Ísland - 30.05.1899, Qupperneq 4

Ísland - 30.05.1899, Qupperneq 4
40 ÍSLAND. Einnig þyrfti að gefa svo mikið með piltnm í búskólunum, að þeir þyrftu ekki að vinna nema svo sem 4 eða 5 vikur af slættinum og tofðust ekki lengur frá öðrn vinnunámi. Þó jeg vildi vita, hve mikið sje búið að sljetta af þúfum vorum, veit jeg samt, að það er harðla lítið í samanburði við það, sem enn er ósljettað; í því efni er þjóðin nægjusöm. Sljettan gengur heldur aldrei neitt, meðan sú aðferð er höfð, að rista fyrst ofan af þýfinu og þekja. Hiu aðferðin mun vera þrisvar sinnum fljótari og kostnaðarminni, að bylta jörð- inni um með öllu saman og sá svo í hana. Hjer eru nú ótai ijón á veginum, eins og allt af er, þá er kapp og áræði vantar og menningin er ekki búin að gera hugann vaxinn erfiðleikum og tilbreyting- um. Sumir segja það ómögulegt, að plægja gras- rót, en sá erfiðleiki held jeg mestur sje í áræðis- skorti. Það hygg jeg vel kleyft, að plægja allskon- ar grasrót með plógi, sem væri nokkru minni en Ólafsdalsplógurinn, en jafn sterkur. En Ólafsdals- plógurinn er svo reyndur, að jeg álít fásinnu að svara nokkrum mótbárum gegn honum. Ekki væri hundrað í hættunni, þó að þrautseigar smátilraun- ir væru gerðar með það að plægja grasrót með og græða upp flögin. Hin sjálfsögðu skilyrði þarf ekki að nefna, að umgirða flögin með járnvir. En það sýnir mikla deyfð, dáðleysi og vankunnáttu í jarðyrkju, hve óvíða plógurinn er notaður eptir jafnlangann tíma og búskólarnir hafa þegar staðið, því plógurinn má heita jarðyrkjuguð heimsins. En hitt er lítilfjörlegt verksvit og þröngsýni mikil, að ætla sjer að nota útlenda plóga á íslenzka jörð, sem eru miklu stærri en ÓlafsdalsplógurinD. Bezt lýsing fengist á honum, ef hann breiddist sem víð- ast út um landið; þá væri hægt að smíða eptir honum. Með mörgu má græða upp flög fleiru en grasfræi, grasfræið fýkir í flögin; mikið grasfræ er í salla undan heyi. Þá má sá rófum og höfrum í flögin. Mörg flög hafa gróið upp án manniegrar hjálpar. Allir búfræðingar þekkja aðferð Norð- manna til þess að græða upp flög, og nú hafa bú- skólar staðið svo lengi, að oss finnst engin ofætlun fyrir þá, að komast upp á það, að nota grasfræ tii að græða upp flög. (Framh.) J. B. Um viðburð, sem átti sjer Btað fyrir fáum kvöldum hjer innan við bæinn, hefur eitt af beztu skáldum vorum, sem er nýorðinn sýmbólisti, Bett saman eptirfarandi prðsadikt: Vornótt í Fossvogi. Kvöldið var kyrrt og nóttin tók að breiða sína blæju út yfir breyskleikann og margt i lífinu. — Þær eru tvær á ferð — einmana — ekkert hljóð — ein máríátla kvakar á steini — hroasagaukur í mýrinni —- hrossagaukur í loptinu — hneggjar — brjóstið — hjartað endurkveður. — Þeim er illt — illt — illt — hvað ber þarna við himininn — fimm karl- menn — koma nær kvennsunum — trollarar — akipstjóri — hjörtun bærast í kvölddimmunni — þær eru tvær — einar af þeim mörgu hjer — einar — einar — þeir nálgast — þær nálgast — konjaksflaskan tekin upp — drammurinn — leikur bros á kvennsu vörum — þankastryk — þankastryk aptur — faðmlög — allt er til — gutlar á flöskunum — gutlar hjá kvennsunum — tíminn líður — full, full — dett- ur, dettur — önnur flýr — flýr út á heimsenda — en hin, en hin — allt liggur í dái — allt hverfur nema hún — hún — hún — dauð eptír þreytuna — pilturinn