Nýja öldin

Ataaseq assigiiaat ilaat

Nýja öldin - 16.06.1898, Qupperneq 3

Nýja öldin - 16.06.1898, Qupperneq 3
199 fáir þori að leggja út í þær, af þvi að landbúnaðurinn borgi sig svo illa. „£>011 jarðabæturnar séu bráð- nauðsynlegar, þá er þörfin á þeim sem stendur ekki skórinn, sem krepp- ir, heldur vöntun á viðunanlegum markaði fyrir aíúrðir landbúnaðar- ins“. Sérstaklega talar bann um markað fyrir sauðféð eða ketið. Það er nú eins og oss minni að eitthvað hafi gert verið í þessa átt, en því miður ekki borið árangur, sem tæplega hefir ef til vill heldur verið við að búast. En það má vænta þess að kaupmenn vorir hafi sig alla við að kynna sér erlenda markaði, og auðvitað gæti verið á- st.æða til að styrkja viðleitni í þá átt. af laudssjóði. Sér í lagi er ef til vill helzt að vænta einhverrar viðleitni í þessa átt af kaupfélögun- um. En það ei* hætt við að það reyn- ist ekki auðið að finna markað, sem borgar sig að nota, fyrir sauðfé vort lifandi, eða ket vort í þeirri mynd, sem vér nú höfum það í. En „ef fjallið vill ekki koma til Mahómets, þá verður Mahómet að sætta sig við að koma til fjallsins11. Ef markaðir heimsius vilja ekki vöru þá sem vér fram leiðum, þá verðum vér að reyna að fram leiða vöru, sem seljanleg er á heimsmörk- uðunum. Vér verðum þá að breyta framleiðslu vorri. Sauðfénu getum vór ekki breytt. Ef ekki er markað að finna fyrir það lifandi, þá er að reyna að finna markað fyrir ketið. Það er nú alls ekki útséð umþað eða þrautreynt, að það megi ekki takast. Það er varla einu sinni fullreynt með saltket vort., ef það væri vel verkað sem góð og vönduð vara. Þá er og alveg óreynt, hvort nið- ursuða á keti getiekki borgað sig í einhverri mynd. Auðvitað er ket. ó- dýrra í Ástralíu og í Ameríku held- ur en her, en aVo er aft.ur flutning- ur miklu ódýrri hóðan. Og að dá- lítið af niðursoðnu keti gæti selst hér í landinu sjalfu, á því getur ekki verið efi, þegar vér sjáum að hér í Reykjavík er selt niðursoðið ket í hverri búð: fuglaket, sauða- ket, nautajiet — saltket, steikt, soð- ið ket, ket í súpum o. s. írv., sumt soðið niður í Noregi, áumt í Chica- go, sumt í Nýja Hollandi. — Styttri veg þyrfti það þó að fará til Rvík- 'ur, hvar sem það væri soðið niður hér í landi, heldur en þegar það kemur frá Chicago eða Nýja Hollandi hingað, og milliliðslaust gæti það komist frá niðursuðuhúsi hér í hendur hverjum íslenzkum kaupmanni. Eu nokkrir eru án efa orðnir milliliðir milli framleiðanda og neytanda, þegar vér erum hér að éta Nýja- Hollands-ket, og eitthvað verður hver þeirra að hafa fyrir sinn snúð. Að vísu hefir isvarið ket fráNýja Hollandi fengið það álit á sig í Englandi, að það standi langt á baki nýju keti, og því er það í lágu verði. En það tekur líka langan tíma að flytja ket frá N. Holl. til Englands, og er von að það láti sig á þeim tíma. Aftur er engin reynsla fengin fyrir því, hvort ekki mætti skapa ísvörðu keti frá Islandi mark- að í Englandi. Héðau er svo miklu styttra til markaðar, að ísvarið ket héðan getur verið á markaði í Lund- únum 7 dögum eftir að skepnunum var slátrað hér, og ket, sem ekki hefir legið lengur í ísi, getur verið alveg eins á bragð eins og það væri af ný-slátraðri skepnu. Menn mega ekki láta það deigja sig, að Danir eru ekki enn farnir að flytja ísvarið ket til Englands, því að þeir kunna enn ekki að ísverja ket eins vel og vér íslendingar. — Það