Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 04.06.1898, Blaðsíða 4

Nýja öldin - 04.06.1898, Blaðsíða 4
192 og stjórn gífurleg eftirlaunalög til allra, er til vopna höfðu verið kvadd- ir í borgarastyrjöldinni. Nú eftir þriðjung aldar njóta margfalt fleiri menn eftirlauna af þessu tilefni, heldur en fyrst eftir stríðið, enda eru lögin svo gerð, að urmull manna, sem engan rétt hefði átt til eftir- launa, hefir getað náð þeim með prettum. Nú nema, að mig minnir, árleg útgjöld landssjóðs til eftirlauna af þessu tilefni um 150—160 milí- ónum dollara á ári. Með þessu tókst samveldisflokn- um tvent: han'n náði fylgi alls há- vaðans af þeim þúsundum manna, sem njóta þessara eftirlauna, og ættmenna og vina þeirra, og honum tókst að gera þá þurð í landssjóði, að tekjur hafa ekki við gjöldum hrokkið. Auk þess fasttrygði hann sér áfram fylgi verndarnjóta. —• En af því að mikið var í sjóði, har ekki á fjárþurðinni meðan Harrison var við völd, og urðu þvf sérveldismenn of- an á og Cleveland komst að aftur (1892). Sérveldismenn gerðu þá ný toll-lög, er lækkuðu dálítið toll- ana, en tekjuskattslög þeirra, er hæta áttu upp nokkuð tolltekjurírn- unina með því að leggja vaxandi tekjuskatt á atvinnurekendur, vóru lýst ógild (stjórnarskrá gagnstæð) af hæstarétti. Nú var jafnframt verzlunaróár í landinu, og afleiðingin varð, að lands- sjóður Bandaríkja safnaði skuldum, þótt friðartímar væru. Þetta vóru menn óánægðir með, og samveldis- menn komust að völdum við kosn- ingarnar 1896. Þeir hækkuðu tolla á ný. En það tjáði ekki, því að tollatekjurnar mínkuðu heldur en hitt. Almenningur kennir ávalt stjórn þeiri, sem við er, um öll sín mein og nú sýndi reynslan að ekki batn- aði ástandið i landinu (atvinnuleysi o. fl.) við það þótt samveldismenn kæmust að. Þeir sáu því fyrir, að þó að úr rættist bágindum í landinu, þá væri fylgi verndarnjóta stopult til frambúðar. Eftirlaunamennirnir deyja út smátt og smátt, og þá batnar hagur landsjóðs, og þá fer fólk að heimta tolllækkanir á ný. En á eftirlaunum eru engir í banda- rikjunum, nema þeir sem í styrjöld hafa verið og þeirra skuldalið. Því var þörf á að sjá um, að eftirlauna- byrgðin lækkaði ekki, öllu fremur hækkaði. Til þess var styrjöld beinasti veg- urinn. Og svo lagði McKinley í stríð við Spánverja. Nú er útlit fyrir að munum aukist eftirlaunabyrgði lands- .sjóðs, auk þess sem landið hefir orðið að taka stórlán til stríðsins, sem Spánn getur aldrei endurgoldið. Svo er þá gott útlit fyrir, að hægt sé að viðhalda verndartollunum um langa tíð — því landssjóður þarfn- ast þeirra. Og meðan þetta endist, á meðan inunu milíóna-eigendurnir, sem tollverndar njóta, punga út í mútusjóð samveldismanna við hverj- ar kosningar. Við þetta má enn bæta því, að auð- menn í Bandaríkjunum áttu stóreignir á Cúba og mestöll verzlun Cúba er við Bandaríkin. Þar eru þvi nógir, sem hafa hag af að Cúba losni undan Spáni og spánskum toll-ókjörum. Þessir menn eru það, sem hafa kostað alla uppreisnina frá fyrsta. Þannig eru in göfugu og hreinu siðferðisrök, sem hafa knúið McKinley út í strið í nafni mannúðar og frelsis. .7. Ó. Landshornanna á milli. — Engan ís varð „Vesta“ vör við neinstaðar. — Blíðviðri á norðurlandi og austurlandi. — Sýslunefnd Norðmýlinga er á- hyggjusöm og fjörug. Hún veitir 2000 kr. til spitalans á Seyðisfirði, og býðst til að leggja 10,000 kr. til