Nýja öldin

Ataaseq assigiiaat ilaat

Nýja öldin - 16.06.1898, Qupperneq 1

Nýja öldin - 16.06.1898, Qupperneq 1
I, 50. 1898. NÝJA ÖLDIN. Af sérhverju tölublaði NÝJU ALDARINNAR eru síðan 1. Apríl borin út hér um bæinn á fjórða hundrað eintök. — Það votta ég, sem er af- greiðslumaður blaðsins. Reykjavík, 20. Maí 1898. Umboðsmenska »g erindrekstur. Undirskrifaður, sem hcfir verzlun- arborgararétt í Reykjavík, tekst á hendur að kaupa hér alls kyns varn- ing fyrir karla og konur út um land og senda hann með strandferðum; einnig að selja hér alls konar ísl. vöru ’ gegn peningum eða vörum fyr- ir utanbæjarmenn. — Erindi þessi rekin samvizkusamlega og fyrir sann- gjarna þóknun. Jón Olafsson ritstj. Þegar vörurnar eru keyptar hjá kaupmönnum, sem auglýsa í „N. Ö.“, tek ég engin ómákslaun. Eftirlauna-herinn. í grein með fyrirsögninni „Þegar öllu er á botninn hvolft“ gaf ég dá- lítið yfirlit nýlega hér í blaðinu yfir þ®r aðalhvatir, sem að mínu áliti hafa dregið Bandaríkin til að segja Spánverjum stríð á hendur. Þar mintist ég meðal annars á iuamiklu hersingu eftirlaunamanna í Banda- rikjunum, og hverníg samveldisraenn heíðu mokað ut landsfé í eftirlaun, að eins í þeim tilgangi að auka sér áhangendatölu og tæma landssjóðinn, svo að eigi skyldi þykja í mál tak- andi að lækka innflutuingstollana. í sambaudi við þetta dettur mór í hug að sumum kunni að þykja rétt fróðlegt að sjá tölur þær, sem hér koma á eftir. Ég datt ofan á þær aftur nú af hendingu, en hafði þær ekki við hendina um daginn þegar ég skrifaði grein mína. Nú sem stendur eru það yfir 976 þúsundir manna, sem hafa eftirlaun úr landssjóði í Bandaríkjunum. — Eins og ég áður hefi getið um, þá Reykjavík, Firatndag 16. Júní. fá embættismenn og ekkjur þeirra engin eftirlaun vestra, heldur að eins þeir sem barist hafa og særst í ó- friði eða beðið vanheilsu af þeim völdum, og svo ekkjur og annað náið skuldalið þessara manna og þeirra sem fallið hafa í stríði fyrir ættjörðiua. I>að lætur sem næst að 70. hvert mannsharn sé þannig á eftirlaunum. En það er sama sem að 1000 manns hefðu eftirlaun úr landssjóði hjá oss, og mundi oss þykja það ærinn sægur. Ejöldi þessi má virðast því meiri, sem nú er liðinn þriðjungur aldar síðan samþegnastyrjöldinni miklu lauk í Bandaríkjunum, en frá henni stafa flestir eftirlaunamennirnir. Ueir hafa enda farið sífjölgandi til þessa. Hve mikil svik eru samfara þessu, má meðal annars marka á nolikrum dæmum, sem upp hafa komist. Einn blámaður varð uppvís að því að hann hafði heimili á 21 stað í ríkj- unum og hóf eftirlaun á öllum stöð- unum. Hann dvaldi nokkra stund árlega á hverjum, en var mest á ferðalögum. Þó gerði ekkja ein betur, sem hafði dvalfang á 35 stöð- um og hóf eftirlaun á 35 stöðum. Enn eru 7 ekkjur 4 lífi eftir menn, sem féllu í stríðinu er endaði 1783. Má af því marka að aldraðir hafa þeir kvænst ungurn konum. Eftir menn, sem „særðust11 i stríðinu 1812, eru enn 3287 ekkjur á lífi, er eftir- launa njóta. Sem stendur greiðir landssjóður Bandaríkja 520 milíónir kr. á ári i slík eftirlaun. Það er sem næst sama sem 7 kr. 50 au. nefskattur á hvert. marnsharn í landinu. Það er 52 kr. 50 au. skattur á hvert heimili, er 7 menn væru á. Skyldi það ekki þykja þung út- gjöld annarstaðar — að eins til eftir- launa, auk allra annara gjalda til landssjóðs og annara þarfa. J. Ó. Ráðaneytis-íslenzka, Hvem gud gir et embede, gir han forstand, den sætniní*- er stundom bestredet; men giver han ikke forstanden, sá lvan en fuldmœgtig bruges istedet. Erilc Bogh. Lauslega má þýða það svo: Ef svo skyldi fara, þegar drottinn gerir einhvern náunga að íslands-ráðgjafa, að hann gleymdi að gefa honum um leið kunnáttu í íslenzku máli, þá má þó ævinnlega komast af með ís- lenzkan skrifstofu-fulltrúa í staðinn. En það er, því miður, ekki ein- hlítt. Það er ekkert gagn í því fyrir ráðgjafann að hafa islenzkan skriístofustjóra né íslenzkan skrif- stofu-fullt.rúa, ef þessir herrar kunna ekki dönsku. Og því er nú miður, að þeir kunna ekki dönsku — og það sem enn verra er — ekki íslenzku heldur. Ráðgjafinn kann ekki íslenzku. íslendingar (alment) kunna ekki dönsku. Svo er stungið nokkrum löndum inn i skrifstofur ráðaneytisins, til að vera túlkar ráðgjafans, sem ekki kann íslenzku, og íslendinganna, sem ekki kunna dönsku. Og þessir túlkar kunna hvorugt málið, hvorki íslenzku né dönsku. Ekki er vakurt, þó riðið sé! Það eru ærin dæmi til forn og »ý- Vér skulum nefna eitt að eins frá eldri tíðinni. Það var í tíð Nelle- manns gamla, að stjórnin lagði fyrir alþingi frumvarp, og stóðu í þvi þessi orð: „skal fastsættes efter skjon11 (þ. e. skal ákveða eftirmati). Þetta höfðu ritsnillingarnir í íslenzka ráðaneytinu lagt út: „skal ákveða af handahófi (!). Það vildi nú svo vel til, að eng- inn vafi gat leildð á þvi, að sá, sem þessa þýðing gerði, skildi dönskuna fullvel; en hann skildi ekki íslenzka orðtækið: „af handahófi“. Rétt í þessu augnabliki berst oss nr. 11 af A-deild Stjórnartíðindanna. Þar er (á bls. 42—43) „skrá yfir vörur þær af dönskum uppruna,* er njóta jafnréttis við vörur þeirra þjóða, er beztum kjörum eiga að sæta í Port,úgal“. Þrettándi vöruliður, sem þar er upp talinn, er „Træmasse“. Þetta verður á ráðaneytis-íslenzku „efni- viður“!! Nú vill svo illa til, að „Træmasse“ þýðir alt annað. „Efniviður“ heitir á dönsku „Gavntammer1*, en það er viðui , sem ætlaður er til að smíða úr (hús, verkfæri o. s. frv.). „Træ- masse“ er aftur á móti viðarefni *) Þetta „af dön9lyim npprnna" er nú ramm- vitlaus Ijýfting & dönsl<u ortmnum „af dansk Frembringelse".

x

Nýja öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.