Nýja öldin

Eksemplar

Nýja öldin - 11.05.1898, Side 2

Nýja öldin - 11.05.1898, Side 2
174 JSrÝiiFY*- ÖLDIBir kemr út kvern Laugardag (og oft endrarnœr, alls 72 tölbl. ura árið). Kostar innanlands 3 kr. 50 au. árg. — 90 au. Arsfjórð. (3 mán.). — Erlendis 4 kr. 50 au. — 5 sh. — doll. 1.25 — árgangrinn. Ábyrgðarmaðr: J ó n Ó 1 a f s s o n, (Glasgow-húsi, 2. lofti, norðrenda). Aðal-umboðsmaðr blaðsins, Signrðr Krist- jínsson bóksali, annastsoluog útsending.— A i'greiðsIiinioía uppi yflr Landsbankanum. Prer.tuð 1 Félagsprentsmiðjunni. vita um þessa fyrirætlun með einni línu, ef þeim væri ið minsta áhugamál um íúnd þennan, eða rétt- ara sagt, ef þeir gerðu sér nokkra von eða hugmynd um, að nokkuð yrði úr honum. Þeir mundu þá og hafa borið sig saman við aðra þing- menn um þetta mál; en vér ætlum að þessi fundarboðun komi flestum, ef eigi öllum, þingmönnum, öðrum en fundboðendum, alveg á óvart. Blað vort hefði óefað orðið vart við, ef svo hefði ekki verið. En hvað getr þeim þáhafagengið til að ljá nöfn sín undir þessa fá- ránlegu fundarboðun? JÞeir hafa án efa gert það af meinleysis-eftirlátssemi við hr. Ben. Sveinsson, — vér segjum ekki: til að „hafa hann af sér“, en ef til vifl — til þess með fram að láta reynsl- una færa honum heim sanninn um það, sem hann hefir ekki viljað sann- færast um af fortölum þeirra: að Þingvallafundarboði á þessum tíma yrði alls ekki sint. Vér leggjum ekki í vanda vorn að j fara með spádóma; en oss er nær að ætla, að það sé ekki of mælt, er vér segjum, að lítil sem alls engin líkindi sé til, að fundarskýli það, sem fundarboðið ráðgerir að verði fullreist á Þingvöllum í Ágúst næst- komandi, verði reist þar nokkurn tíma á þessu sumri. Það er engin ástæða til fyrir menn út um sveitir að fara að gera sér neitt ómak eða kostnað með að sinna fundarboði þessu. Það verðr aldrei neitt úr þessum fundi. En þyki þörf á, verðr kostr á að halda Þingvallafuud fyrir næsta þing, á hentugri tíma, svo að likindi sé á að hanu verði alment sóttr. Bækr og rit. „Vegrinn til Krists eftir E. G. White“. Bók þessa hafa danskir aðvent- jstar gefið út í íslenzkri þýðingu og er hr. D. Dstlund, trúboðinn sem hér hefir dvalið í vetr, aðalútsölu- maðr hennar. Bókin er frumrituð af amerikanskri konu, er að sögn kunnugra manna hefir ritað margar guðrækilegar bæla-; þessi bók mun þó talin þeirra fremst, enda verið þýdd á mörg Evrópumál. Hún er ætluð til að vera leiðarvísir á vegi sáluhjálparinnar og útskýrir því ýmis atriði ins kristilega trúarlifs. Enn öll er bókin rituð við alþýðu- hæfi, ljós og skiljanleg. Og þótt höfundrinn só aðventisti, flytr bók þessi engar sérkenningar þess trú- 'arflokks, og geta því lúterstrúar- menn lesið hana með sömu ánægju sem meþódistar og adventistar. Vér efumst ekki um, að hún geti orðið mörgum sáium til upp- byggingar meðal vor, en þó viljum vér ekki taka eins djúpt í árinni, eins og „Þjöðólfr“ gerði hér á dög- unum, að telja hana alt að því á- gæt-asta allra guðsorðabóka, er birzt hafa á voru tungu; slíkt er of mik- ið sagt; vér viljum t. d. benda á Mynsters-hugleiðingar; við þær þol- ir þessi nýja bók engau samjöfnuð. Hvað þýðinguna snertir, virðist hún vera nokkuð viðvaningsleg á stöku stað og málið ekki sem bezt. Vér skulum að eins taka nokkur dæmi: Á bls. 18: „Við brot guðs þoðorða