Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 04.06.1898, Blaðsíða 1

Nýja öldin - 04.06.1898, Blaðsíða 1
1898. I, 48. Reykjavík, Langardag 4. Jnní. ooooooooooooooooooooooooo Af sérhverju tölublaði NÝJU ALDARINNAR eru síðan 1. Apríl borin út hér um bæinn á XJcbrr'öíx lxui.:a.<3L:reLÖ eintök. Það votta ég, sem er afgreiðslumaðr blaðsins. Reykjavík, 20. Maí 1898. Sigurðr Kristjánsson. oooooooooooooo ~ö~ö o o o o o o o o~ö Til minnis. Bœjarstjórnar-fundir 1. og 3- Fmtd, l rnán., kl. 5 síðd. Fátœkranefndar-[\ináh' 2. og 4 Fnatd. í mán., kl. 5 síðd. Forngripasafnið opið Mvkd. og Ld., kl. 11—12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síðdegis. — Bankastjóri við kl. 1 \l/2—VU — Annar gœzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnið: Lestrarsalur opinn dagl. kl 12—2 síðd.; á Mánud., Mvkd. og Ld. til kl. 3 sfðd. — ílt.lán sömu daga. Náttiírugripasafnið (lOlasgow) opiB á Sunnu- dögum kl. 2—3 slöd. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum kl. 5—6 síðdegis 1. Mánud. i hv. mánuði. Næsta vika. Júní 5. 1849 Stjórnarskrárdagur Dana. 6. 1848 £ Sig. Gunnarsson próf. „ 1855 f. Þorvaldur Thóroddsen. 7. 1794 f. Jón Thorsteinsen landl. „ 1807 f. sr. Tómas Sæmundsson 8. 1848 f. Ól. Ámundason faktor. 9. 1872 f. Fr. Hallgrímsson guðfr. Júní 4. L. (®) fult. 3. fardagur. Aust- anpóstur fer. 5. S. Trintatis. 4. fard. „Vesta“ fer. 6. Má. Fardagur presta. „Laura“ kemur. „Hólar“ kemur. 7. H. 8. Mi. Sólargangur 1.45'—10.14'. „Skálholt11 kemur. 9. Fi. Dýridagur. 8, v. sumars. 10. Rö. 11. L. ||£ síð. kvartél. „Hólar“ fer. Breyting. íjg lék rnér í laufguðum runui SVO lífsglaður blómunum með, og alt ])á ég kvað, sem ég kunni, é kveldin er «61 runn á boð. Mitt bjarta ei harmstunur pekti °g hvergi var mótlsetis ský °g ekkert, sem angur niér vekti, og énægður lifði ég því. Minn framtiðar-himinn var heiður, í hjarta mér sakleysið bjó; og Þllr vóru alls engar eyður, en aistaðar biómskröðið nóg. Og vonin mér vængina léði og vatt mér á fjallstiudiun hátt. Af ánægju’ eg ekki mér réði er úthafið skoðaði’ eg blátt. En æskan var örskjót að líða og andsvalur frosts'jóstnr blé«; og húmskuggar heiðioftið víða þá hjöpuðn, tanga og nes. Ég leit yfir lundinn minn græna og lanfblað var hvergi að sjá; en blórnin og blágresið væna var bliknað og hnigið í dá. Þá grét ég af söknnði sárum, og sumar í brjðsti mér dð; en síðan á umliðnum átum ég aldregi fundið hef ró. Mér gleðin er horfin úr hjarta og hrygg er og döpnr mín lund; en vetur og vonleysið svarta nú vefur mig helsterkri mund. Og tárin min heimurinn hæðir, en hræsni og fláttskaparmál þar daglega ógnandi æðir og eitrar og gagntekur sál. Víkingr. Skæðadrífa, „10 krónur“. „Til góða við verzlun N. N. í Reykjwik 10 kr. (tíu krónur). Borg- ast í vörum. N. N.“. £>að skuldar mér maður 6 kr. Eg kref hann borgunar. Já, hann hefir ekki peninga, enn hann á inni 10 kr. hjá N. N. kaupmgnni og hefir skrif- aða viðurkenningu fyrir því, orðaðd, eins og hér að franran er sýnt. — Ójú, ég get eins vel haft gagn af þvi, þótt það sé borgað í vörum, en ekki peningum; allir þurfa að kaupa vörur. — Því borgar ekki kaupmaðurinn þetta í peningum ? spyr eg. Nei, það eru vinnulaxtn. Þau fást ekki greidd nema í vörum. — Jæja, ég kaupi skírteinið af raanu- inum, borga honum 4 kr. i pening- um og tek 6 kr. upp i skuldina, sem hann átti mér að greiða. Eg sendi seðiliiin i búð kaup- mannsins og segi til, hvað fyrir hann slrnli kaupa. Krakkinn, sem ég sendi, kemur aftur og segir seðill- inn sé ekki nóg borgun fyrir vör- urnar. Eg þekti vöruverð þessa kaupmanns; hafði daginn áður keypt hjá honum sömu vörur, og skil ekki í þessu. Eg held að baruið hafi misskilið eitthvað. Ég sendi samt peninga í viðbót, en hið um reikn- ing yfir það sem keypt er. Ég fæ vörnrnar og reikninginn. En sykur- inn, sem hafði kostað 25 aura dag- inn áður, kostar nú 34 aura, púður- sykur, sem daginn áður kostaði 18 au., kostar nú 28 au. Kaffi, sem dag- inn áður kostaði 55 au., kostar nú 75 au., og alt eftir þessu. Mér þyk- ir þetta kynlegt, en fer þó að renna grun í samanhengið. Til frekari fullvissu læt ég samt næsta dag kaupa sitt pundið af hverju hjá sama kaupmanni fyrir peninga. 3?á er hvítsykurinn aftur kominn niður í 25 au., púðursykur í 18 au. og kafifið í 55 aura. Þegar kaupmaðurinn er í skuld við mig, þá verð ég að taka vörur hans með alt að 34°/0 uppskrúfun á verð- inu. Það £æ ég sem refsing fyrir það, að hann fær að borga niér skuld sína í vörum, í stað þess að verða að borga mér peuinga. Ávísunin ber ekkert með sér um þetta uppskrúfaða verð. Sá sem kaupir bana í góðri trú, er þannig svikinn um alt að þriðjung af npp- hæðinni, því að hann hefir rétt til að ganga að því vísu, að vörurnar séu með algengu verði. Gagnvart þeim sem kaupir slíka ávísun, er þessi kaupmannshnykkr ekki annað en bláber þjófnaðr. Gagnvart. fólki, sem vinnur hjá kaupmönnum eða selur þeim vörur, er aðferðin refjar og prettvísi. Hún er bygð á því, að fákænir menn geri sér ekki grein fyrir (að minsta kosti ekki Ijósa grein fyrir), livað þeir fá fyrir vinnu sína eða vöru. „Er nokkra vinnu að fá hjá yður, kaupmaður góður?“.

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.