Nýja öldin - 14.12.1898, Side 3

Nýja öldin - 14.12.1898, Side 3
43 reglum á að vera t. d. bœar f. bæjar; blœalogn f. blœja-logn, ým- ist skrifað í einu orði eða tveirri, sitt á hverjum stað); „ber/zli" rit- að fyrir „beízli", „leggði,, (misskil- in og alröng tvöföldun eftir öllum ritreglum) fyrir „legði“; „brr/s“ f. „bris“; „teigðu" f. „te«/gðu“; „e?/ru- laus“ f. „eirulaus", og ótal-margt fleira sams konar. Tvö og jafn- vel þrjú orð eru skrifuð í einu („útífrá" f. „út í frá“). Brotinn bugurinn af /' að ofan á ótal stöð- um, svo að t sýnist þar sem f á að vera (ölfanga f. öl/anga, fjaðrir f. /jaðrir, efa f. e/a, (ram f. /ram), og væri ekki tiltökumál um slíkt á örfáum stöðum; en það úir og grúir af því nærri á hverri síðu. Til tilbreytingar er svo aftur á stöku stað hreint t fyrir f (höfðu f. hö/ðu, o. fl.), eða þá til skemt- unar /' fyrir t (úf f. út). Pað er skaði að bók, sem er svo eiguleg að efni, að hver mað- ur ætti að lesa hana, skuli vera lýtt þessum ættarmeinum, sem fylgja eins og innstæðukúgildi öllu, sem prentað er í „Dagskrár“-prent- smiðju. Ekki má gleyma því að kápan er skreytt utan með firna-ljótri aug- lýsinga-umgerð, ámátlega smekk- lauslega saman settri. J. Ó. Heimsendanna á milli. —o— Bjornstjerne Bjornson hefir átt í málssókn við Múnchener neueste Nachrichten út af ummælum blaðs þessa um hann, þegar hann birti á prenti, hvað ríkiskanzlarinn hefði sagt við Leubach prófessor um Dreyfus-málið. — Málið endaði með sátt; blaðið gaf skýring á ummælum sínum, er Bj. var á- nægður með, og heflr það síðan lýst yfir því, að það finni ekki á- stæðu til að halda framvegis við aðflnningar þær, er það liafði kom- fram með. — Bjornson hefir samið nýtt leikrit: „Paul Lange og Thora Parsberg". — 1 Bantlaríkjuinim höfðu nýjar kosningar farið fram til bandaþings og víða til ríkisembætta. Sérveldismenn hafa unnið mörg sæti frá samveldismönnum, en eru þó enn í minni hluta f báðum þingdeild- um. Sjaldan hafa kosningar farið svo fjarri því að fylgja fastri flokka- skipun sem nú; kemur það af því, að ýmsir sérveldismenn hafa fylgt samveldismönnum að máli sakir einmelmismálsins; en aftur marg- ir samveldismenn snúizt andvígir inni nýju landvinningastefnu stjórn- arinnar; en stöku sérveldismenn fylgja þar stjórninni að máli. Sínlands-stjórnin nýjaheflr gefið út nýtt opið bref, er bannar öll- um dagblöðum að koma út í rík- inu, þeim er innlendir (sínverskir) menn eiga eða stýra, og býður að refsa öllum ritstjórum. Önnur til- skipun kom út, er setur frá emb- ætti sérhvern embættismann í ríkinu, sem skriíað hafl nafn sitt undir bænarskrár til keisarans um endurbætur. Akuryrkju-ráðu,neytið er afnumið, og forstjóri þess svift- ur allri tign og mannvirðingum. Öll þessi og önnur nýjustu bréf og tilskipanir eru gefin út í nafni keisaraekkjunnar gömlu. Filippus-eyjarnar. Inir inn- lendu uppreistarmenn þar settu þegar eftir lok striðsins þjóðveldis- stjórn á íót á eyjunum, kusu til löggjafarþings, samþyktu stjórnar- skrá og kusu Aquinaldo fyrir for- seta þjóðveldisins. Pingið veitti honum $ 75,000 í árslaun (þriðj- ungi meira en forseti Bandaríkj- anna hefir); en hann heflr neitað að taka við nokkrum launum fyrri en búið sé að borga öllum her- mönnum í liði uppreistarmanna þann mála, sem þeim beri. Stjórn hans sendi menn til Wash- ington, til að biðja Bandaríkja- stjórnina að viðurkenna þjóðveldið á Filipuseyjunum. McKinley for- seti veitti þeirn viðtal, og réð þeim að halda til Parisar og leggja mál sitt þar fyrir friðsamninga- nefndina. Síðan fara litlar sögur af þessum sendiherrum; en Banda- ríkin heimta allar eyjarnar sér til handa. Klondyke. Hamlin Garland er nafnkendur skáldsagnahöfundur og rithöfundur í Bandaríkjunum. Hann fór til Klondyke, ekki þó til að grafa gull, heldur til að afla sér efnis í nýja hók. Hann er nú korninn heim aftur (West Salem, Wis.), og lætur lítt yfir gull-land- inu. Yist er þar nokkurt gull, segir hann, en þó ekki svo mikið hvorugu megin landamæranna, að vert sé að gera sér svo langa ferð eftir því. Gull er dýrt, hvar sem það fæst, og í Klondyke er það dýrara og örðugra að ná í það, en nokkurs staðar annars staðar. Mest af því gulli, sem þar heflr fundist, er fundið af lygurum, sem eimskipafélögin hafa sent út og borgað vel fyrir lýgina. („Ame- rika og Norden", 5. Okt.). John 0. Carlisle, sem var fjárm álaráðherra í