Nýja öldin - 11.06.1898, Blaðsíða 3
195
Akureyrar, frá Akureyri til Rvíkur
og út úr þeirri línu frá Stað í Hrúta-
firði til Isafjarðar) roundu kosta 4—
500 þús. kr. ... Ég hefi komist svo
langt, að ef liægt er að fá svo sem
100 þús. kr. veiting úr landssjóði, í
hæsta lagi 150 þús.2, þá mun ég2 sjá
fyrir hinu, en hvernig', má ég ekki
skýra frá'2 að svo stöddu. En þótt
töluvert affénu fáist annarstaðar að,
þá verður stjórn íslanás’ að sjá um
lagning2 landlinanna og reka þær,
því að félagið vill ekkert við þær
eiga2 nema leggja eitthvert fé fram
til þeirra, sem samsvarar því, sem
sparast á sjólinunni við það, að hún
fer á land á Austfjörðum“.
Hessi eru eigin orð Dr. V. G. A-
ætlunin er „lausleg“, og því engin
vissa fyrir nema hún só talsvert fjarri
réttu lagi. — I stað þess að Bjarki
segir, að félagið vilji taka að sér að
leggja línuna, ef það fái lítið á annað
hundrað þús. króna“, og eiga svo á
hættu hvað „lauslega11 áætlunin
kunni að reynast ónóg, þá segir Dr.
Y. G., að félagið „vilji ekkert eiga
við lagninguna“, nema að eins leggja
til hennar einhverja upphæð (hann
segir ekki hve mikla einu sinni),
sem sparast muni við það sem sæ-
síminn verður styttri til Austurlands.
En landssjóður á að leggja hann, og
eiga á hættu, hvað rnikið til gengur
ffam yfir „lauslega11 áætlun. Hve
mikið fáist annarsstaðar að og hvað-
an, um það „má“ Dr. V. Gr. „ekk-
ert segja að svo stöddu“, en hann
„mun sjá fyrir því“. — Ef Dr. V.
G. væri milíóna-eigandi, væri minna
um þetta að fást. En sé hann nú
ekki fœr uni að bera ábyrgð afþessu
stórfé, þá væri þó viðkunnanlegra
að vita vissu sína um, hvaðan þess
er von og með hverjum kjörum. Þá
mundi það koma í ljós, hvort þessi
hluti fjárins, sem félagið vill ekki
fram leggja ef það verður að leggja
sæsimann alla leið hingað til Reykja-
víkur, þetta „hitt“, sem doktórinn
ætlar að „ajá íýrir“, mundi ekki al-
veg eins íáanlegt til landsimalagn-
ingar, þótt landið sjálít legði fram
þann hlut, aem hann ætlar félaginu
að leggja til.
Oss virðist lítt hugsaudi anuað.
Vór verðurn að segja það, að oss
blaaðir ekkert í auguin, þótt lands-
sjóður ætti að kosta allan landsím-
ann. Og vér sjáum ekkert til fyrir-
stöðu því, að hann verði lagður á
einu eða tveim árum. Landið getur
vel tekið alt að 600 þús. króna lán
til þessa og endurborgað það á á-
kveðnu árabili, og það er eðlilegasta
aðferðin, og mætti afborgunarfrestur
‘) Auðkent af Dr. V. G. sjálfum.
a) Auðkent af oss. Bitstj.
vera nokkuð langur, svo að ekki
lendi hann allur á einni kynslóð.
IVIeð því móti, að veitt sé í einu fé
til allrar landsimalagningarinnar, er
og langsízt hætt við að hreppa-póli-
tíkin, sem er svo rík í Bjarka, kom-
ist að. í>á er um að gera að fá
allan landsímann í einu eða ekki
neitt; en .alt landið hefir þá jafnt í
húfi, og þá yrðu allir fúsir að veita
féð. Og engum dettur víst í hug
að mæla Reykjavík undan að bera
sinn hluta af því að fullu.
Vér ætlum að Bjarki só einn að
mestu um þann smásálarskap, að
hafa ekki áræði til að koma land-
símanum á á skeinri tíma en svo,
að „til þess gangi 25 árin af næstu
öldinni“ (Bj. 14. Maí).*
Væri nú ekki bróður Bjarka
miklu sæmilegra að reyna að íhuga
og skilja röksemdir vorar, sem lít-
um á mál þetta frá víðsýnna sjónar-
miði en hann, í stað þess að velja
oss skammyrði og tortryggja hvatir
vorar ?
