Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 30.10.1897, Blaðsíða 2

Nýja öldin - 30.10.1897, Blaðsíða 2
22 NYJA ÖLDIN kemr út hvem Laugardae: (og oft endrarnær, alls 72 tölbl. um árið). Kostar innanlands 3 kr. 50 au. árg, — 90 au. ársfjórð. (3 mán.). — Erlendis 4 kr. 50 au. — 5 sh. — $1.25 — árgangrinn. Ábyrgðarmaðr: J ó n Ó 1 af s s o n , (Glasgow-húsi, 2. lofti, norðrenda). Aðal-umboðsmaðr blaðsins, Sigurðr Krist- jánsson bóksali, annast sölu og útsending. — Afgreiðslustofa uppi yfir Landsbankanum. Prentuð hjá Einari Benediktssyni. Pólitískt umburðarlyndi, Umburðarlyndi er hér á landi ó- lastanlegt nú orðið í trúarefnum. En í stjórnmálaskoðunum eru menn stæk- ir enn, svo raun er til að vita. Þeir sem eigi eru samdóma „Dagskrá" eða „Þjóðóifi", eru af „Skráar“-gat-istum kallaðir »flón«, „landráðamcnn" og öðrum líkum nöfnum. Þeim, sem ó- samdóma eru inu virðulega Valtýs- málgagni hér í bænum, er brugðið um „skoplegan hringlandahátt“,barna- skap, gefið í skyn að þeir sé leigu- þjónar annara; þeim borið á brýn, að þeir hafi sagt það, sem þeim hefir aldrei í hug eða hjarta komið, og ann- að því um líkt. Ekki er þó enn ráð- ið til að tjarga þá og fiðra, eins og gefið er undir fót að gera ætti við ónefnd- an Keflvíking. Alt þetta er vottr um þroskaleysi blaða vorra, og stundum gæti enda verið freisting til, að álíta slíkt vott um vonda samvizku. Það ætti annars að geta verið all-skiljanlegt, að góðir menn og ó- heimskir geti litið ýmislega á mál. Menn, sem allir vilja landi sínu vel, geta vel haft svo gagnstæðar skoð- anir, að hver þeirra telji hins skoðun skaðlega. En af því leiðir engan rétt fyrir menn til að atyrða hver annan. Er það gerlegt? „Ef ég vissi, að auðið væri að fá miðlunarstefnunni frá 1889 framgengt nú, þá skyldi ég glaðr vera með og fylgja henni", sagði einn valtýskr vinr vor við oss. Sá maðr, sem hann og „Isa£“ trúa nú mest á sem stendr, hefir full- yrt við oss, að sá, sem mestu ræðr í því efni, hafi ekki neitt annað á móti þeirri stefnu en kostnaðinn. — Sé svo, þá ætti að veraauðgert að eyðapeirri viðbáru. ‘ Hafi því heimildarmaðr vor að þessum ummælum sagt oss satt og rétt frá, þá er ekkert Ijón á veginum. En þó hann hefði eigi sagt oss rétt frá — en það kemr oss ekki til hugar að ætla honum —, þá hlýtrþó hlutarins eðli að sýna oss, að stjórnin getr enga sanngjarna ástæðu fært fram á móti fyrirkomulagi því, sem 1889 var farið fram á. Dæmi Bretaveldis sýnir Ijóslega, að slíkt fyrirkomulag er svo fjarri því að vera háskalegt alríkisheildinni, að það treystir einmitt trygðaböndin milli ríkishlutanna, án þsss að inn- lima smærri hlutann í aðalríkið. Tillaga eða frumvarp um fyrir- komulagið, sem miðlunarmenn 1889 fóru fram á, hefir aldrei legið fyrir stjórninni, aldrei til hennar kasta kom- ið. Hún hefir aldrei neitað því né fært neinar ástæður gegn því eða tal- ið það óaðgengilegt. Það er vitanlegt, að meginþorri ins svo nefnda Valtýsliðs mundi feg- insamlega taka því fyrirkomulagi, ef þeir væru vissir um, að það væri kostr á að fá því framgengt. En það er líka eins víst, að mik- ill hluti þeirra, sem andvígir vóru Valtýs-frumvarpinu, eru einmitt fylgis- menn stefnunnar frá 1889. Andstæðan þeirri stefnu vita menn standa hr. Benedikt Sveinsson, en hvort hann hafi nokkurn fylgismann á þingi við sína skoðun, eða ekki, það veit enginn með fullri vissu. Menn telja líklegt, að hann kynni að hafa einn eða tvo. Aðalmótspyrnan móti stefnunni frá 1889 kemr nú, þótt merkilegt sé, frá mönnum, sem reyndar fylgja henni 1 hjarta sínu og hafa margir hverjir verið berir og brýnir formælendr hennar, en eru nú hjartveikir við, að hún sé ótíma- bær, af því að hún muni spilla fyrir Valtýs-pólitíkinni, sem er nú reyndar úr sögunni að sinni og hlyti, ef hún kæmist á, að spilla pví