ráðaneyti Cleve- lands, hefir ritað langa og snjalla grein í Október-heftið af Harper’s Monlhly og mælir hann þar fast- lega á móti þvi, að Bandaríkin fari að leggja undir sig lönd með útlendum þjóðflokkum. Carlisle er inn mesti heiðursmaður og vit- maður. Hann segir, að stefna sú, sem stjórnin hafi nú tekið í þessu efni, sé þýðingarmesta atriðið, sem til greina eigi að koma við kosning- arnar, og mest áriðandi mál, sem ræða þurfl fyrir almenningi. Ástæður hans gegn því að Banda- ríkin leggi útlend lönd eða land- svæði undir sig, eru í stuttu máli þessar níu: 1) Af því það er upphaf til gersamlegrar breytingar á skoð- unum þjóðar vorrar, en sú breyt- ing getur til lengdar gert út af við það einfaldaþjóðveldisfyrirkomu- lag, sem þjóðin heflr lifað undir til þessa. 2) Af því að það er þvert ofan í heitorðs-yflrlýsingar stjórnar og þings, er fyrst var ráðist í ófrið- inn. 3) Af því að það er alveg gagn- stætt Monroe-kenningunni, sem verið hefir Bandaríkjunum in öfl- ugasta vörn gegn yfirgangi Ev- rópu-þjóða. 4) Af því að stjórnarfyrirkomu- lag Bandaríkjanna á ekki við háð undirlægju-lönd (en þessi lönd geta sakir fjarlægðar, málfæris o. fl. ekki orðið hvorki ríki né fylki í Bandaríkjunum). 5) Af því að bandaþingið get- ur ekki samkvæmt stjórnar- skránni gefið lög fyrir háð undir- lægju-lönd. 6) Af því að það, að innlima útlend þjóðfélög í stjórnfélag Bandaríkjanna, hlýtur að leiða til ágreinings og vandkvæða, sem getur haft í för með sér háska fyrir frjálslegt stjórnarfyrirkomu- lag. 7) Af því að það bakar Banda- ríkjunum óþarfan kostnað við að halda fjölmennan fastan her og stóran herflota. 8) Af því að hervaldið mun með þessu móti fá of mikil áhrif á stjórnina eða vald yfir henni til tjóns fyrir þegnfrelsi landsins. 9) Af því að það hlýtur að leiða til ágreinings milli Banda- ríkjanna annars vegar og hins veg- ar Evrópu og annara útlendra þjóða. cTCiíí og þaiía. --0-- „Bændablaðið" (Bondernes Blad) heitir búnaðarblað, er kemur út í Kristíaníu á hverri viku (2 kr. 60 au. árg.). Meðal fastra starfsmanna sinna nefnir blaðið „inn íslenzka búfræðing Jósef J. Björnsson, bún- aðarskólastj óra “. í blaðinu Amerika og Norden (Madison, Wis.) sjáum vér þá ný- ung tekna eftir Morgenbladet í Kristíaníu, sem aftur heflr hana frá bréfrita sínum í Höfn, að ís- land ætli að halda mikla minning- arhátíð árið 1900, því að þá sé 900 ár liðin síðan að kristni var lögtekin ó íslandi, og sömuleiðis 900 ár síðan Leifur hepni fann Ameríku. — Sakir þessara merk- isviðburða í sögu íslands, segir bl., ætla Danir að annast urn merki- lega grœnlenzka og íslenzka deild á Parísarsýningunni miklu árið 1900, og til að undirbúa þetta hefir rithöfundurinn Daníel Bruun verið að ferðast 4 mánuði á ís- landi. Hér heima heflr engin rödd heyrst um hátíðahald árið 1900. * r Sigríður J. Olafson, Laugavegi 10, 4* # * # # kennir piltum og stúlkum að # * lesa, tala og skrifa * # * ENSKU. * # * Borgun: 50 au. um tímann (25 au. af hvorum, ef 2 eru; * * * 17 au., 13 au., 10 au. af hvex-jum, ef 3, 4 eða 5 eru saman). * * #**#**#**#**#**#**#**#**#**#**# Til jólanna! Tertur, Jólakökur og alls konar prýðilegar skrautkökur fást fyrir Jólin í minni nýju bakarabúð. Ben. S. Þórarinsson. Göngustafurinn mmn hvarf mér á síðasta stúdentafélagsfundi. Reiðhestur til sölu. Ritstjóri vísar á. Sá sem heflr fengið hann í mis- gripum, geri svo vel að skila hon- um sem fyrst í prentsmiðju mína í Pósthússtræti. Jón Ólafsson. Handsápan góða fæst hjá H. J. Bartels. Loðhúfur kárlmanna og kvennm. Skinnmúffur mjög ódýrar lijá H. J. Bartels. i'ÍPIÍ, Nýff hús til Ritstj. vísar á. SÖlll. Til leigu: herW, fyrir einhleypa: 2 Ritstj. GÓÐ JÓLAGJÖF. „ Vegurinn til Krists“. Eftir E. G. White. Innb. í skrautb. Verð 1 kr. 50 au. Fæst eins og aðr- ar góðar bækur hjá D. 0STLUND, Yallarstræti 4, Rvík. Prjónles alls konar vandað og ódýrt Rúmteppi ljómandi falleg hjá H. J. Bartels. Húsnæði óskast til leigu í vor — 5 eða 6 herbergi auk eldhúss. Má og vera stærra. — Ritstj. vísar á. Spil og Jólakerti ljómandi falleg hjá H. J. Bartels. SC Kaupendur að N. Ö. hér ■ bænum, sem ekki fá hana reglu- lega borna til sin, eru beðnir að gera óbm. aðvart. Auglýsið í „N. Ö.“ Prédikun í Breiðfjörðs húsi á Sunnudögum k). 6V4 síðd. og Mið- vikudagskvoldum kl. 8. D. 0STLUND.

x

Nýja öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.