er ekki oft að vér verðum á undan öðrum Norðurálfuþjóðum í neinu, en það mun þó rétt vera, að vór höfum orðið fyrsta þjóð hér i álfu til að taka upp ameríska aðferð með íshús. Næstir urðu Norðmenn til þessa, en það vóru íshúsin hér á íslandi, að oss er sagt, sem gáfu tilefni til þess, að þeir fóru að inn- leiða íshús hjá sér. Margir hér tala um, að það sé þó bragðmunur að íshúsketi eða nýju keti, og það er satt, þegar fram á vetur eða vor líður. En getur nokk- ur maður fundið mun á nýju keti og því keti, sem lagt hefir verið nýtt. í íshús og ekki verið geymt þar lengur en 10—14 daga? (Niðurl.) Skæðadrífa. Bænda-veiðar nefua sumir þaðlúa- lag fjárglæfrapilta, að reyna að draga alþýðumenn, sem ekki sjá við lög- krókum, á tálar með lævíslegum samningum og ýmislógum „plötu“- slætti. Tilvalið dæmi , af þessum veiði- brellum, sem því miður eru ekki orðnar óþektar hér, höfum vér heyrt nýlega. Sagan, eius og hún var sögð oss, er á þessa leið: East- eignabraskari — sem nefna má X — „kaupir“ jörð af bónda — sem vér nefnum Y —, en borgar auðvitað ekkert í henni (eða því sem næst), en fær kaupsamning. Samkvæmt honum á hann að greiða verðið á ákveðnum tíma, og hafði hann talið seljandann á að setjast að í þurra- búð á jarðvegslausum mel á jarð- eign X, og á X að byggja þar timburhús fyrir Y. Þetta átti að gerast fyrir fardaga og þá átti X að borga Y jörðina. Um veturinn sér X, að hann rnuni ekki geta staðið í skilum, ekki bygt húsið og ekki borgað jörðina. Hann fær því menn til að telja um fyrir Y og sýna honum fram á, að hann hafi gert fásinnu í að selja jörð sína, hann fari á hausinn í þurrabúðinni o. s. frv. Y bónda fer nú að iðra sölunnar og gerist hugsjúkur um sína hagi. Eer loks til X og beið- ist þess, að kaupin megi ganga til baka. X létst tregur á það, en lét þó loks til leiðast, þó með skilyrð- um. Jörðinni, sem Y hafði selt honum, fylgdi laxveiði. X lét það loks falt, að Y fengi jörðina aftur laxveiðilausa, og auk þess skyldi Y borga honum (X) 200 kr. fyrir þægð- ina. — Svo lauk þessum jarðakaup- um, að Y gaf X 200 lir. fyrir það að þiggja af sér gefins alla laxveið- ina undan jörðunni. Hvort sagan er nákvæmlega rétt, vitum vér ekki, og hverjir aðilar henn- ar eru eða hvað þeir heita, skiftir engu. Sagan er gott dæmi upp á hændaveiðar þær, sem nú er farið að tíðka, og gefur fult tilefni til að vara almenning alvarlega við að gera samninga við sér ókenda menn, án þess að leita-ráða til vandaðs og lögfróðs manns og skyldu menn ávalt láta einhvern slíkan mann gera úr garði fyrir sig samningana. Náttúru-afbrigði. — Sá óheyrði afburður varð í byrjun þ. m., að í „Þjóðólfi" kom út grein, sem auðið var að lesa án þess að sofna og töluvert vit var í. Sem væntamátti var greinin að fengin alla leið frá Ameríku. Hún er eftir hr. Stefán B. Jónsson í Winnipeg og er >,um nautgriparækt og smjörgerð11. Raddir frá almenningi. Suður-Múlasýslu 27. Mai. Ekki verður sagt að pólítískur á- hugi sé svo vel vakandi hér sem æskilegt væri, en það þykist ég mega fullyrða, að af þeim sem um stjórnarmál hugsa hér, sé mestur hlutinn (að Breiðdælingum undan- teknum) samdóma stefnu Nýju Ald- arinnar og Austra. Og það er mér óhætt að segja, að þínir fornu kjós- endur fulltreysti þingmönnum sín- um til að halda þessa stefnu þar til sigur er fenginu.

x

Nýja öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.