um ófyrirsjá- anlegan tíma, að vér fengjum inn- lenda sjálfstjórn med pingrœði. Hugrinn reikar víða. Rikrl I.angar þig ekki til að verða ríkr ? Skyldi oss ekki öll langa til þess, bæði konur og karla? Eðlilega. En hvað er að vera ríkr? Til forna þýddi nú orðið ríkr alt annað en nú. Þá þýddi það: voldugr. Nú þýðir það oftast nær i daglegu máli: avðugr. Guðmundr inn ríki var svo kallaðr fyrir það, að hann mátti sín mikils, en ekki fyrir auðs sakir. In forna merking (ríkr = voldugr) lifir enn í ýmsnrn tálsháttum hjá oss, t. d. „héraðsríkr", „of-ríki“; og orðið ríki (t. d. konungs-ríki) táknar vald- svið. En sleppum nú þessu og tökum orðið í vanalegri nútíðar-merking. Hvað er þá ríkidæmi? Það er mjög mismunandi á ýms- um stöðum og ýmsum timum, og með- al ýmsra manna er við ólík kjör lifa. Ég heyrði sagt um mann, sem ég þekki og spurði eftir í sumar, hvernig honum liði, að hann „væri að verða ríkr í sumar". . „Stendr hann til að erfa auð í surnar?" spurði ég, því að ég þekti ekki dæmi til þess, að menn á voru landi íslandi gætu orðið ríkir á einu sumri, nema við arf eða gjöf. Það tekr lengri tíma en eitt surnar að verða ríkr hér með atorku, iðni eða hyggindum. »Nei«, var mér svarað«, ekki veit ég til þess; en hann kaupir í samlög- um við annan mann fisk afbotnverp- ingum, bátsfarminn fyrir whisky-flösku, og þeir tveir eiga nú sín 50 skippund- in hvor af v.erkuðum saltfiski keypt- um á þennan hátt«. Þeta var þá kallaðr rikdómr, að eiga 50 skippund af verkuðum salt- fiski. Og svona er það; alt er miðað við hlutföllin, sem næst liggja. Vinnumaðr, sem á t. d. 500 kr. í peningum í sparisjóði, eða 5 hundr- aða kot, væri hér á landi víðast kall- aðr ríkr. Bóndi, sem hefir talsverða ómegð, getr vel átt jafnmikið í búi sínu og þó verið kallaðr ekki ríkr. Kaupmenn þurfa að eiga miklu meiri skuldlausa eign hér, til að vera kallaðir ríkir. En auðkýfingrinn í New York, sem á 100 miljónir dollara (375000- 000 króna) álítr manninn, sem á ekki nema einn tvöhundraðasta hlut móti honum, einar skitnar 5°° þúsundir dollara, fátækan, og þó eru 500,000 doll. = 1 875 000 kr. Svona er það misjafnt, hvað menn eiga við, þegar menn segja »ríkr«. Henry George segir um þetta meðal annarsr): Þegar fólk í daglegu tali segir, cins og oft er gert, að vér getum ekki allir verið ríkir, eða að fátæka munum vér jafnan meðal vor hafa, þá er auðsætt að orðin eru ekki höfð þar 1 þessari venjulegu tiltölu- þýðing eða hlutfalls-merking, heldr eru þá þeir ríkir kallaðir, sem eiga nóg- an auð, eða meira en nógan, til að fullnægja öllum sanngjörnum þörfum sínum, en hinir fátækir, sem ekki eiga nægileg efni til þessa. Þetta segir nú Henry George. En hann segir meira. Hann er alveg ósamdóma þeim sem segja, að vér getum ekki allir orðið ríkir — í þessum skilningi, — getum ekki allir haft nóg til að fullnægja öll- um sanngjörnum þörfum. Hann er ósamdóma þvt, að það liggi í hlutar- ins eðli, að vér hljótum jafnan að hafa fátæka meðal vor. Jörðin hefir, að hans áliti, nægan auð í skauti sínu, til þess að hvers ínanns starf geti veitt honum fullnægju allra þarfa sinna, ef öfugt félags-skipulag bægir honum ekki irá að neyta krafta sinna. Þetta virðist líkt staðlausum draumi. En ef einhver hefði sagt mönnum fyr- ir 50 árum, að það mætti sauma með eimafli; eða að fara mætti yfir Atlants- haf þvert á 5—6 dögum; eða að maðr í Lundúnaborg gæti um hádegi sent orðsending til manns í New York, og að hún gæti komið viðtakanda i hendr sama dag fjórum stundum fyrir há- degi — þá hefði slíkt þótt staðleysu- draumórar. Hefir þú aldrei séð nokkrum bit- um og hnúturn kastað fyrir hóp 'hungr- aðrarakka? Þeir sterkari bita hina frá og rífa í sig það sem þeir vilja. Þeir 1) Social Problcms, VIII. kap.

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.