ritsíma- lagningar yfir land, ef síminn verði lagður á land eystra. — Tvo menn styrkir hún og til Björgvinarfarar á sýninguna. — Austfirðingar eiga hæga leið nú til Björgvinar, enda fóru þaðan 4 á sýninguna: Pétur Guðjóhnsen af Vopnaf., séra Björn Þorl. á Dvergasteini, Skafti ritstjóri og lngibjörg dótttir hans. — Þorskafli og hákarlsafli góður á Seyðisfirði, N. M., er aflalítið við Inn-Djúpið á ísafirði. Ur höfuðstaðnum og grendinni. — Veður. A aðfangadag Hvíta- sunnu snjóaði hér svo að gránaði í sjó niður; áttin var suðvestan. Flestir bölvuðu sumarveðrinu; en hygginn maður einn fagnaði því; kvað góðs vita, því að snjókoma af svona suðlægri átt hlyti að stafa af ís, og væri þetta vottur þess að ís- inn i hafinu milli Grænlands og ís- ands væri nú kominn suður á mótsl við Hvarf á Grænlandi. — Síðan gekk í norðanátt, ekki snarpa þó fyrst, en heldur kalsasama. En að- faranótt Eöstudags gekk hann upp í ofsalegt norðanrok og heldur því enn. —- Afli mun vera allgóður hér fyrir nú, ef gæfi. Einn Skugghverf- ingur aflaði svo síðast er hann réri, að hann varð að afhausa. — Síld- ganga kom hér í vikunni inn á höfn. — „Það borgar sig að auglýsa í N. 0.“, sagði hússtjórnarskólamær við oss; hún týndi einum gleraugum í fyrri viku, auglýsti þau í N. Ö. síðasta Ijaugardag; henni var skilað tvennum gleraugum aftur, öðrum á Laugardag, hinum á Hvítasunnudag, báðum svo líkum, að hún ætlaði varla að þekkja hvor vóru hennar. — Vesta kom frá útlöndum vestan um land á 2. í Hvítasunnu. Með henni frá útl. tveir landar: Lárus Jóhannesson prédikari og annar frá Utah. Ýmsir innlendir ferðamenn: Jón Hjaltalín skólastj., séra Ríkað- ur Torfason, Lárus Bjarnason sýslu- maður, Húsfreyja Arna kaupmanns Jónssonar á Isafirði, ekkja Jóh. Ó- lafssonar sýslumanns o. fl. o. fl., alls um eða yfir 60 mannns. — Landveg kom að norðan fyrir hátið hr. W. H. Paulson Vestur- heimsboði. Eer út nú með „Lauru“. -- Landveg kom og að norðan i vikunni Halldór kennari Briem. Baðhúsfélagið er nú sálað; baðáhöldin seld við uppboð á dög- unum fyrir 350 kr. — Sjósleðinn (,,Hjálmar“) kom frá útlöndum á Miðkud. eftir vel hálfrar þriðju viku ferð frá Málmey. Með honum kom dýralækninganemi Sveinn Hallgrímsson. Sleðinn ók austur næsta dag og með honum guðfræðisnemi Pétur Þorsteinsson frá Eydölum. — Þorsteinn ritstj. Gíslason hefir legið í lamasessi í 3 vikur með brákaðan fót og bólgna hönd. Hest- ur fældist og datt með hann. Hann er nú kominn á fætur innan húss. — Læsknisvottorð sáum vér fyrir því á Þriðjudag, að einhver lasleiki þjáði ritstj. „Þjóðólfs“. Ekki hefir þó kveisa sú verið í ritsnildar-líffærinu né prúðmennskunni, sem betur fór, að því er ráða má af „Þjóð.“ i gær; þar er alt „við þetta gamla“. — Tvede lyfsala var varla hugað líf á Þriðjudagskveldið, en síðan hefir brugðið til bata, og eru læknar nú vougóðir um hann. —, Thos. Patterson er settur til bráðabirgða enskur konsúll. Ollum J/eim sem sýndu okkur lilut- tekning i sorg okkar við missi sonar okkar Jóns Vidalíns, flytjum við hlýa J/okk. Landakoti, Reykjavík. Kristín Jakobsson. Jón Jakobsson. I. 0. G. T. stiík. „Verðaiidi** nr. 9, heldur fundi sína á hverju Þriðjudagskvöldi, kl. 8l/a til 31. á- gúst þessa árs. Koral-armband inn að Laugarnesi. — Einnandi er vinsamlega beðinn að skila þvi í Eélagsprentsmiðjuna gegn fundar- lauuum.

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.