Alþýðublaðið - 13.03.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið
Greíið út af Alþýðullokknum.
1920
Laugardaginn 13. marz
58. tölubl.
Framtíð flugUstarinnar
á íslandi.
Viðtal við ritara Fiugféiagsins,
cand. Halidór Jónasson.
(Framh.).
Það mundi bjarga mörgu manns-
lífinu, ef haft væri stöðugt eftir-
lit með fiskiflotanum hér við Suð-
urland, úrflugvél; gætu skip, sem
hefðu veikan mann innbyrðis,
gefið flugvélinni merki um það,
og svo gæti mótorbátur sótt mann-
inn, en auðvitað yrðu þráðlaus
skeyti öllu hentugri.
Það er ekki sjaldan, að mótor-
bátar liggja bjargarlausir úti á hafi
með bilaða vél. Þarf oft marga
báta og langan tíma til þess að
finna þá, en í flugvél mun það
vera tiltölulega auðvelt, þegar
bjart er veður, svo að mótorbátur,
aem sendur er eftir þeim, sem
bilaður er, getur farið rakleitt,
þegar flugvélin er komin aftur.
Þá eru síidveiðarnar. Það er
enginn vafi á því, að flugvélar
geta orðið til ágætrar aðstoðar við
þær, til þess að leita að síldinni,
og síðan segja til hvar hana sé
að finna. Það er álitið að síldar-
torfur megi sjá úr flugvél, jafnvel
þó síldin sé nokkuð undir yfir-
borði sjávarins, og kemur þetta
heim við það, sem mér heflr verið
sagt á Austfjörðum, um að þar
megi sjá síldartorfur ofan úr fjalli,
aem dökk-fjólubláa bletti á sjón-
um. Það má geta þess líka, að
Norðmenn hafa nú keypt flugvélar,
einmitt til þess að nota þær á
þennan hátt.
Flngvélar í þágu veður-
fræðinnar og landmælinganna.
Með flugvélastöð á Vestfjörðum
gaetum við altaf vitað hvað haf-
ísnum liði, hvað hann s ^ri langt
yndan o. s. frv. Því það er áreið-
J anlegt, að hann kemur altaf fyrst
upp undir land þar, og rekur svo
austur með, og er bersýnilegt, að
áreiðanleg vitneskja um hafísinn,
á öllum tímum, er mjög verðmæt,
eigi aðeins fyrir skipaferðir og
fiskveiðar, heldur einnig fyrir land-
búnaðinn norðan- og austanlands,
Og fyrir veðurfræðina í heild sinni,
í Norðurálfunni, hlyti það að hafa
töluverða þýðingu.
Sennilega mundi það sína sig,
að flugvélar gætu stundum fundið
leiðir, sem væru farandi fyrir
flutningaskip, þegar Norðurland
virtist vera alveg afkvíað af hafís.
Ekki er ósennilegt, að heppilegt
væri að nota flugvélar til land-
mælinga hér á íslandi, og ekki
þá sízt til þess að mæla óbygð-
irnar. Þjóðverjar hafa síðustu árin
notað þessa aðferð til landmæl-
inga, með afbragðs góðum árangri,
og er mælt að hún muni útrýma
öllum eldri landmælinga aðferðum.
Aðferðin er, að láta sjálfverkandi
Ijósmyndavél taka myndir úr flug-
vél, sem flogið er altaf í sömu
hæð, og látin er fara eftir fyrir-
fram ákveðnum beinum línum.
Síðan eru teknar yfirlitsmyndir
úr meiri hæð, og sem þá er svo
mikil, að venjulegra hæðamismuna
gætir ekki, eða aðeins lítið. Þessi
aðferð er auðvitað öllu erfiðari í
fjallalöndum en á sléttlendi, en þó
kvað mönnum hafa lærst að nota
hana einnig þar, og segja þeir,
sem fróðir eru um þetta, að á
þennan hátt megi gera mjög full-
kominn uppdrátt af öllum óbygð-
um landsins á fáum vikum, ef
veður eru nokkurnvegin hagstæð.
(Niðurl.)
Byrjar nýtt herðtbnn-
aðarkapphlanp milli
þjöðanna?
Khöfn 8. marz.
Frá Lundúnum er símað, a5
flotamálaráðherra Bandarikjanna
hafi sagt, að ef Bandaríkin sam-
bykki ekki Yersalafriðinn [og gangi
í þjóðabandalagið], verði þau a$
koma sér upp herskipastól, sem
sé stærri en nokkur önnur þjóð'
hafi.
Danskur herforingi
dauður.
Khöfn 8. marz.
Banski herforinginn (general-
lautenantinn) Palle Bertelsen «r
dáinn.
Inflúenzan.
Þrátt fyrir viðleitni Reykjavíkur
að verjast innflúenzunni, er húu
komin til bæjarins, og hefir það,
að vonum, slegið óhug á marga.
Og fáfróðum veröur það á að
álykta sem svo, að annaðhvorfc
hafi ráðstafanir Jækna og yfirvalda
verið ónógar, eða fólkið í meira
lagi skeytingarlaust. Annars er það
vitanlegt, að hér er máttlaus lög-
gæzla á öllum sviðum. En um
Það ætla eg ekki að ræða nú;
það hefir ekki þýðingu. En það er
annaÖ, sem vert er um aö tala,
og ætti að bera einhvern árangur.
Síðan víst var að inflúuenzan væri
komin, hefir alt verið gert, sem
hægt er, af hálfu hins opinbera,
til að hefta útbreiðslu hennar, og
hefir orðið að því mikill árangur,
| og hefði þó orðið meiri, ef fólkið