urðu mannanna börn þegnar Satans“; bls. 36- 37: Hún (þ. e. sálin) leitar fulltingis til rétt- lættis Krists, til þess að öðlast þann hreinleik hjartans, sem er í samkvœmni við lögmál guðs og lunderni Krists“ Bls. 40: „Hinn flekklausi sonr guðs er gefinn oss til fyrirdœmis“ (það orð er eigi til á íslenzku; vér seg- jum: til fyrirmyndar eða eftirdæmis). Bls. 45: „innilegri og meir knijjandi heimboð“. „Verðskuldun fómar hans er í augum föðursins nœgileg oss til gagns“. Bls. 88: „kyrlátt traust til guðs hljóta þeir að hafa“ (óbifanlegt trúnaðartraust, segjum vér í daglegu máli). Bls. 89: rþví að í boði frelsarans er loforðið um hiríld tengt köllun lians til starfa“. __ Helzt til mikill dönsku-keimr er að þessum setningum: „sem vann baki brotnu að hinum lítilmótlegu störfum lifsins meðal hálsanna í Gaíleu“ (bls. 102). „Líf vort mundi ekki verða svo vonbrigðafullt sem nú á sér stað; því að hvað eina, stórt og smátt, mundi verða falið í guðs hendr, og honum verða ekki á- hyggjurnar erfiðar“ (bls. 107) —• Danskt er það og að tala um „ina kyrrlátu fegrð blómanna" og fárétt- að borð“ (bls. 106). - Vér ættum jafnan að haía það hugfast, að vauda sem bezt málið á bókum þeim og ritum, er gera má ráð fyrir að fjöldi alþýðu lesi. Það er vísasti vegrinn til þess að varðveita tungu vora hreina. Svo virðist sem þýðarinn hafi haft naum- an tíma til þessa starfs og því hrað- að því um of. Þaunig hefir hann á bls. 145 verið búinn að gleyma því, að höfundr bókarinnar er kona ( . . . dreymdi mig, að ég væri staddr í aldingarði . . . , í stað: stödd). Ytri búningr bókarinnar er í alla staði prýðilegr. h. Landshornanna á miili. Amessýslu, 20. Apríl 1898. Skyldi það ekki vera ráð að senda „Nýju Öldinni11 fáeinar lfnur? Það er sjaldan sem sést mikið í blöðum vorum héðan úr sýslu; og er það þó varla af því, að hér beri færra til tíðinda, heldr enn annar- staðar á landinu. Nú er vetrardagrinn seinasti, og endar vetrinn nokkuð hryðjulega, því að það er stórrigning af land- suðri; en ekki ætti maðr nú að tala mikið um það, því að það lengi var maðr búinn að þrá batann, og nú er hanu loks kominn. Jörðþvívíða komin upp hér fremra, en mjög snjómikið enn efra og víða litlir hagar; þó að fólk sé búið að sleppa fénaði sínum á þessar ónýtu snapir, þá er slíkt neyð: „en nýta flest i nauð- um skal“, og fólki er annaðhvort að gera, þegar ekliert er til að gefa, nema eitthvert tangr í kýr á sumum bæjum. Margir voru búnir að skera meira og minna af heyjum, en ekki hefi ég heyrt að sé farið að drepast enn neinstaðar. Um vetrinn yfirleitt verðr ekki annað sagt, en að hann hafi verið fremr harðr, en þó alt af frostlitill; óvanalega miklar snjókomur og um- hleypingar framan af, en aldrei stað- viðri. Heyskapr manna undan sumr- inu afarrýr, t.öður hraktar, og út- engja-slægjur fremr rýrar, og þar á ofan drap víða hey í görðum, sem vonlegt var undan því mikla rign- ingahausti, sem menn bun lengi reka minui til. Heyásetning manna i haust með versta móti; margir kinokuðu sér við að farga skepnum sínum, þegar fjársalan varsvovond; og sumir máske hugsað að pestin, sú gamla landplága vor íslendinga, mundi drepa meira, en hún þó gerði, o. s. frv., munu því hafa sett á sem því næmi, sem hún dræpi. Svo það

x

Nýja öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.