leysti úr þessari spurningu. Einnig er gaman að
vita, hve mikið hefur verið hlaðið af túngörðum
og vörzlugörðum og hve margir faðmar af skurð-
um hafa verið grafnir til vatnsveitinga, eða til þess
að þurrka tún og engi, og svo hve mikill fóður-
auki hefur af þessu sprottið og hve mikinn vinnu-
ljetti hefur af því Ieitt, og að endingu hve mikill
hagurinn hefur orðið og hve mikill kostnaðurinn,
og hafi hagurinn ekki orðið eðlilega mikill, þá
hvað hafi tálmað honum. Þá verður fyrst hægt að
sjá þýðingu og gagn búskólanna. Allar þær stofn-
anir, sem stofnaðar eru til að auka þekkingu,
glögga og greinilega þekkingu, eru lífiæri þjóð-
anna og Iypta þeim á hærra stig, ef þær um leið
auka siðferðiskraptinn, iðnina, þrekið og hyggindin;
ef þær kenna gagnlega vinnu og forsjálega með-
ferð á aflanum. Það er vinnan og aptur vinnan
og enn þá vinnan, sem er undirstaða hagsældar-
innar; hún er matmóðir heimsins. En ekki er það
nóg, að vinna baki brotnu, ef hagsýnina vantar og
alla þekkingu til að verja afla sínum skynsamlega.
Heimskuleg meðferð brennir opt aflann eins og eld-
ur, en svitinn verður að kaldri hjelu. Búfræðin á
að kenna lýðnum að afla og fara vel með afla sinn
og efni, og kenna honum þær varúðarreglur, sem
til þess þurfa að gæta efnanna fyrir elli og fúa.
En mundi nú búfræðin vera komin langt á veg
með þetta hlutverk sitt? Það mun hún ekki vera
komin langt á veg með, enda er sú kennsla eng-
inn hægðarleikur. Sumir álíta, að búskólarnir hafi
litlu afkastað, en jeg læt það liggja milli hluta,
því í fyrstu áttu þeir mjög erfitt uppdráttar og
eiga það enn; þeir hafa ekki notið þeirrar aðhlynn-
ingar af almenningi, sem þeir þurftu eins og opt
vill verða þegar um nýmæli og nýjan kostnað er
að ræða, þó góð sjeu. Svo hafa þeir oflítinn krapt
til að kenna vinnuna, og bóklega kennslan er ó-
nóg. Þess er er ekki gætt, að af litlum höfuðstól
koma litlir vextir, sem stundum jeta sig upp sjálf-
ir. En af nægilega miklum sjóði koma miklir
vextir sem ávallt aukast og margfaldast. Vegna
þess að oflitlu er til þeirra kostað, geta þeir síður
gagnað lýðnum með búfræði sinni
Eptir áliti beztu búfræðinga vorra hefðu búskól-
ar vorir átt að leggja áherzluna á vinnu- og verka-
kennslu. En hún er nú álitin ónóg í þeim, og er
eflaust rjett álitið. En til þess að bæta úr skorti
á vinnukennslu, mundi það geta mikið hjálpað, ef
efnabændur Ijetu syni sína ganga á búskólana,
sem líklegir væri til að byrja bráðum búskap og
þeir tækju svo unga menn á heimili sín og kenndu
þeim jarðyrkju og hagsýna búvinnu. Þannig er
mest búkennsla hjá Dönum og eru þeir komnir
þjóða lengst í búkunnáttu og mest læra menn
einnig hjer á landi í búnaði á góðum bændabæj-
um; þeir, sem hafa alizt upp á góðum heimilum,
hafa miklu meira gagn af kennslunni í skólunum
en hinir, sem alast upp á eymdar- og óregluheim-
ilum eða flækingi.