Þar sem hann er að slá því fram
alment, að höfuðstaðarblöðin hafi
veitt Dr. V. G. „álas og illmæli11
fyrir afskifti sin af þessu máli, þá
verður hann að undanþiggja vort
blað frá því. Vér töluðum alveg því
gagnstœtt um það atriði. Vér höfum
bæði i þessu máli og stjórnarmálinu
viðurkent lofsverðan áhuga og fram-
takssemi Dr. V. G., og aldrei borið
brigður á góðan tilgang hans, þó
vór ætlum að honum missýnist í
báðum þeim málum. Eins viljum
vór gjarnan trúa því, að Bjarka
gangi gott eitt til að fylgja hreppa-
pólitík þeirri, sem hann fylgir i
þessu ritsíma-máli; en skammsýni
verðum vór að tslja það.
En göðan tilgang getum vér eng-
an séð hjá honum í skammyrðum
og illgetum um oss nó aðra, sem
tala röksamlega um mál og ekki al-
veg sem „blindir um lit“.
Hinu viljum vór trúa, að þetta só
breyzkleika-synd, sem hann iðri eftir
þegar hann athugar betur orð sín.
En hvað sem því liður, treystum
vér skynsömustu mönnum um alt
land til þess að sjá, að framtíðarnot-
*) Ýmsan bamaskap i greiuum Bjarka
leiðum vér bjá oss alveg, svo sem það,
að fyrirbyggja megi hættuua á þvi að
þráðurinn slitni, með þvi að „hafa hann
tvöfaldan(!) á verstu stöðunum“. Pað
er eins og hann hugsi, að það sé þráð-
urinn, sem á að bera staurana, en ekki
staurarnir þráðinn. Tvöfaldur þráður
er það, ef sömu stengurnar bera tvo
þræði. Eða ætlar hann að tvinna þráð-
inn?! Sé hitt meining hans, að leggja
tvo þræði á tvennum stiinyum, þá yrði
það býsna kostnaðarauki, en litil trygg-
ing gegn bilun.
in verða langvissust og drýgst öllu
landinu með þvi móti, að sæsíminn
liggi til höfuðstaðarins og landsími
þaðan út um alla landsfjórðunga.
Og vór treystum þeim til þess að
leggjast á eitt með oss um það, að
láta landssjóð þegar taka lán til allr-
ar landsímalagningarinnar, að svo
miklu leyti, sem styrkur fæst ekki
annarstaðar að til hennar — lán,
sem endurborgist t. d. á 50 árum, eða
lengri tíma ef vill.
JÞað er mannlegt og forsjálegt, og
mun borga sig betur, en að spara í
bráð, svo sem 200 þús. krónur, og
fá svo aldrei viðunanlegt samband
ruilli höfuðstaðarins og útlanda, eða
jafnvel milli neins landshluta, nema
Seyðisfjarðar eins, og útlanda.
Dað er ekki ávalt sannur sparn-
aður að spara krónuna í svip, en
biða svo ef til vill margfaldan halla
um ófyrirsjáanlega framtíð.
Eigum vér nú ekki að taka hönd-
um saman um þetta, bróðir „Bjarki“,
og takast í höndur um það við alla
landsmenn í ollum landsfjórðungum?
— Dá stöndum vér langt fýrir ofan
alla hreppa-pólitík.
Heimsendanna á milii,
Mestallar þær útl. fréttir, sem
önnur Rvíkur-blöð hafa verið að
segja þessa viku, hefir ,N. 0. flutt
fyrir 14 dögum, og hefir því fáuvið
að bæta.
Stríðið. Cervero aðmíráll Spán-
verja hélt seint í f. m. meginhluta
flota síns inn til Sant Iago de Cuba,
borgar víggirtrar við fjörð, er skerst
norður i miðja suðurströnd austur-
endans á Cuba. Varð hann að afla
þar kola. Bandamenn urðu þess
varir og kvíuðu hann inni, og er
floti hans úr sögunni að ætla má í
þessu stríði, með því að Bandamenn
geta haldið honum þar, en eigi er
líklegt að þeir geti sótt hann inn i
fjörðinn.
Einhver skothríð heyrðist frá þess-
urn stöðvum 31. f. m. til Jamaica,
var símritað þaðan 1. og 2. þ. m.,
en líklega hefir það engin úrslita-
orusta verið, því að Spánverjar munu
ekki þora að leggja út í það.
Bandaríkjastjórn hefir sentnokkur
skip með lið og vistir til Maníla og
var að afgreiða fleiri skip þangað.
Ekki var enn farið að senda her
til Cúba til landgöngu. Verður, ef
til vill, eigi fyrri en regntíðin méð
óhollustu sinni er af staðinn í Októ-
ber. En talað um að senda land-
göngulið til Puerto Rico.
280 000 hermanna hafa Banda-
menn nú boðið út; gengur þeim ó-