kom — trollar- ar horfnir — kvennsa meðvitundarlaua — eptir ástina — eptir konjakið — eptir trollarana — eptir drammana-------- ein af átján — Jón Gabriel Borkman — hjálp — hjálp — hjálp með þankastrykum — allt hverfur — sólin deyr — hvar er hún nú — hvar — hvar — uppriain — upprisin — til Reykjavíkur — á göturnar — Amen! Þankastryk. Ný fregn frá Andrée barst hingað í gær og er svo sögð: í Króksfirði nyrðra fannst korkvarin flaska rekin með brjefi í frá Andrée og var flutt til Borðeyrar og opnað. Brjefið er dagsett 11. júlí 1897 og segir, að flösk- unni sje þann dag fleygt út frá loptfarinu og líði þar öllu vel. Það er undirskrifað með nafni Andrées og beggja fjelaga hans. Þeir eru þá skammt fyrir norðan Spitzbergen og 600 metra yfir sjó. Brjefið sýnir, að þeir hafa áður fleygt flöskum út. Þetta skeyti hafa þeir því sent frá sjer sama daginn, sem þeir fóru á stað frá Spitzbergen og berst það nú hingað eptir nær 2 ár. Það er ekki ólíklegt, að þetta geti orðið til eiuhverra leiðbeininga um það, hvert þeirra fjelaga sje helzt að leita. Teódór Ólafsson á Borðeyri sendi hingað hlaup- ara með brjefið til landshöfðingja, og komst það áleiðis til útlanda í gær með gufuskipi, sem þá var hjer ferðbúið. — Enskt herskip, Galatea, foringi Cross, kom hingað 26. þ. m. og á að gæta rjettar enskra botn- verpinga hjer við land. Það er miklu stærra en Heimdallur og á því 410 manns. Á leiðinni hing- að hitti það 11 botnverpinga í Iandhelgi og rak þá út fyrir landhelgismörkin. Það hefur legið hér á höfninni síðan það kom og á að fara aptur nú í vikunni út, en í stað þess að koma annað her- skip nokkuð minna- — Botnverping náði Heimdall- ur nýlega í landhelgi nálægt Ingólfshöfða og hafði með sér inn á Eskifjörð. Sekt 1000 kr. en veið- arfæri upptækt. Botnverpingar Jóns Vídalíns eru nú 6 við veið- ar hjer á Flóanum, en sagt að þeir afli fremur lítið. Akranes, sem sektina fjekk hjer um daginn, hefur ekki farið út síðan, en fjekk strax nýja vörpu og byrjaði aptur á veiðum; er sagt, að það hafi aflað töluvert, og bezt af þessum skipum. — 3. þ.m. var Lundabrekka í Suður-Þingeyjar- prófastsdæmi veitt cand. theol. Jóni Stefánssyni frá Ásólfsstöðum eptir kosningu safnaðarins. Auk hans var í kjöri cand. theol. Vigfús Þórðarson á Eyjólfsstöðum. — Séra Jón Þorsteinsson, áður prestur á Lunda- brekku, er orðinn aðstoðarprestur hjá séra Arn- ljóti á Sauðanesi. — „Heima og erlendis" heita nokkur Ijóðmæli, sem nýkomin eru út, eptir Guðmund Magnússson leikfræðing. Mörg af þeim hafa áður verið prent- uð til og frá í blöðunnm: „íslandi", „Nýju Öld- inni“ og „Fjallkonunni“. Síðar skal minnst nánar á kvæðin. — Sagt er að þeir verði aðeins tveir í kjör sem þingmannsefni f Rangárvallasúslunni í vor, sjera Eggert Pálsson og Magnús Torfason sýslumaður. Kosning á að fara fram 17. júní. Hvor um sig kvað hafa fjölmennan flokk til fylgis og er búist við mannskæðri orustu á Rangárvöllum 17. júní. Tii að spilla ekki hjeraðsfriði væri sjálfsagt heppi- legast, að foringjarnir gjörðu út um málið með hólmgöngu, eins og gjört var opt í líkum kring- umstæðum í gamla daga. Nýkomið: Sardínur. Anchovis. Pickles. Fiskbuddingur. Ostur. Spegepölse. Herragarðs-smjör í dósum. Cliocolade. Brjóstsykur margar tegundir. Tóbak: Rjól. Rulla. Reyktókak. margar góðar tegundir. Y í n f ö n g: Vhisky, tvær teg. Portvin. Sherry. Cognac. Klrkjuvín á fl. (F. W. Hey’s) ágætl. gott. Kirsebersaft, súr og sæt. Brama-Lífs-Elixír. Cliina-Lífs-Elexír. Kjólatau. Svuntutau. Kvennslipsi. Sumarsj öl. Karlmanns-fataefni. Höfuðföt. Gr ólf-va X cL Ú li XII* . Stundaklukkur. Vasa- tTR. Loptvogir. Byssur. Harmonikur. Servantar. SAUMAYJELAR. Harðkönnur. Hjólhestar. VTf'fTrrTTwrv'r Trjáviður («//' 5/5" *//'). Borðviður. Legtur. Rokkar. Brúnspónn. Saumur alls konar. Bátasaumur. Hóffjaðrir. Blýhvíta. Zinkhvíta. Fernisolía. Steinfarfi. Farfi tilbúinn, í 1 pd. dósum, af ýmsum litum. Tjara. Hverfisteinar. Leirrör, tvær stærðir. Þakpappi. Panelpappi. Og margt, margt fleira. „Lítill ágóði, fljót skil“. •••••••••••••••• S VEHZLIMY • wwwwVwwwW Vwwwww9wwVw t EMNBORG j Með seglskipinu „Reidar“ hef jeg nú íengið miklar birgðir af alls konar vörum, og skal hjer talið upp nokkuð af þeim: í nýlenduvörudeildina: Sykur: Melís, höggvinn og í toppum, Kandís, Púðursykur, Strausykur. — 2000 pd. af Brjóst- sykrinum ljúfa. — Kirsiberjasaft. — Cocoa og Chocolade, margar teg. — Fínt Kex, margar teg. Kaffi, 3 teg.: Jamaica, Santos og Costa Rica kaffi. Exportkaffi. Sultutau: Hindber, Jarðarber, Black Currant, Red Currant, Apple Jelly. — Grænar ertur. Þurkuð epli. Ferskenur. Apricots. Perur. Ananas. Niðursoðin Mjblk. — í dósum: Uxa- tungur. Steikt sauðakjöt. Lax. Ketchup. Lie- bigs Extrakt. Bovril. Carry. Holbrook sósa. Pickles. — Reyktóbak, ótal teg. Cigarettur og Vindlar, margar teg. Skraa. Rjól. — 40 tegundir af kaffibrauði. — Jólakökurnar, sem allir vilja eta. 12000 flöskur af Limonade, margar teg., sumar óþekktar áður. Þvottaefni: Grænsápa, Sódi, Stangasápa, Pears- sápa, Sólskinssápa og allskonar Handsápa. Blámi. Glervara og Leirvara, meiri, margbreyttari og fallegri en áður. Skótau fyrir karla og konur. Galocher karla og kvenna. Túristaskór, brúnir, bláir og svartir. Eldspítur. Vestas. Osturinn góði á 55 aura. — Mélroseteið alþekkta. — Döðlur. Rúsínur. Sveskjur. Fíkjur. Karolínu Riis. Matarsóda. Fuglafræ. Skósverta. Hand- sagir. Hengilásar. Hitavjelar. Eldamaskínur. Matarfötur. Lugtir. Býtingamót. Pottlok. Hnífa- og peningakörfur. Sorp- og kolaskúffur. Kola- ausur. — Heimilisvigtir, sem taka 10 pd. — Ofupiötur. Slökkvipípur. Pappasaumur. Stiptir: 4", 3", 2", 2V2", 1" o. m. fl. í pakkhúsdeildina: Sekkjavara: Rúgmjöl. Hrísgrjón. Bankabygg. Maís. Baunir, klofnar. Hafrar. Haframjöl. Over- head. Fiourmjöl. Kaffl. Púðursykur. í kössum: Mélís (höggvinn). Kandís. Kex (Greig Lunch). í tunnum: Export. örænsápa. Hrátjara. Koltjara. í dunkum: Grænsápa og Margarinið margþráða. Vatnsfötur. Blý. Þakpappi og miklar birgðir af Þaksaum og Þakjárninu góðkuDna o. m. fl. Stúkunni „Verðandi“ nr. 9 í Reykjavík, eða hverjum eÍDstökum fjelagsmanni úr henni, sem kynni að finna hjá sjer siðferðislega hvöt til að kæra Björn Jónsson ritstjóra „ísafoldar“ fyrir skuldbindingarbrot gegn Templarreglunni, eru hjer- með boðnar óhrekjanlegar og ómótmælanlegar sann- anir fyrir því, að þessi stórvirðulegi(I) bróðir er margfaldlega sekur um skuldbindingarbrot og þau af versta tægi. Nánari upplýsingar um þetta tilboð gefur rit- atjóri „íslands". Hertoergi. Eitt til tvö stór og góð herbergi eru til leigu nú strax. Ritstj. vísar á.

x

Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.