Freyja - 01.10.1899, Page 4
4
FREYJA, OCTOBER 1899.
KONAN AMBÁTT MANNSINS.
(Nidarlaj; )
SAMTALIÐ.
„Hversvegna breytir þú svona
við mig? ‘ spurði mrs. Parkard
bönda sinn.
„Sjáðu nú til, kona min. Rök-
semdir þínar eru ómótmælanlegar
og þess vegna skaðlegar kristin-
dóminum, en hann verðum við að
vernda, hvað sem það kostar. Þess
vegna hef ég afráðið að kalla þig
brjálaða, þangað til þú afturkallar
efasemdir þínar. Þá segi ég þig_
læknaða ogtek þig út,“ svaraði mr.
Parkard.
„Levfa lögin þér að setja borg-
ara Bandaríkjanna fastan fyrir trú-
arskoðanir lians?“
„Þú ert ekki þegn Bandaríkj-
anna, á meðan þú ert í hjónabandi.
Gift kona á engin þegnréttindi —
engann rétt; samkvæmt lögum er
hún persónuleysingi. I þér er eng-
in ,,ég;“ og þess vegna átt þú engin
réttindi, sem þú getir kallað lögin
til að vernda, nema þau ein, að vera
heingd, ef þú verður sek um morð
eða landráð.“
„Á mínu þroskaskeiði er mér ó-
mögulegt að trúa öllu sem mér er
sagt, og öllu sem ég trúði þegar ég
var barn; þess vegna trúi ég því
sem ég með aukinni þekkingu get
samrýmt við skynsemi rnína. Segð-
ist ög trúa á útskúfun óskírðra ung-
barna, þegar ég gjöri það ekki, þá
færi ég ineð vísvitandi ósannindi, og
saurgaði með því samvizku mína og
sannleiksást.“
„Samvizku! hvaða rétt hefur
persónuleysingi til að tala um sam-
vizku? Samkvæmt lögum ert þú
jafnvel sálarlaus. Þú ert skepna —
eign mín, aiveg eins og hesturinn
minn, eða kýrin mín; og hefur ekki
fremur mannleg réttindi en þau. Eg
er ábyrðarfullur fyrir gjörðum þín-
um, fyrir misþyrmingum og rang-
indum sem þú verður fyrir, því að
þú ert ekki til, nema í mér. Þú og
ég erum eitt og ég er sú eining.
Það er vegna ábvrgðarleysis þíns',
að lögin telja þig með börnum og
vitflrringum.11
•
„Jæja, þó að ég sé engin og
ábyrgðarlaus frá laganna hálfu, þá
gildir það ekki fyrir guði. Eg vildi
ekki ljúga, þó að ég með því gæti
keypt mér líkamlegt frelsi.Ekki ein-
usinni tii að fá að faðma. hjartans
brjóst barnið mitt, eða elskurnar
mínar hinar sex í hóp. Nei, ég treysti
guði til að frelsa mig, án þess að ég
saurgi samvizku mína með lygi, eða
öðrum glæpum."
,,Þá verður þú að sætta þig við
þenna samastað. þangað til þú lætur
undan, lýtur valdi mínu og trúir því
sem ég segi þér. Trúir á útskúfun
þeirra barna sem deyja áður en þau
liljóta skírn; því samvízka mín býð-
ur mér að vernda börnin mín fyrir
vantrúar áhrifun: þínum.“
Þarna sat ég líka í þrjú löng og
kvalafull ár, innanum æpandi, vein-
andi og bölvandi vitfirringa, af því
að lögin ákváðu mig tilveruleys-
ingja, með öll mín mannréttindi
fólgin í réttindum míns hjátrú-
aða eiginmanns, Engin lög náðu til
mín, nema í gegnum hann. Mér var
jafiivel synjað um habeas corpus*,
af því að ég átti enga sértilveru.
Og af því ég hafði enga löglega til-
veru, fannst ég hvérgi, samkvæmt
lögum nema í persónu mannsins
míns. Um þetta leyti höfðu lögin
enga breytingu fengið er kæmi því
til leiðar, að persónuleiki minn yrði
viðurkenndur af þriðju persónu. En
herrar mínir! • Þessi lög ákveða, að
„konan skal hafa sömu persónurétt-
indi í hjónabandinu, eins og utan
þess.“
Þannig hefur undirrót þessarar
bölvunar verið gjörsamlega afmáð,
ekki á þann liátt að smáskerða stofn
hennar með auka lagagreinum; held-
ur hefur limi, rót og laufl öllu verið
sópað burt með einni einustu laga-
grein.
Enn þá einu sinni spurði ég
þenna Sólon lögspekinnar.
,,Þú talar um að vernda börnin
þín fyrir.vantrúar áhrifum frá mér.
Eru börnin þá ekki okkar börn?
Éiga þau ekki heimtingu á tilsögn
móðurinnar eins og föðursins?“
„Nei, börnin eru ekki olclcar;
*) Lög, er ákveða að fangavörður
flvtji fangann fvrir rétt. —Þýð.
þau eru einnngis mín. Þú hefur elcki
lagalega, meiri rétt til þeirra, en
hverönnur óviðkomandi kona, og
tilsögn þín og önnur sambúð við þau,
er háð vilja og valdi mínu. Lögum
samkvæmt ert þú amKátt mín, og
börn ambáttarinnar er eign manns
þess, sem ambáttina á;- og engin lög
eða dómari geta gefið persónuleys-
ingja — þræl barn, sem fætt er í á-
nauð.“
,,Hefur það þó ekki komið fyr-
ir, að dómari dæmi móðurinni eitt
eða fleiri af börnum hennar?“
„Nei, aldrei svo lengi sem hún
er í hjónabandi. Hún verður að
vera annaðhvort ógift, eða löglega
skilin við mann sinn, eigi nokkur
dómari að geta dæmt þannig.“
„Hef ég þá ekki eins mikið til-
kall til barnsins míns sem er skild-
getið, eins og væri það óskildgetið?
Vændiskonan á barnið sitt þangað
til þao er 14 ára. Ilefur gift kona
ekki eins mikinn rétt og hún?“
„Nei, þú hefur ekki sömu rött-
indi og vændiskonan, af því að hún
er sérstaklingur — þar sem þú
ert ekkert nema hl.utur sem éj á.
Þótt þú værir fótbrotin eða limlest á
annann hátt, þá gætir þú ekki klag-
að, af því að þú ert mín eign, ekki
þín eigin. Þú átt ekkert — ekkert.
Herrar mínir! Skýrslur frá
sumum ríkjum sambandsins sýna
að sumir menn liafa selt eiginkonur
sfnar, — virkilega selt þær. Og hef-
ur slík sala verið úrskurðuð löginæt,
samkvæmt lögum þeirra ríkja, sem
slík sala fór fram í. Blackstone seg-
ir,að aðferð mannsíns míns hatt ver-
ið í alla staði löguiæt, og samkvæm
breskum lögum, sjá 5. bindi. Hann
rökræddi samkvæmt lögum, en ög
samkvæmt siðvenjum og daglegri
reynzlu. En af því að lögin gilda
meira fyrir rétti, þá ættu þau að
vera sniðin eftir siðvenjum þeim,
sem sífelt breytast í tilttnning fólks-
ins samkvæmt vaxandi menning og
fullkomnari mannúðarkröfum þess.
Herrar mínir! Þetta niðurlæging-
ar ástand konunnar, hefur máske
verið leitt í lög þegar þjóðin var á
bernskuskeiði sínu, og vera má, að
þá hafi það verið nauðsynlegt. En
nú ætti ekki að þurfa að taka það
fram, að það á illa við þroska kon-